Tíminn - 31.12.1992, Síða 8

Tíminn - 31.12.1992, Síða 8
8 Tíminn Fimmtudagur31. desember 1992 Hætta á harðnandi átökum hindúasiðar og íslams: Dagur Þorleifsson skrifar RAMA 99n ALLAH Múslfmar í Pakistan brenna hindúa- hof eftir aö niðurrif Babúrsmosku fréttist þangaö. var ágreiningur um landamæri og umrót er skiptingunni fylgdi. Leiddi það allt til stórfelldra fólks- flutninga hindúa til Indlands og múslíma til Pakistans, jafnframt því sem þeir drápu hverjir aðra í hundruðþúsundatali. Það mann- fall varð á nokkrum mánuðum álíka mikið og allt manntjón Bretaveldis og breska samveldis- ins í heimsstyrjöldinni síðari. Illskan milli hindúa og múslíma hefur síðan komið fram í kúgun á hindúum í Pakistan, illindum milli hindúa og múslíma í Ind- landi, stríðum milli Indlands og Pakistans og uppreisn múslíma í Kasmír gegn Indlandsstjórn. Sögulegt baksvið þessa haturs er yfirráðatfmi múslíma í Indlandi, samfleytt frá því um 1200 fram á fyrri hluta 18. aldar. Fyrst var það soldánsdæmið Delhi, síðan Móg- úlaveldið, er náði yfir mestan hluta landsins er það var stærst. Hindúar, mikill meirihluta íbúa ríkja þessara, sættu harðstjórn og auðmýkingum, m.a. því að músl- ímar rændu og brutu hof þeirra og reistu moskur á rústunum eða við þær. ímynd hugrekkis og stöðuglyndis Babúr, tyrkjahöfðingi norðan úr Mið- Asíu, sem stofnaði Mógúla- veldi snemma á 16. öld, fór að sögn þannig að í Ayodhya. Hindú- ar trúa því að þar hafi fæðst í þennan heim Rama (í talmáli oft stytt í Ram), sem nú er kannski mest tilbeðinn allra goða hindúa- siðar. Babúr kvað hafa látið brjóta hof, er staðið hafi nákvæmlega þar sem Rama fæddist, og reisa í staðinn moskuna sem rifin var um daginn. Að einmitt þessi moska skyldi verða fyrir því var varla einber til- viljun. Svo er að sjá að dýrkunin á Rama hafi aukist við innrásir og kúgun múslíma og guð þessi, ímynd hugrekkis og stöðuglyndis, varð í augum hindúa tákn andófs og baráttu gegn íslam og Mógúla- veldi. Á16. öld, þegar Mógúlaveldi var stofnað og það þanið út yfir stærri og stærri hluta Indlands, Aðalkeppinautur Þjóðþingsflokks Til þess bendir að jafnskjótt og fréttist af niðurrifi Babúrsmosku hófust ofsóknir gegn hindúum í Pakistan, Bangladesh og víðar; meira að segja í Bretlandi, þar sem hingað til hefur verið heldur árekstralítið milli hindúa og múslíma, kveiktu þeir síðar- nefndu í allmörgum hindúahof- um. Það er eitt enn sem minnir Evrópumenn á að þriðji heimur- inn er kominn til álfunnar þeirra. Þjóðþingsflokkurinn (Congress), einskonar ríkisflokkur indverska lýðveldisins frá því að það var stofnað 1947, er á milli tveggja elda að segja má, annars vegar indverskra múslíma með íslams- heim að baki og hinsvegar heit- trúaðra hindúa, sem síðustu árin hafa orðið aðalkeppinautur Þjóð- þingsflokksins um forustu og völd í landsmálum. Þetta gæti haft í för með sér miklar breytingar á því fjölbreytta risasamfélagi sem Indland er. Efri lög þess eru eftir bresk yfirráð frá því á 18. öld til 1947 orðin að tals- verðu leyti bresk í hugsun og menningu. Háskólar Indlands, sumir einhverjir þeir bestu í þriðja heiminum, byggja mjög á breskri menntahefð. Hindúasam- félagið, sem býr að gamalgróinni hámenningarhefð, er í eðli sínu BAKSVID og íslamskar hefðir í ýmsu fram yfir landslög, t.d. viðvíkjandi hjónaböndum, hjónaskilnuðum og eignarrétti. Þetta gagnrýna samtök heittrúarhindúa harðlega og segja það sýna að stjórnvöld hygli múslímum umfram aðra landsmenn. Meðal heittrúar- hindúa eru ofarlega á baugi kröf- ur á þá leið að veraldleiki ind- verska lýðveldisins verði aflagður og hindúasiður tekinn upp sem rfkistrú. íslömsk ríki eru vestan og austan megin við Indland og herská bók- stafshyggja hefur undanfarið eflst meðal múslíma í Indlandi sem hrópuöu heittrúarhindúar er Babúrsmoska var rifin. annarsstaðar. Þetta hefur vakið með hindúum ótta við íslamskt umsátur með stuðningi íslamskr- ar „fimmtu herdeildar" í Indlandi sjálfu. Vaxandi áhrif heittrúar- hindúa, sem draga að sér fylgi út á þann ótta, gætu breytt indverska lýðveldinu þannig að það yrði með nokkuð öðrum svip en það Indland sem er að drjúgum hluta arfur breska heimsveídisins. Með- an Indlandsveldi þess (með Breta- konung sem keisara) stóð, var rótgrónum fjandskap hindúa og múslíma haldið í skefjum að mestu, þótt ljóst væri að alltaf var grunnt á því góða milli þeirra. Delhisoldánar, mógúlar Sá fjandskapur braust út í ljósum loga um leið og yfirráðum Breta lauk með skiptingu Indlandsveld- is þeirra í núverandi Indland og íslamskt Pakistan 1947. Hindúar féllust nauðugir á þá skiptingu, sem raunar var illframkvæman- leg, sökum þess að landshlutar þeir, sem urðu Pakistan, voru ná- tengdir öðrum landshlutum efna- hagslega og auk þess bjuggu hindúar og múslímar víðast hverjir innan um aðra. Eftir því Yfír 1100 manns voru drepnir í illindum milli hindúa og músl- íma víðsvegar um Indland eftir að pfíagrímar af hindúatrú rifu niður Babúrsmosku í smáborginni Ayodhya þann 6. þ.m. Þar- lendum frammámönnum og erlendum aðilum, sem hafa hags- muna að gæta í Indlandi, hnykkti ekki svo mjög við þá dánartölu sem slíka; annað eins manntjón og meira hefur stundum á und- anfömum áratugum orðið þarlendis í viðureignum milli trú- fíokka, þjóða og erfðastétta. .Jai Sri Ram!" (.Heill Drottni fíama!“) vandkvæðum en gengið hefur og gerst í þriðja heiminum. Ótti út af „fimmtu herdeild“ Indverska lýðveldið er þannig op- inberlega veraldlega sinnað, þar er engin ríkistrú og öll trúar- brögð jafnrétthá. Þetta er nokkuð annað en í Pakistan, þar sem hindúar og aðrir minnihlutatrú- flokkar sæta kúgun. Indlands- stjórn leyfir þarlendum múslím- um m.a.s. að taka íslamslögmál En fyrir Indland sem ríki geta at- burðir þessir í Ayodhya haft eink- ar alvarlegar afleiðingar. Af um 870-900 milljónum íbúa Indlands eru 100-120 millj. múslímar, á víð og dreif um land allt. Óeirðirnar út af moskunni í Ayodhya (nafnið gæti á íslensku útlagst: Friðar- borg eða Stríðsleysa) voru eftir því víða um landið. Sumir frétta- skýrendur segjast óttast að illindi þessi séu aðeins byrjunin á alls- herjarátökum milli hindúískra og íslamskra landsmanna. Gera má ráð fyrir að í slíkum átökum stæði íslamsheimur mikið til sameinað- ur að baki indverskum múslím- um. tiltölulega umburðarlynt, gætt sjálfstrausti og yfirleitt ekki mjög hrætt við að taka við áhrifum ut- an að. Niðurstaða þessa hefur orð- ið sú, að Indland hefur innbyrt evrópsk menningaráhrif með mesta móti og samfara minni

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.