Tíminn - 28.01.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.01.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. janúar 1993 Tíminn 5 r Asta R. Jóhannesdóttir: Hvað á nú að greiða fyrir lyfin? Þaft hefur oft vafist fyrir fólki hvað eigi aft greiða fyrir lyf. Akveðnar regl- ur gilda um þátttöku almannatrygginga í Jyfiakostnafti. Þessum reglum hefur verið breytt nokkrum sinnum og nú hefur þeim enn verið breytt Þann 1. ágúst sl. var horfift frá fastagjaldi og teknar upp hlutfallsgreiðsl- ur fyrir þau lyf, sem Tryggingastofnun greiðir að hluta. Nú verfta hlut- fallsgreiðslur íyrir þessi lyf umfram ákveðift fastagjald upp að ákveðnu hámarid og gengu þær reglur í gildi þann 18. janúar sl. Ég ætla aft reyna að útskýra hér á efiir hvað þarf að greiða fyrir hin ýmsu lyf. Frílyf og lyf sem greiða þarf að fullu Lyf skiptast í grófum dráttum í íjóra flokka eftir greiðsluskiptingu milli sjúklinga og TVyggingastofn- unar. Fyrst er að nefna lyf sem almanna- tryggingamar greiða að fúllu, svo- kölluð frílyf. Það eru Iyf sem sjúk- lingi er lífsnauðsynlegt að nota að staðaldri. Þetta eru td. sykursýkis-, krabbameins-, flogaveiki-, Parkin- sonsveiki- og glákulyf. Ekki verða breytingar hvað varðar þennan flokk. Þessi lyf eru merkt með stjömu eða tölunni 100 í lyfja- skrám. í öðmm flokknum eru lyf sem sjúklingar verða að greiða að fullu, þ.e. sjúkratryggingamar taka ekki þátt í að greiða þau. Þetta eru svefn- lyf, róandi lyf, hægðalyf, vítamín og sýklalyf, svo eitthvað sé nefnt Þessi lyf eru 0 merkt í lyfiaskrám og lyfja- handbókum. Sú breyting verður, hvað varðar þennan flokk, að í hann bætast nokkur lyf sem TVygginga- stofnun greiddi áður að hluta; þetta eru td. væg verkjalyf og lyf til lækk- unar á blóðfitu. Það þýðir að not- andinn greiðir fullt verð fyrir þessi lyfnú. Lyf gegn hlutfalls- greiðslu f þriðja flokknum em lyf, sem sjúkratryggingamar greiddu áður að fullu gegn framvísun lyflaskír- teinis. Þessi lyf em merkt með B í lyfjaskrám. Breyting verður á greiðsluþátttöku sjúklinga á þess- um lyfjum. Þeir greiða nú fyrstu 500 krónumar af verði lyfsins og 12,5% af verðinu umfram 500 krón- umar, þó aldrei meira en 1.500 krónur, hvort sem þeir em með lyfjaskírteini eða ekki. Elli- og ör- orkulífeyrisþegar greiða fyrstu 150 krónumar af hverri lyfjaávísun og umfram 150 krónumar 5% af verði lyfsins, þó ekki meira en 400 krón- ur. Þetta em td. psoriasis-, skjald- kirtils-, astma- og ofhæmislyf, auk ákveðinna blóðþrýstings- og hjarta- lyfia. Með þessari breytingu verða lyfjakort að mestu leyti óþörf, sjá þó f---------------------------------~"\ undanþágumar. Fjórði og síðasti flokkurinn em önnur lyf, sem sjúkratryggingamar taka þátt í að greiða. Þetta em al- gengustu lyfin eða meira en helm- ingur allra lyfja, merkt E í lyfja- Nýjustu reglurnar um lyfjakostnað og undanþágur skrám. Fyrir þau greiða sjúklingar nú fyrstu 500 krónumar, af verði umfram þær greiða þeir 25% af verðinu, þó aldrei meira en 3000 krónur. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða 150 krónur og 10% af um- framkostnaði, þó ekki meira en 800 krónur. Þetta em td. meltingar- færalyf, öndunarfæralyf, húðlyf, hormónalyf, þvagfæra-, augn- og eymalyf, hjarta- og æðasjúkdóma- r Daníel Agústínusson: Að storka þjóðinni Hátekjufólkið heldur veislu Ríkisútvarpið skýrði frá því á fyrstu dögum ársins að mikill áramóta- fagnaður hefði verið haldinn á þaki hitaveitugeymanna á Eskihlíðarhæð- um, Perlunni. Þessi síðasta kvöldmáltíð ársins 1992 hefði verið 7-rétt- uð. Borðhaldið hefði tekið á 5. klst og milli þess að réttir voru fram bomir hefðu verið fjölbreyttar vínveitingar vift hæfi hvers manns. Þá var tekið fram að maturinn hefði kostað 25.000 kr. fyrir hjón. í Iokin hefði svo Davíð Oddsson forsætisráðherra flutt ræðu, sem hefði komið öllum mjög á óvart Ekki var þess getið frekar hvert hlutverk hans var í nefndum áramótafagnafti. Svo ekki hallaðist á með þeim Viðeyjarbræðmm, var ennfremur skýrt frá því að Jón Baldvin utan- ríkisráðherra hefði verið veislu- stjóri í öðmm slíkum gleðskap, sem fór fram í Borgarkringlunni. Þar hefði maturinn fyrir hjónin kostað 22.000 kr. Frétt sem vekur athygli Að sjálfsögðu vakti frétt þessi mikla athygli og umtal. Ekki fyrir það að fólk kæmi saman á fjöl- mennum skemmtistað eins og Perlunni til að fagna áramótum, heldur fyrir þann íburð, sem þar var greint frá og vart hefur kostað í heild undir 6-8 millj. þetta eina kvöld. Þegar ástandið í þjóðfélag- inu um s.l. áramót er hugleitt, sýnir fagnaður þessi hinar skörpu andstæður í þjóðfélaginu. Á sama tíma og þúsundir manna lifa við hungurmörk umhverfis hita- veitugeymana og geta ekki einu sinni greitt reikninga hitaveit- unnar og verða jafnvel að hírast í kulda, þá koma saman hundruð manna og kaupa sér máltíð fyrir 12.500 kr. Þeirra á meðal eru for- ustumenn þjóðarinnar. Fyrir hjónin er þetta aðeins lægri upp- hæð en hver fjölskyldufaðir fær mánaðarlega f atvinnuleysisbæt- ur, en það eru 30.000 kr. Það mætti halda að landsfeðumir hefðu ekki hugmynd um það ískyggilega ástand, sem nú ríkir í þjóðfélaginu, og fyndu á engan hátt fyrir æðarslögum þjóðlífsins. Hvað amar að? Um áramótin voru 7000 íslend- ingar skráðir atvinnulausir, sem nálgast 5% atvinnuleysi. Tálið er að auk þess séu um 2000 menn án atvinnu. Uppsagnir halda áfram að berast frá atvinnurekendum, svo hópurinn vex daglega sem vantar störf. Þetta er alvarlegasta meinsemd í íslensku þjóðfélagi í 60 ár og kallar fram fjölda ann- arra vandamála. Atvinnuleysið leiðir ómælda hörmung yfir þús- undir heimila í landinu og bitnar allra verst á ungu fólki, eins og dæmin sanna víða að. Áður en núverandi ríkisstjóm tók við þekktist ekki atvinnuleysi á íslandi, nema staðbundið í stuttan tíma. Allir flokkar hafa verið sammála um að slíkt böl mætti aldrei festa rætur á íslandi. Nú bregður svo við að ríkisstjórn- in er ánægð yfir því að það skuli vera minna en í nágrannalöndum okkar. Hún hefur gefist upp og þjóðin hefiir misst allt traust sitt á henni. Þó er verst að engin von- arglæta er framundan. Félags- málaráðherra talar um að koma á námskeiðum fyrir atvinnulaust fólk. Er það ekki að gefa steina fyrir brauð? Andlega niðurbrotið fólk nýtur sín ekki í námi. Nú duga engin húsbréf lengur. Neyðarráðstafanir í Reykjavík í Reykjavík bindast hjartahlýir borgarar samtökum og reyna að lina sárustu þjáningar fólks. Frí- kirkjan opnar eldhús í safnaðar- heimili sínu og býður hungmð- um Reykvíkingum upp á súpu í hádeginu. Aðrir söfnuðir í félagi við launþegasamtökin og at- vinnurekendur undirbúa þjón- ustumiðstöð í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Þar eiga að starfa sálfræðingar, félagsráðgjafar og prestar, auk annars þjónustuliðs sem m.a. annast veitingar. Þar á atvinnulaust og fátækt fólk að fá andlega og líkamlega næringu. Rætt er um fleiri slíkar miðstöðv- ar. Af öllu þessu sést hversu alvar- legum augum hugsandi fólk lítur á þjóðfélagsástandið og hversu breytingin er mikil frá því sem var 1991. Kostnaður við hvert at- hvarf er áætlaður kr. 200 þús. á mánuði. Það er sama upphæð og 8 hjón greiddu fyrir mat sinn í Perlunni á gamlárskvöld. f Reykjavík eru tugir útigangs- bama sem fáir hirða um. Stofnuð hafa verið samtökin Barnaheill til að koma bömum þessum í húsa- skjól og veita þeim hlýju og eðli- legt uppeldi. Hvað verður um velferðarríkið? í upphafi gaf ríkisstjómin út kjörorðið: Velferð á varanlegum gmnni. Það fólst í því að minnka umsvif velferðarinnar, en tryggja þau til frambúðar. En allt er í heiminum hverfult. Á síðasta ári var enn skorið niður í velferðar- kerfinu og sér ekki fyrir endann á því. Nú er aftur á móti lítið talað um þann varanlega gmnn sem átti að ríkja um langa framtíð. Auk þess að stórhækka skatta al- mennt — þvert á öll kosningalof- orð — hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar velt mörgum milljörð- um af gjöldum ríkissjóðs yfir á heimilin í landinu. Ekki eftir efn- um og ástæðum. Bamafjölskyld- ur, sjúklingar og námsmenn hafa orðið kærkomnasti tekjustofn ríkisins þegar harðnar í ári. Lífs- kjörin hafa versnað sem um mun- ar. Verkalýðsfélögin hafa því sagt upp samningum sínum og búast til varnar. Ríkisstjómin hefur rof- ið þjóðarsáttina. Allir samningar lausir 1. febr. og dýrtíðarpúkinn glottir á næsta leiti. Þannig er ástandið í þjóðfélaginu, þegar maturinn dýri er étinn í Perlunni hans Davíðs, sem Borgarsjóður Reykjavíkur greiðir nú með er- lendri lántöku. Það er samræmi í hlutunum. Þannig er þjóðinni storkað. Hvað sagði Davíð í Perlunni? Sú ræða hefur ekki verið rituð á blað, en vafalaust rist í hjörtu þeirra sem á hlýddu. Það var víst unaðslegt að fá ræðu Davíðs sem 8. réttinn. Ef að líkum lætur hafa gestir í veislunni góðu verið sæmilega launaðir. Varla haft lægri tekjur á mánuði en 150-600 þúsund eftir að skattar hafa verið dregnir frá, þ.e. nettótekjur. Dav- íð hefur vafalaust minnt þá á lof- orð Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum um lækkun skatta og alveg sérstaklega baráttu sína gegn hátekjuskatti, sem ýmsir stjórnarandstæðingar hafa verið að minnast á og talið eðlilegan, ekki síst eftir að aðrir tekjustofn- ar brugðust. Þá vilja þeir frekar hátekjuskatt en lækka persónuaf- sláttinn. Davíð hefur áreiðanlega glatt veislufélaga sína með því að þeir skyldu ekki óttast þennan 5% aukaskatt á þá, sem náð hafa 200 þús. kr. launum á mánuði. Af hálfu stjórnar sinnar væri þetta ekki alvömskattur og myndi ekki standa lengur en í 2 ár, ef hann kæmist þá nokkurntíma í fram- kvæmd. Hann væri settur í sam- ráði við nokkra sálfræðinga í Sjálfstæðisflokknum, sem hefðu talið nauðsynlegt að taka upp há- tekjuskatt til málamynda, svo fólkið með 60 þús. kr. mánaðar- launin tæki með gleði á sig um- talsverðar skattahækkanir í sam- bandi við lækkun persónufrá- dráttar í kr. 57 þúsund. Hér væri fundinn stór og vaxandi hópur í þjóðfélaginu, sem vegna stærðar sinnar væri mjög álitlegur tekju- stofn. Þetta héti sko ekki skatta- hækkun — það væri alveg víðs fjarri, það væri móðgun að láta bjóða sér slík ummæli — þetta héti lækkun persónufrádráttar og væri allt annað. Ríkisstjórnin lyf, tauga- og geðlyf. Undanþágur Fáar reglur eru án undantekninga og í lyfjareglugerðinni er TVygg- ingastofhun heimilt í alveg sérstök- um tilfellum að greiða að fullu lyf, öll lyf f sérstökum tilfellum, svo sem þegar um er að ræða verulega mikla lyfjanotkun að staðaldri. í þessum tilvikum eru útbúin tímabundin lyfjaskírteini. Einnig er heimilt að færa lyf milli greiðsluflokka gegn framvísun lyfja- skírteinis. Ef einhver þyrfti td. að nota lyf f fjórða flokknum (E merkt) að staðaldri, gæti hann með fram- vísun lyfjaskírteinis fengið að greiða það eins og um lyf í þriðja flokknum (B merkt) væri að ræða. Eða ef hann þyrfti að nota lyf í öðrum flokknum (0 merkt) að staðaldri, þ.e. lyf sem hann ætti að öðru jöfinu að greiða að fullu, gæti hann, gegn framvísun lyfjaskírteinis, fengið að greiða fyrir það hlutfallsgreiðslu eins og um E merkt lyf væri að ræða. Höfundur er deildarstjórl hjá Trygginga- stofnun rikJsíns. hefði verið og myndi ævinlega verða á móti hækkun skatta. Skattalagabreyting þessi félli því vel að stefnu ríkisstjórnarinnar, sem vildi skattalækkun. Henni mætti ná fram með ýmsum hætti. Minnkum ríkisumsvifín Þannig hljóðar eitt af slagorðum ríkisstjómarinnar. Skatta mætti lækka með því að afnema allar barnabætur. Foreldrar skulu sjálf sjá um börn sín. Burt með slík ríkisafskipti. í heilbrigðismálum hefur margt verið gert til spam- aðar og myndi svo haldið áfram á næstu árum. Fólk með sæmilegar tekjur á sjálft að greiða meðul sín og sjúkrahúsvist. Léki vafi á að það gæti staðið við slíkar greiðsl- ur, gæti það bara tryggt sig hjá Sjóvá og greitt þangað iðgjöld sín. Þetta er einfaldasta leiðin til að minnka ríkisumsvifin og lækka skattana, einkum af breiðu bökunum í þjóðfélaginu, sem gætu þá fyrst rétt duglega úr sér. Þegar slík þjóðfélagsgerð hefur komist á, mun það ekki teljast til tíðinda þótt góðborgararnir haldi 7 rétta máltíð í Perlunni og greiði fyrir hana langt til sömu upphæð og þúsundir manna verða að láta sér nægja til framfæris í mánuð. Slíkur veislufagnaður mun færast í aukana eftir því sem misskipting auðsins vex. Aðrir verða svo að láta sér nægja súpuna í þjónustu- stofnun kirkjunnar í umsjá presta og sálfræðinga. Þetta er ekki fög- ur framtíðarsýn. í dag blasir hún við öllum sem augu hafa. Hún er löggilt af ríkisstjórninni og nýtur verndar hennar. Höfundur er fyrrum bæjarstjóri á Akranesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.