Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ 1992 Tíminn 3 Margrét Kristinsdóttir í Ölvisholti meö brúöur sem hún hefur búiö til úr ull. h sauðfé á hausti. Hún er að sögn kunn- ugra betri en ull sem Ld. er rúin af fénaði í mars, því hún vill skemmast af fjárhúsvist vetrarins. Margt þarf að gera við ullina áður en hún er fúllunnin. Hana þarf að þæfa, kemba, spinna og allt hvað eina. Til þessara verka hafa konumar á Suður- landi allt gamla skólahúsið á Þing- borg, en stærstur hluti starfsins fer fram í samkomusal hússins. Uppi á palli í húsinu, þar sem áður var leik- svið þess, er síðan sölubásinn og þar má sjá úrval þess sem konumar hafa verið að vinna. Þar má nefna peysur, sokka, hatta, vettlinga, eymaskjól, húfur, sjöl og teppi. Einnig em búnar til hárspengjur og eymalokkar úr ull- inni. Af öðrum munum, sem ekki em úr ull, má nefna hálsmen, ýmsa aðra skartgripi úr kuðungum, tólgarkerti og litlar brúður. Einnig hafa þrír karl- ar lagt inn til sölu í Þingborg útskoma muni eftir sig, svo sem prjónastokka og gestabækur. Jafhframt því að vinna úr ull er einn- ig unnið úr kanínufiðu. Fiðan er oft kembd saman við ullina eða tvinnuð við hana, svo úr verða munir úr þessu tvennu. Einkum er fiðan notuð í sokkaband, en einnig í peysur. Og á Þingborg fæst líka þelband, sem spunnið er á staðnum og blandað fiðu. Þá er rétt að geta þess að konum- ar á Þingborg jurtalita band. Til þess em notaðar ýmsar jurtategundir svo sem birkilauf, gulvíðilauf, smári, lauf- hýði, lúpínublóm, lerldbörkur og fleira. í sumar var opið á föstudögum til sunnudags á Þingborg og litu þá margir við á staðnum, ekki síst ferða- menn, enda stendur húsið við sjálfan hringveginn. Að undanfömu hefúr síðan verið opið á laugardögum og þá hafa einnig allmargir litið inn, enda fást á staðnum margir hlutir sem hentugir em til jólagjafa. Ullarverkefni þetta hefúr verið styrkt af nokkmm aðilum. Fjármunir hafa komið frá Atvinnuþróunarsjóði Suð- urlands, Búnaðarsambandi Suður- lands, Stéttarsambandi bænda, Byggðastofnun, Framleiðnisjóði land- búnaðarins og úr sjóði félagsmálaráð- herra sem ætlað er að stuðla að at- vinnuuppbyggingu kvenna í sveitum landsins. Steinunn Tómasdóttir aö kemba ull. * OG FARSÆLT KOMANDI ÁR MEÐ ÞÖKK FYRIR ÁNÆGJULEG SAMSKIPTIÁÁRINU 0 KAUPFÉIAG EYFIRÐINGA AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.