Tíminn - 15.01.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NÝTT OG
FERSKT
DAGLEGA ígg
reiSholtsbakarí
VÖLVUFELU 13-SfMI 73655
rW
HOGG-
DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
GS varahlut
LU
Hamarsböíða 1 - s. 67-67
m
Iíniinn
FÖSTUDAGUR15. JANÚAR1993
Fulltrúa minnihlutans í umferðarnefnd borgarinnar meinað að leggja fram
g bókun í umferðarnefnd:
Astæóa til ai efast
um áhuga formannsins
„Ég verö að álykta sem svo aö
meirihluti umferðarnefndar
álíti borgarritara valdameiri en
borgarráð og borgarstjóra og
því spyr ég hver stjórnar borg-
inni,“ segir Margrét Sæ-
mundsdóttir, eini fulltrúi
minnihlutans í umferðamefnd
borgarinnar. Haraldur Blön-
dal, formaður nefndarinnar,
neitaði henni um rétt sinn til
að leggja fram bókun á fundi
nefndarinnar í desember s.l.
Nú hefur borgarráð og borgar-
stjóri ályktað að málið skuli
tekið upp að nýju en formað-
urinn vísar því til borgarritara
og frestar afgreiðslu þess.
„Ég tel að umferðarnefnd sé farin
að vinna gegn umferðaröryggi
með þessum starfsháttum þegar
fundir snúast ekki um annað en að
reyna að klekkja á minnihlutan-
um. Það er aðalatriðið en umferð-
armál eru aukaatriði," segir
Margrét.
í samþykkt borgarráðs sem er
undirrituð af borgarstjóra segir:
„Við leggjum til að fundarefnið
svartblettir verði tekið aftur á dag-
skrá á næsta fundi nefndarinnar.
Fulltrúi Kvennalistans fékk ekki
að leggja fram bókun varðandi af-
stöðu sína á fundi nefndarinnar
17. desember þrátt fyrir ákvæði
41. greinar sveitastjórnarlaga.“
Á fundi nefndarinnar í gær lögðu
fulltrúar meirihlutans, með for-
manninn í broddi fylkingar, til að
málinu yrði frestað. Þeir lögðu
fram tillögu þess efnis að leita eft-
ir umsögn borgarritara um það
hvenær fulltrúar í nefndum og
ráðum hafi heimild til að leggja
fram bókun á fundum og hvernig
efni þeirra eigi að vera.
Margrét telur að með þessu séu
fulltrúar meirihlutans að ganga
fram hjá borgarstjóra og borgar-
ráði. Hún lagði til að þetta erindi
yrði ekki bara sent borgarritara
heldur einnig leitað eftir úrskurði
félagsmálaráðherra sem úrskurðar
í deilum sveitastjómamanna.
„Þeir töldu það ekki vera rétta
meðferð málsins þar sem fyrst
þyrfti að fá úrskurð borgarritara
og síðan gæti ég sent málið til fé-
lagsmálaráðherra,“ segir Margrét.
„Eg tel að þetta sé farsi í umferðar-
nefnd. Ég taldi engan tilgang með
því að vera að bóka meira á þess-
um stað og ætla með málið beint í
félagsmálaráðherra," bætir Margr-
ét við.
Hún bendir á að fundarefnið sem
henni hefur verið neitað um að
bóka, ætti ekki að gefa tilefni til
þessara viðbragða formanns. „Það
átti eftir að laga tvær umferðaröld-
ur sem voru á framkvæmdaráætl-
un síðasta árs. Ég vildi bara benda
á að ekki hefði verið farið eftir
samþykktum tillögum," segir
Margrét. —HÞ
Tveir um
tvö presta-
köll
Umsóknarfrestur um työ laus
prestaköll sem biskup íslands
auglýsti í desember sl. rann út
6. þessa mánaðar.
Um Hólmavíkurprestakall í
Húnavatnsprófastsdæmi sótti
séra Sigríður Óladóttir, sem
kölluð var til þjónustu á
Hólmavík í maí á síðasta ári.
Um Þingeyrarprestakall í ísa-
fjarðarprófastsdæmi sótti séra
Ólafur Jens Sigurðsson, fanga-
prestur í Reykjavík.
Markús Öm Antonsson borgarstjóri skýrir út leyndardóma nýja leikfimihússins fyrir nemend-
um Selásskóla. Tímamynd Áml Bjama
Iþróttahús við Selásskóla
Nýtt íþróttahús við Selásskóla var
tekið í notkun í gær og er húsið
fimmti áfangi skólans. Selásskóli
er grunnskóli fyrir 6-12 ára börn
og hefur húsið verið byggt í áföng-
um. Fyrsti áfangi var tekinn í
notkun í september 1986, annar í
sept. 1988, sá þriðji í sept. 1991.
Fjórði áfangi er enn í byggingu en
áætlað er að lokið verði við hann
fyrír 1. september á þessu ári.
Nemendur Selásskóla eru nú 365.
Skólastjóri er Kristín H. Tryggva-
dóttir og aðstoðarskólastjóri er
Anna G. Jósefsdóttir.
Arkitekt hússins er Guðmundur
Þór Pálsson. Teiknistofan við Óð-
instorg gerði burðarþolshönnun,
verkfræðistofan Kvasir hannaði
lagnir, Tækniþjónustan sf., Sig-
urður H. Oddsson hannaði rafkerfi
og Landslagsarkitektar RV/ÞH
hönnuðu lóð.
—sá
...ERLENDAR FRÉTTIR...
WASHINGTON
Tilbúnir til meiri loftárása
Bandariskl varnarniálaráöhenann
Dick Cheney sagöi í gær aö ríkis-
stjórn Bush væri reiöubúin aö láta
sprengjum rigna aftur yfir Irak áöur
en hún fer frá völdum, ef nauösynlegt
er til aö fá Iraka til aö fara aö ályktun-
um S.þ.
I PARlS sagöi franskur hershöföingi
aö bandariskar og breskar flugvélar
heföu hæft 80% skotmarka en enn
væri ekki vitað hversu mörg þeirra
heföu veriö eyöilögö.
I BAGDAD sóru írakar þess dýran
eiö að svara loftárásunum en stjórn-
arerindrekar sögöu aö Saddam Hus-
sein, sem gerir sér vonir um aö eiga
ný og betri samskipti viö nýjan
Bandarikjaforseta, Bill Clinton, væri
ekki liklegur til aö auka á átökin.
Utan Mið-Austurtanda nutu loftárás-
imar viötæks stuönings, þ.á m. I
Rússlandi, en öflug andstaöa var lát-
in (Ijós, jafnvel á Vesturiöndum.
Almenningur i Arabaheiminum
sagöist vera reiöur og vondaufur yfir
þvl aö enn heföu Vesturiönd beitt
valdi gegn Irak en hafi hvorki tekist
að vemda múslima I Bosníu né beita
refsiaögeröum S.þ. gegn Israel.
I PARIS lagöi Boutros Boutros-
Ghali blessun sina yfir aögeröirnar og
sagði að yfirvöldum I Bagdad væri
sjálfum um aö kenna aö brjóta gegn
ályktunum S.þ.
1TEHERAN kallaöi forseti Irans, Ak-
bar Hashemi Rafsanjani, loftárásir
bandamanna .skammariega aögerö".
SAO PAULO, Brasiliu
Honecker áfram til Chile
Fyrrum leiötogi Austur-Þýskalands,
Erich Honecker sem er á leiö til Chile
eftir aö hafa veriö látinn laus úr fang-
elsi i Beríín vegna banvæns sjúk-
dóms, fór i gær frá Brasiliu eftir
skamma viödvöl til aö skipta um flug-
vél.
STRALSUND, Þýskalandi
48 drukkna meö pólskri
ferju
Pólskri ferju hvolfdi í ofsaveöri undan
Eystrasaltsströnd Þýskalands f gær.
Að líkindum dmkknuöu 48 af þeim 60
sem vom um borö, aö sögn lögreglu.
BELGRAD
Bosníu-Serbar kalla saman
þingfund
Leiötogar Bosniu-Serba hófust í gær
handa um aö kalla saman þingfund til
aö ræöa friöartillögur frá Genf undir
pressu sex daga frests sem EB hefur
gefiö þeim til aö styöja tillögumar.
LONDON
íbúar Sarajevo gíslar
Utanríkisráöherra Bosniu, Haris
Silajdzic, sagöi i gær aö ibúar
Sarajevo væm í gíslingu meöan reynt
væri aö ná pólitiskri lausn á ágrein-
ingnum I Bosníu og þjáningar þeirra
héldu áfram þrátt fyrir friðarviöræö-
urnar i Genf.
KIEV
Kviknar aftur í í Tsérnóbýl
1 annaö skipti á tveim dögum varö
eldur laus I Tsérnóbýl- kjarnorkuver-
inu I gær, en þar varö einmitt versta
kjarnorkuslys I heiminum fyrir sex ár-
um, en enn sögöu embættismenn aö
engin geislavirk efni heföu lekiö út.
LÚANDA
Bardagar enn
Stjórnarherinn og uppreisnarmenn
UNITA böröust í aöalbækistöövum
skæruliöanna I Huambo I gær og ut-
anrikisráöherra landsins sagöi aö
friöarviöræöur til aö hindra nýtt borg-
arastriö, fæm fram eins fljótt og
mögulegt er.
ANKARA
Tyrkir skjóta á Kúrda
Tyrkneskar flugvélar létu sprengjum
rigna á fjallabúðir hins bannaöa
verkamannaflokks Kúrdistans (PKK) í
austurhluta Tyrklands í gær. A.m.k.
35 PKK skæmliöar féllu aö sögn hálf-
opinberrar fréttastofu I Anatóllu.
DENNI DÆMALAUSI
„Ég vil heldurhafa flugumar.“