Tíminn - 22.01.1993, Side 1

Tíminn - 22.01.1993, Side 1
Föstudagur 22. janúar 1993 14. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Forseti ASl harmar óbilgirni forsætisráðherra og sáttfýsiskort. Benedikt Davíðsson: Stráksskapur og útúr- snúningar í stað sátta „Með aðgerðum rfldsstjómarinnar nú í nóvember og afgreiðslu fjárlaga í desember, fínnst okkur í verkalýðshreyfingunni vemlega bmgðið frá þeirri stefnu sem mörkuð var með samningunum 1990 og það þurfi að þrýsta á með það að ná afleiðingum þeirra aðgerða til baka. Fólk sættir sig ekkert við það að stjómarstefnan leiði beinlínis til atvinnuleysis og kjaraskerðing- ar. Sé það pólitflc að reyna að koma í veg fyrir slíka stjómarstefnu, þá skal ég viðurkenna að ég starfa pólitískt,“ segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. Tíminn ræddi við Benedikt í tilefni ummæla Davíðs Oddssonar um að starfshættir Benedikts sem forseta ASÍ væru litaðir flokkspólitískum hagsmunum - að hann starfaði „pólit- ískt“ eins og forsætisráðherra orðaði það „tæpitungulaust" í sjónvarpi í fyrrakvöld. „Ég er afar ósammála ummælum forsætisráðherra um erlendar lántök- ur, atvinnuieysi, skattamálin og margt fleira sem hann setti fram á — mér liggur við að segja — strákslegan hátt,“ segir Benedikt. Benedikt telur að Davíð hafi ekki tek- ið eins efnislega á málum og mátt hefði vænta af forsætisráðherra í þeim erfiðleikum sem þjóðin stendur frammi fyrir og beitt óábyrgum mál- flutningi. „Davíð Oddsson sagði m.a. að ég starfaði mjög pólitískt. Það er út af fyrir sig rétL Ég vil starfa fagpólit- ískt og ég tel þannig að það að mynda vitlega atvinnustefnu sé pólitík. Á slíka pólitík hefur skort hjá ríkis- stjóminni. Hana vantar vitlega efna- hags- og atvinnustefnu og það hef ég gagnrýnt. Að Davíð fullyrði að ég starfi pólitískt í merkingunni flokkspólit- ískt, er hins vegar rangt og ekkert annað en stráksskapur og útúrsnún- ingar og á þeim grundvelli hef ég eng- an áhuga á að ræða við forsætisráð- herra," segir Benedikt. „Ég átti satt að segja von á vitrænni efnislegri umræðu frá forsætisráð- herra í þeirri alvarlegu stöðu sem við erum í - þegar fólk er að sjá hæstu at- Félagsdómur úrskurðar í deilu fjármálaráðherra við Sjúkraliðafélag íslands: Sjúkraliðar skulu blæða Félagsdómur úrskurðaði í fyrra- kvöld að vinnustöðvun sjúkraliða, dagana 1.-3. desember, hafi verið ólögleg og brotið í bága við ákvæði laga um verkföll opinberra starfs- manna. Úrskurðurinn kemur til móts við kröfur fjármálaráðherra. Málskostn- aður var látinn niður falla en máls- aðilar skulu hvor um sig bera eigin kostnað af málinu. Sjúkraliðafélag íslands hafði áður krafist þess að Síldarút- vegsnefnd Gunnar Jóakimsson, 40 ára viðskiptafræðingur, hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Sfldarútvegsnefndar frá 1. febrúar n.k.. Hann tekur við af Einari Benediktssyni sem ráð- inn hefur verið forstjóri Olíu- verslunar íslands. Gunnar hefur starfað hjá Sfldarútvegsnefnd undanfarin 12 ár, en Einar hefur verið framkvæmdastjóri nefndar- innar frá 1. júlí 1976. málinu yrði vísað frá en Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu. í dóminum felst að launagreiðend- ur sjúkraliða geta krafist endur- greiðslu tveggja daga iauna fyrir hvern einn dag sem sjúkraliðar voru fjarverandi frá vinnu. Launadeild fjármálaráðuneytisins hyggst ekki beita þeirri heimild en krefst endur- greiðslu fyrir jafn margra daga og sjúkraliðar voru fjarverandi. —sá Ný láns- kjara- vísitala Seðlabanki fslands hefur reiknað út lánskjaravísitölu sem gildir fyrir febrúarmánuð 1993, lánskjaravísi- tölu 3263. Hækkun lánskjaravísitölu frá mán- uðinum á undan varð 0,52%. Um- reiknuð til árshækkunar hefur breytingin orðið sem hér segir: Síðasta mánuð..............6,5% Síðustu 3 mánuði ..........3,3% Síðustu 6 mánuði ..........1,8% Síðustu 12 mánuði .........2,0% Benedikt Davíösson, forseti ASÍ. vinnuleysistölur sem hér hafa sést - þegar fólk, sem á annað borð hefur vinnu, er að opna Iaunaumslögin sín með minni verðmætum í en áður vegna þess að skattar hafa hækkað og skattleysismörk lækkað. Það er ábyrgðarleysi af forsætisráðherra að koma fram með þessum hætti.“ Þar sem flest verkalýðsfélög eru búin að segja upp samningum og átök á vinnumarkaði eru síður en svo óhugs- andi þá kveðst Benedikt hafa vænst einhvers skilnings á stöðunni hjá for- sætisráðherra og sáttatóns. „Ég fæ ekki séð að sáttalíkur hafi batnað við ummæli hans. Ég held því að það sem rætt hefur verið á fundum hreyfingar- innar um allt land að undanförnu um viðbrögð við stjórnarstefnunni, standi enn óhaggað," segir Benedikt. „Það væri slæmt ef við þyrftum að fara verstu leiðina til að verja kjörin, þá leið sem horfið var frá 1990. Það er illt að vera í sífelldri baráttu við stjómvöld sem eyðileggja þá samn- inga sem við náum hverju sinni, eins og reyndin var á árum og áratugum áður þegar stjórnvöld breyttu verð- lagsforsendum eftir að kjarasamning- ar höfðu verið gerðir. Ég óttast að ver- ið sé á ný að skapa slíkt ástand og það er okkur mjög á móti skapi því að við töldum okkur vera að leggja nýjan grunn að samskiptum aðila vinnu- markaðarins og ríkisvalds árið 1990 og þaðan í frá yrði samið um efna- hagspólitíkina á vitlegum grunni," segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. —sá Sjá einnig bls. 2. Bóndadagur Þorrinn byrjar meö bóndadegi sem er í dag. Þaö var létt yfir Jó- hannesi Stefánssyni veitingamanni í Múlakaffi sem hefur selt þorramat í 30 ár og byrjaði aö undirbúa þorramatinn þegar í september. Hann segir að sífellt fleiri blóti þorra og merkir það m.a. af stööugt vaxandi eftirspurn. Jóhannes býöur upp á bæði hlaöborð, hjónabakka svo og trog sem er vinsælt af fyrirtækjum og stofnunum. Hann segir aö súrmetiö sé vinsælast en allir eigi að geta fundið eitthvaö við sitt hæfi. Það er Jóhannes sem gægist ofan í trogin. Timatnynd Ámi Bjama

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.