Tíminn - 31.12.1992, Side 2

Tíminn - 31.12.1992, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur 31. desember 1992 Skrár Slysavarnafélagsins sýna að 54 létust af slys- förum á árinu: Sjóslys nú miklu fleiri en í fyrra Alls létust 54 einstaklingar (43 karlar og 11 konur) af slysfórum á árinu 1992, sem er fjórum færri en árið áður, samkvæmt saman- tekt Slysavamarfélags íslands á banaslysum og orsökum þeirra. Miklu fleiri drukknuðu þó á þessu ári en því næsta á undan. Það sem af er árinu, hafa 22 einstaklingar farist í sjóslysum eða vegna drukknana borið saman við 13 árið áður. Á hinn bóginn minnkuðu mann- fómir í umferðinni milli ára, úr 26 í 21, það sem af er þessu ári. Það vek- ur hins vegar athygli að hátt í helm- ingur þeirra var gangandi vegfar- endur. Dauðaslys af öðmm orsökum em um þriðjungi faerri en á síðasta ári. Banaslys á þessu ári og því síðasta, skiptast þannig í grófum dráttum: 1992 1991 Sjóslys/drukknanir... 22 13 Umferðarslys 21 30 Flugslys 1 0 Ýmis slvs 10 15 Samtals ...54 58 Að svo miklu fleiri hafi drukknað skýrist fyrst og fremst af því að 6 einstaklingar hafa farist á þessu ári vegna falls útbyrðis og 4 í höfnum, við land og/eða við köfun. Aðeins eitt dauöaslys var undir hvomm þessara liða í íyrra. Átta mannslíf hafa týnst með skip- um sem farist hafa á þessu ári, eða jafn margir og í fyrra. Af þeim 22 sem farist hafa á sjó og í vötnum, eru 4 útlendingar sem farist hafa í sjóslysum hér við land. Af samtals 21 dauðaslysi í umferð- inni á þessu ári em 9 tilfelli þar sem ekið var á gangandi vegfarendur, sem er 50% fjölgun frá síðasta ári. Jafn margir, 9, létust í árekstmm bfla og bifhjóla, 2 við bflveltu og 1 þegar ekið var á ljósastaur. Af öðmm orsökum em flest dauða- slys á þessu ári, eða 4, vegna byltu eða falls, sem er einu fleira en í fyrra. Hins vegar fórst nú aðeins 1 í vinnuslysi í stað 4 í fyrra. Tveir hafa látist vegna bmna/eitmnar/raflosts, sem er einum færra en í fyrra. Einn hefur orðið úti en þrír létust af þeim sökum í fyrra. Einn fórst í kajakslysi erlendis og einn eftir að festast í drifskafti. - HEI Brennurnar eru álíka margar og í fyrra Forsendur kjarasamnings eru brostnar. VR segir upp samningi: Minnkandi kaupmáttur bitnar ekki síður á atvinnulífinu Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, segir það vera brýnt að aðilar vinnu- markaðarins setjist niður við samn- ingaborðið fljótlega eftir áramótin. Hann segir að minnkandi kaupmátt- ur launafólks bitni ekki síður á at- vinnulífinu en launafólki og því ætti það að vera sameiginlegt hags- munamál atvinnurekenda og launa- manna að kaupmátturinn væri sem mestur. Formaður VR, sem er stærsta stétt- arfélag landsins með 11 þúsund full- gilda félagsmenn, segir að ASÍ og landssamböndin stefni að því að fara í fundaherferð um landið eftir ára- mótin til að kynna stöðuna og heyra skoðanir fólksins. Magnús L. segir að atvinnuleysið, sem hefur tvöfaldast frá því í nóvember í fyrra og minnk- andi kaupmáttur, sé það alvarlegasta í stöðunni um þessar mundir. Þar fyrir utan munu ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum Ieiða til þess að skattar stórhækka hjá launafólki auk þess sem vöruverð fer hækkandi og sömuleiðis verðbólga. Á fjölmennum fundi trúnaðar- mannaráðs Verslunarmannafélags Reykjavíkur, fulltrúaráðs starfs- greina og trúnaðarmanna VR á vinnustöðum, var samþykkt að segja upp gildandi samningi með eins mánaðar fyrirvara þannig að samn- ingar verða lausir þann 1. febrúar n.k. í ályktun fúndarins kemur fram að Eldur verður borínn að um 20 brennum í Reykjavík og nágranna- byggðarlögðum á gamlárskvöld. Á Akureyrí verða tvær brennur. Al- gengasti íkveikjutíminn er kl. 20 og kl. 20:30. Eftir því sem næst verður komist, er þetta svipaður fjöldi og í fyrra. þær forsendur sem aðilar vinnu- markaöarins hefðu sett sér við gerð síðustu kjarasamninga séu brostnar. Þá var lögð aðaláhersla á að viðhalda þeim stöðugleika sem hafði náðst í þjóðarbúinu, sporna gegn atvinnu- leysi og verja kaupmátt launa. „Ekk- ert af þessu hefur gengið eftir.“ -grh Að sögn Hilmars Þorbjömssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Reykja- vík, hefur verið veitt leyfi fyrir fimm- tán brennum í Reykjavík, Seltjamar- nesi og Mosfellssveit og er það svip- aður fjöldi og verið hefur. Hann seg- ir að yfirleitt verði eldur borinn að brennum um kl. 20.30. í Reykjavík verða stærstu brennumar í Breið- holti við Leirubakka og viðÆgissíðu og sér borgin um þær. Auk þess hafa einstaklingar og félagasamtök reist bálkesti víða. Þar má nefna Foss- vogskirkjugarð í Suðurhlíðahverfi, Ártúnsholt sunnan við Ártúnsskóla, Fylkisvöll í Árbæjarhverfi, við Laug- arásveg, Suðurfell, Rjúpufell, gömlu öskuhaugana í Gufunesi, Njarðar- götu sunnan við Vatnsmýri og við Hólakirkju. Safnað hefur verið í þrjár brennur í Mosfellssveit. Ein er við Lágafell, önnur í Tangahverfi og sú þriðja við Reykjarkol við Hafravatnsveg. Á Seltjamarnesi er að finna eina brennu og er hún á Valhúsahæð. Kópavogsbúar þurfa ekki að leita að mörgum brennum, því þar hefur ein stór verið reist vestan við íþróttavöll- inn í Kópavogsdal. Þar munu, ef að líkum lætur, birtast ýmsar kynjaver- ur á vegum Leikfélags Kópavogs og einnig mun harmonikkuleikur kitla sönggleði brennugesta. Þá hafa lög- regluyfirvöld í Kópavogi veitt leyfi fyrir lítilli brennu við Vatnsenda. í Hafnarfirði verður ein stór brenna austan við Kaplakrika eða íþróttavöll FH á vegum félagsins. Þá er eina brennu að finna í Garðabæ á vegum bæjarins og er hún við Bæjarbraut íbúar Bessastaðahrepps verða ekki án áramótabrennu og er hana að finna á bökkunum við bæinn TVöð. Fyrirhugað er að kveikja í brennun- um upp úr kl. 20. Á Akureyri verða tvær brennur. Önnur hefur verið reist á Bárufells- klöppum í Glerárhverfi. Hin er við svonefndan Réttarhvamm, sem er á móts við aðrein að Hlíðarfjalli. Yfir- völd á Akureyri standa ekki að brennunum, heldur hefur æskan í bænum tekið til hendinni. -HÞ Blönduvirkjun kostar Landsvirkjun 800 milljónir á þessu ári: Landsvirkjun rekin með 1,8 milljarða tapi 1992? Horfur eru á aö afkoma Landsvirkjunar verði á árínu 1992 sú versta í sögu fyrirtækisins. Flest bendir til að rekstrartapið verði um 1,8 milijarðar króna. Ástæður fyrir slærarí afkomu er óhagstæð gengis- þróun og kostnaður við rekstur Blöndu. Á árínu 1991 var Lands- virkjun rekin með 484 milljóna hagnaði. Það var áttunda áríð í röð sem Landsvirkjun var rekin með hagnaði. Forystumenn Landsvirkjunar hafa viðurkennt að Blönduvirkjun hafi ekki verið reist á réttum tíma. For- sendur sem byggt var á þegar ákvörð- un var tekin um að hefja byggingu hennar hafa brugðist Ekki hefur ver- ið byggt stóriðjuver og raforkunotk- un almennings hefur aukist sáralítið. Nú þegar Blönduvirkjun er komin í fullan gang þarf að greiða 800 millj- ónir vegna rekstrar hennar, en hún skilar engum tekjum á móti. Þess má geta til samanburðar að lækkun per- sónuafsláttar sem Alþingi tók ákvörðun um skömmu fyrir jól, er talin skila 750 milljónum í ríkissjóð. Yfirmenn á fiskiskipum á Austfjörðum beina því til stjómvalda að tryggja frjálsa verðmyndun á fiski: Með löggjöf eða með öðrum ráðum Aðalfundur Skipstjórna-og stýri- mannafélagsins Sindra á Aust- fjörðum, beinir því til stjómvalda að þau tryggi raunverulega frjálsa verðmyndun á fiski með viðeig- andi löggjöf eða með öðrum ráð- um. Fundurinn telur að beinir samn- ingar um fiskverð á milli sjómanna og fiskverkenda séu ýmsum ann- mörkum háðir og leysi ekki þann vanda sem er við að glíma á þess- um vettvangi. Af þeim sökum telja yfirmenn á austfirskum fiskiskipum að þennan vanda verði að leysa með almennri lausn á fisksölumálum, t.d. með því að setja lög sem kveði á um að allur fiskur, sem seldur er innan- lands verði boðinn upp á fiskmörk- uðum eða tengdur raunhæfu gagn- verði fiskmarkaða á þeim svæðum sem þeir eru ekki starfræktir. -grh Gengisþróun hefúr afgerandi áhrifá afkomu Landsvirkjunar. Þróunin varð fyrirtækinu óhagstæð á árinu 1992 og ekki bætti 6% gengisfelling í nóvember úr skák. í fréttabréfi Landsvirkjunar kemur fram að horfur á nýju ári gefi ekki til- efni til bjartsýni um fjárhag fyrirtæk- isins. Raunar sé fyrir séð að rekstur- inn verði erfiður þangað til tekist hefur að auka rafmagnssölu til stór- iðju eða að orkunotkun almennings aukist á ný. Forráðamenn Lands- virkjunar vonast eftir að tap á nýju ári verði ekki meiri en 700 milljónir. Þetta mikla tap verður þrátt fyrir að gjaldskrá fyrirtækisins hækki um 4% nú um áramót. Landsvirkjun skuldar nú um 42 milljarða í útlöndum. Þetta er um 1/5 hluti allra erlendra skulda íslend- inga. Miðað við 20 ára endurgreiðslu- tíma þyrfti Landsvirkjun að borga um 2,1 milljarð árlega af þessum lán- um umfram lántökur. Staðan í dag er hins vegar þannig að fyrirtækið getur ekki borgað meira en um milljarð á ári þrátt fyrir að mikið hafi verið dregið úr framkvæmdum. Það verð- ur því að framlengja lán með nýjum lántökum. í desember gekk Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjun- ar, einmitt frá samningum um lán- töku Landsvirkjunar í Bandaríkjun- um. Lánsupphæðin var 4,5 milljarð- ar og lánstíminn 15 ár. Stærsta hlut lánsins á þó að greiða eftir 11 ár. Vextir af láninu er 8- 8,27%. Meira en helmingur lánsins verður notaður í að greiða lán sem þarf að greiðast um mánaðamótin janúar febrúar. -EÓ Vinningshafi „krossgátusíöu 4“ í gær var dreginn út vinningshafi vegna krossgátusíðu 4. Það var nafn Ágústu A. Valdimarsdóttur, Grund- argerði 10, Reykjavík. sem kom upp úr pottinum og fær hún því verð- launin sem eru 10 þúsund króna vöruúttekt í sérvörudeild Kaupstað- ar í Mjódd, 2. hæð. Tíminn óskar henni til hamingju með verðlaunin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.