Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. janúar 1993 Tíminn 9 iDAGBÓKPiili Breiöfiröingafélagiö Félagsvist verður sunnudaginn 17. janúar kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Ameríska bókasafnið: Kvikmyndavika á sígildum nótum Með nýju ári tekur Ameríska bókasafn- ið upp þráðinn á ný með sýningum á bandarískum bíómyndum frá ýmsum tímum. Að þessu sinni hefúr kvikmynda- vikan hlotið samheitið Á sígildum nót- um (The Classics), enda eru nokkrar af frægustu fdmum kvikmyndasögunnar felldar hér undir einn hatt Dagskráin er sem hér segin Þriðjudagur 12. janúar kl. 1430: „Casa- blanca“ (1942). Leikstjóri Michael Curt- iz. í aðalhlutverkum Humphrey Bogart, Ingrid Bergman, Paul Henreid og Claude Rains. Miðvikudagur 13. janúar kl. 14.30: „Citizen Kane“ (1941). Leikstjóri Orson Welles. í aðalhlutverkum Orson Welles, Joseph Cotten, Agnes Moorehead og Ev- erett Sloane. Fimmtudagur 14. janúar kl. 14: „Gone With the Wind“ (1939). Leikstjóri Victor Fleming. í aðalhlutverkum Clark Gable, Vivien Leigh, Leslie Howard, Olivia de Havilland. Föstudagur 15. janúar kL 14.30: „Spartacus" (1961). Leikstjóri Stanley Kubrick. í aðalhlutverkum Kirk Dou- glas, Laurence Olivier, Jean Simmons, Charles Laughton, Peter Ustinov og Tony Curtis. Sýningar eru á breiðskjá í húsakynnum Menningarstofnunar Bandaríkjanna og Ameríska bókasafnsins að Laugavegi 26 (inngangur og bílastæði einnig Grettis- götumegin). Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Minningarfundur um fórnar- lömb Persaflóastríðsins Almennur borgarafundur, haldinn í minningu fómarlamba Persaflóastríðs- ins, verður haldinn sunnudaginn 17. janúar kl. 16 í Kaffi Sólon íslandus (gall- erí), Ingólfsstræti 7, Reykjavík. Námskeiö í ættfræöi Ný ættfræðinámskeið hefjast hjá Ætt- fræðiþjónustunni í Brautarholti 4 upp úr miðjum janúar. Þá em einnig fyrirhuguð námskeið úti á landi. Boðið er upp á 20 og 24ra kennslustunda grunnnámskeið og 20 stunda ffamhaldsnámskeið fyrir lengra komna, en vemleg verðlækkun hefur orðið á öllum námskeiðum. í byrj- un er veitt öll nauðsynleg fræðsla um ættfræðiheimildir, leitaraðferðir, skrán- ingu og úrvinnslu upplýsinga. Þá fá þátt- takendur þjálfun í vinnubrögðum með því að rekja eigin ættir og frændgarð, en rannsóknaraðstaðan er stórbætt frá því sem fyrir var, þar sem Ættffæðiþjónust- an er komin með örfilmur af kirkjubók- um um allt land ffá upphafi til loka 19. aldar, auk annarra fmmheimilda, hand- rita og prentaðra bóka. Leiðbeinandi er Jón Valur Jensson. Innritun er hafin f sfmum 27100 og 22275. Tímaritiö Þroskahjálp komiö út Þroskahjálp, tímarit um málefni fatl- aðra, er komið ÚL í blaðinu em margar fróðlegar greinar að venju. Þar má nefna grein um geð- heilbrigðiskerfið eftir önnu Valgarðs- dóttur, viðtal við Guðrúnu Ámadóttur, sem er móðir fatlaðs drengs í Keflavík, og umfjöllun um æfingar og leiki fyrir þroskahefta eftir Margréti Hallgríms- dóttur. Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, ritar um ný lög um málefni fatlaðra og nefnir hún grein sína Málefni fatlaðra á tíma- mótum. Auk þess má nefna grein ffá Noregi eftir önnu Sofie Rasmussen um breytingu á þjónustu fatlaðra þar í landi við færslu á málaflokknum frá ríki til sveitar. Frá Nuddskóla Rafns Geirdals Nuddnám, vorönn 1993: l. Nuddkennsla. Nám hefst mánudaginn 11. janúar kl. 9. Kennt er alla virka daga kl. 9-12 og 13-16. Námi lýkur miðviku- daginn 7. apríl kl. 12. Kennslustunda- fjöldi: 500. Meginmarkmið er að kenna almennt líkamsnudd. í lokin er aðgreint á milli slökunamudds, klassísks nudds, íþrótta- nudds, heildræns nudds og nudds við vöðvaspennu, hverri aðferð lýst nánar m. LL hraða og nákvæmni. Kynntar eru ýmsar aðrar nuddaðferðir, eins og svæðanudd og shíatsú. Jafnframt er fjallað um aðrar leiðir til heilsuræktar, eins og heilun, jóga, heilsufæði, jurtalækningar og fleira. Töluverður tími fer f fræðslu um helstu vöðva líkamans, bæði bóklega og verk- lega, til að styrkja kunnáttu nemandans í nuddi. II. Starfsþjálfun hefst mánudaginn 11. janúar kl. 16. Þjálfað er alla virka daga kl. 16-22. Starfsþjálfun lýkur 31. desember 1994. Klukkustundafjöldi: 500. ílLAÍÍmNTAÍr) w w I YMIS HVERFI Lynghálsi 9. Sími 686300 Viö mætingar á mjóu (einbreiðu) slitlagi þarf önnur hliö bílanna aö vera utan slitlagsins ALLTAF ÞARF AÐ DRAGA ÚR FERÐ! UMFERÐAR RÁÐ Lassie sjöunda gefur formóöur sinni ekkert eftir! Þúsundir bandarlskra krakka öfunda Will Nipper af því aö fá aö leika meö eftirlætishundinum þeirra. Mamma Wills er llka ánægö meö félagsskapinn. Sjöundi ættliðurinn frá Lassie er líka kvikmyndastjarna! Þeir, sem komnir eru til fullorð- insára, muna vel eftir hinni vitru Lassie, sem drýgði marga hetju- dáðina á hvíta tjaldinu fyrir um hálfri öld. Hundurinn Pal, sem fyrst gegndi hlutverki Lassie, kom fyrst fram í myndinni „Lassie Come Home" 1943. Nú er sjöundi ættliður frá þeirri frægu Lassie að gera garðinn frægan í sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum og nýtur óhemju vinsælda, rétt eins og ættmóðirin. Will Nipper, 14 ára strákur sem þegar hefur leikið í sjónvarpsþátt- unum „Highway To Heaven" með Michael Landon heitnum (voru sýndir hér í sjónvarpi) og Santa Barbara, þurfti að keppa við 500 aðra stráka áður en hann fékk þetta eftirsótta hlutverk. Það er Bob Weatherwax, sem á heiðurinn af frammistöðu Lassie. Það kostaði tveggja ára stranga þjálfun að kenna Lassie allt það sem hún nú kann, en það er held- ur ekkert smáræði. Aðdáendur Lassie-þáttanna hafa óttast að þeir hættu innan tíðar, en nú mun hafa verið ákveðið að ný þáttaröð og kvikmynd verði gerð árið 1993 í tilefni 50 ára af- mælisins. Bob Weatherwax hefur þjálfað nýjustu stjörnuna I Lassie-ættarveldinu, sem hefur þegar náö svo langt á ferlinum aö hafa fengiö stjörnuna slna á hina frægu stjörnugangstétt viö Hollywood Boulevard.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.