Tíminn - 22.12.1992, Qupperneq 13

Tíminn - 22.12.1992, Qupperneq 13
JÓLABLAÐ 1992 Tíminn 13 færri voru þó þau sem eitthvert bókmenntalegt gildi höfðu. Leiklistarlíf var i töluverðum blóma, en að langmestu leyti voru sviðsettar leikritsþýðingar og sótti fólk stundum sýningar kvöld eftir kvöld á sömu verkun- um til þess að sýna sig og sjá aðra, fremur en af listrænni hvötum. „Útilegumenn" Matthí- asar Jochumssonar voru hið fyrsta íslenska leikverk sem náði til almennings á eigin for- sendum; varð þegar við fyrstu uppfærslu 1862 að þeirri þjóö- areign sem síðar hlaut nafnið Skugga-Sveinn. Með hvatning- um sínum endurvakti Sigurður málari Guðmundsson um 1865 þá hefð aö skólapiltar semdu leikrit og það gerðu á nokkrum árum þeir Indriði Einarsson, Kristján Jónsson Fjallaskáld, Valdimar Briem, síöar prestur, og Jón Ólafsson ritstjóri. Eftir nokkurt hlé tóku Einar Hjörleifs- son og félagar upp þráðinn og rituðu umrætt leikrit, kölluðu „Misgrip“. Samdi Einar stærsta hlutann, 1., 2. og 4. atriði. Jón- as og Hannes rituðu tvö atriöi hvor, Bertel eitt. Fáeinum árum síöarfærðu skólapiltar upp ann- að leikrit eftir Einar einan, Brandmajorinn. Það er nú glat- að. Eins og fyrr segir verður ekki annað séð en leikrit þetta sé taliö horfið í glatkistuna fyrir löngu og hlýtur því kynning á þvi að sæta nokkrum tíðindum. Sagnfræðing- urinn Bogi Th. Melsteð mun hafa átt handritiö og ánafnað dönsku safni það fremur en íslensku, ásamt fleirum merkisgripum úr fórum sínum. Bogi varð hornreka meöal landa sinna í Höfn og erfði við þá óréttlætið sem hann taldi, með þessum hætti, og eftir því sem helst er útlit fyrir. (Leikritsins er getið meðal seðla Sverris Kristjánssonar sagnfræðings yfir ísl. hdr. á dönskum söfnum.) LEIKURINN gerist all- ur í sömu vistarver- unni, baðstofu á kotbæ. Slæpingi sem kallar sig Jón Johnsen kemur á bæ þeirra erinda að biðja dóttur húsráðanda, Guðbjargar, og trú- ir því að foreldrarnir eigi nokk- uð í handraðanum. Hann hefur stundum sett markið hærra, en mistekist flest. Svo hittir á að vinnukonan, Margrét, hefur verið send af bæ. Heima fyrir eru foreldrarnir og dóttirin Guðbjörg. Þetta kvöld vinnur hún eldhúsverkin, sem verður til þess að Jón heldur hana vinnukonuna, en hina, er hún kemur heim upp á búin, dóttur- ina. Hann hefur þá beiðst gist- ingar og borið fyrir sig dönsku- skotið mál, haft í frammi til- burði sem hann og hjónin, Sveinn og Ólöf, álíta heims- mannslega. Heilsar með þessum orðum; „Jón Johnsen til þén- ustu. Ég á heima í höfuðstað landsins sem heitir eiginlega Reykjavík eða Reikevig, en við sem eigum þar heima og annars næstum allir dannaðir menn köllum hana bara Vík, eins og Kaupinhöfn eða Kjöbenhavn er kölluð Höfn, því það er eitthvað kunnuglegra og huggulegra. Þetta er annars ekki nema eins og nokkurs konar gæluorð, t.d. eins og maður segir Sigga fyrir Sigríður, Gudda fyrir Guðbjörg o.s.frv., sem maður segir til að gera sig dálítið lekkran og elskuverðan." í einrúmi mælir hann við sjálfan sig á annan veg sem Hannes ritar: „Ég sagði þeim að ég væri sigldur, ójá, satt er það, ég sigldi einu sinni sællar minningar á skektu út í Effersey þegar ég var í Vík og þá drakk ég mig svo blindan að ég varð þar eftir og sat þar þangað til daginn eftir og hef ég aldrei haft aðra eins timburmenn á ævi minni og hefur þó stundum ekki verið frítt við að þeir hömruðu í hausnum á mér. Ég sagði þeim að ég væri skóla- genginn og það er satt; ég var fjóra vetur í fyrsta bekk... Ég sagðist alltaf hafa verið efstur í mínum bekk en það var lygi... Ég sagðist hafa verið assistent, bókhaldari og tilkomandi factor, og lét mikið yfir mér. Jú, það er satt, búðarloka var ég, og hver veit nema ég hefði getað orðið bókhaldari og hver veit hvað, ef bannsett historían um þessar bannsettar tíu krónur hefði eigi komið upp á fyrir mér; ég var krítugur á knæpunum og allir voru að rukka mig... En Jón dó ekki ráðalaus. Ég hafði heyrt getið um hjón þessi, að þau væru vel efnuð og ansi heimsk, og ættu .dálaglega dóttur, og svo skaut árinn mér þessu ráði í hug. Ég hef aldrei séð stelpuna og það er nú líka ekki hún sem ég var að biðja, þó það heiti svo...“ Jón talar þau hjón á sitt mál, en stundu síðar ídúðrar hann erindinu er hann sýnir brúðarefni sínu hroka og yfir- læti, vinnukonuna ætlar hann konuefni sitt og gerist full fjöl- þreifinn við hana. Leikritið „Misgrip“ er skrifað á líflegu máli, sem sjá má af hin- um tilvitnuðu orðum og því sem á eftir fylgir, samtali hjón- anna fram til þess er Jón kemur í heimsókn. Samtalið er eftir Einar Kvaran, sem samdi 1. og 2. atriði: (Sveinn þæfír og Ólöf prjónar.) Sveinn (teygir sokk og skoðar hann grandgæfilega): Já, seint þykir mér hann ætla að ganga, bölvaður sokkurinn. Annað hvort er mér farið að förlast eða hann hefur verið heldur báglega undinn upp og það held ég nú helst. Það er þó merkilegt að þú, Ólöf mín, skulir ekki vera farin að læra að vinda upp sokk, hvað þá heldur almennilegt hlandþvætti. Ólöf: Hlandþvætti! Farðu nú að bera upp á mig þá lygina eins og fleira. Ekki nema það þó að ég kunni ekki að þvo hland- þvætti eða vinda upp sokkbol. Minna má nú gagn gjöra. Hvað skyldi það verða sem þér seinast dettur í hug að ljúga upp á mig? Nei, Sveinn minn, það stendur öðru vísi á því að sokkurinn gengur aldrei; þú ert ónýtur eins og þú hefur alltaf verið, og svo vilt þú skella skuldinni á mig eins og þú ert vanur. Árinni kennir illur ræðari. Já, ekki nema það þó að ég kunni ekki að vinda upp sokk. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Man ég þá dagana þegar þú varst að elta mig forðum. Eg meina áður en við giftumst, sem aldrei skyldi verið hafa, að þér þótti meir koma til mín en svo að ég héldi að þú mundir seinna bregða mér um að ég gæti eigi undið upp sokk. Gleymt er þá gleypt er, það sannast á þér, Sveinn minn. Sveinn: 0, aldrei fór nú mikið fyrir handyrðunum þínum, blessuð. Ekki þarftu að láta þér svo, en við skulum nú hætta að tala um það. Ég skal reyna að hnauska á sokknum og þá geng- ur á endanum. Þegar ég fer að gefa ánum í kvöld þá vonast ég eftir að hann verði búinn, en hvað sem þú segir þá fæst ég eigi lengur við hann en þangað til. Ólöf: Hættu að tala um það. Kannske þú haldir að ég geti þolað það að þú ausir yfir mig öðrum eins skömmum og þeim að ég kunni ekki einu sinni að vinda upp sokk eða þvo hland- þvætti. Nei, það get ég ekki þol- að. Minna má nú gagn gjöra. (Bæði þegja dálitla stund.) Ólöf syngur: Ó, hvílíkt veður, herra minn, íhel ég alveg fer. Útréttu sterkur armlegg þinn og virstu hjálpa mér. Að ofan og neðan öll skelf ég á þessum kalda lífsins veg. Sánkti Páll, hvíl á minni miðju og mína alla helga iðju. (Þegar hún er búin að syngja þetta þegja þau enn nokkra stund.) Sveinn: Hyar ætli hún Guð- björg sé? Ég hef ekki séð hana núna lengi. Ólöf: Hún er víst frammi í eld- húsi. Sveinn: Frammi í eldhúsi! Hvað er þetta? Ertu farin að láta hana Guddu vera í eldhúsinu? Ekki nema það þó. Hvað hefur þú gjört af henni Möngu? Ertu hætt við að láta hana vera í eld- húsinu? Ólöf: Hvað hef ég gjört af henni? Ég held að ég hafi ekki gjört mikið af henni þó að ég sendi hana fram að Gili til þess að fá mér nokkrar kaffibaunir. Ég held líka að hún Gudda hafi ekki verið of góð til þess að vera í eldhúsinu rétt í dag. Það er skárra bölvað dálætið sem þú hefur á stelpunni. Þú vilt ekki láta hana gjöra nokkurn skap- aðan hlut. Þú átt nú ekki víst að hendurnar á henni verði alltaf geymdar í traföskjum, ekki síst ef hún skyldi eiga aðra eins ævi fyrir sér og hún móðir hennar er búin að lifa. ÓSKUM LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG Á KOMANDIÁRI FARSÆLDAR Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða [31KAUPSTADUR 1 « ItLfliUU

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.