Tíminn - 28.01.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 28. janúar 1993 Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, vill gerast seðlabanka- stjóri, en þó ekki alveg strax: Leitað að banka- stjóra í Seðlabanka til bráðabirgða Nú þegar eru byrjaðar vangaveltur um arftaka Jóhannesar Nordals í embætti seðlabankastjóra. Flestir búast við að Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, taki við af Jóhannesi. Hugsanlegt er þó talið að ein- hver setjist í stól Jóhannesar til bráðabirgða meðan Jón líkur þeim verkefnum sem hann hefur hug á að ljúka í stjórnmálum. Langt er síðan byrjað var að ræða um Jón Sigurðsson sem eftirmann Jó- hannesar. Jóhannes hafði hug á að hætta á síðasta ári, en þá óskuðu for- ystumenn ríkisstjómarinnar eftir að hann frestaði því að hætta. Ástæðan mun fyrst og fremst hafa verið sú að Jón Sigurðsson var ekki tilbúinn til að hætta þátttöku í stjómmálum og vildi því að Jóhannes héldi eitthvað áfram enn. Samkvæmt heimildum Tímans mun Jón enn hafa áhuga á að ljúka verkefn- um í pólitík áður en hann hverfur af vettvangi stjómmála til starfa í Seðla- bankanum. Forystumenn AJþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks hafa því skoðað leiðir til að finna mann í emb- ætti seðlabankastjóra sem gegndi embættinu í eitt til tvö ár. Samkvæmt heimildum Tímans hefur sú hug- mynd verið sett fram að Björgvin Vil- mundarson, bankastjóri Landsbank- ans, taki við af Jóhannesi og gegni embættinu þangað til Jón Sigurðsson er tilbúinn til að taka starfið að sér. Heimildir herma að Björgvini Vil- mundarsyni hafi verið boðinn banka- stjórastóll í Seðlabanka og að hann hafi neitað boðinu. Sá möguleiki er að sjálfsögðu ofarlega á blaði að Jón Sig- urðsson taki við af Jóhannesi um mitt árið. Það mun hins vegar kalla á margvíslegar breytingar í pólitíkinni. Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, yrði þá þingmaður og nýr maður kæmi inn í ríkisstjóm- ina. Óvíst er hvenær staða seðla- bankastjóra verður auglýst laus til umsóknar. Fyrir Alþingi liggur frum- varp um breytingar á lögum um Seðlabanka íslands. Hugsanlegt er talið að reynt verði að koma frum- varpinu í gegn um þingið áður en eft- irmaður Jóhannesar verður ráðinn, en í ffumvarpinu er gert ráð fyrir breytingum á því hvemig staðið skuli að ráðningu bankastjóra. -EÓ Kristján Guðmundsson, nemandl og fulltrúi nemendafélaga Stýri- manna- og Vélskóla fslands, afhendir Hilmari Snorrasyni, skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna, fyrsta eintakið í myndaflokknum Átak gegn slysum til sjós. Afhendingin fór fram í Sæbjörgu í gær en verkefnið var unnið í samvinnu við Skyggnu Myndverk hf sem sá um tæknilega fram- kvæmd þess Timamynd Áml Bjama Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands, segir sérkennilegt að menntamálaráðuneytið, sem hafi skorið mikið niður Ijármagn til menntamála, skuli nú leggja til aukin útgjöld til menntamála: Vill að grunnskólarnir verði áfram hjá ríkinu „Það sem ekki síst vekur athygli þegar maður skoðar tillögurnar er hve þær eru að mörgu leyti mót- sagnakenndar. Þær fela í sér mjög mikinn kostnaðarauka vegna skóla- starfsins. Það er sérkennilegt að Elna K. Jónsdóttir, varaformaður HÍK, er ánægð með skýrslu nefndar um mótun menntastefnu sem leggur til róttækar breytingar á framhaldsskólunum: Anægð með skýrsluna Elna K. Jónsdóttir, varaformaður HÍK, telur skýrslu nefndar um mótun menntastefnu vera ótvírætt skref fram á við. Hún telur að flestar tillögur nefndarínnar séu mjög góðar. Hún segir að HÍK hafl lengi bent á að nauðsynlegt sé að gera breytingar á framhaldsskóla- kerflnu og í skýrslunni sé mjög víða tekið mið af hugmyndum fé- lagsins. Elna sagði að flestar þær hugmynd- ir sem eru settar fram í skýrslunni hefðu verið ræddar áður á ýmsum vettvangi. Sumt hafi HÍK rætt, m.a. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIB ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar J á ráðstefnu sem haldin var fyrir tveimur árum og hét Skóli í klípu. Hún sagðist telja jákvætt að nefndin skuli leitast við að byggja á þeirri vinnu sem unnin hefur verið varð- andi breytingar á starfsemi fram- haldsskóla. Greinilegt sé að nefndin hafi lagt sig fram um að viða að sér gögnum úr mörgum áttum. „Þessar leiðir sem lagt er til að farnar verði hvað varðar framhalds- skólann, finnst mér góðar. Að hluta til eru þessi úrræði þegar fyrir hendi. Það er t.d. fornám fýrir hendi í skólanum, en ég tel bara jákvætt að það sé skilgreint nánar. Ég tel að það svokallaða gagnfræðanám sem rætt er um í skýrslunni sé raunhæft aft- urhvarf til fjórða bekkjar gagn- fræðaskóla sem var þegar fólk af minni kynslóð fór gegnum skóla- kerfið," sagði Elna. Elna tók fram að hún hefði vissar efasemdir um að hægt verði að af- marka fornámið við mjög fáa staði á landinu eins og lagt er til í skýrsl- unni. Krafan um að stunda nám í samræmi við búsetu sé afar sterk. Samkvæmt tillögum nefndarinnar er þeim nemendum sem ekki ná einkunninni 5 á grunnskólaprófl, gert að fara í fornám. Þeir sem fá 5 verður gefinn kostur á eins árs al- mennu námi, gagnfræðanámi og nemendur sem fá meira en 6 geta hafið nám í námsbrautum fram- haldsskólans. Elna sagðist vera ánægð með þessa tillögu. „Það má segja að verið sé að veita nemendum betri þjónustu með því að beina þeim inn á náms- leiðir sem eru sniðnar fyrir þá und- irstöðu sem viðkomandi nemendur hafa. í skýrslunni er vísað í gögn sem styðja þetta.“ Elna tók fram að hún styðji að allir nemendur eigi áfram völ á námi við hæfi. Það sé hins vegar ekki nægi- legt að opna framhaldsskólann upp á gátt. Hún sagði að HÍK hafi ítrekað bent á að framhaldsskólinn hefði ekki verið aðlagaður þeim nemend- um sem inn í hann koma þegar ákvörðun var tekin um að opna hann öllum sem í hann vilja fara. Elna sagði að þó að tillögur nefnd- arinnar væru mjög góðar þá eigi eft- ir að koma þeim í framkvæmd og það kosti peninga. Hún sagðist reyndar ekki telja að rekstur fram- haldsskólans verði mikið dýrari með þessu breytta sniði. Það kosti t.d. ekki meira að skilgreina námið bet- ur og þjóna nemendum betur vegna þess að það dragi úr brottfalli nem- enda frá námi. Ef hins vegar eigi í al- vöru að efla verknám þá kosti það umtalsverða fjármuni. Elna sagði sjálfsagt að skoða hug- mynd nefndarinnar um að taka upp samræmd próf í vissum greinum í framhaldsskóla. Hugmyndin sé að vísu ekki fullrædd í nefndinni og reyndar sé hún umdeild meðal framhaldsskólakennara. Elna sagði að með því að stýra nemendum bet- ur inn á námsbrautir, ætti að draga úr þörfmni um samræmd lokapróf. Elna tók fram að eftir eigi að fara fram umræða um skýrsluna innan HÍK og hugsanlegt sé að þá komi fram fleiri viðhorf en sín. Félagið muni gefa formlega umsögn um skýrsluna til nefndarinnar. -EÓ þetta skuli koma fram eftir heils- ársvinnu hjá sama stjómvaldi og er búið að ganga sem fastast fram í að skera niður,“ sagði Svanhildur Kaa- ber, formaður KÍ, um tillögur nefndar um mótun menntastefnu. „f tillögunum er mikið fjallað um samræmingu af öllu mögulegu tagi, samræmt námsmat og samræmd próf. Tillögurnar gera jafnframt ráð fyrir að ríkið vísi frá sér verkefnum. Grunnskólanum er vísað yfir á sveit- arfélögin. Iðnmenntunninni er vís- að yfir á atvinnulífið. Það stendur beinlínis í tillögunum að atvinnulíf- ið eigi að ákveða inntak iðnmennt- unar í framhaldsskóla." Svanhildur sagði að ýmislegt í til- lögunum sé bara sjálfsagðir hlutir eins og að námskrá þurfi að vera í sí- felldri endurskoðun og framkvæma þurfi stöðugt innra mat skóla. Þess- ir hlutir séu fyrir hendi í dag. „Það er einnig sérkennilegt að sjá þarna koma fram í formi tillögu að skóladagur verði Iengdur og sam- felldur. Það þarf ekkert að leggja þetta til. Þetta er í lögum og er búið að vera þar lengi. Þessu ákvæði hef- ur hins vegar ekki verið komið í framkvæmd þrátt fyrir að búið hafí verið að setja upp framkvæmdaáætl- un um þetta. Núverandi stjórnvöld kusu að standa ekki við þessa fram- kvæmdaáætlun," sagði Svanhildur. Svanhildur sagðist telja mjög var- hugavert að flytja kostnað af rekstri grunnskólans yfir á sveitarfélögin eins og nefndin geri tillögu um. Hún sagði ekki sjáanlegt í nefndar- álitinu að nefndin setji það sem for- sendu fyrir tillögunni, eins og nefnd félagsmálaráðherra um sameiningu sveitarfélaga gerir, að sveitarfélög verði almennt sameinuð. „Við sjáum í þessu mikla hættu á að verið sé að víkja frá markmiðum um jafnrétti til náms, þ.e. sama grunnnáms fyrir alla,“ sagði Svanhildur. -EÓ Nefnd skipuð til að endurskoða nugild- andi bókhaldslög frá 1968: 25 ára gömul og úrelt bókhaldslög endurskoðuö „Samnlngurinn um evrópskt efnahagssvæði gerir ráð fyrir því að gerðar verói breytingar á ákvæðum fslenskra laga um bók- hald,“ seglr m.a. f tilkynningu frá fjármálaráðuneyti um skipan nefndar til endurskoðunar á lög- um um bókhald. Bent er á að nú- gildandi lög séu orðin aldarfjórð- ungsgömul og því að ýmsu leyti orðin úrelt. Þá hafi td. ekki tiðk- ast að bókhald væri fært með tölv- um og þar af leiðandi séu engin ákvæði, scm lúta að tölvubók- haldi, að finna í gildandi lögum. Svipað eigi við um svokölluð pappírslaus viðslriptí. Haldið hafi verið fram að reglur bókhaldslaga séu farnar að standa eðlilegri þró- un í vlðskiptum fyrir þrifum. Nefndinni er einnig ætlað að taka tíl sérstakrar skoðunar refsi- ákvæði laga, sem að mörgu leyti hafi veríð talin ófulinægjandi hvað bókhaidsbrot snertír. í nefndina voru stdpaðin Guð- mundur Guðbjamason, settur skattrannsóknarstjóri, Alexander G. Eðvardsson og Sigurður H. Pálsson sem báðir eru lögg.end- urskoðendur og lögfræðingamir Bragi Gunnarsson, Jón ögmund- ur Þormóðsson og Lárus Ög- mundsson. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.