Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 12. janúar 1993 Nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregiö var í Nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 6. janúar 1993. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 12274 2. vinningur nr. 31527 3. vinningur nr. 37245 4. vinningurnr. 13827 5. vinningur nr. 32296 6. vinningur nr. 34595 7. vinningur nr. 1444 8. vinningur nr. 29884 9. vinningur nr. 7932 10. vinningur nr. 22700 11. vinningur nr. 4607 12. vinningur nr. 5839 13. vinningur nr. 21649 14. vinningurnr. 703 15. vinningurnr. 17415 Úgreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá út- drætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-28408 og 91-624480. Framsóknarflokkurinn Félagsvist á Hvolsvelli Spilum 10. og 24. janúar kl. 21.00. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Þjóðmálanefnd SUF Fundur verður haldinn I þjóðmálanefnd SUF, þriöjudaginn 12. januar n.k. kl. 17.00 aö Hafnarstræti 20 (3. hæð). Fundarefni: Lánasjóður islenskra námsmanna. Halldór Guönl Jón Selfoss — Suðurland Alþingismennimir Halldór Asgrlmsson, Guðni Águstsson og Jón Helgason flytja framsögu og svara fýrirspumum. Benidorm íbúðir og einbýlishús til sölu. Verðið aldrei hag- stæðara. (slenskur söluaðili á staðnum. Upplýsingar í síma 621750. Fax: 627850. Hestamenn — Bændur Tek að mér járningar. Vönduö vinna. Tek einnig hross í tamningu frá 1. feb. Arnar Bjarnason Sími 98-22252 Umbrotsmenn — Teiknarar 2 góð Ijósaborð til sölu. Stærð 85 x 120 sm. Tæknideild Tímans. Sími 686300. Skólaritari Laus er til umsóknar staöa ritara við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Umsóknir berist skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, eigi síðar en 18. janúar nk. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 650200 og skólaskrifstofa Hafnarfjarðar í síma 53444. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. FORELDRAR KALLAÐIR TIL ÁBYRGÐAR Frá þingi Landssambandsins gegn áfengisbölinu 20. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu var haldið 30. nóvem- ber sl. og sóttu það um 40 fulltrúar hinna ýmsu aðildarsamtaka sam- bandsins. Á þinginu var staðfest aðild tvennra nýrra samtaka að sambandinu: Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Vímulausrar æsku — for- eldrasamtaka, og eru aðildarsamtök þá alls 30. Formaður flutti ávarp í upphafi og minntist tveggja mætra liðsmanna: Áma Böðvarssonar málfarsráðunaut- ar og Sigurgeirs Þorgrímssonar ætt- fræðings. Minnti á kynningu þeirrar skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskólans vann fyrir sambandið um hinn gífur- lega kostnað samfélagsins af áfengis- neyslunni. Aðalerindi þingsins flutti Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir. Kom hann víða við í afar glöggu og ítarlegu máli, en erindið nefndi hann: Áfeng- ið og tíðarandinn. Hann rakti skemmtileg og fróðleg dæmi úr fortíð sem nútíð, vitnaði til gagnmerkra skrifa og athugana víðs- vegar að, svo og óskemmtilegra en skýrra dæma um hinn makalausa tví- skinnung í málum þessum. Ætlunin er að gefa erindi Jóhannes- ar út sérprentað. Umræður urðu fjörlegar og fyrirspumum var svarað. Fundinum stjórnaði Sigrún Sturlu- dóttir, en Jón Hjörleifur Jónsson rit- aði fundargerð. Stjóm sambandsins til næstu tveggja ára skipa: Helgi Seljan for- maður og aðrir í stjóm: Esther Guð- mundsdóttir, Guðsteinn Þengilsson, Hanna Kolbrún Jónsdóttir, Jón Hjör- leifur Jónsson, Ólafur Haukur Árna- son, Páll V. Daníelsson og Þórarinn Bjömsson. Eftirfarandi ályktanir sendi þingið frá sér: Markviss barátta gegn aukinni áfengisneyslu 20. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu, haldið mánudaginn 30. nóvember 1992, skorar á alla landsmenn, eldri sem yngri, að hug- leiða hvert stefnir í áfengis- og fíkni- efnavandanum og kynna sér vel þær staðreyndir, sem við blasa í íslensku þjóðfélagi í þeim efnum. Þingið vekur athygli á þeim stað- reyndum, að samkvæmt könnunum, sem gerðar hafa verið, hefur áfengis- neysla landsmanna aukist með til- komu bjórsins og þá ekki síst hjá unglingum og ungmennum. Nú er svo komið í dag, að talið er að um 60% 13 ára krakka hafi neytt áfengis og eru nokkur þeirra svo illa farin af drykkjunni, að nauðsynlegt hefur þótt að koma þeim fyrir á meðferðar- stofnunum fyrir drykkjusjúka. Þeim heimilum fer sífellt fjölgandi, sem verða fórnarlamb ofneyslu áfengis, jafnframt því að ölvunar- akstur og afbrot, sem rekja má til áfengisneyslu, fara ört vaxandi. Sá einstaklingur mun vandfundinn á ís- landi, sem ekki þekkir einhvern sér nákominn sem illa er kominn vegna áfengisneyslu. Milljónatugum er varið árlega til meðferðarstofnana áfengissjúklinga, til lækninga á fólki sem orðið hefúr Bakkusi að bráð. Enginn veit umfang þeirra fjármuna, sem tapast árlega á íslenskum vinnumarkaði vegna áfengisneyslu manna í öllum at- vinnugreinum, en þar er um ótrú- lega háar upphæðir að ræða. Því síður er hægt að mæla hörm- ungar og sársauka, angist og örvænt- ingu fjölmargra barna og fúllorð- inna, heimila og fjölskyldna, sem á rætur að rekja til áfengisneyslu. Slíkt verður aldrei hægt að meta til verðs. Með þessar staðreyndir í huga skor- ar Iandsþingið á öll aðildarfélög sín, svo og landsmenn alla, að skera upp herör og taka upp markvissa baráttu gegn ört vaxandi áfengisneyslu. Landsþingið leggur áherslu á, að forvamir og fyrirmyndir skipta miklu máli fyrir þróun áfengisvama í nútíð og framtíð. Forustumenn fé- lagasamtaka og fyrirmenn í þjóðfé- laginu hafa þar þýðingarmiklu hlut- verki að gegna með því að gefa rétta tóninn og gott fordæmi á þessu sviði. Þeir skyldu ætíð hafa í huga, að for- ystuhlutverki fylgir ábyrgð af ýmsu tagi, líka í áfengismálunum. 20. landsþing Landssambandsins gegn áfengisbölinu minnir á mikil- vægi þess að byrja forvamir í áfengis- málum nógu snemma, að þær hljóta og eiga að byrja á heimilunum og þar eru það foreldrarnir sem kallaðir eru til ábyrgðar. Heimili, þar sem áfeng- isneysla á sér aldrei stað, er góður grunnur til að byggja á framtíðar- heill barna sinna. Að lokum sendir landsþingið lands- mönnum öllum bestu óskir um gleðileg, áfengislaus jól, og vonar að nýtt ár færi okkur íslendinga til minnkandi áfengisneyslu og meiri lífshamingju. Banni við áfengisaug- lýsingum verði fram- fylgt betur 20. þing Landssambands gegn áfengisbölinu átelur harðlega beinar og óbeinar áfengisauglýsingar í blöð- um, tímaritum og öðrum fjölmiðl- um, en auglýsingar af því tagi eru bannaðar samkvæmt landslögum. Hér er m.a. átt við ýmsar bjóraug- lýsingar, sem margar hverjar orka mjög tvímælis hvað þetta snertir, svo og ýmsa umfjöllun blaða og afþrey- ingarrita um áfengi, sem oft er með þeim hætti, að umfjöllunin verður Íítið annað en bein eða óbein auglýs- ing. Þingið skorar á lögreglustjóraemb- ættin víðs vegar um landið að taka sig verulega á um allt eftirlit á þessu sviði og halda vöku sinni gagnvart þessum lögbrotum. Ennfremur mælist þingið eindregið til þess við dómsmálaráðherra, að hann láti endurskoða eftirlitskerfið varðandi áfengisauglýsingar með til- liti til þess að kerfið verði skilvirkara en það er nú. Jafnframt væri æskilegt að viðurlög vegna lögbrota f sam- bandi við meintar áfengisauglýsingar verði hert verulega. Burt með áfengt jólaglögg 20. þing Landssambands gegn áfengisbölinu hvetur landsmenn til að forðast að neyta eða nota áfengt ,jólaglögg“ á vinnustöðum eða í heimahúsum og minnir á að öll áfengisneysla er í hrópandi mótsögn við boðskap jólanna. Þingið vekur athygli þeirra, sem vilja fagna nánd jólanna með ,jóla- glöggi" á því, að til er fjöldi ágætra uppskrifta að ljúffengu, bragðgóðu og óáfengu ,jólaglöggi“, sem auðvelt er að laga og hættulaust að njóta. Hægt er að fá slíkar uppskriftir hjá Áfengisvarnaráði ríkisins á Eiríks- götu 5, Reykjavík. (Millifyrirsagnir eru blaðsins). Athugasemd frá Max hf: Pollux/Max er al- íslensk framleiðsla í Tímanum þann 7. janúar sl. er haft eftir Albert Albertssyni, framkvæmdastjóra tæknisviðs Hitaveitu Suðumesja, varðandi val á erlendum fatnaði í stað ís- lensks: „íslenskt og íslenskt; sumt er saumað hér og annað inn- flutt hjá öilum, þannig að það er ekki alíslenskt, þótt hitt hafí verið valið.“ Það verður ekki hjá því komist að Ieiðrétta ummæli Alberts. Allur saumaður vinnufatnaður merktur Pollux/Max, er þarna var boðinn, er íslensk framleiðsla. Svo hefur verið á liðnum árum, þó með tveimur undantekningum. Meðan á endurskipulagningu á sauma- stofu stóð árið 1987 var ein send- ing vinnusamfestinga fengin frá Portúgal, og árið 1991 fluttum við inn nokkur hundruð fóðraðra samfestinga úr samstarfsverkefni vegna útflutnings með norska fyr- irtækinu Djupvik. Var það gert til prófana á þeim við íslenskar að- stæður. Tekið skal fram að þeir voru seldir undir merkjum Djup- vik, svo ekki fór á milli mála að um innflutta vöru var að ræða. Albert er ekki einn um þá skoðun að vara okkar sé seld undir röng- um merkjum. Því miður hafa óvandaðir söluaðilar innflutnings haldið því fram við tjölmarga við- skiptavini okkar að svo sé, til að auðvelda sér markaðsaðgang. Ástæða er því til að eyða þessum misskilningi f eitt skipti fyrir öll og gera ljóst að gæðaframleiðsla okk- ar er íslensk, bæði að vinnu og hönnun, og erum við hjá Max stoltir af því að hönnun okkar hef- ur orðið slíkur staðall í vinnufatn- aði að aðrir framleiðendur hafa ekki séð betri leið að markaði en eftirlíkingar, þótt skorta kunni stundum á gæði vinnu þeirra. Virðingariýllst, Sigmundur M. Andrésson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.