Tíminn - 31.12.1992, Page 4

Tíminn - 31.12.1992, Page 4
4 Tíminn Fimmtudagur 31. desember 1992 Tíminn MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð i lausasölu kr. 110,- Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Á breytingatímum Ef litið er yfir liðið ár á vettvangi innanlandsmála, ber mjög á umræðum um dökkar efnahagshorfur og ytri áföll. Ef litið er til umheimsins, koma hug- tökin breytingar og gerjun upp í hugann. Um áramót, þegar litið er yfir farinn veg, er það al- veg ljóst að heimsmynd kalda stríðsins er horfin. Það ástand heimsmála varði í fjóra áratugi frá stríðslokum. Nú er breytingaskeið, sem enn er ekki séð til hvers leiðir. Árið 1992 hafa þjóðir heimsins horft upp á hörm- ungar staðbundinna átaka, sem hafa verið nær okk- ur Islendingum en áður. Grimmilegt stríð er háð á Balkanskaga, átökum linnir ekki fyrir botni Mið- jarðarhafs, og hörmungar þriðja heimsins taka á sig æ nýjar myndir með hernaðaríhlutun í nafni hjálp- arstarfs í Sómalíu. Vaxandi órói er vegna innflytj- enda í Evrópu, og þjóðernisátök blossa upp meðal hinna nýju ríkja í Austur-Evrópu. Það er því langt frá því að vera friðvænlegt um þessi áramót. Ólgan, sem verður þegar losnar um ógnarjafnvægið, skapar ný vandamál sem heimur- inn þarf að bregðast við. Þar er stærsta verkefni að endurskapa efnahagslíf og viðskipti, sem miðar við afvopnun og friðsamlega sambúð þjóða. Milljónir manna hafa haft atvinnu við framleiðslu háþróaðra vígvéla og fyrirferðarmikil viðskipti hafa verið á þessu sviði. Það er risavaxið verkefni að beina þess- ari starfsemi í annan og friðsamlegri farveg. Fréttir berast af því frá Rússlandi og öðrum lýðveldum, sem áður mynduðu Sovétríkin, að þessi breyting sé ótrúlega erfið til viðbótar við aðra endursköpun þjóðfélagsins. Miðað við þessi risavöxnu vandamál verður lítið úr erfiðleikum okkar íslendinga. Það er engin ástæða til þess fyrir okkur að mála fjandann á vegginn um þessi áramót fremur en önnur. Það er skylda for- ustumanna hverrar þjóðar að vara við erfiðleikum, en það er jafnhættulegt að tala kjarkinn úr þjóðinni með stöðugum barlómi og svartsýni. Við skulum minnast þess um áramótin að þjóðin hefur mikla möguleika, ef hún stendur saman um að nýta þá og skiptir réttlátt þeim byrðum sem aðsteðjandi vandamál leggja á almenning í landinu. Það skortir á að svo hafi verið gert. Við íslendingar skulum einnig minnast þess að atvinnustarfsemi er og mun verða öflug í landinu, ef henni eru sköpuð skilyrði. Við skulum einnig minnast þess að sjávarútvegur- inn er ekki deyjandi atvinnugrein, þrátt fyrír minnkandi afla í einstökum tegundum. Sjávarút- vegurinn er öflugur og verður það, ef vel er á hald- ið, og getur áfram skapað þessari þjóð miklar tekj- ur. íslendingar mega ekki sofna á verðinum og álíta atvinnuleysi eðlilegt ástand eða náttúrulögmál, sem beri að venjast og sætta sig við. Það ber að berj- ast gegn þessum draug af öllum mætti og samein- uðum kröftum á nýju ári. Tíminn flytur landsmönnum öllum bestu nýár- sóskir. Megi árið 1993 verða gott og gjöfult til lands og sjávar. Steingrímur Hermannsson: Við áramótin Góðir fslendingar. Hvaða dóma fær liðið ár? Eflaust ræðst það af gæfu og gengi hvers manns. Að nokkrum árum liðnum, hygg ég þó að almennt verði sagt um árið 1992, að það hafi verið ár mik- illa tímamóta. Þá hafi lokið hálfrar aldar skeiði mikils hagvaxtar í vest- rænum heimi — hagvaxtar sem byggði ekki síst á skefjalausri nýt- ingu náttúruauðlinda — en hafist skeið skuldaskila. Arfleifðin Hann var skynsamur fátæki, ís- lenski bóndinn vestur í Klettafjöll- um Kanada, Stefán G. Stefánsson, þar sem hann lýsir í sínu mikla kvæði, Bræðrabýti, bræðrunum tveim og arfleifð þeirra: „Hver komandi kynslóð og nýrri ögn kroppaðri landauðnir íékk. Því foðurleifð ruplaðri og rýrri að réttmætum erfðum þar gekk. Uns bræðumir tveir hrepptu börðin og blámel og flóðeyrar skörðin og urð, sem við háfjallið hékk. “ Og leiðir bræðranna skildu: „— annar kvaðst björg myndi brjóta og brúnirþess öræfadals, því víst lægi gull milligrjóta ígeymslu hins dulráðna fjalls —. “ ,Jfn hinn vildi landspellin laga um langeydda fjárbeit og tún, og gróandann hæna inn á haga og harðvöll, en lyngflétta brún. “ Því miður hefur að sumu leyti farið um okkar arfleifð eins og föðurleifð bræðranna. Eitt sinn var ísland skógi vaxið frá fjalli til fjöru. Skógunum var eytt og síðan hefur stór hluti gróðurmoldar- innar skolast eða blásið burt. Eftir standa allt of víða uppblásin börðin. Slíkt er því miður fremur regla en undantekning í heiminum. Fyrir 50 árum var 40 af hundraði lands Eþíópíu þakið skógi, en nú að- eins um einn af hundraði. Regn og vindar eyða jarðveginum og nánast árviss hungursneyð herjar á fólkið. Sömu sögu er að segja frá stórum hluta þeirrar heimsbyggðar sem af landinu lifir. Jafnvægi lífríkisins raskað Fleira ber þess merki að mennimir hafa farið meira af kappi en forsjá. Úrgangsefnin aukast dag frá degi, mörg mjög skaðleg. Koltvísýringur (COj) í andrúmsloftinu mun að óbreyttu tvöfaldast á u.þ.b. 40 ámm. Klórflúor og önnur ósoneyðandi efni hafa sexfaldast á síðastliðnum 40 ár- um. lnnhöfin eyðast af eiturefnum frá iðnaði þjóðanna og úrgangsefnin hrannast upp. Til dæmis er áætlað að framleiðsla fastra úrgangsefna í Bandaríkjunum sé meira en tvöföld þyngd sérhvers íbúa á degi hverjum. Þótt framfarir á sviði vísinda hafi fært manninum marga stórkostlega hluti og að ýmsu leyti betra líf, eru afleiðingarnar einnig alvarlegar. Um þúsundir ára var fólksfjölgun jöfn og hæg. Við iðnbyltinguna fer hún mjög vaxandi en á þessari öld, með miklum sigrum á sviði læknavís- inda, fjölgar íbúum jarðar langt um- fram það sem áður hefur þekkst. Nú eru þeir orðnir um 5,5 milljarðar og fjölgar um 1 milljarð á hverjum tug ára. Eftir 40 ár verða íbúar jarðar- innar, með sama framhaldi, orðnir um 9 milljarðar, sem er langt um- fram það sem jörðin fær borið. í hinni óheftu samkeppni markaðs- hyggjunnar og ekki síður í hinum miðstýrða búskap kommúnismans, hafa menn neitað að horfast í augu við afleiðingar þessarar þróunar. Það verður ekki lengur gert. Stöðugt bendir fleira til þess að mikil fylgni sé á milli koltvísýrings í andrúmsloftinu og hitastigi á jörðu. Það sýna meðal annars borkjamar úr jöklum Grænlands og Suðurheim- skautsins. Nú stefnir hratt í langtum meiri koltvísýring en kjamamir sýna jafnvel á heitustu tímaskeiðum sög- unnar. Fárra gráðu hækkun hita- stigs mun bræða jöklana og færa lág- lendi um heim allan undir sjó. Ósannað, segja iðnjöframir. Hver vill taka áhættuna? Um áhrif ósoneyðandi efna verður ekki lengur deilt. Gatið á ósonlaginu yfir Suðurheimskautinu stækkar stöðugt. Eyðing ósonlagsins mælist nú reyndar einnig á norðurhveli jarðar. Ef ósonlagið eyðist, ná út- fjólubláu geislamir til jarðar. Það þolir ekkert líf til Iengdar. Klórefnin, sem sleppa út í dag, hafa áhrif eftir 50 ár. Hér er því ekki til setunnar boðið, enda hafa þjóðir heims loks komið sér saman um að hverfa á næstu ámm frá notkun ósoneyðandi efna. Um flestan annan úrgang má svipað segja. Sumsstaðar em haugamir orðnir helstu kennileitin. Iðnfyrir- tækin greiða fátækum þjóðum stór- ar upphæðir fyrir að mega varpa úr- gangi á land þeirra eða í landhelgi, jafnvel þótt flytja þurfi langar leiðir. En eiturefnin síga engu að síður í jarðvatnið og menga það og renna smám saman til sjávar. Einhver átakanlegustu áhrif þessar- ar þróunar og hinnar miklu fólks- fjölgunar lýsa sér í því að nú deyja að meðaltali um 37.000 böm undir 5 ára aldri á degi hverjum, fyrst og fremst af næringarskorti. Einnig er LIGiNFJARHLUÍFALL OG AFKOMA I SJAVAROTVEGI 1980-1990 . ^ Q^.________— j__ 8081828384858687888990 Heimild: Þjoðhogsslofnun umhugsunarvert að á ári hverju deyja út og hverfa lifandi dýra- og jurtategundir þúsund sinnum hrað- ar en nokkm sinni áður í jarðsög- unni. Það er tengt því, meðal annars, að árlega em brenndir eða höggnir skógar á stærð við ísland. Bókhaldið er í raun falsað Staðreyndin er að menn hafa kosið að fara leið bróðurins sem braut nið- ur björgin í leit að gullinu. Og vissu- lega hefur mikill auður safnast. Tækniþróun hefur verið ótrújeg og lífskjör hafa tekið miklum framför- um, sérstaklega á Vesturlöndum og í ýmsum Kyrrahafslöndum Asíu. En kostnaðurinn hefur aldrei verið færður nema að litlu leyti til gjalda, til dæmis sá er hlýst af mengun and- rúmsloftsins, vatnsins eða sjávarins. Náttúmauðlindimar em heldur ekki afskrifaðar þótt þær eyðist, hvorki skógarnir né olíulindimar svo fátt eitt sé nefnt. í raun er bókhaldið fals- að. Rétt er að hinn frjálsi markaður hefur lyft grettistaki og sannað sína yfirburði að ýmsu leyti. En stefna, sem hefur mestan arð að megin- markmiði, mun seint fús að greiða þær miklu skuldir, sem gjaldfallnar em, eða færa til gjalda annað en það sem bókhaldsreglurnar krefjast. Því getur markaðurinn ekki verið óheft- ur. Honum verður að setja reglur og markmið. Markmiðin nást með samstilltu átaki Hin stóm verkefni, sem framundan em, verða aðeins unnin með sam- stilltu átaki hins frjálsa atvinnulífs og samfélagsins í heild. Þannig hafa ávallt stærstu sigramir unnisL Kennedy forseti setti Banda- ríkjamönnum það markmið að koma manni til tunglsins. Með samstilltu átaki tókst það. Þannig var kjarnork- an beisluð. Þannig unnust heims- styrjaldir. Þannig var Evrópa reist úr rústum með Marshall-aðstoð. Nú þarf mannkynið meir en nokkm sinni fyrr að setja sér sameiginleg markmið. Markmiðin verða að vera að endurheimta og varðveita lífs- nauðsynlegt umhverfi mannsins og jafnvægið í lífríkinu, að stemma stigu við fólksfjölgun, að búa mann- kyni öllu viðunandi lífskjör. Skammsýn hámarksarðsemi fjár- magnsins verður að víkja fyrir fram- tíð lífs á jörðu. Það mun reynast þrautin þung að sameina menn um slík markmið, en það verður að gerast. Því aðeins munu markmiðin nást að takist að sameina krafta einstaklinga og sam- félags og reyndar einnig afl fjár- magnsins. Þetta er mönnum að verða ljóst. Það markar í sjálfu sér mikil tímamót. Staða smáþjóðar Hvað kemur okkur íslendingum þetta við? spyr ef til vill einhver. Við eigum enn töluverðar ónýttar nátt- úruauðlindir, mikið land, tiltölu- lega hreint og ómengað og mann- fjöldi er hóflegur. Líklega erum við fslendingar í betri stöðu að ýmsu leyti en flestar aðrar þjóðir. En þeirri staðreynd verður þó ekki breytt að við erum aðeins eitt peð á stóru taflborði. Við afrekum ekkert einir, örlög heildar- innar verða okkar örlög. Við getum ekki einangrað okkur frá umheim- inum. Með því brygðumst við skyldu okkar. Þvert á móti hljótum við í vaxandi mæli að taka þátt í al- þjóðlegu samstarfi, bæði í okkar heimshluta og um heim allan. Fyrir smáþjóð, sem vill varðveita fullveldi sitt og sjálfstæði, er hinn gullni meðalvegur á milli alþjóð- legs samstarfs og eigin fullveldis vandrataður. Sameinuðu þjóðirnar og heimsálitið hafa að vísu breytt því að jafnvei herveldin hika við að leggja með valdi smáríkin undir sig. Því unnum við Iandhelgisdeil- urnar. En til eru önnur vopn ekki síður áhrifarík, sérstaklega hið al- þjóðlega fjármagn. Það þekkir eng- in landamæri og því standa æði oft dyr opnar, enda er það eftirsótt og nauðsynlegt í hófi. Hins vegar sannast oft að gefirðu skrattanum litla fingurinn tekur hann hendina alla. Þótt í samningi smáþjóðar við tug- milljóna stórveldi ríki jafnræði á pappírnum, er það í raun aldrei svo. Smáþjóðin verður ætíð að gæta sín vel og verja sitt fullveldi með regl- um sem hún sjálf setur. íslenskt fjármagn ógnar engum, en ísland allt er lítið meira en góður munn- biti fyrir alþjóðlegan auðhring.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.