Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 12. janúar 1993 6. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Lögfræðilegt álit liggur fyrir um að óheimilt sé að framlengja upp- sagnir Ijósmæðra og hjúkrunarfræðinga: Landspítali lamast ef 500 „hjúkkur“ ganga út Fari fram sem horfir mun öll starfsemi lamast um næstu mánaða- mót á Landspítala, kvennadeild, öldrunardeildinni í Hátúni, Vífil- stöðum og geðdeild Landsspítalans. Ástæðan er sú að hátt í 500 hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður á Landspítalanum ætla ekki að hlíta framlengingu á uppsagnarfresti um þrjá mánuði komi til þess þar sem lögfræðilegt álit liggur fyrir um að það sé ólöglegt Þetta var samþykkt á fjölmennum ekki sé heimilt að framlengja upp- fundi þessara stétta í gær þar sem sagnir um þrjá mánuði. Algengt er Iögfræðilegt álit liggur íyrir um að að yfirvöld grípi til þess að ráðs að FÍB og atvinnubílstjórar mótmæla auknum álögum: Blikkbeljan mjólkuð um 2,8 milljarða Samkvæmt samantekt Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda og Samtaka landflutningamanna er Iauslega gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af bifreiðum muni aukast um tæpa 2.8 milljarða á þessu ári miðað við árið í fyrra. Þá hefur bensínverð hækkað um 15% frá 23. nóvember sl. á sama tíma og heimsmarkaðs- verð hefur lækkað. Sömuleiðis hef- ur þungaskattur hækkað um 7% á bfl sem greiðir fast gjald og 9,14% á bfl með mæli, á sama tíma og lög- bundin viðmiðun þungaskatts hef- ur hækkað um tæpt 1%. Þetta kemur fram í mótmælaorð- sendingu sem ríkisstjóminni var af- framlengja uppsagnarfrest starfs- hópa sem segja upp störfum. Að sögn Elínborgar Stefánsdóttur, tals- manns starfsmanna var fengið lög- fræðilegt álit á heimild til framleng- ingar á uppsagnafrestinum. „Ég er eins og flestir hjúkrunarfræðingar ráðin með þriggja mánaða gagn- kvæman uppsagnafrest og þess vegna mun ég hætta störfum 1. febrúar. Þó svo að heilbrigðisráð- herra dytti í hug að nýta sér ákvæði um framlengingu þá á það ekki við um mig vegna þess að ég er ráðin en ekki skipuð,“segir Elínborg. Hún bætir við að viðsemjendur þeirra hafi ekki sýnt nein viðbrögð og furðar sig á því þar sem ljóst má vera að komi til uppsagna verði spít- alinn óstarfshæfur. -HÞ Stórbruni í Arnarnesi Það var snemma í gærmorgun sem slökkviliðið í Hafnarfirði var kvatt út þangað sem eldur var laus í tveggja hæða steinhúsi við Þemu- nes í Amamesi. Skömmu síðar var óskað eftir að- stoð slökkviliðsins í Reykjavík og sendi það bíl á staðinn. íbúum húss- ins tókst að komast út af eigin rammleik áður en slökkviliðið kom á vettvang. Ekki mátti tæpara standa því þegar slökkviliðið kom á staðinn var húsið alelda og logaði út um alla glugga og uppúr þaki. Ljóst er að efri hæð hússins er gjör- ónýt og neðri hæðin mikið brunnin. Ekki er ljóst hver upptök eldsins eru en málið er í rannsókn. -HÞ hent í lok sl. viku. Jafnframt er vak- in athygli á því að á sama tíma og yf- irlýst stefna stjórnvalda sé að létta álögum af atvinnurekstri sé verið að leggja miklar viðbótarálögur á þá sem hafa atvinnu af akstri og útgerð bfla. Ennfremur eru lagðir á skattar sem fjáröflun til vegagerðar „sem em síðan notaðir í allt annað." Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem öll hagsmunasamtök bif- reiðaeigenda og atvinnubflstjóra sameinist í mótmælum gegn aukn- um álögum stjómvalda. Hann segir að framhaldið muni ráðast af við- brögðum stjómvalda. -grh ríkisspítala: EKKI SAMA OG LÖG „Það sem lögfræðingur út í bæ, sem vinnur fyrir þetta fólk, upp- bugsar sem rök ero ekki endilega Iög í landinu," segir Pétur Jóns- son, framkvæmdastjóri stjómunar- sviðs rfldsspítala, um samþykkt hjúkrunarfræðlnga og ijósmæðra á Landspítalanum um að óheimilt sé að framlengja uppsagnir þeírra 1. febrúar um þtjá mánuðL Hann seg- ir að öll starfsemi Landspítalans munl stöðvast um leið og stéttirnar leggi niöur störf. Hann segir að framlenging á upp- sagnarfrestl sé í undirbúningL „Það hefur oftast nær eða alltaf verið gert þegar svona hefur komið upp,“ segir Pétur. Hann bendir á að síðast Iiafi reynt á þetta ákvæði þegar háskólamcnntaðir hjúkrun- arfræöingar á Landspftalanum sögðu stöðum sinum lausum fyrir nokkrom árum. „Það er eins og svona stéttir taki eitt sjúkrahús fyr- ir í einu og alitaf ef einhver vinnu- deila kemur upp þá bitnar það á Landspítalanum,“ segir Pétur. Pétur viðurkennir að nær ekkert hafi verið rætt vlð þessar stéttir frá þvíaðtil uppsagna kora. Um kröfur þeirra um sambærileg laun við aðr- ar heilbrigðisstéttir segir Pétun „Við borgum nákvæmlega sam- kvæmt samningum. Það sem gerð- ist með sjúkraþjálfara og aðrar stéttir 1987 var að þær stéttir voru færðar upp í starfsheitum. Þetta var gert á smura tíma með sam- þykki og vilja samninganefndar rflc- isins. Vlð getum ekki samið sjálf og megum það ekki samkvæmt lög- um.“ -HÞ Um 400 m.kr. minni endurgreiðsla á VSK hefði hækkað skuldir landsmanna um 4.000 milljónir: RIKISSTJORNIN VIÐURKENNIR RÖK ASÍ/VSÍ OG EIGIN MISTÖK Forsætisráðherra lýsti yfír í gær að fallið hefði verið frá þeim 400 m.kr. sparnaði sem ríkissjóður átti að ná með 40% lækkun á end- urgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, enda hafi þar verið um mistök að ræða. Stjómvöld virðast þar með hafa fallist á rökstuðning þann sem ASÍ og VSÍ settu fram í sameiginlegu bréfi til forsætisráðherra. En þar var sýnt fram á að sá 400 milljóna króna spamaður sem ríkis- sjóður ætlaði að ná með þessum hætti, virtist þvert á móti geta aukið útgjöld ríkissjóðs meira en sem spamaðinum næmi. í ljósi þessa áréttuðu samtökin áskoran sína um að fallið yrði frá lækkun á endur- greiðslu VSK vegna vinnu á bygg- ingarstað. Það var ekki nóg með að ríkissjóð- ur hefði stórtapað á „sparnaðinum". Samkvæmt útreikningum VSÍ/ASí hefði þessi 40% lækkun á endur- greiðslu VSK leitt til 3,2% hækkun byggingarvísitölunnar sem aftur hefði valdið 1,07% hækkun láns- kjaravísitölunnar. Sú hækkun hefði síðan flutt gífurlega fjármuni frá þeim sem skulda til lánardrottnanna (fjármagnseigenda). Verðtryggðar skuldir landsmanna hefðu sjálfkrafa hækkað um 4 milljarða króna við þessa breytingu eina, eða tífalda þá upphæð sem átti að spara. Jafnframt var áætlað að greiðslu- byrði af skuldum myndi aukast um 1.250 m.kr. á þessu ári. Af þeirri hækkun hefði ríkissjóður þurft að greiða um 250 m.kr. Þar á ofan mátti búast við veralegum hækkun- um á margvíslegum gjaldskrám sem miða við umræddar vísitölur og verksamningum sömuleiðis. Þannig hefði húshitunarkostnaður lands- manna trúlegast hækkað um 175 milljónir í ár vegna þess að hitaveit- ur miða verðskrárbreytingar sínar almennt við byggingarvísitölu. Og annað dæmalaust dæmi er samn- ingur Vegagerðarinnar við verktaka um byggingu Vestfjarðaganga. Óháð því hvort tilkostnaður þeirra hefði aukist eða ekki hefðu greiðslur fyrir göngin hækkað um rúmlega 3% vegna þess að húsbyggjendur áttu að fá minna endurgreitt af VSK-in- um sem þeir borga af íbúðunum sínum. Og ekki nóg með að „sparnaður- inn“ hefði kostað ríkissjóð mörg hundrað milljónir í auknum fjár- magnskostnaði og hækkun verk- samninga. Hækkun lánskjaravísitöl- unnar hefði einnig valdið hækkun á persónuafslætti, sjómannaafslætti, bamabótum, bamabótaauka og vaxtabótum um sem svarar 266 m.kr. á síðari hluta þessa árs og tvö- falt hærri upphæð á næsta ári. Það var því vonum seinna sem stjóm- völd hættu við þennan „spamað" sem kostaði stórfé. Þá vora þó enn ótalin óbein áhrif, s.s. hækkun hit- unarkostnaðar opinberra aðila, auk- inn samdráttur f atvinnu, aukið um- fang svartrar atvinnustarfsemi ásamt Iakari skattskilum, vaxandi þunga tekjutengdra bóta og aukn- um útgjöldum atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, eins og á var bent í bréfi ASÍ og VSí til forsætisráðherra. Þar sem ríkissjóður hefði beinlfnis skað- ast við breytinguna, hafi forsendur ákvörðunar um endurgreiðslu VSK verið rangar. - HEl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.