Tíminn - 22.12.1992, Síða 5

Tíminn - 22.12.1992, Síða 5
JÓLABLAÐ 1992 Tíminn 5 ar. Það er því kominn tími til að skyggnast til fortíðarinnar, staldra við og hyggja að nútíð- inni og einnig að hugsa um og spá í framtíðina. Ferðir sem þessar vekja upp minningar frá ljóma æskuár- anna, er ungmennafélagið í sveitinni heima fór sína árlegu skemmtiferð reglubundið í ald- arfjórðung eða meir, þó þær væru farnar við ólík skilyrði og aðstæður miðað við þær sem nú gerist. Allt var þá fátæklegra og frumstæðara, hvort heldur sem var vegir, farartæki, viðlegubún- aður eða mataræði. Þá voru ekki „sjoppur", hótel og vínbarir í kallfæri hvert við annað. En þetta var alltaf mikið tilhlökk- unarefni hjá unga fólkinu og líka hjá þeim sem komnir voru af léttasta skeiði. Þetta er allt hjá manni sveipað ljóma minn- inganna í eins skýru ljósi og þegar birta hækkandi vorsólar lýsir upp blessuð austurfjöllin okkar á mildum vormorgni, er við vöknum og klæðum okkur móti nýjum degi sem er óráðin gáta, en heilsum með miklar vonir í brjósti um nýja sigra og bjartara líf. Það er varla ofsagt að ung- mennafélög í árdaga þessarar aldar hafi verið menningarauki og þjóðskóli í höndum góðra stjórnenda og hvað þeim tókst með lipurð, lagni og þrautseigju að gera félagsfundina lifandi og lærdómsríka, koma ungum og óframfærnum unglingum inn í félagsstörfin, hvort sem það var á leiksviði eða glímuvelli keppni og starfs. Þær lýsa líka skært vörður minninganna hjá mörgum, sem staðið hafa í fylkingarbrjósti þeirra miklu framfara sem við búum við í dag, þegar þeir lýsa yfir á efri árum að þroskinn, krafturinn og útsjónarsemin sé upprunnin frá áhrifum ung- mennafélagsins í sveitinni heima. Það má því segja að búnaðar- og ungmennafélög séu greinar af sama stofni og hvati til sóknar og framfara á fyrstu áratugum aldarinnar, um leið og við vor- um að losna úr klóm fleiri alda erlendrar yfirdrottnunar. Bún- aðarfélögin hófu frá upphafi markvissa stefnu í að treysta okkar fjárhagslega grunn með ræktun, uppbyggingu og með skipulagi á afurðasölumálum okkar. Þar eru næst fyrir sjónum okkar stofnanir eins og Mjólkur- bú Flóamanna og Sláturfélag Suðurlands, sem verið hafa okk- ar Iífakkeri í fjárhagslegri af- komu á Suðurlandi frá því að þau fyrirtæki komust á fót. Aftur á móti hefur það fallið meira á stefnuskrá ungmennafé- laganna að efla menningar- og skemmtanalíf, efla og þroska hæfileika unga fólksins til sókn- ar og sigra og til að nýta þá margvíslegu möguleika sem landið býður upp á. Ég er víst farinn að verða nokk- uð langorður um vettvang ung- Hjalti Gestsson fer á kostum um kosti hrútanna á tilraunabú- inu aö Stóra-Ármóti og rang- æskir fjárræktarmenn hlýöa á. mennafélaganna, enda er það sá brunnur minninganna sem seint verður þurrausinn. Æsku- ljóminn frá þeim tíma á þeim vettvangi býst ég við að fylgi mér til grafar. Stolt megum við vera af því að flestir, sem haldið hafa um stjórnvölinn á skútu Búnaðarsambands Suðurlands, eru ungmennafélagar sem stóðu í fylkingarbrjósti í sinni heima- sveit, settu svip á umhverfið og höfðu áhrif til menningar og manndóms í baráttumálum byggðarlagsins. Þegar við lítum 11 ár til baka og hristum upp í sjóði minning- anna, verður margt sem kemur upp í hugann frá þessum ferð- um, sem ég tel að allar hafi ver- ið vel heppnaðar og Búnaðar- sambandinu til sóma. Það er mikið starf sem liggur á bak við þessar ferðir hjá þeim, sem sjá um undirbúning og skipulag. Það þekkjum við, sem á yngri ár- um undirbjuggum slíkar ferðir í okkar sveit. Yfirleitt höfum við verið hepp- in með veður. Þarna höfum við hitt og kynnst stéttarsystkinum okkar vítt og breitt um héraðið og einnig í fjarlægum landshlut um, borið saman bækur okkar um hið daglega starf okkar og um leið slegið á létta strengi. Fjölbreyttar hugmyndir hafa komið upp á yfirborðið í máli, myndum og tónum. Það er erfitt að taka eina ferð fram yfir aðra. En þó get ég ekki að því gert að oft stansar hugur- inn við bjartar og blíðar minn- ingar úr ferðinni, sem farin var 2. september 1986 norður yfir Kjöl til Hveravalla, inn á Auð- kúluheiði og að Blönduvirkjun. Veðrið var eins og best verður á óskar starfsfólki og viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs Þakkar gott samstarf og viðskipti liðnum árum '0

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.