Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 12. janúar 1993 EES málið við iokapunktinn og sýnist sitt hverjum um fram- gang málsins á þingi. Páll Pétursson og Kristín Ástgeirsdóttir: Jon Bald. ætti að segja af sér Kristín Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans: Framkoma utanríkisráð- herra kallar í reynd á afsögn EES málið er komið að lokapunkti á Alþingi Islendinga og verða atkvæði greidd um það í dag kl. 13.30. Harðar deiiur hafa orðið um það á þingi síð- ustu víkur. Tfminn ræddi í gær við formenn þingfiokka stjórnarandstöðu og formann utanríkismálanefndar Alþingis og fara viðtölin hér á eftir. „Það sem mér er efst í huga að þessari umræðu lokinni er fram- ganga utanríkisráðherra og hvemig hann leyfði sér að fara með ósann- indi í beinni sjónvarpsútsendingu Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins: Utanríkisráðherra með ósannindi og blekkingar Páil Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að þau ósannindi sem Jón Baidvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra, hefur orð- ið uppvís af að leggja fyrir þjóðina ættu að verða til þess að ráðherrann segði af sér. „Tálsmenn samningsins hafa farið ákaflega mikið offari í mál- flutningi sínum. Utanríkisráðherra hefur orðið uppvís að ósönnum full- yrðingum og því miður hafa sumar þeirra greinilega verið settar fram í blekkingarskyni," sagði Páll. „Ég nefni langhalann. Ég nefni tal hans um ríkjaráðstefnuna þar sem hann reyndi að nota hana til að reka á eftir málinu þó að vitað væri að það stóð ekki til að halda hana í janúar. Og síðast ekki síst nefni ég dæmalausa fölsun hans á staðreyndum í umræð- um sem sjónvarpað var. Þar veifaði hann því sem hann kallaði varfæmu mati Þjóðhagsstofnunar á áhrifum EES-samningsins. Við héldum fyrst að hann væri með eitthvað nýtt í hönd- unum sem við hefðum ekki séð. Dag- inn eftir upplýstist að hann hafði tekið upp úr gamalli álitsgerð Þjóðhags- stofnunar, breytt tölum og þagað yfir ártölum. Þetta er alveg framúrskar- andi ómerkilegur málflutningur sem hann reyndi ekki að verja f umræðun- um daginn eftir. Hjá eðlilegum rík- isstjómum myndi forsætisráðherra biðjast lausnar fyr- ir svona mann,“ sagði Páll. Um samninginn efnislega sagði Páll: „Þetta er Pál1 Pétursson ómögulegu samningur sem þama er verið að gera. Hann er okkur óhent- ugur. Samningurinn felur í sér mjög alvarlegt fullveldisafsal. Þetta er mjög ákveðið skref inn í Evrópubandalagið. Þá er samningurinn staðfastlega stjómarskrárbrot." Páll sagði að ekki væri fyrir hendi sami áhugi á EES hjá Evrópubandalaginu og ríkisstjóm ís- lands. Fáar EB-þjóðir hafi staðfest samninginn og spænska ríkisstjómin hafi dregið staðfestingarfrumvarpið til baka eftir að það hafði hlotið af- greiðslu í annarri þingdeild spænska þingsins. „Þessi atkvæðagreiðsla núna er markleysa að því leyti að við emm að greiða atkvæði um samning sem ekki kemur til með að Iíta út eins og hann er á þingskjölum. Alþingi á því eftir að fjalla um þetta mál aftur síðar á þessu ári,“ sagði Páll. -EÓ Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðu- w bandalagsins: Ásakanir um málþóf ögrun við pingræðiö „Það sem hefur einkennt málsmeð- ferðina em látlausar ásakanir á þingmenn um að þær stundi mál- þóf. Þessar ásakanir vom meira að segja bomar fram áður en önnur umræða hófst, sem er aðalefnisum- ræða málsins. Þingmenn hafa ekki gert annað en að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í mjög viðamiklu og flóknu máli, máli sem er hundrað- falt stærra en venjuleg þingmál og krefst þar af leiðandi lengri og ítarlegri umræðna en venjuleg mál,“ sagði Ragnar Amalds. Ragnar sagði að það hefði verið samkomulag milli stjórnar og stjómarandstöðu að hefja aðra um- ræðu um EES-samninginn ekki fyrr en sjávarútvegssamningurinn við EB væri frágenginn, en það varð ekki fyrr en í byrjun desember. Þá þegar hefðu utanríkisráðherra og forsætisráðherra byrjað að hamra á því að stjórnarandstaðan væri að tefja málið, væri með málþóf. „Utanríkisráðherra svaraði blaða- mönnum að vandræðin með af- greiðslu EES stöfuðu af því hvað Al- þingi íslendinga væri einkennileg stofnun og þingmenn þar undarleg- ir miðað við þingmenn annarra þjóða. Þetta segir hann áður en um- ræða hefsL Þegar forsætisráðherra kemur síðan með þá hugmynd að umræðutími verði skorinn niður þá hafði aðeins einn stjómarandstæð- ingur talað við aðra umræðu máls- ins.“ Ragnar sagði að reynt hefði verið að koma því inn hjá þjóðinni að stjómarandstaðan hefði skipulagt málþóf í þeim tilgangi að koma í veg fyrir samþykkt samningsins. Þetta segir hann vera rangt. Hann benti á í því sambandi að þegar næstsíðasta umræðudegi annarrar umræðu lauk hefði enginn þingmaður talað oftar en einu sinni. „Ég tel að þetta háttalag utanríkis- ráðherra og forsætisráðherra hafi verið bein ögrun við þingræðið í landinu," sagði Ragnar. „Ég tel augljóst að málinu er ekki lokið. í fyrsta lagi verður málið ekki að lögum fyrr en forseti hefur undir- ritað það. I öðru lagi er ljóst að mál- ið kemur aftur til Alþingis. í þriðja lagi þarf að gera veigamiklar breyt- ingar á samningnum hvað varðar eftirlitsstofnun, dómstól, sjóðakerfi og fleira. Síðan eiga Evrópubanda- lagsþjóðimar eftir að staðfesta sam- komulagið. Það hafa aðeins fáar þeirra gert það. Spánverjar drógu beinlínis staðfestingarfrumvarpið til baka. Það var búið að afgreiða það í annarri deild spænska þingsins en stjórnin afturkallaði frumvarpið og ætlar sér greinilega að taka málið nýjum tökum. Það getur því margt gerst í þessu máli á næstu mánuð- um og óvíst hvemig það endar," sagði Ragnar. -EÓ Ragnar Arnalds Björn Bjarnason, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis; Umræðan sýnir að breyta verður starfs- háttum Alþingis „Mér fmnst að umræðan um EES hafi leitt í Ijós að það sé ástæða fyrir okkur þingmenn úr öllum flokkum að gera upp við okkur hvort við vilj- um hafa þingstörfin í þessu fari eða ekki. Þetta mál hefur því ekki aðeins snúist um mikilvæg efnisleg atriði heldur hefur það, vegna þess hvemig umræðum hefur háttað, beint mjög athyglinni að starfsháttum á Alþingi. Ég held að allir hljóti að vera sam- mála um að þingið getur ekki haldið áfram í þessum farvegi. Það verður meira að treysta á það sem unnið er í nefndunum og niðurstöðu innan þingflokka," sagði Bjöm Bjamason. „Það hefur verið ákaflega fróðlegt að taka þátt í þessari umræðu ekki síst í störfum utanríkismálanefndar þar sem farið var ofan í hvert einasta smáatriði í þessu máli og öll þau vafaatriði sem upp komu. Ég hefði talið að eftir að nefndin hafði lokið störfum og skilað ítarlegu áliti, bæði meirihluti og minnihluti, þá hefði verið ástæðulaust fyrir Alþingi að setja á svo langar umræður um mál- ið eins og raun ber vitni um. Ég tel að þetta mál hafi verið ákaflega ítar- lega kannað og því hefur komið mér á óvart hvað menn hafa talið nauð- synlegt að flytja langt mál um þetta án þess að í raun og vem kæmi nokk- uð nýtt fram.“ Bjöm sagði að það hafi komið sér þægilega á óvart hvað vel hefur gengið að fá svör við öllum þeim spumingum sem vaknað hafa í sambandi við þetta stóra og flókna mál. Greinilegt sé að málið hafi verið vel undirbúið og hvert einasta atriði í sambandi við það þaulhugs- að. Bjöm sagði að samningar um EES hafi tekið langan tíma og ýmislegt hafi komið upp á á samningaferlin- um sem hefur orðið að bregðast við. Síðasta tilvikið sé afstaða Sviss til samningsins. Bjöm sagði að and- stæðingar samningsins hér á landi hafi haft tilhneigingu til að gera meira úr þeim en efni stóðu til. Samningsaðilar hafi sýnt að þeir séu staðráðnir í að ná samningum og koma EES í framkvæmd. „Ég held að það sé enginn vafi á að EES komi til framkvæmda. Það hefur svo margt gerst á samningstímanum sem menn hefðu getað notað sem átylla til að hætta við að koma þessu sam- starfi á, ef menn hefðu viljað það. Mér finnst ólíklegt að þetta mikla starf sem unnið hefur verið að í bráð- um fjögur ár verði eyðilagt núna á síðustu vikum málsins." Bjöm sagði að enginn geti sagt fyrir um hvað EES komi til með að verða til lengi. „Þegar við gerðum tvíhliðasamning- inn við Evrópubandalagið 1972 um fríverslun töldu margir að hann yrði frambúðarlausn á okkar samskiptum við Evrópubandalagið. Það varð ekki. Menn verða að laga sig að breyttum aðstæðum. Evrópusamstaríið er að þróast og breytast," sagði Bjöm. Kristín Ástgeirsdóttlr um hugsanleg áhrif samningsins á þjóðarhag. Einnig hvemig hann hefur ausið svívirðingum yfir þingið og þingmenn. í hvaða siðmenntuðu ríki sem er þá væri búið að knýja fram af- sögn ráðherra sem hagaði sér svona,“ sagði Kristín Ástgeirs- dóttir. Utanríkisráð- herra hélt því fram að Þjóð- hagsstofhun áliti að EES- samningurinn gæti varlega reiknað bætt hag íslensks efnahags- lífs um 7 milljarða á einu ári. í reynd hefur stofnunin nefnt tölur á bilinu 2,5-6 milljarða á átta árum í þessu sambandi. Það eru þessi ósannindi sem Kristín er að vísa í. „Þegar ég byrjaði að skoða þetta mál þá gerði ég það með opnum huga. Ég var alls ekki búin að gera upp hug minn til málsins í upphafi. Því meira sem ég hef kynnt mér málið þá hef ég sannfærst um að það sé ekki rétt af okkur að tengjast EES. í EES fellst ákveðin aðlögun að hugmyndafræði og markmiðum Evrópubandalagsins. Ég er sann- færð um að það hefði verið réttara að leita annarra Ieiða eins og að óska eftir tvíhliðaviðræðum við EB og Ieita annarra markaða. Ég hef einn- ig sannfærst um að við eigum alls ekki að sækja um aðild að EB.“ Kristín sagði erfitt að spá fyrir um hver þróunin verði á næstu árum í evrópskri samvinnu. Hún sagði að þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að ná samningum um EES og enn séu mörg ljón á veginum þá séu mestar líkur til þess að EES komi til fram- kvæmda. Ljóst sé að ákveðinn hópur þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að Island eigi að óska eftir að gerast að- ili að EB. Jafnljóst sé að ef ríkis- stjóm landsins beri fram slíka til- lögu þá kalli hún á gífúrleg átök meðal þjóðarinnar. Átök sambærileg þeim sem urðu þegar Noregur sótti um og hafnaði aðild að EB 1972. Kristín sagði að við yrðu jafnframt að minnast þess að við væmm jaðar- byggð í Evrópu og það væri ekki sjálfgefið að forystumenn EB veittu okkur aðild að EB þó að við sæktum um. „Það á eftir að koma fljós hvemig hinn endanlegi samningur mun líta út og hvort að EB telur það ómaks- ins vert að ganga í gegnum þetta millistig sem EES er. Afskiptum Al- þingis af málinu er ekki lokið. Það kemur hér aftur til umfjöllunar þeg- ar EB og EFTA-ríkin hafa komist að samkomulagi um þær breytingar sem gera verður á samningnum vegna þess að Sviss hafnaði að gerast aðili að honum,“ sagði Kristín. -EÓ Sýna þarf sömu aðgæslu á fáförnum vegum sgjjn^iðrum! VÍDÁ LEYNAST HÆTTUR! rtæ IFERÐAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.