Tíminn - 15.01.1993, Síða 9
Föstudagur 15. janúar 1993
Tíminn 9
DAGBÓK
Söngnámskeiö
Söngsmiöjunnar
Söngsmiðjan er nú að hefja vorönn
sína, en þetta er þriðja starfsár skólans.
Ýmis námskeið verða í boði. Áfram verð-
ur lögð áhersla á námskeið fyrir algjöra
byrjendur. Þá verður námskeið fyrir þá
sem hafa verið á námskeiði hjá Söng-
smiðjunni eða hafa verið í kór eða öðru
tónlistarstarfi.
Nýtt námskeið hefur göngu sína,
„Broadway-söngleikir", fyrir ungt fólk
sem hefur áhuga á að tjá sig í söng, leik
og dansi.
í vetur gefst fólki einnig kostur á ein-
söngsnámi. Lögð er áhersla á haldgóða
söngtækni og túlkun ljóðs og Iags.
Kennd verður bæði létt tónlist og klass-
ísk.
Kennarar eru Esther Helga Guðmunds-
dóttir söngur og Guðbjörg Sigurjóns-
dóttir undirleikur.
Esther Helga Guðmundsdóttir lauk
B.M.-prófi frá Háskólanum í Indiana,
Bandaríkjunum, í lok árs 1988. Frá þeim
tíma hefur hún starfað við bæði ein-
söngskennslu og söngkennslu í hópum.
Esther Helga er einn af stoftiendum
Óperusmiðjunnar og hefur sungið í ýms-
um uppfærslum hennar. Hún hefur
sungið fyrir útvarp og sjónvarp og haldið
fjölda einsöngstónleika hér heima og er-
lendis.
Guðbjörg Sigurjónsdóttir stundaði nám
við Sweelink Conservatorium í Hollandi
og lauk þaðan píanókennaraprófi árið
1979. Guðbjörg hefur starfað síðan sem
píanókennari og undirleikari.
Kennsla hefst 18. janúar. Upplýsingar
og skráning í síma 654744 alla virka daga
frá kl. 10-13.
Sólarkaffi ísfirðingafélagsins
ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyr-
ir sínu árlega sólarkaffi, hinu 48. í röð-
inni, föstudagskvöldið 22. janúar nk. á
Hótel íslandi.
Hefur þessi hátíð, þar sem því er fagnað
að hefðbundnum vestfirskum hætti,
með rjúkandi heitu kaffi og rjóma-
pönnukökum, að sól er farin að hækka á
lofti, átt stöðugt vaxandi vinsældum að
fagna hin síðari árin.
Húsið opnar kl. 20, en kl. 21 hefst hátíð-
ar- og skemmtidagskrá. Guðjón B. Ólafs-
son, fyrrv. forstjóri, flytur ávarp. Dans
verður stiginn til kl. 3 e.m.
Forsala aðgöngumiða fer fram að Hótel
íslandi laugardaginn 16. janúar kl. 14-
16. Miða- og borðapantanir auk þess í
síma 91-687111, dagana 18.-22. janúar,
milli kl. 14-18. Aðgangseyrir er kr. 1800.
Uilftu komast á fjöll?
Vélsleði til sölu
Polaris Indy 650 árg. 89.
Ekinn aðeins 2.400 mílur. Mjög vel útlítandi i toppstandi.
Brúsa- og farangursgrind, farangurskassi úr áli.
Gott staðgreiðsluverð.
Uppl. í síma 91-685582 eða á sleðanum í farsíma 985-34561.
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1991
3. flokki 1991
Innlausnardagur 15. janúar 1993.
1. flokkur 1991 Nafnverð: 10.000 100.000 1.000.000 Innlausnarverð: 12.284 122.843 1.228.429
3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð:
10.000 10.931
100.000 109.306
500.000 546.532
1.000.000 1.093.065
Innlausnarstaður:
Veðdeild Landsbanka ísiands
Suðurlandsbraut 24.
E&l HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS i
LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 *
KNATTSPYRNUMÓT KSl' 1993
• ÍSLANDSMÓT
• BIKARKEPPNIR
• KEPPNI UTAN DEILDA
Þátttaka tilkynnist fyrir 20. janúar til: KSÍ,
íþróttamiðstöðinni, Laugardal, 104 Reykjavík.
Upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu KSÍ,
sími 814444.
Mótanefnd KSÍ
Hin rúss-
neska
ungfrú
heimur er
umsetin
svindlurum
Eins og eðlilegt er þótti Rússum
mikið til koma að eiga nú sína
eigin ungfrú heim en hún var
kosin í desember síðastliðnum
með eins atkvæðis forskoti á
bresku fegurðardrottninguna og
vilja nú sem flestir eiga erindi við
hana. En þar sem boðorðið þar í
landi nú er frjáls markaðshyggja
og einkaframtak hafa margir not-
að tækifærið og ætla að maka
krókinn rækilega á óvæntum
frama stúlkunnar.
Foreldrar Juliu búa í Moskvu og
þeir hafa verið umsetnir hinum
ýmsustu aðdáendum dóttur sinn-
ar. Því miður eru þar mjög áber-
andi alls kyns svindlarar og um-
boðsstofur fyrirsætna sem halda
því fram að Julia hafi gert samn-
ing við þá og þeir eigi því rétt á
hluta af verðlaununum sem eru
ekkert smáræði. Auk kórónunnar
nema þau 40.000 sterlingspund-
um, 10 daga sumarleyfi og skart-
gripum sem metnir eru á 12.000
sterlingspund.
Julia hafði viðdvöl í London á
heimleið til Moskvu og frést hefur
að hún hafi gengið á fund rúss-
neska sendiherrans, Bóris Pankin,
og beðið hann að útvega sér ný Julia Kurotchinska, 18 ára rússnesk feguröardís, var vaiin ungfrú
skilríki, nýja íbúð í Moskvu undir heimur í desember. Keppnin fór fram í skemmtiborginni Lost City I
dulnefni og leynilegt símanúmer. Bophuthatswana í Suöur-Afríku.
Díana
prinsessa
sigursæl í
titlakjöri!
Díana prinsessa af Wales hefur svo sannarlega
ekki farið á mis við athygli á undanförnu ári.
Lengi vel var henni og fjölskyldu hennar vorkennt
fyrir allt það umtal sem hún fékk í fjölmiðlum en
nú er komið á daginn að henni sjálfri og Karli
prins manni hennar er um að kenna að ýmsar
óskemmtilegar lýsingar á einkalífi þeirra birtust
almenningi.
Hvernig sem það samhengi er allt saman hefur
Díönu aldrei gengið betur í kjöri lesenda spænska
vikublaðsins HOLA! (systurblaðs hins breska
Hallol) í niðurröðun á lista um alls kyns titla lið-
ins árs. Hún var t.d. í fyrsta sinn valin glæsilegasta
kona heims. Það er í fyrsta sinn sem prinsessan
hlýtur þann heiður þó að hún hafi oft verið í ein-
hverju af 15 efstu sætunum. í fýrra sigraði Karól-
ína Mónakóprinsessa Díönu naumlega en nú fékk
Díana næstum tvöfalt fleiri atkvæði en keppinaut-
urinn.
Næstum 33.000 spænskar dömur taka þátt í
könnun blaðsins sem er álitin mikilvæg fýrirmynd
um góða tísku og framkomu.
í öðrum lið könnunarinar, þar sem spurt var um
„mikilvægustu persónu í heimi", var Díana aðeins
sjónarmun á eftir Bill Clinton en skaut páfanum
og Magic Johnson ref fýrir rass.
Díana fór í mörg ferðalög á árinu sem mjög voru
í sviðsljósinu og á Spáni, eins og víða annars stað-
ar, var vel fýlgst með atburðum innan bresku kon-
ungsfjölskyldunnar.
Díana prinsessa af Wales hefur vissulega
veriö mikiö i sviösljósinu undanfarið ár enda
hreppti hún sæti ofarlega á alls kyns vin-
sældalistum tímarita fyrir áriö 1992.