Tíminn - 15.01.1993, Side 1
Föstudagur
15. janúar 1993
9. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
(slandsbanki meira en áttfaldar hæsta gjald fyrir innlausn innistæðulausra tékka:
Tvöfaldir ársvextir nú tekn-
ir fyrir „gúmmítékka
Smá samlagningarskekkja í tékkhefti frá íslandsbanka getur orðið
afar dýr framvegis. Það getur t.d. hæglega kostað fólk meira en sem
svarar tvöföldum ársvöxtum að skrifa óvart út nokkurra þúsund
króna „gúmmítékka“. íslandsbanki hefur tilkynnt um þá nýbreytni
að taka upp mismunandi gjald — í fimm þrepum frá 495 kr. og upp
í 4.995 kr. — fyrir innlausn innistæðulausra tékka.
Lægsta gjaldið er vegna tékka und-
ir 5 þús. kr. Sé um að ræða tékka á
bilinu 5 til 10 þús. kr. nærri þrefald-
ast gjaldið, í 1.295 kr. Þau viðurlög
samsvara t.d. meira en 25% af rúm-
lega 5.000 kr. tékka, eða álíka upp-
hæð og greiða þyrfti í vexti af 5.000
kr. bankaláni í tvö ár.
Að undanfömu hefúr bankinn tek-
ið sama gjald, 595 kr., af öllum inni-
stæðulausum ávísunum, óháð upp-
hæð þeirra. Nýja gjaldskráin verður
hins vegar sem hér segir:
TékknQárhæð kr.: Áðun Nú:
1 — 5.000 595 495
5.001 — 10.000 595 1.295
10.001 — 50.000 595 2.195
50.001 — 200.000 595 3.495
200.001 oghærri 595 4.995
í þeim tilvikum sem innistæða er
til að hluta á móti upphæð tékka,
ræður mismunurinn því í hvaða
gjaldflokki hann lendir.
í tilkynningu frá íslandsbanka er
haft eftir Ragnari Önundarsyni
íslendingur á jarðfræðiráðstefnu í Kólumbíu ákvað í
gærmorgun að fara ekki að skoða gýg Galeras:
Eldfjallafræðingar
lenda í miðju gosi
Slys urðu á fólki og jafnvel manntjón,
þegar eldfjallið Galeras í suðurhluta
Kólumbíu gaus óvænt í gær. Að
minnsta kosti 15 eldfjallafræðingar eru
slasaðir og samkvæmt óstaðfestum
fréttum eru minnst fjórir látnir, en
fréttum bar ekki saman í gærkvöldi.
I Kólumbíu stóð yfir alþjóðleg ráð-
stefna eldfjallafræðinga og var stór hluti
ráðstefnugesta, eða um 100 manns, að
skoða eldfjallið þegar það gaus. Einn ís-
lendingur, Guðmundur E. Sigvaldason,
forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðv-
arinnar, er á ráðstefnunni en hann hafði
í gærmorgun farið í rannsóknarferð
annað, og var því ekki meðal þeirra sem
skoðuðu gýg eldfjallsins Galeras. Eld-
fjallið hefur verið virkt með hléum frá
1989 en hefur ekki látið á sér kræla í sex
mánuði fyrr en það gaus óvænt í gær,
þegar fjöldi manns var niðri í gýgnum.
Guðmundur Sigvaldason, íslendingur-
inn á ráðstefnunni, mun hafa ákveðið á
síðustu stundu að fara ekki með kolleg-
um sínum í þessa ferð en valdi þess í stað
að fara í aðra rannsóknarferð sem boðið
var upp á. Guðmundur hefur áður lent í
náttúruhamförum í Latnesku Ameríku
en um jólin 1972 var hann í Managua,
höfuðborg Nígaragva, þegar öflugur
jarðskjálfti lagði borgina í rúst. Guð-
mundur var í þann veginn að ganga til
náða þegar jarðskjálftinn gekk yfir, en
gríðarstórt steypubjarg lenti í rúmi hans
þegar húsið hrundi, en Guðmund sakaði
ekki.
Ekki náðist samband við Guðmund í
gærkvöldi.
Hjúkrunardeilan rædd á Alþingi. Davíð Oddsson:
Þær skulu vínna
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði á Alþingi í gær að það sé afstaða
ríkisvaldsins að hjúkrunarfræðingum
og ljósmæðrum sem sagt hafa upp
störfum á ríkisspítölunum, beri að
starfa næstu þrjá mánuði á spítölun-
um eftir að ákvörðun hafi verið tekin
um að framlengja uppsagnarfrest
þeirra. Þetta sé í samræmi við hæsta-
réttardóm og Iög um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna.
Mál hjúkrunarfræðinganna og Ijós-
mæðranna 415 sem sagt hafa upp
störfum á ríkisspítölunum, var rætt
utan dagskrár á Alþingi í gær að frum-
kvæði Ingibjargar Pálmadóttur al-
þingismanns.
Sem kunnugt er líta hjúkrunarfræð-
ingar og ljósmæður þannig á að þeim
beri ekki að hlíta framlengingu á upp-
sagnarfresti. Þeir eru staðráðnir í að
framkvæmdastjóra, að með þrepa-
skiptingunni lækki kostnaður þeirra
um 17% (100 kr.) sem fara óviljandi
yfir á heftinu með lágar upphæðir,
sem sagt undir 5 þús.kr. Segir hann
80% allra innistæðulausra tékka
vera af þessu tagi. Upphæðin marg-
faldast hins vegar verði einhver svo
óheppinn að skrifa út heldur hærri
tékka en 5 þúsund kr., sem allt eins
sýnist geta gerst óviljandi vegna
smávægilegrar reikningsskekkju.
Hins vegar segir Ragnar Iíka alltaf
vera einhverja sem vísvitandi brjóti
lög með því að gefa út innistæðu-
lausar ávísanir með upphæðum sem
nemi verulegum fjárhæðum. Óeðli-
legt sé að þeir greiði sama gjald og
hinir, enda kostnaður bankans af
þeim mun hærri. - HEI
Almanna-
varnir í
viöbragös-
stöðu
Almannavamir ríkisins voru í
viðbragðstöðu í gær vegna
þotu sem missti afl á einum
hreyfli.
Viðbragðsstigi var lýst yfir í
gær og stóð það ekki yfir nema
í um 15 mínútur. Boingþota að
gerðinni 747, tikynnti að einn
hreyfill af fjórum virkaði ekki.
Vélinni var snúið við og hélt
hún aftur til London þaðan
sem hún hafði komið. Ekki var
talin nein veruleg hætta á ferð-
um. -HÞ
hætta störfum 1. febrúar eftir að
þriggja mánaða uppsagnarfresti lýkur.
Ingibjörg spurði hvemig stjómvöld
myndu bregðast við ef sú staða kæmi
upp að hjúkrunarfræðingar hættu
störfum um næstu mánaðamót eins
og flest bendir til að verði. Hún sagð-
ist ekki þurfa að hafa mörg orð um hve
alvarlegt ástand myndi skapast ef það
gerðist Ingibjörg sagði ábyrgð stjóm-
valda mikla í þessu máli. Þeim beri nú
þegar að ganga í að leysa málið áður
en það sé um seinan og hættuástand
skapist á spítölunum. Ingibjörg sagði
að meginástæðan fyrir deilunni væri
lág laun hjúkrunarfræðinga og sú
staðreynd að hjúkrunarfræðingar sem
vinna á ríkisspítölunum séu verr laun-
aðir en hjúkrunarfræðingar sem
starfa á Landakoti og Borgarspítala.
- EÓ
Það var ekki létt yfir um 100 starfsmönnum SH-verktaka sem fylltu afgreiðslu Sparisjóðs
Hafnarfjarðar í gær til að eiga viðræður við sparisjóðsstjóra um málefni fyrirtækisins.
Timamynd Ámi Bjama
Um 100 starfsmenn SH-verktaka fjölmenntu í Sparisjóð
Hafnafjarðar:
Reynt til þrautar
að bjarga vinnunni
Þeir voru brúnaþungir um 100
starfsmenn SH-verktaka sem fjöl-
menntu í Sparisjóð Hafnafjarðar í
gær til að reyna að fá hann til að
falla frá greiðslum fyrir unnin
verk og 5 milljóna króna greiðslu
frá Hampiðjunni sem sparisjóð-
urinn tók við á föstudag.
Það var skilyrði í tilboði Péturs
Blöndal sem fól í sér að leggja
fram 25 millj. kr. hlutafé. Að sögn
Péturs er skuldin við sparisjóðinn
innan við 20 millj. kr. og þar af er
trygg fasteignaveð fyrir 15 millj.
kr.
Sparisjóðsstjóri tók á móti starfs-
mönnum og vísaði þeim inn í
kaffistofu þar sem fundur hófst
sem stóð í nærri tvo klukkutíma.
Það var heitt í kolum og starfs-
menn kröfðu sparisjóðsstjóra
skýringar á því af hverju sparisjóð-
urinn vildi ekki falla frá kröfum
þar sem hann fengi hvort sem er
ekkert ef fyrirtækið yrði gjald-
þrota. Sparisjóðsstjóri sagði mál
flóknari
en það en bar talsvert fyrir sig að
ekki mætti veita upplýsingar um
stöðu viðskiptamanna. Þá taldi
hann að Pétur beitti starfsmönn-
um fyrir sig og segði þeim ekki
nema hluta sannleikans.
Sparisjóðsstjóri lýsti sig fúsan að
ræða við nokkra fulltrúa starfs-
manna að loknum fundi. Það bar
þann árangur að um miðjan dag
lagði sparisjóðurinn fram nýtt til-
boð. Þar var farið fram á 10%
greiðslu upp í skuldina eða 2.5
millj. kr. og viðbótargreiðslu þegar
uppgjör lægi fyrir. Það síðast-
nefnda gat Pétur Blöndal ekki sætt
sig við. Síðdegis í gær benti því allt
til þess að fyrirtækið færi fram á
gjaídþrotaskipti.
í yfirlýsingu frá stjóm sparisjóðs-
ins segir að framkoma Péturs í
þessu máli hafi verið einstök.
Hann hafi viðhaft afar óviðeigandi
ummæli i' viðtölum við sparisjóðs-
stjóra og síðan fylgt þeim eftir í
fjölmiðlum með ómaklegum að-
dróttunum. Þess má geta að um
100 manns hafa starfað hjá fyrir-
tækinu og virðist allt benda til að
þeir verði atvinnulausir svo og 50
starfsmenn undirverktaka. -HÞ
Sjá nánar á bls. 3.