Tíminn - 28.01.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 28. janúar 1993
Bjami Th. Guðmundsson
jyrrv. sjúkrahúsráðsmaður
Fæddur 22. mars 1903
Dáinn 21. janúar 1993
Látinn er í Reykjavík Bjami Th. Guð-
mundsson, fyrrv. sjúkrahúsráðsmað-
ur og bæjarfulltrúi á Akranesi. Útför
hans verður gerð í dag frá Fossvogs-
kirkju.
Bjami Th. var fæddur á Skagaströnd
22. mars 1903. Foreldrar hans voru
hjónin María Eiríksdóttir og Guð-
mundur Kristjánsson. Hann var
fimmta bam foreldra sinna, sem eign-
uðust alls 10 böm, en eitt þeirra lést í
æsku. Foreldrar hans fluttu síðar að
Hvammkoti á Skagaströnd og þar ólst
Bjami upp til 15 ára aldurs í glöðum
og fjölmennum hópi systkina. Síðan
tók hin venjulega lífsbarátta við.
Vinna og aftur vinna hvar sem hana
var að fá.
Bjami Th. var tvíkvæntur. Fyrri konu
sinni, Ingibjörgu Sigurðardóttur frá
Kálfshamarsvík, kvæntist hann 1926
og hóf þar búskap. Eftir 7 ára hjóna-
band eða 1933 andaðist Ingibjörg er
hún fæddi þriðja son þeirra. Eftir lát
konu sinnar bregður Bjami búi og
flytur á Akranes. Drengimir þrír voru
teknir í fóstur af skyldmennum þeirra
hjóna. Tveir létust á æskuskeiði, en sá
þriðji er Ingibergur bifvélavirki og
bóndi á Rauðanesi í Mýrasýslu. Hann
er kvæntur Sigurbjörgu Viggósdóttur
bónda í Rauðanesi og em böm þeirra
þrjú. Bjami Th. kvæntist öðm sinni
1937 Þuríði Guðnadóttur ljósmóður á
Akranesi. Þuríður var í rúm 30 ár ljós-
móðir á Akranesi við mikinn og góðan
orðstír, enda frábær ágætiskona að
allri gerð. Sonur þeirra er Páll, cand.
mag., menntaskólakennari í Reykja-
vík. Hann er kvæntur Álfheiði Sigur-
geirsdóttur kennara frá Granastöðum
í Köldukinn, S.-Þing. Þau eiga fjögur
böm. Þuríður andaðist 12. des. 1987.
Áður en Bjarni Th. gerðist bóndi
vann hann löngum á sumrin á Siglu-
firði og oft sem beykir á síldarplönum.
Á vetrarvertíðinni fór hann ÚI Kefla-
víkur og vann þar hjá ýmsum útgerð-
arfyrirtækjum. Hann var eftirsóttur til
starfa. Vinnufús og lagvirkur og hinn
besti félagi að hverju sem hann gekk.
Eftír að hann flutti á Akranes réðist
hann fljótlega til Haraldar Böðvars-
sonar útgerðarmanns og starfaði þar
m.a. við afgreiðslu- og innheimtustörf
til 1949. Þá tók hann að sér umsjón
með byggingarframkvæmdum sjúkra-
hússins, en smíði þess var þá komin á
lokastíg. Þegar rekstur þess hófst
1952 var Bjami Th. ráðinn fram-
kvæmdastjóri þess eða ráðsmaður,
eins og starfið var þá nefnt. Því gegndi
hann fram á mitt ár 1965 er hann
flutti til Reykjavíkur. Þar gerðist hann
gjaldkeri hjá versluninni Víði og starf-
aði þar til 70 ára aldurs. öll þau 13 ár
sem Bjami Th. var ráðsmaður sjúkra-
hússins sá hann einn um allan rekstur
þess í stóm sem smáu. Einnig fjármál
og bókhald. Þetta var ákaflega erils-
samt og umfangsmikið starf, sem
hann ræktí af einstakri samviskusemi
og dugnaði, þótt aðstæður væm erfið-
ar á þessum fmmbýlingsámm sjúkra-
hússins. Hann naut álits og tiltrúar
allra þeirra sem til starfa hans þekktu
og vináttu lækna og hjúkmnarliðs.
Haraldur Böðvarsson var stjómarfor-
maður sjúkrahússins og valdi Bjarna
Th. til ráðsmennsku þar. Hann hafði
reynslu fyrir því að honum mátti
treysta.
í félagsmálum kom Bjami Th. víða
við, enda fómfús og samvinnuþýður.
Hann var í 8 ár bæjarfulltrúi á Akra-
nesi fyrir Framsóknarflokkinn eða
1954-1962. Lengst af þann tíma var
hann jafnframt ritari bæjarstjómar-
innar. Lagði hann mikla vinnu í það
starf og leysti það frábærlega vel af
hendi, eins og öll önnur störf, sem
hann tók að sér. Hann áttí iöngum
sæti í bæjarráði. Var í mörg ár í stjóm
Sjúkrasamlags Akraness. Hann átti
einnig sætí í ýmsum nefndum á veg-
um bæjarins. Gjaldkeri Framsóknar-
félags Akraness var hann um langt
skeið. Það var almannarómur að
hverju því máli væri vel borgið sem
Bjami Th. tæki að sér. Hann naut
trausts manna vegna einstakrar sam-
viskusemi, heiðarleika og skyldu-
FUNDIR OG
Guðmundur
Valgerður
Jóhannes Geir
Þingmenn
Framsóknarflokksins
Fundir og viðtalstímar
Lundur, Öxarfirðl
Fimmtudagur 28. janúar
Almennur stjórnmálafundur I Lundi kl. 20.30.
Létt spjall
á laugardegi
Laugardaginn 30. janúar n.k. frá kl. 10.30 - 12.00, að
Hafnarstræti 20, 3. hæð, mætir Finnur Ingólfsson og ræð-
ir stjórnmálaviðhorfið.
Fulltrúaráðlð
Finnur
Stelngrímur
Jón
Guöni
Rangæingar
Fundur um stjómmálaviöhorfiö að Hliðarenda, Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. janúar
kl. 21.00.
Frummælendur Steingrfmur Hermannsson, Jón Helgason og Guöni Ágústsson.
rækni í öllum störfum. Hann vildi
aldrei bregðast þeim trúnaði, sem
honum var sýndur og hafði Iöngun til
að gera heldur betur en ætlast var tíi.
í starfi sínu sem bæjarfulltrúi var
Bjami Th. mjög virkur. Fylgdist vel
með framkvæmdum bæjarins og
rekstri og lét í sér heyra þætti honum
eitthvað fara úrskeiðis. Þegar vel gekk
leyndi hann heldur ekki gleði sinni.
Hann lagði ríka áherslu á góða fjár-
málastjóm og reglusemi í öllum
rekstri bæjarins. Þar yrðu allir starfs-
menn að gera skyldu sína. Hann hafði
gott samband við fólkið í bænum og
næmt eyra fyrir skoðunum þess á
stjóm bæjarins. Hann var einlægur og
hjartahlýr. Fólk átti því auðvelt með
að ræða vandamál sín við hann. í öllu
samstarfi var Bjami Th. drengilegur
og undirhyggjulaus og gerði kröfu til
þess að aðrir beittu svipuðum leik-
reglum. Hann brást hinn versti við, ef
út af þessu var brugðið. Refskák var
honum andstæð og ógeðfelld, en
drengilegt tafl var honum að skapi,
enda lengi mjög virkur og áhugasam-
ur skákmaður.
Lífsbraut Bjama Th. er dæmigerð
fyrir svo marga á fyrstu áratugum ald-
arinnar, sem ekki áttu kost á námi en
urðu að læra af bók lífsins það sem
nauðsynlegt var hverju sinni. Skiluðu
síðan verkefnum sínum með ágætum.
Ævi Bjama Th. er ljóst dæmi um
menn, sem vaxa með hverju starfi.
Þannig tekst til þegar saman fara
mannkostir, góð greind, einbeittur
vilji og sá ásetningur að láta jafnan
gott af sér leiða öðrum til heilla.
í einkalífi var Bjarni Th. hamingju-
samur, enda þótt nístandi sorgin vitj-
aði hans af og til. í fyrsta lagi þegar
fyrri kona hans lést á besta aldri frá
þremur ungum drengjum. Og aftur er
hann missti tvo þeirra á æskuskeiði.
Slíkt skilur eftir sig viðkvæm sár, sem
aldrei gróa að fullu. Bjami Th. var
maður glaðsinna, góður heim að
sækja og hafði einstaka frásagnargáfu.
Hann mundi löngu liðna atburði fram
á síðustu ár og gat haft eftir samræður
manna um hin ólíkustu efni eins og
þær væru nýjar. Eitthvað átti hann í
fórum sínum af þáttum sem hann tók
saman. í mörg ár höfðu þau Bjami og
Þuríður þann sið að ferðast um landið
í sumarleyfum sínum, ef kostur var á.
Heimsóttu þá gjaman æskustöðvar
sínar, frændur og vini. Bæði voru þau
með afbrigðum trygglynd. Þannig
kynntust þau landinu og komu endur-
nærð til starfa á ný. Gott var að heim-
sækja þau hjónin á fallega heimilinu
þeirra í Reykjavík. Það gerðum við
hjónin af og til okkur til mikillar
ánægju. Þar ríkti ætíð gleði og hjarta-
hlýja, ásamt mikilli velvild til allra
samferðamanna á lífsleiðinni. Bjami
Th. var heilsuhraustur fram undir átt-
rætt er fætumir tóku að gefa sig. Fyr-
ir þremur ámm fór skynjun hans á líf-
inu að þverra. Eftir það dvaldi hann á
öldmnardeild Borgarspítalans.
í lífi mínu var Bjami Th. mikill ör-
lagavaldur. Það var mest fyrir atbeina
hans að ég tók að mér starf bæjar-
stjóra á Akranesi vorið 1954, þótt
margir aðrir kæmu þar við sögu. Þar
hef ég síðan eytt hálfri ævinni. Heim-
ili hans tók á mótí mér og fjölskyldu
minni af mikilli vináttu og umhyggju-
semi, sem entist alla tíð meðan það
stóð á Akranesi. Samstarf okkar
Bjama Th. var mikið og gott. Þar bar
aldrei neinn skugga á. Þegar leiðir
skilja vil ég þakka honum samstarfið,
vináttu og drengskap sem aldrei brásL
Framsóknarmenn á Akranesi eiga
honum mikið að þakka fyrir langt og
fómfúst starf í þágu flokksins, þegar
þörfin var mesL Allir, sem með hon-
um unnu eða höfðu af honum einhver
kynni í sambandi við fjölþætt störf
hans á Akranesi í 30 ár, munu minnast
hans með þakklæti og virðingu. Bless-
uð sé minning mikils sómamanns.
Dan. Ágústínusson
Þegar svo stórt skarð hefur verið
höggvið í fjölskylduna sem missir afa
er, rifjast upp gamlar minningar um
hann og Þuríði Guðnadóttur, ömmu
okkar, sem lést fyrir rúmum fimm ár-
um.
Afi og amma fluttust tíl Reykjavíkur
1965 í Sólheimana þar sem við eigum
okkar fyrstu minningar um þau. Það
var gott að koma til þeirra. Amma
lumaði alltaf á einhverju góðu handa
„blessuðum bömunum" og afi lagaði
leikföngin okkar eða smíðaði ný, því
hann var mjög laginn í höndum. Ófá-
ar stundimar sátum við bömin við
eldhúsgluggann á 11. hæðinni, horfð-
um niður á iðandi borgarlífið, sem
virtist ævintýralega smátt, og rædd-
um við afa og ömmu um lífið og tíl-
veruna.
Þegar við urðum eldri kenndi afi okk-
ur að tefla og spila vist, og var spilað
hvenær sem tækifæri gafst.
Afi og amma höfðu yndi af að ferðast.
Á góðviðrisdögum var oft lagt upp
með nesti í tveggja bíla samfloti í
styttri og lengri ferðir, svo sem til
Þingvalla eða upp í Rauðanes. Þegar
afi og amma voru komin fast að átt-
ræðu óku þau á bfl sínum með okkur
á æskustöðvar sínar á Skagaströnd og
Vestfjörðum. Var þá sem þau yrðu ung
í annað sinn. í þessum ferðum var
alltaf vinsælast að vera í afabfl, en þar
varð allt ennþá meira spennandi. Þess-
ar ferðir skilja eftir dýrmætar minn-
ingar.
Árið 1975 fluttu afi og amma upp í
Breiðholt, svo auðveldara væri fyrir
okkur að viðhalda tíðum heimsókn-
um, og í ársbyrjun 1987 voru þau svo
heppin að fá íbúð í Seljahlíð sem er í
næsta nágrenni okkar. Amma lést eft-
ir tæplega ársdvöl þar og naut þá afi
mikils styrks frá starfsfólki og ná-
grönnum. Hann bjó þar í tvö ár tíl við-
bótar, en síðustu þrjú ár ævinnar
dvaldist hann á Borgarspítalanum þar
sem hann naut mjög góðrar aðhlynn-
ingar, sem starfsfólk á B-5 á þakkir
skildar fyrir.
í mörg ár hrakaði heilsu afa smám
saman, hann varð máttfarinn og gat
vart lengur tjáð sig né lesið. En hugs-
unin var skýr, alltaf Ijómaði hann þeg-
ar við komum í heimsókn og hann
hélt furðuvel fæmi sinni í að spila vist,
þótt hann gætí ekki lengur haldið á
spilum. Vegna þessa heilsubrests ein-
angraðist hann frá umheiminum, en
hann sýndi mikla þrautseigju og undi
sér löngum við útvarp og hljóðbækur
frá Blindrabókasafninu.
Við kveðjum ástkæran afa með þakk-
læti fyrir allar samverustundimar.
Það var okkur ómetanlegt að eiga svo
góðan afa og ömmu, þau kenndu okk-
ur margt sem við munum alltaf búa
að. Blessuð sé minning þeirra.
Krístín, Heiðrún,
Bjarai og Þuríður Anna
Sveinn Ólafsson
Fæddur 8. mars 1900
Dáinn 21. janúar 1993
Nú þegar afi er dáinn leita minn-
ingamar á hugann og þýðing þess að
hafa alist upp í nánu sambýli við
hann og ömmu á Snælandi.
Barnabörn afa og ömmu em sjö og
öll vomm við í miklu og nánu sam-
bandi við þau, því börn þeirra og
tengdabörn reistu heimili í túngarð-
inum á Snælandi.
Það að fá að vera svo ríkur þátttak-
andi í lífi og starfi afa og ömmu,
gleði þeirra og sorgum, er eitt mesta
lán okkar í lífinu.
Afi dáði ömmu og hjónasamband
þeirra einkenndist af gagnkvæmri
virðingu. Þau greindi oft á, en þau
reyndu aldrei að breyta hvort öðm.
Eftir að aldurinn fór að setja mark
sitt á afa sinnti amma honum af
þeirri virðingu og umhyggju sem
einkenndi þeirra samband.
Snæland var mjög gestkvæmt
heimili og oft kom fyrir að heim-
sóknimar stóðu í mánuð eða jafnvel
ár.
Þeir, sem urðu fyrir háði og spotti
annarra sem betri töldu sig, gistu
gjarnan lengi og komu oft. Þeir
fundu sér athvarf á Snælandi.
Þegar gesti bar að garði á Snælandi,
gleyptu barnseymn í sig sögur frá
Borgarfirði eystra, þar sem afi ólst
upp hjá Þómnni fóstm sinni og bjó
með ömmu þar til þau fluttu suður.
Barnsaugun fylgdust grannt með,
þegar karlarnir slógu í borðið í áköfu
lomberspili.
Barnsmunnurinn gleypti í sig súr-
matinn, sem amma bar á borð fyrir
gesti.
Barnsnefið fékk tóbakskorn hjá afa,
eins og hinir karlarnir.
Barnshugurinn varð stoltur, þegar
hann fékk greitt út lambsverðið sitt
á haustin.
Barnshjartað tók eftirvæntingar-
kipp, þegar afi söng um ljósið.
Áfi var glaður maður í glöðum
hópi, en honum leið líka vel einum
með sjálfum sér. Hann var ánægður
við gegningarnar í svínahúsinu með
útvarpið hangandi utan á sér og tób-
aksdósina í vasanum.
Afi var nýtinn maður, en örlátur.
Þegar búið var að raka saman öllu
heyi á túnunum með rakstrarvélinni
og yngra fólkinu þótti vel hafa tekist
til, rakaði afi gjarnan yfir með hríf-
unni sinni til að ná þeim dreifum
sem eftir lágu. Lífið kenndi honum
að síðasta dreifin gat verið sú sem
máli skipti á hörðu vori.
Afi var mjög sæll af sínu og á kvöld-
in, þegar hann var skriðinn uppí, tal-
aði hann oft um lán sitt að fá að hafa
afkomendur sína, líf og fjör í kring-
um sig. Víst er það, svaraði amma þá
gjarnan.
Afkomendurnir feta nú Iifsins veg,
eins og Halla kerlingin framan eftir
göngunum.
Með breytni sinni kenndi afi okkur
vísdóm sem er okkur mikilvægur.
Hann kveikti ljós, langt og mjótt
eins og logi af fífustöngunum.
Afi kenndi okkur mikið af vísum og
ef hann rak í vörðumar, fyllti amma
uppí eyðurnar.
Hann kunni vísur sem hentuðu við
öll tækifæri og þessa hefði hann
kannski farið með í dag:
Þegar ég skilst við þennan heim,
þreyttur og elliboginn,
ætl’ ég að sigla úrum tveim
inná sœluvoginn.
Tákk fyrir allt, afi minn.
Vilmar, Guðný
Guðrún og Þórunn