Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. janúar 1993 Tíminn 3 Heildaráhrif EES-samningsins á efnahagslíf landsmanna. Þjóðhagsstofnun: Sex milljarðar á átta árum Andlát: Ingimar Eydal, hljóm- listarmaður og kennari Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofhunar, segir að í fjárhæðum talið séu heildaráhrif EES-samningsins á efnahagslíf þjóðarinnar hagstæð um sex milljarða á átta ára tímabili, en allt að tveimur og hálfum millj- arði á fjórum árum. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að þetta séu áhrif samningsins svona í grófum dráttum á mæli- kvarða hagvaxtar. Sé litið á áhrif samningsins á landsframleiðslu sé um að ræða aukningu frá 0,6% - 1.4% á átta ára tímabili. „Lands- framleiðslan verður allt að því 1.4% meiri eftir átta ár en hún annars yrði eða sem nemur allt að sex millj- örðum. Sé litið til fjögurra ára þá er reiknað með 0,6% aukningu lands- framleiðslu eða allt að tveimur og hálfum milljarði, auk margsvíslegra annarra áhrifa sem EES-samning- urinn mun hafa í för með sér.“ Þórður Friðjónsson segir að það sé umdeilt meðal hagfræðinga hversu mikil hagvaxtaráhrifin eru af sam- runa markaða og stækkun þeirra en hins vegar séu menn sammála um að áhrifin séu jákvæð. Að sama skapi sé það mikilvæg forsenda í þessu mati að íslensk fyrirtæki standi sig í samkeppninni á evrópska efnahags- svæðinu. Hins vegar hefur verið á það bent að íslensk fyrirtæki séu alls ekki til- búin til að standast samkeppni við önnur fyrirtæki innan evrópska efnahagssvæðisins sökum smæðar og þess að efnahagslegur styrkur þeirra sé mun minni en þeirra fyrir- tækja sem þau þurfa að etja kappi við. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að þetta sé að mörgu leyti rétt að ís- Kvennakór Reykjavíkur stofnaöur Um næstu helgi verður stofnaður kvennakór í Reykjavík en slíkur kór hefur ekki verið starfandi í Reykja- vík. Hugmyndin er að Kvennakór Reykjavíkur starfi með hliðstæðum hætti og Karlakór Reykjavíkur starfar. Hugmynd að stofnun kvennakórs vaknaði eftir tónleika sem konur í kórskóla Margrétar J. Pálmadóttur héldu síðastliðið vor til styrktar Stígamótum. í desember hélt sami hópur aðra tónleika fyrir fullu húsi í Kristskirkju. Á tónleikunum komu fram auk kórskólans stúlkur úr kór Flensborgarskóla, Bamakór Grens- áskirkju og Úlrik Ólason orgelleik- ari. Nú hefúr verið tekin ákvörðun um að stofna Kvennakór Reykjavíkur og verða inntökupróf haldin að Hall- veigastöðum 13. janúar kl. 17-22 og 17. janúar kl 13-17. Undirbúnings- nefndin hvetur konur að láta slag standa og taka þátt í stofhun Kvennakórs Reykjavíkur. Þeim kon- um sem ekki standast inntökuskil- yrði sem sett eru verður bent á ýmsa möguleika til undirbúnings. -EÓ PÓSTFAX TÍMANS lenskt efnahagslíf sé tiltölulega veikt bæði hvað varðar það að íslensk fyr- irtæki eru lítil og eins að fjárhags- staða margra þeirra er veik í saman- burði við fjárhagsstöðu fyrirtækja í öðrum löndum innan EES- svæðis- ins. „Þannig að í þessu er fólgnir ákveðnir veikleikar. Engu að síður er engin ástæða til að ætla það fyrir- fram að íslendingar standi sig eitt- hvað verr en aðrir í þessari sam- keppni," segir forstjóri Þjóðhags- stoftiunar sem stefnir að birtingu nýrrar þjóðhagsspár í lok vikunnar. -grh Látinn er Ingimar Eydal, hljóm- listarmaður og kennari á Akur- eyri. Ingimar Eydal fæddist 20. október 1936 á Akureyri. Hann var landsþekktur hljómlistarmað- ur um áratugi. Hann starfrækti hljómsveitina góðkunnu undir eigin nafni frá árinu 1960 og nær óslitiö þar til fyrir skemmstu. Ingimar gaf úr fjölda hljómplatna á tónlistarferli sínum sem nutu mikilla vinsælda hjá þjóðinni og með honum hafa margir bestu hljómlistarmanna og dæguriaga- söngvara starfað. Aðalstarf Ingimars mestan hluta starfsævi hans auk hljóðfæraleiks- ins var tónmennta- og eðlisfræði- kennsla á Akureyri og Dalvík en auk þess var hann um árabil for- stöðumaður útibúa ferðaskrifstofa á Akureyri. Þrátt fyrir að hann væri þannig störfum hlaðinn og ynni langan vinnudag kom það ekki í veg fyrir virka þátttöku hans í félagsstarfi: Ingimar var þannig m.a. varabæj- arfulltrúi fyrir Framsóknarflokk- inn á Akureyri um skeið og sat lengi í æskulýðsráði, áfengisvarna- nefnd og félagsmálaráði bæjarins. Þá starfaði hann lengi innan Góð- templarareglunnar og gegndi þar trúnaðarstörfum. Einnig var Ingi- mar formaður Norræna félagsins á Akureyri frá árinu 1976. Eftirlifandi kona Ingimars Eydals er Ásta Sigurðardóttir sjúkraliði. Þau eignuðust fjögur börn. —sá /- 'LwVr- \rn<' J IV/- ~ M-V h> 'j\\i c4N > c Js ik;>Sí\ 4_V4 \ i~yí Breytingar á reglum um kílómetragjald og ökutækjastyrk Sönnun akstursþarfar - akstursdagbók Þeir launþegar sem hyggjast í fram- tali 1994 gera kröfu um að fá kostnað dreginn frá ökutækjastyrk og/eða kílómetragjaldi sem þeir fá greitt á árinu 1993 þurfa frá byrjun þess árs að sanna akstursþörf með því að færa akstursdagbók eða aksturs- skýrslu. í akstursdagbók eða akstursskýrslu skal skráð hver ferð í þágu launa- greiðanda, dagsetning, ekin vega- lengd, aksturserindi, nafn og kenni- tala launamanns og skráningar- númer ökutækis. Skal færa þessi gögn reglulega og skulu þau vera aðgengileg skattyfirvöldum þegar þau óska þess. Krafa um útfyilingu akstursdagbókar eða akstursskýrslu vegna sönnunar á akstri í þágu launagreiðanda er óháð því hvort launþegi fær fastan RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ökutækjastyrk eða fær greitt sam- kvæmt framlögðum akstursreikn- ingi. Frádráttarbær kostnaður Til þess að fá kostnað á móti öku- tækjastyrk frádreginn við álagningu 1994 þurfa launamenn að skila með framtali sínu eyðublaði RSK 3.04, nefnt ökutækjastyrkur og ökutækja- rekstur, og gera þar grein fyrir sannanlegum kostnaði við rekstur ökutækisins. Gildir þetta um alla, hvort sem greiddur er fastur öku- tækjastyrkur eða kílómetragjald. Samkvæmt þessu verða allir þeir sem fá greidda ökutækjastyrki eða kílómetragjald að halda saman öllum upplýsingum um kostnað vegna reksturs ökutækisins, svo sem bensín, viðgerðir, tryggingar, hjólbarða o.s.frv. Varðandi nánari upplýsingar er vísað til skattmats ríkisskattstjóra í staðgreiðslu samkvæmt auglýsingu RSK nr. 3/1993. t , 1-r \ — l / 1 ! I "L, VC VV > —. v i \ Vv) ^f' /n,,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.