Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 6
6 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Mundu eftir að kjósa T B W A \R e yk ja ví k \ S ÍA \ 0 9 4 1 9 7 STJÓRNMÁL Halldór Blöndal, frá- farandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir nýju seðlabankalögin aðeins sett til að sparka einum manni; Davíð Odds- syni. Réttnefni laganna sé því lög um Davíð Oddsson. Engu að síður telur hann þörf á endurskoðun laga um Seðlabank- ann og þá í tengslum við nauðsyn- legar breytingar á eftirliti með fjármálastarfsemi. Misráðið hafi verið á sínum tíma að skilja fjár- málaeftirlit frá bankanum. „Það þarf að endurskoða þetta allt saman og auðvitað verður það gert,“ segir Halldór sem lítur svo á að bankaráðið undir hans for- ystu sé þegar hætt störfum. „Ég hef þakk- að bankaráð- inu fyrir góð störf og banka- stjórninni fyrir að hafa haldið vel á málum og haldið fjármála- kerfinu gang- andi við erfiðar aðstæður.“ Reiknað er með að nýtt banka- ráð Seðlabankans verði kjörið í næstu viku. Í ljósi sögunnar furðar Halldór sig á framgöngu Jóhönnu Sigurð- ardóttur gagnvart Davíð og segir hana til skammar. „Davíð reyndist Jóhönnu mjög vel þegar við sátum saman í ríkis- stjórn og þeir Jón Baldvin Hanni- balsson, Jón Sigurðsson og Sig- hvatur Björgvinsson voru að reyna að flæma hana úr stjórn- inni. Þá átti hún mikið skjól í Davíð Oddssyni,“ segir Halldór sem var landbúnaðar- og sam- gönguráðherra í fyrstu ríkisstjórn Davíðs, árin 1991-5. Þegar enn var eitt ár eftir af kjörtímabilinu og starfstíma stjórnarinnar sagði Jóhanna af sér ráðherraembætti og kvaddi Alþýðuflokkinn. - bþs Halldór Blöndal segir lög um Davíð Oddsson réttnefni nýju seðlabankalaganna: Jóhanna átti skjól í Davíð HALLDÓR BLÖNDAL EFNAHAGSÁSTAND Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýna fjár- mögnunarfyrirtæki, Lýsingu, Sp- fjármögnun og fleiri, fyrir slæma viðskiptahætti. Hagsmunir neyt- enda séu fyrir borð bornir þegar fyrirtækin setji fram ýtrustu kröfur á skuld- ara. Þeir standi oft illa fyrir og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Því sam- þykki þeir oft á tíðum kröfur sem séu langt fram úr því sem eðlilegt geti tal- ist. „Marg- ir félagsmenn hafa haft sam- band við okkur vegna óeðlilega hárra krafna, til dæmis vegna viðgerðarkostn- aðar. Þá er fólk óánægt með þá skilmála sem það fær; bréf frá lögfræðistofu og mikinn viðbótarkostnað. Þegar haft er samband við fyrirtækin segja þau þetta vera ítarkröfur til umræðu. Staða þeirra sem eru í vandræðum er hins vegar oft það slæm að þeir bera ekki hönd fyrir höfuð sér,“ segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB. Fréttablaðið greindi frá því í gær að viðgerðarkostnaður við 860 þús- und króna bíl hefði verið tæp 700 þúsund að mati Lýsingar. Runólfur segir viðgerðarkostnað sem fyrir- tækin setja á oft óeðlilega háan. Í ofanálag séu sagnir um að bílar séu seldir án þess að nokkuð hafi verið gert við þá. „Það hefur mynd- ast sú hefð á markaði að þegar bíll er orðinn svo og svo gamall þá er ekki tekið hart á því á eldri bílum. Fjármögnunarfyrirtækin virðast hins vegar gera það.“ Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, segir að þegar upp- gjör hafi farið fram ljúki afskipt- um viðskiptavinarins af bílnum. „Það fer fram uppgjör sem fólk getur mótmælt. Þegar það hefur farið fram þá er málið afgreitt og þá verða skil milli viðskipta- manns og Lýsingar hvað varðar bílinn. Það snertir því viðskipta- manninn ekki hvort gert er við bílinn eða ekki, því hann er ekki lengur umráðamaður yfir honum. Bíllinn er eftir sem áður eign Lýs- ingar.“ Halldór ítrekar að óháðir skoðunarmenn meti bílana, en ekki Lýsing. Runólfur segir að samkvæmt samningarétti sé hægt að hverfa frá ákvæðum samnings ef hægt sé að sýna fram á að viðskipta- hættir raski mjög hagi lántak- enda. „Það verður að vera jafn- vægi á réttindum samningsaðila og það virðist vera misbrestur á því. Við erum að vinna erindi þar um sem við munum senda viðskiptaráðuneytinu eftir helgi. Það verður að tryggja hagsmuni neytenda.“ kolbeinn@frettabladid.is FÍB kvartar til yfir- valda vegna bílalána Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir fjármögnunarfyrirtæki ekki sýna góða viðskiptahætti. Ítrustu kröfur séu settar fram gegn skuldurum sem standi illa að vígi. Félagið sendir viðskiptaráðuneytinu erindi um málið eftir helgi. HALLDÓR JÖRGENSSON RUNÓLFUR ÓLAFSSON UMFERÐ Félag íslenskra bifreiðaeigenda sendir viðskiptaráðuneytinu erindi eftir helgi, þar sem kvartað er yfir viðskiptaháttum fjármögnunarfyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hefur þú fundið flöskuskeyti? JÁ 9,6% NEI 90,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt að fá Norðmann í Seðlabankann? Segðu skoðun þína á Vísir.is NEYTENDAMÁL „Ég hef ekki heyrt að neinu barni hafi orðið meint af því að klæðast svona galla hér á landi, en það er ljóst að hættan er fyrir hendi,“ segir Kristín Björg Jónsdóttir, eigandi verslunar- innar Polarn o Pyret á Íslandi. Sænska fatafyr- irtækið hefur innkallað sölu á vindheldum flísgöllum eftir að hettan á gallan- um, sem er hlutfallslega stór miðað við aðra hluta flíkurinnar, varð völd að öndunarstoppi hjá ungu barni í Svíþjóð fyrr í mánuðinum. Viðskiptavinir sem keypt hafa þessa vöru á Íslandi á tímabilinu eru beðn- ir um að skila flíkinni í hvaða Polarn o Pyret verslun sem er gegn fullri endurgreiðslu. Kristín segir vöruna hafa verið innkallaða eftir rannsókn hjá sænsku neytendasamtökunum. Þar hafi komið í ljós að flíkin upp- fylli ekki gæðakröfur Polarn o Pyret. „Þetta hefur verið vinsæl vara hjá okkur í þetta eina og hálfa ár sem þessi hönnun hefur verið seld og við biðjumst innilegrar afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir Kristín. Varan sem um ræðir er vindheldur flís- galli fyrir börn í rauðum, bláum og munstruðum litum. Vörunúmerið á þvottamiða er 10367, 883, 033, 036, 0767 og tíma- bilið er haust 2007 til vors/janúar 2009. Stærðirnar eru númer 56 til 74. - kg Polarn o Pyret biður viðskiptavini að skila ákveðinni tegund af flísgöllum: Innkallað eftir öndunarstopp HÆTTA FYRIR HENDI Þeir sem keyptu flísgalla af þessari tegund frá haustinu 2007 fram á daginn í dag eru beðnir um að skila honum gegn fullri endurgreiðslu. Dæmdur fyrir landráð Eistneskur dómstóll hefur dæmt Herman Simm, fyrrverandi yfirmann öryggismála í eistneska varnar- málaráðuneytinu, í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir landráð. Hann var sakfelldur fyrir njósnir fyrir „erlent veldi“. Eistneskir þingmenn hafa sagt að þetta erlenda veldi sé Rússland. Eistland gekk í NATO árið 2004. EISTLAND STJÓRNMÁL Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, gefur kost á sér í efsta sæti Samfylkingar- innar í Suðvest- urkjördæmi fyrir komandi þingkosning- ar. Hann fer þar með gegn Þórunni Svein- bjarnardóttur og Árna Páli Árnasyni. Spurður segist Lúðvík munu hætta sem bæjarstjóri ef til þess kemur að hann sest á þing. Í síðustu kosn- ingum leiddi Gunnar Svavarsson, vinur og fyrrverandi samstarfs- maður Lúðvíks í bæjarstjórn, lista flokksins í kjördæminu. Hann hefur nú stigið til hliðar. - sh Bæjarstjóri vill á þing: Lúðvík fram til forystu í Kraga LÚÐVÍK GEIRSSON Safna fé fyrir Auschwitz Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja eina milljón evra, andvirði 145 milljóna króna, í sjóð sem pólska ríkisstjórnin vill koma á fót til að fjár- magna viðhald á útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Suður-Póllandi. Pólski forsætisráðherrann Donald Tusk hefur skorað á hin aðildarríki ESB að láta ekki heldur sitt eftir liggja. PÓLLAND STJÓRNMÁL Auka á heimildir sér- staks saksóknara til að kalla eftir gögnum og upplýsingum sam- kvæmt frumvarpi dómsmálaráð- herra sem kynnt var í ríkisstjórn í gær. Sérstakur saksóknari rann- sakar grun um refsiverða hátt- semi í aðdraganda, tengslum við og í kjölfar atburða sem leiddu til bankahrunsins. Með auknum heimildum er ætlunin að efla og styrkja embættið. Þingflokkar stjórnarflokkanna fá frumvarpið til meðferðar eftir helgi. - bþs Embætti sérstaks saksóknara: Heimildir til gagnaöflunar verði rýmkaðar KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.