Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 20
20 Tíminn
JÓLABLAÐ 1992
Kirkjan á Klyppstaö.
Óskum starfsfólki okkar og
viðskiptavinum
gleðilegra jóla
árs og friðar
Þökkum gott samstarf og viðskipti
á liðnum árum.
upfélag ^fcangseinga
Um Þorstein
Stefánsson
rithöfund
eftir
Ingvar
Gíslason
Þorsteinn Stefánsson rithöfundur er fæddur 1. desember 1912
á Nesi í Loðmundarfirði og stendur því á áttræðu. Hann ólst upp
á Austfjörðum, Loðmundarflrði, Reyðarflrði og Fáskrúðsfírði.
Foreldrar hans voru Stefán Þorsteinsson og Herborg Björns-
dóttir. Var Þorsteinn þriðji í aldursröð fímm barna þeirra. Hin
systkinin eru Björn Stefánsson, kaupfélagsstjóri á Stöðvarflrði
og víðar, Friðjón Stefánsson rithöfundur (nú látinn), Unn-
steinn Stefánsson prófessor og Margrét Stefánsdóttir, húsfreyja
í Reykjavík.
Rúmlega tvítugur fluttist Þor-
steinn til Danmerkur og hefur átt
þar heima óslitið síðan. Þar hefur
hann sinnt kennslu, bókaútgáfu
og ritstörfum. Er hann fyrst og
fremst þekktur sem skáld og rit-
höfundur á danska tungu. Má með
sanni segja að hann hafi verið
mikilvirkur í ritstörfum á dönsku
frá því að hann kvaddi sér hljóðs á
skáldaþingi í Danmörku rétt um
þrítugsaldur með skáldsögunni
Dalen, sem hann hlaut fyrir H.C.
Andersen-verðlaunin árið 1942.
Eftir Þorstein liggur fjöldi frum-
saminna bóka á dönsku, skáldsög-
ur, smásögur og ljóð. Sum verka
hans hafa verið þýdd á önnur mál,
þ.á m. íslensku. Þorsteinn er því á
engan hátt ókunnugur þeim lönd-
um sínum hér heima, sem á annað
borð hafa viljað fylgjast með rit-
störfum og bókmenntaverkum
þessa sérstæða íslendings. Þor-
steinn er vissulega einstakur sem
maður fyrir upplag sitt og gáfur
og óvenjulegan lífsferil. Á íslandi
hlaut hann enga skólamenntun
aðra en lögskipaða barnafræðslu í
farskóla og undirbúning undir
fermingu. Allt sem hann kunni og
vissi, þegar hann fór til Danmerk-
ur í miðri heimskreppunni 1935,
var lífsreynsla sveitadrengs,
vinnupilts og daglaunamanns og
það sem hann hafði lært af heima-
lestri og öðru stopulu sjálfsnámi.
Þorsteinn sótti að vísu eitthvað
skóla í Danmörku, en ekki urðu
það neinar langdvalir. Hins vegar
náði hann fljótt svo góðum tökum
á danskri tungu, að hann var eftir
fárra ára dvöl í landinu fær um að
rita fullgild skáldrit og yrkja ljóð á