Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 71
LAUGARDAGUR 28. febrúar 2009 43
ORG - ættfræðiþjónustan ehf. er fyrir-
tæki sem sérhæfir sig í ættrakningum
og söfnun ættfræðigagna sem alla Ís-
lendinga varðar og þar með eru talin
gögn um Vestur-Íslendinga. Fyrirtækið
fagnar nú tíu ára afmæli, en 685.685 Ís-
lendingar eru skráðir í grunninn í dag
þegar afmælið ber upp.
ORG er hugarsmíði Odds Helga-
sonar, fyrrverandi sjómanns, sem er
framkvæmdastjóri og aðaleigandi ætt-
fræðiþjónustunnar. Hann hefur á síð-
ustu fjórtán árum haft veg og vanda af
upplýsingasöfnun og segist vera ánægð-
ur með útkomuna. „Ég hef fengið þjóð-
ina til að vinna þetta með mér, en til
þess þurfti ég að vinna traust hennar
og trúnað. Eitthvað sem virðist ábóta-
vant í dag.“
Draumur Odds er að stofnuð verði
sérstök ættar- og þjóðfræðimiðstöð Ís-
lands, sem yrði sjálfseignarstofnun og
þar af leiðandi eign þjóðarinnar. „Svo
vildi ég sjá stofnun sambands sögu,
fræða og átthagafélaga um allt land og
Íslendingafélög um heim allan. Þetta
byggist auðvitað á samvinnu allra aðila,
bæði safna og fólksins í landinu.“
Samtökin Caritas á Íslandi afhentu á
dögunum ADHD-samtökunum rúmlega
500.000 krónur sem er ágóði af síðustu
aðventutónleikum í Kristskirkju við
Landakot.
Sigríður Ingvarsdóttir, formað-
ur Caritas á Íslandi, segir að marg-
ir af helstu listamönnum þjóðarinn-
ar hafi lagt þessu góða málefni lið. Án
listamannanna hefði þetta ekki verið
mögulegt. „Árlegir tónleikar Caritas
eru eitt ánægjulegasta verkefnið sem
ég tek þátt í og þeir marka upphaf að-
ventunnar hjá mörgum og fjölmargir
gestir koma ár eftir ár á þessa tónleika,
njóta fagurra lista og leggja góðu mál-
efni lið í leiðinni. Ég vil þakka öllum
þessum tónlistarmönnum sem lögðu
gjörva hönd á söfnunina í heild.“
Þetta er í fjórða sinn sem Caritas
styrkir samtökin með þessum hætti, en
Caritas hefur haldið styrktartónleika í
Kristskirkju Landakoti frá 1994.
Okkar elskulegur faðir,
Róbert F. Gestsson
málari, Ásvallagötu 63, Reykjavík,
lést á líknardeildinni á Landakoti aðfaranótt
miðvikudagsins 25. febrúar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ingveldur, Guðný og Kristín Róbertsdætur
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar og tengdaföður,
Óskars Jensens
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í
Hjúkrunarheimilisins að Vífilstöðum.
Aðalheiður óskarsdóttir
Gústaf Óskarsson Kristbjörg Markúsdóttir,
Málfríður Óskarsdóttir
Anna Júlía Óskarsdóttir
Ómar Óskarsson Ólafía Sigurgarðsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
frá Hrauni, Tálknafirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi fimmtudaginn
26. febrúar. Útförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ólöf Jóhannsdóttir
áður til heimilis Álfaskeiði 64,
sem lést á Sólvangi 23. febrúar sl., verður jarðsett frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 3. mars kl. 13.00.
Ingi J. Marinósson
Erla Eiríksdóttir Sigurður Hallgrímsson
Eiríkur Sigurðsson Elva Guðmundsdóttir
Guðríður S. Weiss Manfred Weiss
Ólöf Sigurðardóttir Már Sigurðsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Stefán Jón Steinþórsson
lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, fimmtudaginn 26.
febrúar.
Steinþór Stefánsson Hildur Pétursdóttir
Friðberg Stefánsson Áslaug Birna Ólafsdóttir
barnabörn og langafabarn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, dóttur og systur,
Huldu Lilju Ívarsdóttur
Jörfagrund 20, Kjalarnesi.
Kristinn Guðmundsson
Brynja Rut Kristinsdóttir Ívar Orri Kristinsson
Sigrún Kjærnested Ívar Magnússon
Lárus K. Ívarsson Einar Ívarsson
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar
og amma,
Jónína Ósk Jónsdóttir
lést miðvikudaginn 25. febrúar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá
Langholtskirkju föstudaginn 6. mars kl. 15.00.
Guðjón Rögnvaldsson
Ingibjörg Jónsdóttir
Kristín Bj. Óskarsdóttir Jóhann Gísli Hermannson
Dagbjört Ósk Óskarsdóttir Rögnvaldur Jónsson
Arnar Þór Óskarson Hólmfríður L. Stefánsdóttir
Helena Rós Hafsteinsdóttir Þorleifur Reynisson
ömmubörn og langömmubarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ósk Ingibjörg Eiríksdóttir
Hamraborg 18, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudag-
inn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 2. mars kl.13.00. Blóm og kransar vinsam-
legast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er
bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í síma 543
1159.
Unnur Hjartardóttir Jón Bjarni Bjarnason
Þorvaldur P. Böðvarsson Jenný Jóna Sveinsdóttir
Böðvar Már Böðvarsson Shirly Moralde
Bergþór Grétar Böðvarsson
ömmubörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug í veikindum, við andlát
og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
Sigurðar Einarssonar
frá Hvalnesi í Lóni,
Ásvallagötu 17, Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Guðný Egilsdóttir
dætur, tengdasynir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Halldór B. Stefánsson
Lautasmára 3, Kópavogi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, miðviku-
daginn 25. febrúar.
Hallgerður Pálsdóttir
Ólafur Halldórsson Auður Sigurðardóttir
Páll Halldórsson Sólveig Ásgrímsdóttir
Ásta Halldórsdóttir Einar Erlendsson
Elín Ýrr Halldórsdóttir Kristján M. Baldursson
Ólöf Eir Halldórsdóttir Jenni Guðjón Clausen
barnabörn og barnabarnabörn.
Listamenn lögðu góðu málefni lið
Frá vinstri Gyða Magnúsdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritas, séra Patrik frá kaþólsku
kirkjunni og Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD-samtakanna.
Mjög ánægður með útkomuna
Oddur Helgason er mikill áhugamaður um ættfræði og hefur á síðustu árum fengið útrás fyrir
áhugamálið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM