Tíminn - 31.12.1992, Side 11

Tíminn - 31.12.1992, Side 11
Fimmtudagur 31. desember 1992 Tíminn 11 Ályktanir gegn niöurskurði í menntamálum flæddu í stríðum straumum inn á borð hjá menntamálaráðherra frá áhyggjufullum foreldrum. Myndin er hinsvegar af áhyggjulausum nemendum í Foldaskóla. Tlmamynd Ámi Bjama. var krafist að Eðvald Hinriksson yrði dreginn fyrir rétt og látinn svara til saka fyrir meinta stríðs- glæpi, gyðingaofsóknir, nauðganir og morð á gyðingum þegar hann starfaði í pólitísku lögreglunni í Tallin í Eistlandi árið 1941. Vakti þetta framferði ísraelsmanna hörð viðbrögð hérlendis og svo fóru leik- ar að málinu var vísað frá af hálfu ís- lenskra stjórnvalda. Ásdís nauðlendir Mikið óveður gekk yfir Suður- land og var veðrið verst í Eyj- um, undir Eyjafjöllum og í Vík í Mýrdal. Minni læti voru í veðr- inu í Reykjavík en þó hrundu vinnupallar við Vesturberg en engin slys urðu á fólki. Tímamynd Ámi Bjarna. Sakaður um stríðsglæpi í opinberri heimsókn Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra til ísraels, sem gagnrýnd var af mörgum, af- henti forstjóri Wiesenthal-stofnun- arinnar honum bréf þar sem þess Nauðlenda varð nýrri Fokker 50 vél Flugleiða á Keflavíkurflugvelli þar sem nefhjól vélarinnar vildi ekki niður þegar lenda átti á Akureyrar- flugvelli. Um borð í vélinni voru 43 farþegar og fjögurra manna áhöfn og tókst nauðlendingin giftusam- lega og ekki urðu teljandi skemmd- ir á vélinni. Matthías hjálpaði Árna Þau tíðindi gerðust á Alþingi að Matthías Bjarnason þingmaður greiddi atkvæði fyrir Árna Johnsen. Áf þeim sökum varð að endurtaka atkvæðagreiðsluna og sýndist sitt hverjum um ágæti hins nýja tölu- kerfis sem notað er við atkvæða- greiðslur á þingi. Oskum starfgfólki og viðskiptavinum Gleðilegs nýárs Þökkum fíott sqmstarf og viðskipti á árinu sem er að líða o o Hraðfrystihús Kaupfélags Steingrímsf j arðar, Hólmavík Gleðilegs nýárs Þökkum gott samstarf og viðskipti á árinu sem er að líða HRAÐFRYSTIHUS DRANGSNESS HF.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.