Fréttablaðið - 28.02.2009, Síða 66

Fréttablaðið - 28.02.2009, Síða 66
38 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR A llt frá því að SPES-samtökin voru stofnuð árið 2000 hefur Njörður P. Njarðvík, prófess- or í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, einbeitt sér að því að hjálpa foreldralausum börn- um í Tógó í Vestur-Afríku. Fyrsta barna- þorp SPES í höfuðborg Tógó, Lomé, er nú fullbyggt og er heimili fyrir 94 börn. Hinn 14. febrúar síðastliðinn var nýtt barnaþorp í Kpalimé formlega vígt en borgin er í um tveggja klukkutíma akstursfjarlægð frá Lomé. „Bygging þorpsins hefur tekið rúm- lega tvö ár og við höfum verið í miklu og góðu sambandi við borgarstjórann í Kpal- imé sem styður framtakið dyggilega, enda mikil neyð í borginni eins og annars staðar í Tógó þar sem fjöldinn allur af börnum lend- ir á götunni sökum dauða eða veikinda for- eldra.“ Nú eru fimm börn á nýja heimilinu en þar munu rúmast tuttugu börn til þess að byrja með, en SPES tekur við börnum um og undir fimm ára aldri. Húsin í Kpalímé eru, eins og barnaheimilið í Lomé, litrík og fallega hönnuð af innfæddum arkitekt. „Við stefnum svo á byggingu leikskóla í borginni en þar er enginn slíkur. Markmið okkar er ávallt að börnin gangi í almenna skóla og blandi geði við önnur börn utan SPES-heim- ilisins.“ Stuðningur við barnaskólann Í þessari ferð hjónanna til Tógó voru þau einnig viðstödd formlega afhendingu nýs húss fyrir barnaskólann í Kélégougan en hann sækja börnin frá SPES-heimilinu í Lomé. „ Við gáfum skólanum tvö vegleg hús með níu nýjum kennslustofum,“ útskýr- ir Njörður sem segir að í bekkjunum séu 145 nemendur undir leiðsögn eins kennara. „Nýju húsunum fylgdu þau tilmæli að ráð- herra skólamála gerði sitt ýtrasta til þess að fjölga kennurum við skólann svo að náms- árangur batni. Hann lofaði því að þrír nýir kennarar kæmi til starfa 2. mars og aðrir þrír næsta haus og svo yrðu aldrei fleiri en 75 í hverjum bekk. Ég sagði honum að yfir- völd í Tógó eyddu of miklum fjármunum í herinn en ekki nægilegum til menntamála, en auðvitað er menntun þessara barna lyk- illinn að velfarnaði þjóðarinnar. Með því að virða menningu barnanna, ráða heimafólk til starfa í þorpinu og senda þau í hverfis- skólann vonumst við til þess að þau í kjöl- farið verði nýtir þegnar þessa lands,“ segir Njörður. Nú í febrúar var ræðisskrifstofa Íslands í Tógó formlega vígð en fyrsti ræðis- maður okkar þar í landi er Claude Gbedey sem hefur stutt starfsemi SPES þar í landi dyggilega. Styrktarforeldrum hefur ekki fækkað vegna kreppunnar SPES-samtökin byggja starfsemi sína á fjár- magni sem fæst í gegnum styrki og styrkt- arforeldra barnanna á Íslandi, í Frakklandi og í Belgíu en það kostar 77 evrur að sjá einu barni fyrir öllum helstu nauðsynjum á mánuði. Á krepputímum hefur styrktar- foreldrum ekki fækkað en erfiðara reynist að finna nýja. „Við höfum líka hvatt til þess að fleiri en einn aðili taki að sér að styrkja eitt barn, til dæmis tveir fjölskyldumeðlim- ir eða samtök þar sem þetta er dálítið dýrt. En mikilvægt er samt að börnin finni teng- ingu við sinn styrktaraðila og það eru oft- ast þó nokkur samskipti milli barnanna og styrktarforeldranna. Í sumum tilfellum geta styrktarforeldrar komið og heimsótt börn- in á barnaheimilið eða þá skipst á bréfum, ljósmyndum og pökkum.“ Þreifingar hafa verið um að stofna fleiri barnaþorp í öðrum Afríkulöndum en Njörður vill fara varlega í sakirnar og einbeita sér að Tógó. „Við verð- um að gera þetta með fyllstu gát og fara hægt í sakirnar. Við berum mikla ábyrgð á öllum þessum börnum.“ Þeim sem vilja gerast styrktarforeldar SPES eða styrkja samtökin á annan hátt er bent á www.spes.is Nýtt barnaþorp rís í Tógó Dr. Njörður P. Njarðvík og eiginkona hans Bera Þórisdóttir hafa unnið mikið mannúðarstarf í lýðveldinu Tógó þar sem börn lenda á götunni sökum örbirgðar og sjúkdóma. Anna Margrét Björnsson spjallaði við hjónin en þau eru nýkomin úr þriggja vikna ferð til Afríku þar sem þau voru viðstödd opnun nýs barnaheimilis á vegum SPES-samtakanna. NÝJA HÚSIÐ Tvö ár tók að reisa barnaheimilið nýja. Nú eru fimm börn þar en verða tuttugu er fram í sækir. BÖRNIN FAGNA SPES-samtökin gáfu skólanum í Kélégougan tvær nýjar byggingar nú í febrúar en þar eru yfir hundrað nemendur í hverjum bekk. RÆÐISMAÐUR ÍSLANDS Hér sést Claude Gbedey, ræðismaður Íslands, taka formlega við ræðis- mennsku á skrifstofu sinni í Lomé. NÝTT BARNAHEIMILI Glaðlegar byggingar barnaheimilisins í Kpalimé sem var vígt nú í febrúar. Á myndinni sést Eyjólfur Guðmundsson læknir sem einnig var með í för. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK OG BERA ÞÓRISDÓTTIR, EIGINKONA HANS Hér eru hjónin með Felix, styrktarbarni sínu á barnaheimilinu í Lomé, og félaga hans Olivier.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.