Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 70

Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 70
42 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Ásatrúarfélagið stendur fyrir fræðsludegi um sið- festuathafnir í dag í hús- næði Ásatrúarfélagsins í Síðumúla. Þar mun Jóhanna Harðardóttir Kjalnesinga- goði segja gestum og gang- andi frá því hvað felst í sið- festuathöfn. „Siðfestuathöfnum er helst hægt að líkja við ferm- ingar í kristni en munur- inn er þó nokkur,“ segir Jó- hanna en helsti munurinn á siðfestuathöfn og ferm- ingu er sá að aðeins einn tekur þátt í siðfestuathöfn meðan fleiri eru fermdir í einu. „Þetta er persónuleg athöfn fyrir hvern og einn,“ segir Jóhanna en áður en at- höfnin fer fram er fræðsla um heiðinn sið, Hávamál og Völuspá. Siðfestuathafnir Ásatrú- arfélagsins fara mest fram á vorin og sumrin og segir Jóhanna þó nokkurn hóp taka þátt í slíkri athöfn á hverju ári, bæði unglinga og fullorðna. Opið hús verður í húsnæði Ásatrúarfélagsins að Síðu- múla 15 frá 14 til 16 í dag. Þar verður heitt á könnunni og allir velkomnir sem vilja fræðast um ásatrú og sið- festuathafnir. Fræðsla um siðfestuathöfn Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni allsherjargoða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sverrir Bergmann, taugalæknir og sér- stakur taugasérfræðingur MS-félags- ins, situr fyrir svörum á aðstandenda- fundi, sem haldinn verður í dag, 28. febrúar, klukkan 13.30 í húsakynnum MS-félagsins að Sléttuvegi 5. Vegna efnahagshrunsins hérlendis eru tíma- mót í heilbrigðisþjónustu MS-sjúklinga og mikil óvissa ríkir um framhald með- ferðar með Tysabri, besta MS-lyfinu. Sverrir gerir grein fyrir árangri af Tysabri-lyfjagjöf á Íslandi eftir eins árs reynslu. Samkvæmt lauslegri at- hugun hafa lífsgæði þeirra MS-sjúk- linga sem hafa fengið Tysabri batnað stórlega og í mörgum tilvikum farið langt fram úr vonum. Dæmi eru um að sjúklingum hafi farið svo verulega fram að þeir hafi lagt hækjur á hilluna eða hætt að nota hjólastóla. Á aðstandendafundinum verður kynnt starfsemi MS-félagsins og endu rhæfingarmiðstöðvarinnar og sitja for- svarsmenn félagsins og endurhæfing- arinnar fyrir svörum. Aðstandendur fræðast um MS Sverrir Bergmann situr fyrir svörum á aðstandendafundi MS-félagsins í dag. MICHEL DE MONTAIGNE FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1533 „Þeir sem óttast þjáningu þjást þegar sökum óttans.“ Franski heimspekingurinn Michel De Montaigne var einn af áhrifamestu rithöfundum Frakklands á 16. öld. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa fundið upp ritgerðarformið. MERKISATBURÐIR 1794 Kristjánsborgarhöll brenn- ur í fyrsta sinn. 1913 Fyrsti íslenski hárgreiðslu- meistarinn, Kristólína Kragh, opnar stofu í Reykjavík. 1974 Þjóðleikhúsið frumsýn- ir leikritið Kertalog eftir Jökul Jakobsson. 1989 Landslið Íslands í hand- knattleik sigrar heims- meistarakeppni B-liða í París. Kristján Arason skorar sitt þúsundasta mark í landsleik. 1993 Bílasprengja springur undir World Trade Center í New York-borg. 1994 Magnús Scheving verður Evrópumeistari í þolfimi. Dagur tónlistarskólanna er haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Dag- skráin er fjölbreytt og er skólunum í sjálfsvald sett upp á hverju þeir brydda. Samleikstónleikar, samsöng- ur, skólatónleikar og hljóðfærakynn- ingar verða á hverju strái og er fólk hvatt til að kynna sér framboðið í sínu næsta nágrenni. Edda Borg, formaður Samtaka tón- listarskólastjóra, segir dag tónlistar- skólanna hafa verið haldinn í yfir tvo áratugi. „Markmiðið er að vekja at- hygli almennings og stjórnvalda á því göfuga starfi sem fer fram í tónlistar- skólum landsins. Það er allur gangur á því hvernig skólarnir halda upp á dag- inn og hafa margir til að mynda verið með opna viku í aðdraganda hans og aðrir ætla að gera slíkt hið sama í komandi viku. Þá verður mikið um tónleika og hljóðfærakynningar en nú fer sá tími í hönd þegar forskólanem- ar velja sér það hljóðfæri sem þeir vilja læra á næsta vetur,“ segir Edda. „Hljóðfærakynningarnar eru til þess fallnar að hjálpa þeim að taka sjálf- stæðar ákvaðanir.“ Edda á von á því að sjónum verði sérstaklega beint að tónlistarnámi í ár en Samtök tónlistarskólastjóra eru 40 ára á árinu. „Ný stjórn var kjör- in á síðasta ári og nú er búið að skipa í afmælisnefnd,“ segir hún og brosir. Edda á einnig von á því að aukið sam- starf verði framvegis á milli tónlist- arskóla. „Við stöndum frammi fyrir niðurskurði sem gerir það að verkum að við þurfum að taka höndum saman og skoða aukið samstarf þar sem því verður komið við,“ segir hún og nefn- ir sameiginlegar aukagreinar og sam- spilshópa sem dæmi. Edda stendur sjálf á tímamótum en tónlistarskóli hennar, Tónskóli Eddu Borg, er tuttugu ára. Við byrjðum árið 1989 og stefnum að því að bjóða upp á þétta tónleikadagskrá í haust. Þá er einnig hugmyndin að hóa saman gömlum nemendum og aðstandendum þeirra,“ segir Edda sem má til með að skjóta því að að einmitt í vetur gerð- ist það í fyrsta skipti að afkomandi nemanda hóf nám við skólann. „Það er óneitanlega gaman fyrir mig að sjá þessa þróun. Eins er ánægjulegt að fylgjast með nemendum ná árangri á tónlistarsviðinu en við eigum tölu- vert í hljómsveitum eins og Hjaltalín og Sokkabandinu,“ segir hún stolt. Tónskóli Eddu Borg mun flytja í stærra húsnæði á árinu sem býður upp á nýja möguleika. „Við færum okkur úr Hómaseli yfir í Kleifarsel og getum þar af leiðandi verið í enn betra samstarfi við Seljaskóla en tónlistar- kennslan fer að hluta til fram innan veggja hans.“ vera@frettabladid.is DAGUR TÓNLISTARSKÓLANNA: HALDINN HÁTÍÐLEGUR VÍTT OG BREITT Sjónum beint að blómlegu tónlistarstarfi um land allt MIKILVÆGU STARFI HALDIÐ Á LOFTI Edda segir markmið dagsins að vekja athygli á því göfuga starfi sem fer fram í tónlistarskólum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þennan dag árið 1953 tilkynntu þeir James D. Watson og Francis Crick að þeir hefðu leyst gát- una um byggingu DNA- sameindarinnar. Uppgötvunina byggðu þeir að stórum hluta á at- hugunum Rosalind Fran- klin sem bentu til þess að DNA-sameindin væri gormlaga. Fyrir uppgötv- un sína fengu þeir fé- lagar Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1962. DNA er erfðaefni allra líf- vera. DNA-sameindir litninganna skiptast í starfs- einingar sem eru kallað- ar gen. Þær eftirmyndast með mikilli nákvæmni í hverri frumukyn- slóð þannig að hver afkvæmisfruma fær ná- kvæmlega eins DNA, það er að segja sams konar gen og foreldrisfruman. Arfgengar breytingar á erfðaefninu eru nefndar stökkbreytingar. DNA (deoxyribonuc- leic acid) hefur á ís- lensku verið kallað DKS sem stendur fyrir deox- ýríbóasakjarnsýra. ÞETTA GERÐIST: 28. FEBRÚAR 1953 Watson og Crick leystu gátuna um byggingu DNA-sameindarinnar AFMÆLI María Baldursdóttir söngkona er 62 ára í dag. Guðrún Halldórs- dóttir, fyrrverandi skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, er 74 ára. Edda Jónsdóttir, eig- andi gallerísins i8, er 67 ára.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.