Tíminn - 22.12.1992, Qupperneq 21

Tíminn - 22.12.1992, Qupperneq 21
JÓLABLAÐ 1992 Tíminn 21 því máli sem innfæddur væri. Hann hafði þegar á æskuárum heima á íslandi tekið að læra ensku af sjálfum sér, tilsagnar- laust að mestu. í Danmörku tók hann fyrir alvöru að gefa sig að enskunámi með þeim árangri að hann var einfær um að rita ensku sem æfður höfundur, eins og kom fram í þvf að hann þýddi eina af bókum sínum á það mál og fékk hana útgefna hjá Oxford Univers- ity Press 1974 með lofsamlegum ummælum forráðamanns þessa heimsfræga háskólaforlags í Bret- landi. Bendir allt til þess að Þor- steinn Stefánsson sé tungumála- séní af þeirri gerð sem ýmsir eru frægir fýrir og gjarnan vekur furðu þeirra sem ónæmari eru á erlend mál og læra þau aldrei til hlítar. Þorsteinn hefur lítið ritað á móð- urmáli sínu. Það er ekki fýrr en nú á gamals aldri að hann sest niður og skrifar bernskuminningabók í skáldsöguformi á íslensku. Bók þessi er nýkomin út hjá Bókaút- gáfunni Skjaldborg og nefnist Horft til lands. Hins vegar hefur hann unnið mörgum íslenskum höfundi þarft verk með þýðingum bóka þeirra á dönsku. Það er frem- ur á þann hátt sem hann hefur tengst bókmenntasköpun ætt- lands síns en að hann hafi verið virkur um að frumsemja á móður- máli sínu. Þorsteinn valdi þann kost að vera danskur höfundur. Á engan hátt er vert að furða sig á slíku vali, öllu frekar er ástæða til að dást að færni hans og dugnaði að ná þeim árangri á rithöfundar- braut sem hann öðlaðist í Dan- mörku, óskólagenginn alþýðu- maður af íslandi. Manni verður á að hugsa að slíkur maður hljóti að hafa lítið í sér af smáborgaraeðl- inu, en þeim mun meira af frjórri sérvisku og óttaleysi við að fara ótroðnar slóðir. Horft til lands er ekki ævisaga. Sögusviðið markast af bernsku- heimkynnum höfundar, tíma- skeiðið er það sem nemur ævi hans fram undir fermingu og varla það. Persónur sögunnar eru fýrst og fremst faðir hans og móð- ir og systkinahópurinn. En einnig kom við sögu sambýlisfólk og sveitungar. Ættmennum móður hans bregður þar fýrir, sumum eins og í fjarlægð, ef ekki upp- hafningu, sem betri bændur og fyrirmenn. En heimili sögumanns er alþýðuheimili, faðir hans er sjávarbóndi með lítið jarðnæði, skepnuhaldið að miklu leyti til sjálfsþurftar, en nytjar af sjó eftir hentugleikum bóndans sjálfs og barnungra sona hans. Að svo miklu Ieyti sem bókin er þjóðlífs- lýsing tekur hún til lífshátta fólks á sjávarjörðum á Austfjörðum á öðrum og þriðja áratug aldarinn- ar. Það er löngu horfinn heimur nútíma- íslendingum, þótt hann sé minnisstæður öldruðum ís- lendingi í Danmörku, sem ekki hefur átt annað en stutta gistidvöl fáum sinnum í ættlandi sínu frá því hann fluttist alfarinn þaðan fyrir 57 árum. Ef einhver heldur, að bernsku- saga Þorsteins Stefánssonar sé rómantískur saknaðarvæll aldraðs manns eftir fortíðinni, þá er það misskilningur. Höfundur gengur ekki með neina glýju í augum, hann lýsir aðeins híýjum minn- ingum um foreldra sína, systkini og bernskuheimili. Vafalaust teflir skáldið á tæpt vað um áhuga ís- lenskra lesenda, að ekki sé sagt bókmenntamanna, á söguefni frá þessum tíma, enda fullnýtt að margra dómi. Nútíma-Íslendingur hefur lítinn smekk fyrir þjóðfélagi því sem var á fyrri hluta aldarinn- ar og viðurkennir með naumind- um félagsleg og menningarleg tengsl milli þessara tvennu tíma. Þessi sögurof, virðingarleysi fýrir sögunni, geta sem hægast farið framhjá íslendingi, sem ekki hef- ur lifað sjálfa atburðarásina hin síðari ár vegna fjarlægðar, og verður ekki á honum haft fyrir það. Heimamenn á íslandi gera lítið úr þessum tengslarofum, sjá Þorsteinn Stefánsson. þau ekki, eru ónæmir fýrir þeim og samdauna. En þrátt fýrir fjarlægð sögutím- ans og fyrningu sögusviðsins, er þetta eigi að síður áhugaverð skáldsaga að því er varðar ýmsa aðra þætti. Bernskuminningasaga Þorsteins Stefánssonar ber það með sér að börn eru löngum sjálf- um sér lík. Hugarheimur þeirra er alltaf svipaður, leikjaþörfin ætíð hin sama, frelsislöngunin söm við sig, dagdraumarnir eins. En ofar öllu er þráin eftir öryggi og um- hyggju, vísum samvistum við for- eldra og systkini, öllu sem er normalt og reglusamt. Það má sjá af þessari minningaskáldsögu, að bernskusamfélag höfundar fyrir 70-80 árum var ekki verra en það, að þetta allt veittist systkinum á Sómastaðagerði og Nesi. Og það þrátt fýrir hörkulegt brauðstrit og tíðkanlega barnavinnu sem nú myndi talin brjóta gegn alþjóðleg- um barnasáttmála og öðrum mannréttindaskrám, hvað þá upp- eldis- og skólamálastefnu borg- aralegra samfélaga fremstu menn- ingarþjóða heims. Þá er málfar þessarar bókar for- vitnilegt, því að hér er að verki höfundur, sem naumast getur tal- ist hafa mikla æfingu í að rita ís- lensku, þótt hún sé móðurmál hans, en þeim mun meiri þjálfun í að setja fram hugsanir sínar á dönsku. Ef danskra áhrifa gætir á ritmál þessarar bókar, felst það ekki í dönskuslettum eins og það orð er almennt skilið. Hins vegar kann áferð stílsins að bera ein- hvern aðkominn keim. Má ætla að blæmýkt dönskunnar síist að nokkru ófyrirsynju inn í textann án þess að það sé til umtalsverðra lýta, síst þegar þess er gætt, hver höfundurinn er. Þá gæti það hafa stafað af samslætti í minninga- þráðum höfundar, vegna langdval- ar í Danmörku, að bændafólk í Loðmundarfirði á það til að þérast innbyrðis í sögunni. Slíkt fær varla staðist. Hér verður birtur stuttur kafli úr bók Þorsteins Stefánssonar, kyrr- lát minning um jól eins og börn hafa löngum lifað þessa stórhátíð. Ef umhverfi og einstakir hlutir stinga í stúf við veruleika nútím- ans, er barnsleg eftirvænting eftir jólunum enn hin sama, jóla- stemningin er sjálfri sér lík. '//// Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum - Reyðarfirði Borgarfirði - Seyðisfirði 'arsœlt komandi ár

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.