Tíminn - 28.01.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtuudagur 28. janúar 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
fc. ■■■ii. i i i i———■
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoðamtstjóri: Oddur ÓÍafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Síml: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,-
Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Staldrið þið nú við,
stjórnarþingmenn
Afleiðingar breytinga á lögum um almannatrygg-
ingar, sem samþykktar voru á Alþingi þann 22. des-
ember síðastliðinn, eru nú að koma fram, og al-
mennu fólki bregður í brún þegar það kemst að
raun um þær hækkanir á þjónustu og skerðingu á
bótum, sem breytingarnar hafa í för með sér.
íslendingar hafa búið við góða heilbrigðisþjón-
ustu, og hún hefur verið undirstaðá velferðar í
þjóðfélaginu og öryggistilfinningar þegnanna.
Þjóðin hefur verið stolt af því að vita til þess að fólk
njóti öruggrar heilbrigðisþjónustu án þess að spurt
sé um stétt, stöðu eða efnahag viðkomandi.
Auðvitað hefur þessi þjónusta kostað mikla fjár-
muni, og ekki skal því haldið fram að með engu
móti megi leita leiða til sparnaðar. Hins vegar er
það uppgjöf og ódýr lausn að velta þessum vanda yf-
ir á notendur með því að hækka jafnt og þétt gjöld
fyrir veitta þjónustu. Kenningar frjálshyggjunnar
segja að þetta sé rakin leið. Með þessu móti „eigi
fólk val og kostnaðarvitundin aukist“. Þeir sem
greiði skatta „eigi ekkert val“, því eigi að leggja á
þjónustugjöld í stað skatta.
Þetta er álíka röksemdafærsla eins og aðrar kenn-
ingar í þessum herbúðum. Þeir sem höllum fæti
standa, gleymast, en þeir, sem hafa komið sér betur
fyrir í lífinu fyrir eigin dugnað eða annarra, sem er
eins algengt, eru ofan á.
Það eru margar skemmtilegar þversagnir í ís-
lensku samfélagi. Hins vegar eru einnig margar
óskemmtilegar þversagnir. Ein af þeim óskemmti-
legu er að Alþýðuflokkurinn skuli ganga á undan í
því að mola velferðarkerfið niður með flumbru-
gangi í aðgerðum í heilbrigðiskerfinu.
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, varpaði
fram þeirri spurningu í sjónvarpi nú í vikunni hvort
stjórnarliðar hefðu gert sér grein fyrir afleiðingum
lagabreytinga og reglugerðarbreytinga, sem nú eru
að dynja yfir. Það er von að spurt sé.
Það hefur vart verið meiningin að þrengja kosti
krabbameinssjúklinga, barna sem þurfa á læknisað-
gerð að halda, eða mæðra sem þurfa á móðurlífsað-
gerð að halda, svo raunveruleg dæmi séu nefnd sem
BSRB hefur látið taka saman.
Það er hreint ótrúlegt að þetta eða annað viðlíka
hafi verið meiningin, og það eru ámælisverð vinnu-
brögð, svo ekki sé meira sagt, að knýja svo alvarleg-
ar breytingar, sem snerta svo marga, gegnum Al-
þingi í miklum önnum nú rétt fyrir jólin. Afleiðing-
arnar eru nú að koma í ljós með fullum þunga, og
fólki er alveg nóg boðið.
Stjórnarþingmenn þurfa nú að grípa í taumana og
koma í veg fyrir frekari aðgerðir af þessu tagi og
leiðrétta augljóst ranglæti og misskiptingu, sem
þær breytingar hafa í för með sér sem gerðar hafa
verið hér að umtalsefni. Heilbrigðiskerfið er flókið
og viðkvæmt og þar á ekki að ganga um eins og fíll
í glervörubúð, svo notað sé gamalkunnugt orðatil-
tæki.
íslenski Qármálahuimurinn leikur
nú á mðislgálfi eftir aö Jóhannes
Nordal, stundum nefndur páfinn í
íslenskum peningamálunt, td-
kynnti að hann hygðist láta af
störfum sem Seðlabankastjóri um
mittár.
hanncsar úr bankanum hefur vald-
mál um nokkra hríð að
Jón Sigurösson, nm'er-
andi bankamála- og við-
skiptaráðherra, hcfur
rétta augnabllkið kaemi.
Þess vegna var td. lagt
hart að Jóhannesi»fyrra
að hann frestaói þv»'
a.m.k. um sinn að hætta
böh’anlegt ef einhver annar verður
tfl þess að .Jdára álmálið*‘, jafhvel
skömmu eflir að hann feri úr
ráðuneytinu. Af þessum sökum
sem þó allir eru sammáía um að
verði stigið; að Jón Sigurðsson fari
ýmislcgt sem mæli með því að Jón
fari strax, m.a. það að Guðmundur
að Jón Sigurðsson var
enn ekki tiibúinn að sctj-
ast í leðurstólinn innan
um listum skrýdda veggi
Seðlahankans. Jóhannes
mun hafa falilst á að sifja eitt ár
vini VÍImtmdarsyni, var boóinn
stóll Jóhannesar Nordal og var
þetta boð liður í hugmyndum krata
hreyfingunnL Vitaskuld er þetta
sem millileikur (yrir
Jón Sígurðsson en er krataleík-
sem Alþýðuflokkurinn hefur hæl-
um iyrir í iyfálstöðum
vin Vllmundarson getur
haett fljóöega sam-
kvæmt
sprett í Seðlabankan-
um. Fari Björgvin í
Seðlabankann losnar
staða í LandLsbankanum
og ljóst aö kratar
myndu vflja byggja
áhrif sín í þéim banka í
sem lengsian tíma og
vefla í þá stöðu tfitölu-
gæðingamaskinu hafa hjólin því
snúlst hratt, margir hafa veitt því
sambandi. Sá maöur, sem eftirail-
ar þessar tilfæringar ætti krotum
ingar og stórpóJitískar uppstokk-
anirværu í nánd. Færri vitaþóað
allt tnalddð vegna stöðu seðla-
bankastjórastöðunnar hefur ekki
línunní og vill komast inn á þing
og til meiri áhrifa. cins og um var
krata inn {samtök alþýðunnar, en
flokkurinn hefúr mcð rikesstjórn-
úr tengslum við verkalýð iandsins.
Aö fara eöa vera
Það cr ýmislegt sem mælir bæði
með og á mótl því frá sjónarhóli
Aiþýðuflokksins að Jón fari strax i
eru ráðhcrrar Alþýðuflokksins
ekki afveg tilbúnir til að láta Jón
Sig. fara þar sem slíkt feiddi til
umfangsmikiUar uppstokkunar á
ráðherrastólum alveg strax. Þann-
ig mim td. Jóni Sigurðssyni þykja
viljugur fjóröa sætið á framboðs-
Íistanum í Reykjanesi í síðustu
kosningum. Þá mælir sú einfaida
staðreynd meö því að Jón Sigrnðs-
son fari í Seðfabankann strax, að
viðskiptaráðherra er talinn afar
gætinn maður sem tekur helst
ekki áhættu. Augljóst er að hann
eóa fiokkur hans mun dkki eiga
vísa bjarta framtíð »' stjórnmáfum
og þvf öruggara að tryggja sér
embættið á meðan það er í hendi.
Alþýðutengslin efld
Það eru þessar vangaveltur og
ffeiri sem virðast hafa leitt til þess
að afýðuflokksmanninum og
banfcasljóra Landsbankajis Björg-
forsetí ASt Kratar í
hópi Garra segjast vona að .
tnundur muni skifja að það hafi
verið kratar sem feiðu honum
bankastjórastólinn og þar með
muni Alþýðuflokkurinn verufega
styrkja stöðu sína bjá alþýöuiuú,
miiál þótt hann sé ekfd iengur í
stópulagsviima þjá hagsmuna-
gæslumönnum krata virðist þó
iitlu ætía að skila að óbreyttu, þvf
Björgvin VTimundarsson mun hafa
neitað að taka stólinn í Seðlabank-
anum. Þar með fór mikil stdpu-
iagsvinna tíl ónýtis.
Vorkliður á Þorra
Þegar frostin herðir er það fleira
en hörundið á mannfólkinu sem
tekur að gerast stökkt og grátt, svo
myndast í það hrukkur sem minna
á frostrósamynstur og stundum
gerast að sprungum eins og komu í
veggi steinhúsa um allt land frosta-
veturinn 1918. Frostið lúskrar líka
á dauðum munum sem ætlað hefur
verið að eyða ferli sínum — sem
kallast „líftími" á nútímamálinu —
í heitara loftslagi.
Þannig hefur gamli bíllinn minn
mjög látið á sjá undanfama daga.
Hann hefur orðið að urra eins og
slitinn mótorinn hefur framast þol-
að við að losa sig úr festum í snjó-
dyngjum hér og hvar og saltmettuð
vatnsmóða hefur átt greiðan að-
gang um rifur og glufur við lasnar
lamir. Á morgnunum er hitastigið í
honum einhversstaðar nærri alk-
uli, svo það gnestur og brestur í
honum öllum eftir að hann hefur
verið ræstur og tekur að volgna.
Frostið læðist úr plastinu á sætinu
um botninn á eigandanum og má
nærri geta hver áhrif það hefur á
gyllinæðina. Maður öðlast skilning
á því til fulls að vélaherdeildir Þjóð-
verja misstu alveg móðinn í vetrar-
hemaðinum við Moskvu um árið
og steingáfust upp.
Pandóruboxið
Lengi hefur greyið þó gjökt þetta
og skilað eiganda sínum þangað
sem til stóð, þótt á köflum hafi það
verið með rykkjum og hvers kyns
ískyggilegu undirspili kynjahljóða.
Hljóðin em allt frá hátíðnihljóðum
sem nema við mörk þess sem
mannseyrað fær numið og niður í
drynjandi fimbulbassa. Stundum
em auðvitað fleiri hljóð en eitt í
gangi samtímis og það myndast
furðulegir hljómar, sem líklega em
ekki finnanlegir nema í „tólftóna-
kerfinu" þar sem Schönberg er
framúrstefnulegastur.
En síðasta hálfan mánuðinn hefur
borið á að þáttaskila megi vera að
vænta á ferli þessa hörmum kunna
bfls. Einir og aðrir smámunir hafa
verið að slitna og bresta í síbylju og
er eins og vélarrýmið sé orðið að
nútíma Pandóruóruboxi. Eitt tekur
semsé við af öðru og ekki er alltaf
Vitt ofl breitt
leikur að átta sig á hvar nýjum
kvilla skýtur upp. Stundum vill svo
vel til að upp stígur sýmþefjandi
reykjarlopi sem fyllir vitin og vísar
hann þá á hlutinn og verður við-
gerðamanninum vísbending. Ella
getur leitin orðið hreinasti gull-
gröftur, sem oft verður að fara fram
við vegarbrún í skini einmana ljósa-
staurs sem rólar aftur og fram und-
an átökunum við Kára. Ekki ber
leitin alltaf mikinn árangur og þá
verður að bregða sér í næstu sjoppu
að síma eftir aðstoð, þótt varla sé
hægt að halda á símtólinu í loppn-
um lúkum — svörtum af gömlu
sóti og smumingi.
Geiri af tækniheim-
inum
Eigandi gamals bfls verður kunn-
ugur vissum geira tækniheimsins
sem þeir á nýju bflunum kynnast
síður. Þetta em bflapartasölumar
og skúrakarlamir, því heldri verk-
stæði reyna menn að forðast í
lengstu lög. Ég er einmitt svo hepp-
inn að hafa kynnst þjóðhaga mikl-
um sem á sér skúr í Laugamesinu.
Skúrinn er jafnan umkringdur
drungalegum flokki bflskrjóða er
mæna hrímuðum luktum sínum á
skúrdymar eins og gamlir sjúkling-
ar á biðstofú læknis. Öldmðu bfl-
arnir vænta eins og sjúklingamir
að fá lappað upp á hrörlegan skrokk
svo dugi til að þeir fái tórað eitthvað
enn um sinn. Því hefur eigandi
hins gamla bfls mjög næm tengsl
við forgengileikann og er þess sím-
innugur að öllu er afmörkuð stund
á jörðu hér. Þetta hef ég heyrt að sé
einmitt inntakið í hugrækt Frímúr-
araegiunnar. Má vera Ijóst að þang-
að hefur eigandi gamals bfls ekkert
að gera — hann er nógu rækilega á
þessi sannindi minntur samt.
Hér skal þá látið lokið hugleiðing-
unni um gamla bflinn. Á leiðinni til
vinnu í morgun var líkt og nokkrir
þrestir taekju að syngja undir vélar-
lífinni. Ég þarf að heilsa upp á
kunningja minn í skúmum á
heimleiðinni og fá álit hans á
hverju þessi vorkliður á öndverð-
um Þorranum kunni að sæta?
— AM