Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 41
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Icelandic beerlovers association
var nú bara brandari sem vatt upp
á sig,“ segir Hjörtur Guðnason sem
ber þó enn titilinn formaður félags-
ins.
„Hálfu ári áður en bjórinn var
leyfður bað vinur minn mig að
hanna lógó á boli sem hann var að
selja. Ég skellti upp lógói með yfir-
skriftinni Icelandic beerlovers ass-
ociation og bolurinn varð langvin-
sælasti bolurinn það árið. Þá var
farið að rukka mig um félagið.“
Hjörtur rifjar upp að til að ganga
í félagið hafi þurft að svara einni
spurningu rétt; Finnst þér bjór
góður? Ekki var nóg að segja „já“
heldur þurfti svarið að vera „ég
elska bjór“! „Menn fengu boli og
barmmerki og við bjuggum til ein-
hverjar grínreglur og félagsskír-
teini. Svo átti ég mína fimmtán
mínútna frægð á bjórdaginn því
blaðafólk frá erlendum fjölmiðl-
um leitaði mig uppi í viðtöl sem for-
mann félagsins. Ég varð því heims-
frægur í smástund.“
Þar sem tuttugu ár verða liðin á
morgun frá því bjórinn var leyfður
á Íslandi er Hjörtur inntur eftir því
hvort eitthvað standi til hjá félag-
inu vegna tímamótanna.
„Ég hafði nú bara alveg gleymt
þessu þar til þú hringdir í mig
núna, var bara að koma úr rækt-
inni. Ef mínir gömlu félagar vissu
hvað ég er lélegur í bjórdrykkj-
unni þá myndu þeir sjálfsagt reka
mig sem formann félagsins,“ segir
Hjörtur og hlær. „En, jú, ég verð
nú að fá mér einn til að verða mér
ekki til skammar. Nú er kominn
svo góður íslenskur bjór á markað-
inn svo að sjálfsögðu verður hann
fyrir valinu, og dásamlegt að það
séu svona margar tegundir til. Ég á
líka einhvers staðar safn af bolum
og merkjum frá þessum tíma. Ég
fletti kannski í gegnum þetta á
morgun til að rifja upp. Manni
finnst ótrúlegt í dag að það hafi
einu sinni verið bannað að drekka
bjór á Íslandi.“
heida@frettabladid.is
Grín sem vatt upp á sig
Á morgun eru tuttugu ár frá því bjórinn var leyfður á Íslandi. Hjörtur Guðnason var formaður Félags
íslenskra bjóraðdáenda á sínum tíma og ætlar að fá sér einn kaldan í kvöld í tilefni tímamótanna.
Hjörtur Guðnason ætlar að fá sér einn kaldan í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því bjórinn var leyfður á Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KLAUSTURKAFFI á Skriðuklaustri verður opið í allan dag þar
sem árlegur lomberdagur stendur yfir. Spilað verður frá hádegi og
fram á nótt og eru byrjendur boðnir sérstaklega velkomnir en þeir
munu fá leiðsögn um lomber og lítið kver til stuðnings.
Námskeið um hvernig á að útbúa einfaldan
en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða
aldri. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum
er gott að byrja á og hvenær.
… Svo eitthvað sé nefnt.
Leiðbeinandi:
Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari
Verð: 3.500 kr.
Upplýsingar og skráning:
síma 694-6386 og á netfanginu
ebbagudny@internet.is
Hvað á ég að gefa
barninu mínu að borða?
Miðvikudagur 4. mars kl. 20:00–22:00
hjá Maður lifandi Borgartúni 24
Námskeiðið nýtist einnig vel þeim
sem eru með eldri börn. Nýjar
uppskriftir og fróðleiksmolar fylgja
með námskeiðinu og verða nokkrir
réttir og “drykkir” útbúnir
á staðnum.
EINN
AF RAFTÆKJUM
SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF!
30% afsláttur af öllum Nettoline
innréttingum í 3 vikur
OPIÐ
www.friform.is
Glæsileg páskaferð um Austur-Tírol, en nú er vorið komið og gróðurinn
í blóma. Gistum fyrstu nóttina í Ingolstadt og höldum svo
heilsubæjarins Matrei þar sem við gistum í 5 nætur á góðu heilsuhóteli.
Skemmtilegar skoðunarferðir verða farnar þaðan, t.d. að Misurina-
vatni og til Cortina d´Ampezzo sem er heimsfrægur ferðamannabær
við endann á stóru Dólómítaleiðinni. Einnig verður frjáls tími í Matrei til
að njóta alls þess sem hótelið hefur upp á að bjóða en hótelið er með
sundlaug, gufu, nuddpottum og einnig er hægt að panta sér nudd og
spa meðferðir. Jón Árni harmonikkuleikari mun halda uppi fjöri í
ferðinni. Gistum eina nótt í nágrenni við Frankfurt í lok ferðar.
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Verð: 156.100 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu,
hálft fæði og íslensk fararstjórn.
VOR 2
12. - 19. apríl
Sp
ör
e
hf
.
í Stóruklukknahéraði
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Harmonikkuleikur
Með hálfu fæði og öllum skoðunarferðum!
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Landsins mesta úrval af íslenskum sófum
Patti húsgögn
Íslensk framleiðsla - Íslensk hönnun - Íslensk framtíð