Tíminn - 28.01.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.01.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. janúar 1993 Tíminn 9 Raddir Whispers in the Dark ★* 1/2 Framleiðendur: Michael S. Bregman og Martin Bregman. Handrit og leikstjóm: Christopher Crowe. Aðalhlutverk: Annabella Sciorra, Jamey Sheridan, Anthony LaPaglia, Alan Alda, Jill Clayburgh, John Leguizamo og De- borah Unger. Háskólabió. Bönnuð innan 16 ára. í auglýsingum um þessa mynd má lesa að áhorfendur finni hitann úr Ógnareðli, spennuna úr Meðleigj- andi óskast og óttann úr Hættuleg kynni. Það er nokkuð til í því. í Röddum í myrkri er einmitt bland- að saman nokkrum þekktum form- úlum og lítið er af frumleika. Hins vegar er það ódauðlegt efni í kvik- myndum, sem heldur henni vel gangandi, því Raddir í myrkri er fyrst og fremst morðgáta. Allir, nema ein persóna, geta verið morð- inginn, og auðvitað leysist gátan ekki fyrr en í enda myndarinnar. Annabella Sciorra leikur geðlækni, sem hefur sjálf átt við vandamál að stríða. Hún kynnist flugmanninum Sheridan, sem henni líst mjög vel á, en kemst að því að hann hefur átt samskipti við einn sjúkling hennar, sem er gullfalleg kona. Sjúklingur- inn kemst að sambandi þeirra, hót- ar þeim öllu illu, en Sciorra kemur stuttu síðar að henni látinni. Hún er komin í heilmikil vandræði, því konan látna hafði stolið frá henni skjölum um aðra sjúklinga og getur það eyðilagt starfsferil hennar, ef upp kemst. Lögreglumaðurinn LaP- aglia er hæfur í sínu starfi og er fljótur að komast að kjama málsins. í myrkri Einn af hinum gmnuðu hjá honum er myndlistarmaður, sem er fyrrver- andi kynferðisglæpamaður og er þar að auki einn af sjúklingum Sci- orra, sem gerir hlutina ekki auð- veldari fyrir hana. Christopher Crowe, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, virðist hafa í nógu að snúast þessa dagana, því ásamt Michael Mann skrifaði hann handritið að Síðasta Móhíkananum, sem hefur verið sýnd í Regnboganum um nokkurt skeið. Hann hefur gert hér ágætt verk, sem skilar áhorfandanum ekkert alvarlega þenkjandi út úr bíóinu, en stenst vel flestar kröfur um sæmilega skemmtun. Kvik- myndatakan er góð og að viðbættri tónlist við hæfi em spennuatriðin ágætlega útfærð. Annabella Sciorra kemst ágætlega frá sínu hlutverki, enda er persóna hennar svipuð þeirri, sem hún lék í Höndin sem vöggunni ruggar. Alan Alda, sem þekktur varð fyrir leik sinn f sjón- varpsþáttunum Spítalalíf, er gletti- lega góður í aukahlutverki sem geð- læknir, sem Sciorra leitar aðstoðar hjá. Deborah Unger er mjög góð sem sjúklingurinn sem er myrtur, og í raun hálfleiðinlegt að hún skuli deyja svona snemma í myndinni. Raddir í myrkri kemur manni skemmtilega á óvart sem prýðisaf- þreying. Efnið er að vísu keimlíkt mörgu, sem maður hefur séð í bíó upp á síðkastið, en myndin er spennandi og ágætlega leikin. Orn Markússon FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Halldór Jón Jónas Karen Eria Almennir stjórnmálafundir á Austurlandi Þingmenn og varaþingmenn Framsóknarflokksins á Austurlandi boða til almennra stjómmálafunda I kjördæminu sem hérsegirá tlmabilinu frá 31. janúartil 11.febni- ar. Reyóarfirói: I Verklýðshúsinu sunnudaginn 31. jan. kl. 16.00. Eskifirði: I Slysavarnafélagshúsinu 31. jan. kl. 20.30. Neskaupstað: I Egilsbúð mánud. 1. febr. kl. 20.30. Stöðvarflrði: Félagsheimilið þriöjud. 2. febrúar kl. 20.30. Breiðdalsvík: Hótel Bláfell miðvikud. 3. febrúar kl. 20.30. Höfn: Framsóknarhúsið fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.30. Bakkafiröi: Miðvikudag 10. febrúar kl. 20.30. Vopnafiröi: Fimmtudag 11. febmarkl. 20.30. Fundarefni: Atvinnumál — stjómmálaviðhorfið — staða EES- samningsins. Allir em velkomnir á fundina. Nánar auglýst á viökomandi stöðum. Athugið breytt- an fundartima á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Fundarboðendur Félagsvist á Hvolsvelli Spilum sunnudaginn 31. janúar og sunnudaginn 14. febrúar kl. 21.00. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Framsóknarvist — Reykjavík Framsóknarvist verður spiluð n.k. sunnudag 31. jan. I Hótel Lind, Rauðarárstig 18, og hefst kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun, karla og kvenna. Finnur Ingólfsson alþingismaður flytur stutt ávarp I kafRhléi. Framsóknarfélag Reykjavikur Finnur Ingibjörg Vesturland Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður og Sigurður Þórólfsson varaþingmað- ur verða með fundi um stjómmálaviö- horfið og málefni héraðsins á eftirtöld- um stöðum: Mánudagur 1. febr. n.k.: I Logalandi kl. 14.00 og I Lyngbrekku kl. 21.00. Miðvikudagur 3. febr. n.k.: I Félags- heimilinu Suðurdölum kl. 14.00 og I Breiðabliki kl. 21.00. Fimmtudagur 4. febr. n.k.: I Röst, Hellissandi, kl. 21.00. Sigurður Enginn skiptir sér nú af framtíöaráformum blökku feguröardísarinnar og hvíta veitingahússeigandans. Hvítu forsætisráðherra- hjónin vildu hana ekki sem tengdadóttur Erica Adams, blökk fegurðar- dís og fyrrum fegurðardrottn- ing í Suður-Afríku, komst í heimsfréttimar þegar trúlofun hennar og sonar forsætisráð- herra landsins, Willem de Klerk, var opinberuð. Þau höfðu verið saman í rúm tvö ár áður en sambandið var gert opinbert. Foreldrar Willems brugðust þannig við að þau kölluðu Er- icu inn á teppið í embættisbú- stað forsætisráðherra í febrúar fyrir ári — Willem var þá ekki í landinu — og sögðu henni skýrt og skorinort að ekkert gæti orðið úr hjónabandinu vegna litarháttar hennar. Hún yrði þó sjálf að taka af skarið, þar sem Willem treysti sér ekki til þess. Erica hitti frúna ekki oftar, en forsætisráðherrann kallaði hana aftur á sinn fund og ít- rekaði afstöðu þeirra hjóna. Að lokum gafst Erica upp, enda segir hún að óbærilegt hefði verið að lifa við allan gauraganginn í kringum trú- lofunina og óvild fjölskyldu Willems. En nú hefur á ný heldur bet- ur birt til í lífi Ericu. Hún hef- ur kynnst veitingahússeigand- anum Nino Zanasi og sam- rýndri fjölskyldu hans, sem hefur tekið Ericu opnum örm- um. Hann er 52 ára, en hún 26, og hefur búið í Suður-Afr- íku í 28 ár. Raunum Ericu virðist lokið og hún segist vera ákaflega ánægð með lífið og tilveruna þessa dagana, enda sé Nino þroskaður maður, rólyndur og traustur. Og ekki sé það verra að þau eiga mörg sameiginleg áhugamál, ekki síst ást á leik- húsi og kvikmyndum. m Erica Adams og Willem de Klerk voru trúlofuö, enEW.de Klerk og Marika kona hans böröust af alefli gegn því aö úr því yröi hjóna- band. Nino Zanasi setur ekki fyrir sig aö Erica er af öörum kynþætti, og hún setur ekki fyrir sig aö hann er 26 árum eldri en hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.