Tíminn - 31.12.1992, Page 15

Tíminn - 31.12.1992, Page 15
Fimmtudagur 31. desember 1992 Tíminn 15 2 x 2. í tilefni af því að fjölburamæður fjölmenntu í júlí á fund heil- brigðisráðherra til aö berjast fyrir sínum rétti, hitti Ttminn að máli ung hjón í Reykjavík sem þá höfðu nýlega eignast tvíbura — í ann- að sinn á fjórum árum. Hálaunaelíta Þrátt fyrir áralangan launajöfnun- arsöng í þjóðfélaginu, upplýsti Þjóð- hagsstofnun að launamismunur hafi aukist jafnt og þétt í mörg und- anfarin ár og hópur hálaunaelítu verið að myndast. Þannig náði tekjuhæsti 10. hluti launþega í land- inu sér í 146% launahækkun á sama tíma og lægst launaði 10. hlutinn varð að láta sér nægja 88% kaup- hækkun. Nýjustu skýrslur sýna að þessi 10% hálaunaelíta deildi með sér nærri 30% allra greiddra launa í Iandinu, eða álíka upphæð og 60% launþega, þegar talið var frá botni tekjuskalans. Lestur það sem máli skiptir Það var loks staðfest með hávís- indalegum hætti að til þess að læra að lesa skiptir það langmestu máli að lesa, lesa, lesa og lesa ennþá meira. Öfugt við það, sem oft er haldið fram, var það niðurstaða lestrarprófs í meira en þrjátíu lönd- um, að litlu máli skiptir hvort lestr- arkennsla hefst seint eða snemma, hvort börn ganga í forskóla eða ekki, hvort fáir eða margir eru í bekkjum, hvort skólaárið er Iangt eöa stutt og hvort bekkur hefur sama kennara ár eftir ár. Það sem mestu máli skipti voru góð skólabókasöfn, mikil útlán bóka, mikill hljóðlestur í skólanum, tíður sögulestur kennara fyrir nem- endur, mikil móðurmálskennsla og mikil heimavinna nemenda. Fátt svo með öllu illt Þótt landinn þreyttist á rysjóttu tíðarfari framan af sumri, gat hann þó þakkað því að mun minna varð nú vart við geitunga og stórar hun- angsfluguhlussur, sem svo mjög voru fólki til angurs sumarið næsta á undan. Rjúpan í jólakrásir en ekki rebba Refaskytta í Biskupstungum var snemma í júlí búinn að veiða hátt í 50 dýr, eða um tífalt fleiri en venju- lega. Líklegustu skýringuna taldi hann þá, að mikill fjöldi skotmanna hafi gengið svo nærri rjúpnastofnin- um að rebbi héldi til byggða í æti- sleit. Ölsala minni og minni í júlí var komið í ljós að landinn hafði keypt um 300.000 lítrum (11%) minna af áfengu öli á fyrri helmingi ársins heldur en á sama tímabili árið 1991 og m.a.s. 550.000 lítrum minna heldur en á fyrri helmingi ársins 1990. Þjóðemi Leifs leynir sér ekki Rómuð frægðarför Leifs heppna til Ameríku hefur líka væntanlega tek- ið af allan vafa um rétt þjóðerni hans, í eitt skipti fyrir öll. Leifur virðist hafa lifað flott í útlandinu, eins og góðra íslendinga er siður, og eyddi 6,8 milljónum króna í ferða- lagið. Hins vegar tókst honum að- eins að fala 1,7 milljónir upp í ferða- kostnaðinn og snéri því heim með 5,2 milljóna króna ferðaskuld á bak- inu. Heimsmet í notkun plastkorta Hvort Leifur heppni hafði með sér VISA-kort í Amerikuferðinni skal ósagt látið. En hitt er víst að íslend- ingar eru orðnir óskoraðir heims- meistarar í notkun greiðslukorta, bæði innanlands og utan. Tíminn færði mönnum m.a. þær fréttir í júlí Víst þarf vissan kjark til þess að stökkva úr margra tuga metra háum krana með teygju bundna um fæturna. Sá, sem hér sýnir hreysti sína, er Jó- hannes Guðnason, forystu- maður mótframboös gegn Guðmundi jaka í Dagsbrún. Kannski þarf ekki síðri kjark til þess en að stökkva úr krana. að hver íslendingur verslaði nú orð- ið fyrir tvöfalt hærri upphæð út á greiðslukortin sín að meðaltali held- ur en hver Bandaríkjamaður, og fyr- ir fjórum sinnum hærri upphæð heldur en Evrópubúar gera að með- altali. Það voru margir svekktir, þegar þeir ætluðu að vitja um farseðla sína, sem þeir höfðu annað hvort greitt inn á eða aö fullu, hjá Flug- ferðum- Sólarfiugi. Ferðaskrifstofan hætti starfsemi og fjölmargir töpuðu peningum. Sendum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár til starfsfólks, viðskiptavina, svo og landsmanna allra, með þökk fyrir samstarf og viðskipti á liðnu ári. Hraðfrystihús Tálknafjarðar h.f. TÁLKNAFIRÐI Nýr Herjólfur í Reykjavíkurhöfn. Timamynd: GE ekki að komast í viðskipti þar, vegna bágrar fjárhagsstöðu sinnar. Hundr- uð farþega urðu strandaglópar á er- lendri grundu, flestir á sólarströndu. Ásakanir gengu á milli málsaðila um svik og pretti, en svo fór að lokum að allir farþegar komust til síns heima og var greitt fyrir þá með trygging- arfé Flugferða-Sólarflugs. Það var hins vegar verra með þá sem höfðu greitt ferðir sínar, eða greitt inn á þær, því þeir peningar voru tapaðir og var um háar fjárhæðir að ræða fyrir marga. Eldsvoði í Sandgerði Timburhús í Sandgerði gjöreyði- lagðist í eldsvoða og kom eldurinn upp í sjónvarpstæki. Níu ára dreng- ur, sem hafði sofnað út frá tækinu, náði að vekja móður sína og þrjú önnur börn og komast út. Réttlætið sigraði Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið mannréttindasáttmála Evr- ópu um tjáningarfrelsi, þegar Þor- geir Þorgeirsson var dæmdur fyrir meiðyrði um lögregluna, í hæstar- rétti árið 1987. Ríkið var dæmt til að greiða Þorgeiri 530 þús. krónur í skaðabætur. Þorgeir var dæmdur í hæstarétti samkvæmt 108 gr. hegn- ingarlaga, eins og Hallur Magnús- son. í framhaldi af dómi Evrópu- dómstólsins komu upp efasemdir um réttmæti dóms yfir Halli. Bigfoot á íslandi Það vakti mikla athygli þegar Bigfo- ot-bflarnir komu hingað til lands. Þessir 16 tonna bílar sýndu víða um Iand, tróðu á og stukku yfir bfla við fögnuð áhorfenda. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMBA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FLB. 1985 Hinn 10. janúar 1993 er sextándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 16 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 532,40 " " 10.000,-kr. " = kr. 1.064,80 " " 100.000,-kr. " = kr.10.648,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1992 til 10. janúar 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á láriskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 3246 hinn 1. janúar 1993. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.16 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1993. Reykjavík, 31. desember 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.