Tíminn - 28.01.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.01.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. janúar 1993 Tíminn 3 Aldrei fleiri í fullu starfi á íslandi en 1992 — aukning atvinnuleysis skýristekki af fækkun starfa: Nýjum störfum og fólki í vinnu stórfjölgaði 1992 Milfil fjölgun atvinnulausra árið 1992 skýrist ekki af fækkun starfa á ís- lenskum vinnumarkaði, eins og flestir virðast halda, raunar þvert á móti. Því vinnandi íslendingar hafa aldrei verið fleiri en undir lok síðasta árs. Þannig var 3.900 fleira fólk í vinnu í nóvember s.l. heldur en þrem misser- um áður. Stðrfum fjölgaði þannig heldur meira á þessu túnabili heldur en landsmönnum á aldrinum 16—74 ára. Nær sama hlutfall, tæp 79%, þessa aldurshóps var í vinnu bæði árin, hvar af þeim fór m.a.s. fjölgandi sem voru í fullu starfí, sérstaklega konum. Það þýðir að heldur hærra hlutfall kvenna var í starfí í nóvember s.l. heldur en ári áður og ennþá fleiri í fullu starfl. Atvinnuþátttaka aldr- ei verið meiri Hvemig getur atvinnulausum þá hafa fjölgað svo mjög sem tölur sýna? Er sú fjölgun þá „tómt plat“? Alls ekki. Atvinnulausum fjölgar af þvf að hlutfall 16—74 ára íslend- inga, sem ekki er á vinnumarkaði, hefur farið hraðlækkandi. Á vinnu- markaði teljast þeir sem eru í vinnu eða segjast vera að leita sér að vinnu, og þeim hefur fjölgað miklu meira heldur en landsmönnum í heild. Hlutfallið af öllum 16—74 ára landsmönnum sem eru á vinnu- markaði, hefur því hækkað jafnt og þétt, úr tæplega 80% vorið 1991, í rúmlega 81% í nóvember sama ár og var komið í 82,6% í nóvember s.l.. Það var hæsta atvinnuþátttaka sem nokkru sinni hefur mælst, að sögn Hagstofunnar. Athyglisvert er að skoða þessa þró- un í beinum tölum. Þær sýna hvem- ig fólki á vinnumarkaði fjölgaði um 7.900 manns, frá apríl 1991 til nóv- ember s.l., á sama tíma og öllum landsmönnum 16—74 ára flölgaði aðeins um 3.800 manns. Allir 16-74 Eraí An ám: vinnu: vinnu: 1991 177.000 138.700 2.700 1992 180.800 142.600 6.700 Aukn: 3.800 3.900 4.000 Atvinnulausum fjölgaði þannig um 4 þúsund, þrátt fyrir að vinnandi fólki hafi m.a.s. fjölgað heldur meira heldur en öllum landsmönnum á starfsaldri. Skýringin er samsvar- andi fækkun (um 4.100 manns) þeirra sem ekki segjast á vinnu- markaði, eða úr 20,1% niður í 17,4%, á aðeins einu og hálfu ári. LíÚegt er, að með nærri því 83% allra landsmanna milli 16 og 74 ára á vinnumarkaði, muni íslendingar hafa slegið enn eitt heimsmetið, í vinnusemi. Um 79% landsmanna í vínnu s.l. 2 ár Hlutfall allra landsmanna (16—74 ára) sem eru í vinnu hefur verið nánast það sama í öllum 4 vinu- markaðskönnunum Hagstofunnar tvö s.l. ár (í aprfl og nóvember). Til að tölur verði sem sambærileg- astar var litið nánar á nóvember- kannanirnar hvort þessara ára. í þeim báðum reyndist nákvæmlega sama hlutfall (78,9%) allra lands- manna í vinnu. Hlutfall atvinnu- lausra hækkaði úr 2,2% upp í 3,7% allra og fólki sem ekki var á vinnu- markaði fækkaði því sem því nam. í ljósi umræðna um stórvaxandi at- vinnuleysi ungs fólks, vekur sér- staka athygli að nákvæmlega jafn hátt hlutfall yngstu aldurshópanna (16—19 ára og 20—29 ára) voru í vinnu í nóvember s.l. eins og ári áð- ur (54% og 75%). Mikla fjölgun ungra atvinnulausra mátti því rekja beint til samsvarandi hækkunar á hlutfalli unga fólksins sem sótti út á vinnumarkaðinn. Hlutfall kvenna í vinnu m.a.s. hækkað milli ára í skiptingu atvinnuþátttöku eftir kynjum kemur í ljós að hlutfall karla á vinnumarkaði hækkaði úr 87% upp í 88% milli ára. Atvinnu- lausum körlum fjölgaði örlítið um- fram þessa auknu þátttöku þeirra á vinnumarkaði. Konur juku sitt hlutfall á vinnu- markaðinum ennþá meira, eða úr 75% í 77% þetta eina ár. Hlutfall at- Almennur borgarafundur á Stokkseyri um atvinnumál með alþingis- mönnum og stjórnarmönnum Byggðastofnunar: Atvinnumöguleikar ekki bara í fiski Það var þungt hljóð í Stokkseyringum á almennum borgarafundi um at- kosti og gæti skapað 20-30 manns vinnumál sem haldinn var í samkomuhúsinu Gimli sl. mánudagskvöld. Að- atvinnu. alumræðuefnið var ákvörðun sfjómar Ámess hf. um að hætta allri físk- —SBS, Selfossi vinnulausra kvenna hækkaði á hinn bóginn aðeins minna heldur en þetta. Þannig að heldur hærra hlut- fall kvenna var í vinnu í nóvember s.I. heldur en einu ári áður. Og þar á ofan íjölgaði konum í fullu starfi ennþá meira, á kostnað hlutastarf- anna. Miklu fleiri borgarbú- ar í vinnu en fyrir ári Skipting eftir búsetu leiðir í ljós að fjölgun á vinnumarkaði hefur hvergi verið hlutfallslega meiri en á höfuðborgarsvæðinu. A aðeins einu ári (nóv. 1991 til nóv. 1992) lækkaði hlutfall þeirra sem sögðust ekki á vinnumarkaði úr 20,1% niður í 17,8%. Og öfugt við það sem ætla mætti af öllu atvinnuleysistalinu, þá hækkaði þvert á móti hlutfall vinn- andi borgarbúa um 1%, úr tæplega 78% í 79% s.l. ár. Hlutfall atvinnu- lausra hækkaði því mun minna heldur en sem svaraði hlutfallslegri fjölgun borgarbúa á vinnumarkað- inum. Og enn kemur á óvart, að vinnuvikan styttist ekki milli ára, nema síður væri. f nóvember s.I. var hún 50,7 stundir að meðaltali hjá körlum en 33,4 stundir hjá konun- um. Á höfúðborgarsvæði var meðal- talsvinnuvikan 42,3 stundir borið saman við 41,3 stundir ári áður. Hagstofan segir að vísu að þessar tölur þurfi að taka með varúð þar sem þær byggist á minni svarenda í vinnumarkaðskönnuninni en ekki nákvæmu bókhaldi. Önnur hver kona hjá hinu opinbera Vinnumarkaðskannanimar byggj- ast á mjög stóm úrtaki, eða hátt á fjórða þúsund manns hveiju sinni. Við atvinnugreinaskipti vekur sér- staka athygli að meira en fjórða hver kona vinnur í heilbrigðiskerfinu og við félagslega þjónustu. Alls er nærri helmingur þeirra í vinnu hjá opinberum aðilum, eða yfir 47% í nóv. s.l. og hafði það hlutfall hækkað talsvert á einu ári. Hlutfall verslunar og þjónustu hafði einnig stækkað nokkuð hjá konunum, en hlutfall fiskvinnslunnar dregist vemlega saman. Meðal karlanna vom miklu minni tilfæringar milli greina. Þriðjungur þeirra vann við iðnað, fiskveiðar og íandbúnað. Rúmlega 6. hluti vann við verslun og viðgerðir og litlu færri við veitur og mannvirkjagerð. Hins vegar unnu aðeins um 18% karlanna hjá opinbemm aðilum. - HEl Ágæti rafmagnsnotandi. Þarft þú að láta gera við raflögnina hjá þínu fyrirtæki eða heima hjá þér Við erum tilbúnir til að aðstoða þig. Endurnýjum gamlar raflagnir og bætum við nýjar Skiptum um perur og yfirförum lampa Lagfærum rafmagnstöfluna og setjum lekastraumsrofa Gerum við dyrasímann eða setjum nýjan. Leggjum símalagnir, loftnetslagnir og tölvulagnir. Teiknum raflagnir og hönnum lýsingarkerfi RAFMAGNSÞ J ÓNXJ ST AN xKristján Sveinbjörnsson löggiltur rafvirkjameistari Sími 654330 farsími 985 29120 Boðtæki 984 51415 vinnslu fyrirtækisins á Stokkseyri og flytja hana á einn stað í Þorlákshöfn. Samþykktu fundarmenn m.a. tÚlögu þar sem skorað er á þingmenn Sunn- lendinga að útvega fjármagn svo koma megi upp einhvers konar iönaði á Stokkseyri sem komið gæti í stað frystihússins. „Þessi ráðagerð er skýlaust brot á hluthafasamkomulagi sem gert var við stofnun Árness hf. en þar var kveðið á um að öll bolfiskvinnsla fyr- irtækisins skyldi vera á Stokkseyri til ársloka 1996. Þetta skapar í reynd mjög hættulegt fordæmi því alltaf er verið að sameina fyrirtæki og Byggðastofnun er oft að hvetja til þess,“ sagði Ragnar Amalds alþing- ismaður og stjómarmaður í Byggða- stofnun en hann hefur unnið mikið að þessu máli innan stjórnarinnar. Á hluthafafundi í Ámesi hf. fyrr í þess- um mánuði var felld með 69,4% at- kvæða tillaga frá Byggðastofnun um að farið skyldi eftir hluthafasam- komulaginu. Þá segir forysta Ámess að fyrirtækið sem slíkt sé ekki aðili að þessu samkomulagi. Ennfremur upplýsti Ragnar Am- alds að Þorsteinn S. Ásmundsson, sem til skamms tíma hefur verið fulltrúi Byggðastofnunar í stjóm Ár- ness, sæti þar ekki lengur og yrði nýr maður fundinn í hans stað. Óánægja var innan stjómar Byggða- stofnunar með störf Þorsteins. Þrír af þingmönnum Sunnlendinga mættu á fundinn; þau Eggert Hauk- dal, Margrét Frímannsdóttir og Guðni Ágústsson. Þau sögðu að vissulega hefðu hlutirnir þróast á annan veg í þessu máli en ætlað hefði verið í fyrstu. Þingmenn Sunnlendinga hvöttu Stokkseyringa á sínum tíma til að ganga til samein- ingar við Gletting hf. en það fyrir- tæki ásamt Hraðfrystihúsi Stokks- eyrar myndar nú Árnes hf. Þegar þessi fyrirtæki vom samein- uð á sínum tfma var kveðið á um í hluthafasamkomulagi að vinnsla skyldi bæði vera á Stokkseyri og í Þorlákshöfn en nú er það samkomu- lag að engu haft. „En hvers vegna skyldum við Stokkseyringar gefast upp núna? Við höfum misst báta upp í fjöru, frystihúsið hefur bmnnið og alls konar óáran gengið yfir. Það væri því aumt að gefast upp nú,“ sagði Margrét Frímannsdóttir. Guðni Ágústsson alþingismaður hvatti menn til að leita nýrra leiða þótt að frystihúsið færi. Margvísleg- ir aðrir möguleikar væm til at- vinnusköpunar en endilega vinnsia sjávarafurða. Má í þessu sambandi nefna að samþykkt var á fundinum tillaga frá Steingrími Jónssyni, hreppstjóra á Stokkseyri, þar sem skorað er á þingmenn Suðurlands- kjördæmis að beita sér fyrir því að útvega fjármagn ti að koma á fót ein- hvers konar iðnaðarstarfsemi á Stokkseyri sem hefði góða arðsemis- Boddíhlutir og lugtir Mjög gott verð Nýkomin stór sending af boddíhlutum í flestar gerðir bifreiða, t.d.: Mercedes Benz árg. ’75-’90 Ford Escort árg. ’86-’90 BMW 300 árg. ’83-’90 BMW 500 árg. ’82-’87 Lancer árg. ’85-’91 Colt árg. ’85-’91 o.fl. tegundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.