Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.01.1993, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 12. janúar 1993 Tíminn 5 Gunnlaugur Júlíusson: Y firlýsingar utanrí ki sráðherra Utanríkismál hafa tekið stærri þátt í almennri pólitískri umræðu hér- lendis á síðustu árum en verið hefur um langt árabil. EES- samningur- inn er af flestum, er um hann fjalla, talinn vera stærsti gjömingur og af- drifaríkasti gjömingur sem íslenskt þjóðfélag hefur komið nálægt á iýð- veldistímanum. GATT-samningamir hafa staðið yfir síðan árið 1986. Nú eru málefni landbúnaðarins í fyrsta sinn tekin inn í samninga- viðræðumar. Áhrifasvið þeirra víkkar því enn og þar með talin áhrif þeirra á íslenskt þjóðlíf. Því er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr, að á málum okkar sé haldið á þann hátt að trúverðugt sé og landsmenn hafi það á tilfinning- unni að heilsteyptur og markviss málflutningur ráði ferðinni. GATT-samningamir Á síðastliðnum vetri átti sér stað heit og oft á tíðum tilfinninga- þrungin umræða um GATT- samn- ingana, þegar framkvæmdastjór- inn lagði fram tillögur að lokagerð þeirra. Málsvarar landbúnaðarins héldu fundi vítt um land þar sem þeir lýstu áhrifum þeirra á íslensk- an landbúnað og vöruðu við þeim f þáverandi mynd. f kjölfar þess ferðaðist utanríkisráðherra um landið og útmálaði fyrir bændum hve GATT-samningamir væru sak- lausir og skiptu Iitlu máli fyrir ís- lenskan landbúnað. Hann brást hinn versti við, þegar bændur ef- uðust um að málflutningur hans væri fulls trausts verður, og jós fúkyrðum yfír samtök bænda og starfsmenn þeirra. Hvað kemur síðan í ljós? Þegar ríkisstjómin kynnti aðgerðir sínar í ríkisfjár- málum (einar af mörgum) nú fyrir skömmu, þá kom greinilega fram hjá utanríkisráðherra að hann var mjög óánægður með að ekki væri skorið meira niður af opinberum fjárveitingum til landbúnaðarins. Eina haldreipið úr því sem komið væri kvað hann vera hinn ágæta Eina haldreipiö úrþví sem komið vœri kvað hann vera hinn ágœta GATT- samning, sem myndi þvinga fram verðlœkkattir á inn- lendum búvörum vegna aukins innflutn- ings. Nú skyndilega var hinn meinlausi samttingurfrá þvísi vetur orðinn að ótta- legri hnútasvipu sem hvin í og skal knýja landbúnaðinn til að- GATT- samning, sem myndi þvinga fram verðlækkanir á innlendum búvörum vegna aukins innflutn- ings. Nú skyndilega var hinn meinlausi samningur frá því sl. vetur orðinn að óttalegri hnúta- svipu sem hvín í og skal knýja Iandbúnaðinn til aðgerða. Hvað hafði gerst? Lúkning EES-samn- ingsins Þegar Sviss felldi EES-samning- inn í kosningum fyrir skömmu, þá kom utanríkisráðherra fram í sjónvarpi og fullyrti að ísland fengi ekki að vera með á fundi annarra EFTA-þjóða, til að ræða stöðu mála og ákveða um framhald mála, nema því aðeins að Alþingi væri búið að samþykkja samninginn formlega. Við eftirgrennslan kom í ljós að ekkert fannst í honum sem skaut stoðum undir fullyrðingu ráðherrans. Hefði hann þó átt að hafa þetta á hreinu. Brotthvarf Sviss úr EES-samningnum Mikið stríð hefur staðið um það á Alþingi hvort það að Sviss hafnaði EES-samningnum í kosningum, hafi áhrif á framlagðan samnings- texta. Utanríkisráðherra hefúr full- yrt að brotthvarf Sviss hafi engin áhrif á endanlegan frágang samn- ingsins, heldur sé einungis þörf á að hagræða meinlausum atriðum í texta sem engu máli skipta. Hvað gerist síðan? Spánn hafnar EES- samningnum innan Evrópubanda- lagsins í núverandi mynd á grund- velli þess að Sviss gekk úr skapt- inu. Þeir líta greinilega allt öðrum augum á hlutina en utanríkisráð- herra. Hverjum á að trúa? Höfundur er hagfræöingur Stéttarsam- bands bænda. y. Þorsteinn Antonsson: Island norskt skattland Kristni varð lagakvöð á Alþingi íslendinga árið 1000 fyrir þrýsting frá Noregskonungi, Ólafi Tryggvasyni. Konungur hélt þá í gíslingu sonum þeirra fjögurra goða sem að samþykktinni stóðu. Feðumir þekktu það vel til konungs að þeir máttu vita að synir þeirra yrðu látnir sæta harð- ræði, ef íslendingar færu ekki að vilja hans. Landið laut þá engri inn- lendri stjóra og kristnitökunni fylgdi ekki réttur til eignaupptöku, eins og víða erlendis, né var hætta á slíkum gripdeildum í kjölfar hennar. Veraldlega sinnaðir menn töldu sig því ekki eiga mikið undir að hlýða þessum fortölum, heldur létu skyn- semina ráða, skildu að trúarbragða- erjur í svo einangruðu landi hlytu að verða öllum landsmönnum til hins versta ófamaðar. Forystumenn tóku þann kostinn að hafa yfir sér ein op- inber trúarbrögð og halda réttinum til að blóta á laun, eins og sagt var á Alþingi þegar kristnin var lögtekin, — kristnitakan fór fram í nafni frið- ar og einingar landsmanna. Með kristnitökunni upphófust menntir í landinu umfram munnlega alþýðufræðslu ald- anna, klaustrum og latínuskól- um var komið á, og þar sátu víst munkar með sveittan skallann við að færa á bókfell sögu hinnar ný- gengnu heiðni. Kaþólskan kenndi mönnum að virða guð almáttugan og fortíð sína og sögu með ritun ís- lendingasagna, ef að líkum lætur, en kaþólskan kenndi íslensku þjóðinni ekki til að stjóma sjálfri sér nema til þessa tvenns. Hið sama einkenni landsmanna, sem gerði þeim auð- velt að taka upp hinn nýja sið, reyndist þegar fram í sótti óviðun- andi lausung í ráðum þeirra. Lands- menn gátu ekki komið sér saman um veraldlegt stjómvald. Þegar ís- lendingum var sjálfum orðið ljóst að stjómskipun í landinu var slíkum annmörkum háð, að ekki varð við unað, gekk hver landsfjórðungurinn fyrir sig undir Noregskonung. Þá hafði um langt skeið verið róstu- samt í landinu. Framkvæmdavaldið vantaði í stjómskipunina og hafði gert frá landnámstíð; goðar höfðu farið með völd heima í héraði, og verið til þess komnir vegna ættemis síns. Goð- amir vom nokkurskonar fylkisstjór- ar, en fóm með völd jafnt í andíeg- um sem veraldlegum málum. Þeir misstu spón úr aski sínum, þegar klerkar tóku að sinna andlegum þörfum manna. Engin regla knúði þessa héraðshöfðingja til samstarfs hver við annan um aðra þætti stjómarfars en lagasetningu og dómsstörf. Ættir höfðu hafíst í land- inu í krafti goðaréttinda og sveigt aðrar tii fylgilags við sig, en goðar sáu fá ráð til að halda þeim völdum fyrir öðrum goðum öðm vfsi en með oddi og egg. Úrræðið landsmanna við skálmöld- inni varð að afsala sér völdum í hendur konungsembættis handan úthafsins, sem Islendingar höfðu frá fomu fari átt mikið við að sælda. Einmitt það að þjóðin hafði ekki náð að sameinast undir eitt merki gerði að þjóðemiskenndin var ómarkviss, öllu frekar var hún óráðin frelsis- kennd en nokkuð annað. Árin 1262-64 játuðust íslendingar undir Noregskonung sjálfan. Þjóðin fól konungsembættinu forræði í ákveðnum málum og áskildi sér jafhffamt réttindi til að rjúfa þetta forræði, ef tilefni gæfist til. íslenska þjóðin gerðist skattskyld konungi, sem hét henni í staðinn vemd fyrir utanaðkomandi ágangi á lög og rétt manna í landinu. Ennfremur skyldi kóngur sjá til þess að samgöngur við landið héldust eftir því sem best þætti henta að beggja ráði. Og að ís- lendingar nytu arfsréttar í Noregi og þegnréttar þar eins og þeir höfðu bestan haft fyrr á tíð. Jarl var settur yfir landið til að sjá um framkvæmd samningsins, og var landsmönnum heimilt að setja jarlinn af, ef ástæða væri talin til að áliti hinna bestu manna. Við þessi umskipti munaði mestu að goðamir afsöluðu sér völd- um í hendur erlends yfirvalds án þess að vera nauðbeygðir tii þess. í þeirra stað komu umboðsmenn kon- ungs. Fulltrúar jarlsins. Fljótlega sáu menn fram á nauðsyn þess að samræma lög þjóðveldisins íslenska, sem nú leið undir lok, löggjöf norska ríkisins. íslendinga vantaði forystumann í ákveðnum hagsmunamálum og þótti snjallt að sækja hann til út- landa. Fyrirkomuiagið var í sjálfu sér mun geðslegra en róstur Sturl- ungaaldar. Hér fór sem fyrr — og síðar—að í landinu var enginn hug- myndagrundvöllur til að byggja á stjómunarhætti yfirleitt. Lands- menn voru því ekki til þess færir að réttlæta kröfur um völd með að- gengilegri hætti en yfirlýsingum um ættgöfgi sína eða annarra. Það stóð aldrei til að afsala sér rétt- indum í hendur Noregskonungi, heldur gjalda honum fyrir veitta þjónustu. Hérlendis vantaði menn til að halda friðinn og brýn þörf var fyrir slíkt yfirvald, þar sem landsmenn gátu alls ekki setið á sátts höfði þegar að stjómarmálefn- um kom. Því þótti henta að kaupa til verksins útlending. Um leið tók sami aðili að sér siglingar til og frá land- inu. Eins og við er að búast af svo óljósri samningsgerð sem Gamla sáttmála, greindi samningsaðila fljótlega á um hvort ákvæði samningsins hefðu verið haldin eða ekki. Nefnd ákvæði voru í endurskoðun fram eftir öldum, en með litlum ávinningi fyrir íslendinga, sem jafn- an vom sjálfum sér sundurþykkir að meira eða minna leyti um þessi at- riði sem önnur. Kóngurinn var á hinn bóginn einn um sín ráð, eins og ákveðið var með samningnum. Engum, sem sættist á hið erlenda yfirvald árið 1262, hefur getað órað fyrir að samkomulagið myndi, þegar tímar liðu fram, færast yfir á þjóð- höfðingja þriðja landsins með frið- samlegu móti og lengur yrði ekki við Noregskonung að etja, heldur þann danska. En svona fór nú samt. Eng- inn fyrirvari um uppsagnarfrest eða tímamörk vom sett í samkomulagið þegar landar afsöluðu sér þjóðveld- inu, og ekki annað að sjá en fyrir- komulagið ætti að gilda um alla framtíð. Menn gengu frjálsir til samninga. Hittugu kynslóðir að minnsta kosti hlutu að taka á sig af- leiðingamar. Og það er ekki lítið. Þegar óblíð reynslan hafði sýnt ís- lendingum að forystuleysi á samfé- lagsvísu væri hverjum manni lífs- hættulegt ástand, gerðu landsmenn samning við kóng í öðm landi um að hann veitti þessum málum forsjá — til að losna undan ánauð hver ann- ars. Viðleitnin að koma á þjóðareiningu án þjóðarvilja reyndist ekki affara- sæl. Slík viðleitni hefur þó verið hinn helsti stjómunarháttur í land- inu undanfama hálfa öld, frá því ís- lendingar hlutu sjálfstæði að nýju. Fleira minnir á hið foma samkomu- lag. Samgöngur þjóðarinnar við aðr- ar þjóðir má heita að séu í höndum einokunaraðila, Eimskipa og Flug- leiða. Landvamir em byggðar á sam- komulagi við Bandaríkjamenn líkt og var við Noregskonunga forðum. Og útlit er fyrir að þjóðin afsali sér innan tíðar forræði sínu í hendur er- lends aðila fyrir „sundurlyndisfjand- ann“, sem enn hefur ekki tekist að kveða niður í landinu. Höfundur er rithöfundur. Þingvellir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.