Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 35

Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 35
Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands! Skoðaðu kosti þess að vera félagi Öflug heimasíða www.gardurinn.is Frakkastíg 9 - 101 Reykjavík - Sími 552 7721 og 896 9922 - gardurinn@gardurinn.is ÍS LE N SK A /S IA .I S /N AT 4 40 74 1 0/ 08 Gæludýrin Nagdýr eru alltaf vinsæl hjá krökkum. Kanínur og naggrísir eru tilvalin gæludýr fyrir litla krakka en þau minnstu ráða ekki við kvikar hreyfingar hamstra. Hamstrar eru vinsælustu gæludýrin. SÍÐA 3 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] febrúar 2009 H anna, dóttir Aðalheiðar Atladóttur, er tveggja ára og hætt að nota bleiu, reyndar er langt síðan hún fór að vera bleiulaus heima hjá sér. „Þegar hún var fjögurra mánaða þá byrjaði ég að setja hana á kopp, hélt henni einfaldlega yfir koppnum og var mikið með hana bleiulausa heima á daginn,“ segir Aðalheiður. „Svo þróaðist þetta og hún fór að ná að gefa mér til kynna, svona oftast nær hvort hún þyrfti að pissa. Ég fór svona aðallega eftir minni til- finningu og hvernig hún lét. Hún þróaði fljótlega sínar tímasetningar og takt, pissaði mikið á morgnana en ekkert eftir hádegi.“ Aðalheiður var heima með yngri dóttur sína þangað til hún var fjórtán mánaða og þegar pabbinn tók við þá hélt hann sama striki, hafði hana bleiulausa heima en reynd- ar notuðu þau bleiu á hana þegar haldið var út. Aðalheiður notaði tau- og pappírsbleiur í bland. „Ég notaði oft gamlar og lélegar bleiur heima, til þess að finna þegar hún var blaut,“ segir Aðalheiður sem segir engan galdur búa á bak við það að sleppa bleium að mestu leyti. „Þetta er meira svona tilfinn- ing, að vera opinn fyrir táknum, ryþma og fleiru.“ Stefna um bleiuleysi Ástæða þess að Aðalheiður fór þessa leið var bók sem hún rakst á er hún átti von á dóttur sinni, bókin heitir Diaper free eftir Ingrid Bauer, og hún segir að hún hafi opnað þessa leið fyrir sér. Lítið samfélag hefur mynd- Á koppinn fjögurra mánaða FRAMHALD Á SÍÐU 2 Foreldrar barna á bleiualdri velta mikið vöngum yfir gæðum og verði. Fleiri nota taubleiur en áður að mati þeirra sem til þekkja Svo eru þeir til sem sleppa bleium alveg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.