Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 2. febrúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Slml: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vönduð skólamálaum- ræða er nauðsynleg Nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins, sem unnið hefur að mótun menntastefnu, hefur skilað áfangaskýrslu. Þar er ýmsar róttækar tillögur að finna um skólastarf í landinu, en ætlunin er að leggja lokatillögur fyrir á þessum vetri. Það, sem vekur sérstaka athygli, er að lagt er til að sveitarfélögin reki grunnskólann að öllu leyti, þ.e. greiði einnig laun kennara auk reksturskostnaðar sem nú þegar er á hendi sveitarfélaganna. í öðru lagi er lagt til að samræmdar mælingar námsárangurs verði teknar upp í mun meira mæli en nú er og rannsóknarstofnun uppeldismála efld til eftirlits með skólastarfi. Þessar hugmyndir og aðrar, sem koma fram í skýrslunni, þarf að ræða vandlega, því hér er um viðkvæm og vandasöm mál að ræða sem ekki má flana að. Mikilvægast er að ganga að þessum málum með réttu hugarfari. Grundvallaratriði er hvort breyt- ingar, ef af þeim verður, skila betra skólastarfi og verða nemendum, á hvaða stigi sem þeir eru, til góðs. Slíkar breytingar eiga að hafa forgang. Þær raddir hafa heyrst frá samtökum kennara, að launakjör þeirra og starfsaðstaða hái skólastarfí. Þetta er alvarlegt mál og svo mikið er víst að átök um kaup og kjör kennara hafa sett mjög svip sinn á skólastarfið undanfarin ár. Þarna þarf að skapa betra andrúmsloft. Það er viðamikil aðgerð að færa launagreiðslur kennara til sveitarfélaga. Sú aðgerð á að sögn að kosta 5 milljarða króna, sem sveitarfélögin fái sem meðgjöf úr ríkissjóði með þessu verkefni. Ekkert hefur komið fram um það hvernig sú tala er feng- in. Hvað um lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs vegna kennara? Það er stórmál. Þá er hætt við að þessi kostnaður fari hækkandi á næstu árum, miðað við það ástand sem er í launamálum kenn- ara. Það er alveg Ijóst að forsvarsmenn sveitarfélaga hljóta að krefjast svara við þessum atriðum og öðrum áður en sú ákvörðun er tekin að flytja launakostnað við grunnskóla til sveitarfélaganna. Mikilvægt er í þessu sambandi hvemig jöfnunar- aðgerðum verður háttað. Það er brýn þörf á vandaðri umræðu um skóla- mál í þjóðfélaginu. Þau em slík undirstaða að ekki má kasta höndum til ákvarðana sem þau varða. Það á ekki að útiloka aðgerð á borð við þá að flytja launakostnað við gmnnskóla til sveitarfé- laga. Það verður hins vegar að vera tryggt að slík aðgerð skili skólastarfí fram á veg, en ekki aftur á bak. Önnur atriði skýrslunnar þarfnast vandaðrar umræðu og að henni á að ganga með opnum huga. Því aðeins verður niðurstaðan skólastarfi til farsældar. Hæstiréttur Islands er nú skyndi- að eiga reiði hirmar bamvinsam- legu HÍllary Clinton, sjálfs Bandaríkjaforseta, yfir höföi sér. Jafnframt þrota fyrirtæki sem stelur böm- um í útlöndum, koma nú svell- kaldir fram í íslenskum fjölmiðl- um og segja að ef íslenskir dóm- ef hann gáir ektó að sér, eyðiiagt möguleika fs- iendinga um ókomin ár til að geta ferðast tfl Guðs eigin lands, sjáifra Banda- ríkja Norður Ameríku. Þetta er það sem gexist ef Hæstiréttur íslands stað- festir í dag úrskurö hér- aðsdómara um að Banda- ríkjamennimir tveir sem hingað komu á fólskum forsendum og gerðu tíl- raun tfl aö stela tveimur bömum frá móður sinni eins og frægt er orðið, skuli áftam sitja í gæsluvarðhaldi. Baðafulltrúi CTU-fyrirtækisins, sem scrhæfir sig « brottnámi bama foreidra sem lent hafa f for- ræöisdeilum, tilkynnti um þetta óvenjulega vandamál íslenska dómskerfisins í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Þar segir þessi maður að „ís- iensk sfjómvöld ættu að vara sig“ því ef ísienskt dómskerfi þessa menn tfl saka vegna brota þá muni þeir grípa til sinna ráða. „Við beitum þá stóiar dæmi eftir ísienskum lög- um í stað þess að fara að kröfúm fyrirtætósins og duttiungum muni þeir kalla til forsetafrú iandsins og sjá tfl þess að íslend- ingar geti ekki komist vandræða- lausttfl Bandarðganna! fyrirtækis CTU koma sífeiit á óvart jpessir uppgjafa dátar, sem reknir vom úr ameríska hemum fyrir fjárdrátt og reka nánast gjald- Garrí verður nú að viöurkenna að ævintýralegur þótti honum lyga- vefuríim sem þessir menn spunnu um Stallone og bíógerð- ina og trúlega ber það hugmynda- flug allt saman vott um að þetta fólk lifi og hrærist í einhveijum ímynduðum „Rambó-heimi“ sem iítið á skyit við ískaldan veruleik- ann í borgaralegu samféiagt Enn ævintýraiegra er þó að heyra í tals- manni fyrirtækisins eftir að bamsránsaðgerð þeirra rann út í sandinn og höfuðpaurinn (Rambó i>iálfúri?> var gripinn með alit nið- ur um sig. Yflriýsingar biaðafúfl- trúans renna stoðum undir þá skoðun að annað hvort séu aðstandendur fyrirtækis- ins ah-ariega fatlaðir þegar kemur að skiiningi á gang- verid þjóðfélagsins eða þá að þeir séu á einhverjum lyfjum sem fá þá til að trúa að þeir geti ekki einvörð- ungu ráðið aðgerðum for- setafrúarinnar og stefnu Bandaríkjastjómar í vega- bréfsmálum, heidur líkaað fsienskt dómskerfi dansi eftir duttlungum þeirra. Létí bctur að hlýða skipunum Ef ektó væri um að ræða alvar- Jegt fonæðismál þar sem velferð tveggja bama er í húfi væri fram- koma þessa hóps CTU vitaskuid brosleg og mennimir brjóstum- kennanlegir. Þama eru á feröinnt menn sem hlotið hafa einhverja þjálfun sem sérdeiídarhermenn. Þeím lætur eflaust betur að fratn- eri að upphugsa hvað er rétt, eöli- legt og lögtegt f samstóptum mflli tyeggja vestrænna Jýðiæöisríkja. er — og raunar vand- að þetta fýrirtæki, sem sýnir af sér slíkt dómgreindarfeysi, skuli hafa öðlast frægð og frama í Bandaríkj- unum. Raunar má búast við að frægðin og framinn dali nokkuð færri sem vflji skipta við fýrirtæk- ið eftirieiðis. Ganri Víti án vamaðar Sum orð eru þess eðlis að þau vekja sterk viðbrögð, þegar þau eru nefnd, og oft hatrammar deilur og flokkadrætti. Frægt dæmi er sterka ölið, sem tryllti þjóðina í hvert sinn sem það var nefnt opinberlega, en öllum stóð á sama um margfalt sterkara áfengi. Enginn nennti um það að tala, þegar deilurnar risu hvað hæst um sterka ölið, sem ýmist átti að steypa þjóðartötr- inu í endanlega glötun, ef leyft yrði, eða fleyta henni yfir á ódá- insakra alsælunnar ef leyft yrði. Spilavíti er orð sem tryllir ávallt þá, sem ráða umræðuefn- um og hugsanarennsli fólksins í landinu, þegar það verður að fréttaefni. Fjárhættuspil, lotterí, spilakassar og fleira og fleira hreyfa ekki við sömu sálum. Samkvæmt skilgreiningu virð- ist spilavíti vera staður þar sem rúlletta er höfð um hönd og önnur mubla sem er til þess gerð að spila 21 með tilþrifum. Æsilegustu ásar sjónvarps- stöðvanna fóru á kostum á vett- vöngum um helgina, þegar upp komst að nokkrar hræður voru að skemmta sér við spilamublur í húsnæði þar sem gangverkin voru tekin niður fýrr í vetur af lögreglunni. „Ace reporters" fóru um vítin og skildu hvorki upp né niður í að þarna var verið að spila á hin- um forboðnu mublum eða hvers vegna öðrum svona gullmolum var aldrei lokað. Allt er þetta óútskýrt og sumir eru alveg hugstola yfir því að til skuli vera SPILAVÍTI á íslandi. Ljótt er ef satt er. Undantekning ísland mun eina landið í Evr- ópu þar sem bannað er að spila 21 við þar til gert borð eða leggja undir á rúllettuborði. Það er nefnilega spilavíti. ísland mun líka vera undan- tekning hvað varðar að leyfa alls kyns stofnunum og félögum að reka happdrætti, lottó, spila- Vítt og bieitt kassa, skafmiðahappdrætti og hvað þetta nú allt saman er. Allt er þetta skattfrjálst og rennur hagnaðurinn óskiptur til margs kyns þarfa. Annars staðar hafa ríki einkaleyfi á rekstri svo stórfelldra fjárglæfrafyrirtækja. Sá aðili, sem rekur mestu spila- vítin, er Rauði kross íslands, sem mergsýgur peninga af þeim sem ginnast í kassa hans í sjopp- um vítt og breitt um landið. Ald- urstakmark spilenda og allt eft- irlit er fals og bull, eins og hver sem er getur gengið úr skugga um. Ofboðsleg góð- gerðastarfsemi Háskólinn hefur löngum verið í sérflokki hvað varðar happ- drættisrekstur og á síðari árum hefur hann bryddað upp á hverri nýjunginni af annarri til að plokka peninga af spilafíklum. Rúlletta lottósins hringlar vikulega í sjónvarpinu og skæl- brosandi hamingjan birtist sjálf á skjánum til að segja frá hinum unaðslega heppnu einstakling- um sem hljóta vinningana. Hins vegar er hvergi tekið fram hve margir töpuðu peningunum sín- um eða hve miklu. Getraunir fótboltans eru mikið þing og nú eru íslendingar orðnir alþjóðlegir þar eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Það er auglýst grimmt í hverri viku að 140 milljónir séu í pottinum og þurfi maður ekki annað en borga svolítið og vera með til að hreppa þann stóra. Ljóst er að íslendingar eyða milljörðum á milljarða ofan í öll þessi fjárhættuspil. Þau þurfa næstum ekkert eftirlit, því þau eru mikil þjóðþrifafyrirtæki, eða eitt svakalegt gottgjörelsi, eins og aðstandendur þeirra þreytast aldrei á að sýna og sanna. Að öllu samanlögðu er ekkert líklegra en að hvergi í veröldinni sé eytt eins miklu í fjárhættuspil og hér á landi. Kannski ekki einu sinni í Las Vegas. Kostnaður af öllu þessu er á við verðgildi ærið margra rúllettu- borða. Hagnaðurinn hreint of- boðslegur og það gefur auga leið að þeir eru ærið margir, sem eiga afkomu sína undir rekstri þessa mikla atvinnuvegar. Allt er þetta gott og blessað og gefur þjóölífinu lit. Hitt er samt dálítið skondið að mitt í þessu fjárhættuspilafári skuli það telj- ast til rokufrétta kvöld eftir kvöld að nokkrir strákar séu að snúa rúllettum í spilaklúbbun- um sínum. En það er af því að þeim klúbbum er gefið heitið hræðilega, spilavíti. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.