Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 28.02.2009, Qupperneq 94
66 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. brennt vín, 6. hljóm, 8. andmæli, 9. fæðu, 11. tveir eins, 12. egó, 14. söngleikur, 16. utan, 17. loft, 18. lærir, 20. í röð, 21. heimsálfa. LÓÐRÉTT 1. mats, 3. öfug röð, 4. samhliða, 5. sigti, 7. sósa, 10. fjör, 13. móðurlíf, 15. hófdýr, 16. spíra, 19. ætíð. LAUSN „Ég gekk áfram minn veg. Niður til heljar hér um bil. Reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil. Þetta samdi karlinn eftir að hafa lent í tveggja daga „blackouti“ þegar hann hafði fengið rauða spjaldið hjá frúnni. Lögreglan farin að leita hans og allt. Búinn að fá sér aðeins of mikið,“ segir Tómas Hermanns- son, útgefandi hjá Sögum. Tómas er einhver einlægasti aðdáandi tónlistarmannsins Magn- úsar Eiríkssonar sem um getur. Hann hafði lengi gengið á eftir Magnúsi með að fá að gefa út ævi- sögu hans, eða í þrjú ár. Og boðið upp á ýmsa rithöfunda til að ganga í málið. En svarið var fyrir fram- an hann allan tímann. Sjálfur var Tómas auðvitað maðurinn í verkið. Hann er nú í draumastarfinu. Fæst við að skrifa um ævi snillingsins og segir Magnús hafa lifað ótrú- lega viðburðaríku lífi. Verklag- ið sem þeir hafa á er að aka um borg og bý. Tómas keyrir, er með segulbandstæki í gangi og Magnús lætur dæluna ganga. „Já, og reykir út um gluggann. Eini sénsinn til að kallinn nenni að tala. Við keyrum á söguslóðir. Til Keflavíkur þang- að sem hann bauð konunni á fyrsta ballið. Keyrum fyrir utan staði þar sem hann hefur spilað. Og þá koma sögurnar í kippum. Um Laugarnes- hverfið, á Reykjanesvita, keyrum fram hjá Höfnum þar sem Villi Vill ólst upp. Og þá segir Magnús Villa- sögur. Snilld. Þetta er enginn með- almaður, Magnús,“ segir Tómas. Hann segir flesta texta Magnús- ar byggjast á reynslu höfundar. Og rekur söguna á bak við Braggablús með orðum Magnúsar: „Síðustu virku braggahverfin í Reykjavík voru Campknox á Meistaravöll- um og síðan einn og einn braggi á stangli. Bæði í Laugarneshverfinu og uppi í Árbæ. Ég svona rétt náði í skottið á þessum síðustu áður en þeir fluttu alla íbúana í blokkir sem þá var verið að reisa. Ég var aðstoðarmaður bílstjórans og hann lét mig stökkva út og dæla olíu á braggana og rukka síðan fólkið sem þar bjó. Bílstjórinn sat bara í bílnum og keyrði á milli staða. Kveikjan að Braggablús kom til mín þegar bílstjórarnir fóru allt- af sjálfir úr bílnum við ákveð- inn bragga í Campknox, dældu á braggann og rukkuðu konuna sem þar bjó. Það var ljóshærð þybbin kerling sem mátti muna fífil sinn fegurri. Hún tók alltaf rosaleg vel á móti þeim. Ég beið yfirleitt eftir þeim í svona hálftíma í bílnum á meðan.“ Tómas fæst ekki eingöngu við útgáfu bóka heldur ætlar hann að gefa út nýjustu Mannakorn- splötuna sem er nú í vinnslu. Ævi- saga Magga Eiríks kemur út fyrir næstu jól. jakob@frettabladid.is TÓMAS HERMANNSSON: EINA LEIÐIN TIL AÐ FÁ KARLINN TIL AÐ TALA Ævisaga Magga Eiríks skráð í löngum bíltúrum MAGNÚS OG TÓMAS Þeir keyra á söguslóðir, Magnús reykir út um gluggann og lætur dæluna ganga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PERSÓNAN Þór Stiefel, eða Þóra Victoria. Aldur: 41 árs, en verð 42 ára 5. mars. Starf: Listamaður. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: 101 Reykjavík. Fjölskylda: Er einhleypur og á einn son. Þór Stiefel er fyrsti íslenski klæðskipting- urinn, eða transinn, sem opnar heima- síðu með myndum af sér uppáklæddum á www.toravictoria.com. Nýlega lauk tökum á tugmilljóna auglýsingu fyrir gosdrykkjarframleiðandann Pepsi hér á landi. Tök- urnar fóru fram á Skálafellsjökli og við Jökulsárlón og stóðu yfir í tvo daga. Tölvugerð mörgæs er í aðalhlutverki í auglýsing- unni, sem sænski leikstjórahópurinn Traktor stend- ur á bak við. Hópurinn þykir á meðal þeirra færustu í heiminum á sínu sviði, enda margverðlaunaður. Hefur hann starfað fyrir Miller Lite, Diesel, MTV og Nike og einnig gert tónlistarmyndbönd fyrir Madonnu, Fatboy Slim og The Prodigy. „Maður er búinn að reyna að tæla þá til landsins lengi,“ segir Einar Sveinn Þórðarson hjá Pegasus sem aðstoð- aði við gerð auglýsingarinnar. „Þeir voru rosalega ánægðir og eru spenntir að koma aftur. Það er alltaf stór kostur. Við erum allir að leggjast á eitt með að reyna að trekkja sem mest til landsins,“ segir hann. Auglýsingin er aðallega ætluð fyrir Bandaríkja- markað en verður þó líklega sýnd víðar um heim- inn, hugsanlega á Íslandi. Þrjátíu manns tóku þátt í tökunum, þar á meðal brellu- og tölvumeistarar, auk þess sem þyrla var notuð á Skálafellsjökli. „Þetta gekk rosalega vel og við náðum að nota þyrluna heilmikið. Veðrið var rosalega fallegt á jöklinum þennan dag,“ segir Einar. Í auglýsingunni, sem þykir bráðfyndin eins og flest verk Traktors, flýgur tölvugerða mörgæsin um og gerir ýmsar kúnstir. Í lokin flýgur hún síðan úr heimskautalandslaginu og lendir á sundlaugarbakka í Kaliforníu. Þar mun einmitt tökum á auglýsing- unni ljúka á næstunni. - fb Rándýr Pepsi-auglýsing á Íslandi PEPSI-TÖKUR Frá tökum á Skálafellsjökli fyrir Pepsi-auglýsing- una sem leikstjórahópurinn Traktor stendur á bak við. „Já, það hefur eitthvað verið um það að þýfi hafi verið selt á Barnalandi og ekki bara þar held- ur á þessum söluvefjum eins og haninn.is og kassi.is,“ segir Frið- rik Smári Björgvinsson yfirlög- regluþjónn. Gestir Barnalands, eða www.er.is ráku upp stór augu fyrr í vikunni þegar tilkynn- ing frá lögreglunni birtist á for- síðunni þar sem notendur voru hvattir til að vera á varðbergi gagnvart þýfi. Ólafur G. Emils- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá forvarnardeild lögreglunn- ar, segir lögregluna hafa fengið nokkur mál á sitt borð þar sem þýfi var selt í gegnum smáaug- lýsingar. „Við höfðum samband við alla þessi vefi þar sem hægt er að auglýsa varning til sölu og báðum þá um að koma tilkynn- ingu frá okkur á framfæri. Fólk á að reyna að spyrja um uppruna vörunnar og komast að því hvað- an hún er fengin áður en samið er um kaup. Fyrir stuttu kom upp mál þar sem hnökkum var stolið úr hesthúsum og þegar við höfð- um hendur í hári þjófanna hafði hluti hnakkanna verið seldur í gegnum smáauglýsingar.“ Ólafur segir ástandið slæmt. „Það er innbrotafaraldur í gangi sem staðið hefur yfir síðan í nóv- ember og við verðum einhvern veginn að koma í veg fyrir að þýfið sé selt. Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hverju er stolið um þessar mundir.“ - jma Reyna að selja Barnalandskonum þýfi EKKERT ER ÓHULT Þjófar stela öllu steini léttara um þessar mundir að sögn Ólafs G. Emilssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Stafrænar myndavélar og GPS-staðsetningar- tæki eru þar mjög vinsæl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hjónin Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Þorfinnur Ómarsson, upplýsingafulltrúi viðskiptaráðu- neytisins, leita nú logandi ljósi að heimili fyrir köttinn sinn Lubbu og mun það vera vegna hugsanlegra flutninga. Heyrst hefur að þau líti jafnvel hýru auga yfir hafið og þá til annarra heimsálfa. Leikhópurinn Vestur-port gerði góða ferð til Hong Kong nýverið þar sem hann setti upp Hamskipt- in í samstarfi við hið enska Lyric Hammersmith-leikhús. Athygli vakti að sýningin var þýdd á hið forna tungumál, mandarínsku og var textanum varpað á stórt tjald við hlið sviðsins. Vesturp- ort fer næst til andfætlinga í Ástralíu en þar munu hjóna- kornin Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir sameinast hópnum enda er gert ráð fyrir 25 sýningum á þessari mögnuðu uppfærslu. Bjarni Harðarson ætlar að halda uppi merkjum gamalla Framsókn- argilda með sérframboði sínu. Einhverjir hafa haft á orði að til hafi staðið að listabókstafur framboðs hans yrði R. En þegar hann hringdi inn tilkynningu um framboðið hafi konan á hinum enda línunnar misheyrt ósk Bjarna þó hún hafi spurt hann í tvígang um hvort ekki væri rétt að um L væri að ræða: „Nei, R,“ mun Bjarni hafa sagt en konan svaraði: „Já, einmitt. L.“ - jma, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Geir Þorsteinsson. 2 Milan Milutinovic. 3 Axel Hallkell Jóhannesson. LÁRÉTT: 2. romm, 6. óm, 8. nei, 9. mat, 11. ðð, 12. sjálf, 14. ópera, 16. án, 17. gas, 18. les, 20. mn, 21. asía. LÓÐRÉTT: 1. dóms, 3. on, 4. með- fram, 5. mið, 7. majónes, 10. táp, 13. leg, 15. asni, 16. ála, 19. sí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.