Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 65

Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 65
LAUGARDAGUR 28. febrúar 2009 37 „Maður fékk að heyra það í mörg ár eftir þetta,“ segir Tryggvi Sigurðsson, skrifstofustjóri Hringrásar. Tryggvi var með þeim fyrstu sem fjárfestu í kassa af bjór í ríkinu á Snorrabraut daginn sem bjórsala var heimiluð og prýddi forsíðu DV sem kom út í hádeginu þann dag. Tryggvi hafði ærna ástæðu fyrir bjórkaupunum þennan eftirminnilega morgun. „Það vildi þannig til að það voru frjálsir dagar, svokallaðir Tyllidagar, í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem ég stundaði nám á þessum tíma. Í tilefni þeirra var skólaball um kvöldið og bjórinn því kærkominn fyrir þá nemendur sem voru byrjaðir að drekka. Þetta átti því allt sínar skýringar, það var ekki þannig að ég væri bara svona rosalega mikill bjórmaður,“ segir Tryggvi og hlær. Hann segir enga örtröð hafa verið í ríkinu á Snorrabraut þennan morgun eins og margir höfðu búist við. „Ég var mættur þarna rétt fyrir opnun og það voru eiginlega bara ég og svo frétta- og myndatökumenn frá erlendum sjónvarpsstöðvum og nokkrir íslenskir blaðamenn. Ég byrjaði reyndar að fara í ríkið átján ára gamall og var aldrei spurður um skilríki fyrr en einmitt daginn sem ég varð tvítugur,“ segir Tryggvi. Tryggvi hafði þó haft einhver kynni af bjórdrykkju áður en bjórdagurinn frægi rann upp. „Ég hafði smakkað bjór í útlöndum og svo stundaði besti vinur minn líka siglingar. Þannig kom fullt af bjór til landsins á þessum árum. Ég veit nú ekki hvort rétt sé að segja frá því á þessum vettvangi, en þannig var að karl faðir minn var líka að brugga bjór, sem hann setti á gamlar kókflöskur. Þeir félagarnir voru svo að metast um hver bruggaði besta bjórinn, en í minningunni var þetta hreinasti óþverri, Þannig að karlinn fékk að hafa þetta mikið í friði fyrir mér. Svo smakkaði maður líka blessað bjórlíkið, sem var viðbjóður.“ Forsíðumyndin af Tryggva var meðal annars hengd upp á korktöflu í Menntaskólanum í Kópavogi og hékk þar lengi vel. „Svo birtist myndin í Öldinni okkar og birtist reglulega í kringum 1. mars mörg ár á eftir. Það má eiginlega segja að maður hafi komist á spjöld sögunnar með þessu,“ segir Tryggvi og skellir upp úr. TRYGGVI SIGURÐSSON SPJÖLD SÖGUNNAR Tryggvi, til vinstri, lét sér nægja einn kassa af Budweiser-bjór í veganesti fyrir MK-skólaballið að kvöldi 1. mars 1989. Af því tilefni smellti ljósmyndari af honum mynd sem birtist á forsíðu DV í hádeginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sanitas Pilsner (Ísland) Sanitas Lager (Ísland) Egils Gull (Ísland) Budweiser (Bandaríkin) Löwenbräu (Þýskaland) Tuborg (Danmörk) Kaiser (Austurríki) ➜ BJÓRTEGUNDIR SEM Í BOÐI VORU Í ÁTVR Á BJÓRDAGINN, 1. MARS 1989 nokkra bjóra fyrr um daginn. Svo byrjaði ég bara eitthvað að tuða og enginn skildi neitt. Svo endaði það þannig að hljómsveitarstjórinn Magnús Kjartansson kom upp úr gryfjunni sinni, tók utan um mig og leiddi mig rólega út af sviðinu. Þá kom skilti á sjónvarpsskjáinn; Afsakið hlé! Svo kom þulan og sagði að gert yrði stutt hlé á þætt- inum, og tveimur mínútum seinna hófst útsending að nýju og ég var mættur, bláedrú og fínn auðvitað,“ segir Hemmi og skellir upp úr. Hemmi segir að mörgum áhorfendum hafi brugðið við þetta spé sitt. „Fólk hélt að ég væri dottinn í það og það má eiginlega segja að þjóðarskelfing hafi gripið um sig. En það versta í þessu var að í öllum hamaganginum steingleymdi ég að segja elskulegum foreldrum mínum frá þessu gríni. Ég mátti bara þakka fyrir að hitta þau á lífi eftir þáttinn, því þau héldu að litli drengurinn þeirra hefði orðið bjórnum að bráð. Þetta var það allra versta, en auðvitað jafnaði þetta sig með tíð og tíma eins og allt annað. Eftir þetta reyndi ég að láta mína nánustu vita ef ég hugði á svona óvæntar uppákomur.“ Að útsendingu þáttarins lokinni buðu Hemmi og Björn Emilsson, stjórnandi útsendingar, starfsfólki þáttarins upp á bjór. „Fólkið hafði verið að vinna allan daginn þannig að við splæstum í tvo kassa handa þeim svo allir fengju bjórinn sinn á bjórdaginn. Einhver skrifstofumaður varð úrillur og bannaði þetta, en við höfðum þau aðvörunar- orð að engu,“ segir Hemmi Gunn. ➜ MEÐ FYRSTU BJÓRKAUPENDUNUM FRAMHALD AF SÍÐU 32 Happdrætti húsnæðisfélags S.E.M. - - Útdráttur 24. feb 2008 - Ferðavinningur frá Heimsferðum verðmæti 200.000 kr. 210 14037 22686 32022 50640 61353 85723 103953 117993 3654 14530 23894 35009 50748 63668 90181 104691 121260 4825 14951 26986 41348 51915 72080 92845 105452 122735 4957 15964 28029 44804 52137 79603 93617 106649 124313 5527 18304 28406 44873 53139 83376 95388 110946 12147 20528 29094 47414 56021 83413 97329 115912 12779 21287 31840 47880 56631 83497 98220 117432 Ferðavinningur frá Heimsferðum verðmæti 100.000 kr. 576 20624 26139 35470 55403 68304 81054 94729 110042 2039 20922 26226 35824 55620 68338 81176 101153 110148 3820 21479 26378 38575 55912 69156 81345 101616 110616 4674 21511 26383 38672 56527 69270 81580 102776 113309 5176 22187 26642 40495 57367 70590 81937 105132 116063 5991 22255 27061 46781 57384 73263 82701 105226 116118 10928 23053 27262 47518 58007 74305 85317 105472 116566 12651 23210 27419 47781 58776 76567 85463 106388 117438 14662 23596 29472 48106 59763 76772 85887 106622 117931 15032 23954 29516 50440 59867 77429 86912 106876 119511 15632 25133 29987 50841 60983 79088 87317 107356 120620 15778 25282 31216 50973 64470 79828 87455 108241 122766 16619 25323 32366 52276 65280 80048 88215 108624 124021 17153 25503 33527 52492 66958 80347 91716 108815 124909 18005 25920 33994 55094 67963 81052 94215 109185 Vinninga ber að vitja innan árs birt án ábyrgðar. Þökkum stuðninginn.Einnig er vinningaskrá á sem.is GUÐLAUGRU ÞÓR GUÐLAUGUR ÞÓR STÉTT MEÐ STÉTT Samstaða um endurreisn Ármúla 18 - 108 Reykjavík - sími 568 4817 - gth@gudlaugurthor.is - www.gudlaugurthor.is Við opnum kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs í dag kl. 12.00. Reykvíkingar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í umræðu um endurreisn Íslands. Kaffi veitingar og barnahornið á sínum stað. Nánar á vefnum: www.gudlaugurthor.is sæti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.