Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 2. febrúar 1993 Tíminn 11 HESTAÞING 1993 Febrúar. 13. Gustur Veuarleikar Glaðheimar 27. Hörður Vetrarleikar Varmárbakkar 27. Fákur Vetrarleikar VfðiveUir Mars. 6.-7. Léttir Vetrarleikar Akureyri 13. Gustur Vetrarleikar Glaðheimar ' 20. Sörli Opið íþróttamót Sörlavellir 27. Andvari Vetrarleikar Kjóavellir 27. Fákur Vetrarleikar Víðivellir Apríl. 3. Hörður Vetrarleikar Varmárbakkar 8. Hörður Vormót Varmárbakkar 8. Sörli Skírdagskaffi 10. Gustur Vetrarleikar Glaðheimar 10. Svaði ískappreiðar ? 12. Gnýfari Firmakeppni Ólafsfjörður 17. Dreyri íþróttamót Æðaroddi 17. Sörli Opið íþróttamót Sörlavellir 18. Andvari Firmakeppni Kjóavellir 22. Fákur Firmakeppni Víðivellir 22. Funi íþróttamót Melgerðismelar 22. Geysir Firmakeppni Hella 22. Kópur Firmakeppni Kirkjubæjatklanstur. 24. Gustur Firmakeppni Glaðheimar 24. Dreyri Firmakeppni Æðaroddi 24. Máni Firmakeppni Mánagrund 24. Hörður Fáksreið Maí. 1. Snæfaxi Firmakeppni 1. Geysir Firmakeppni Hvolsvöllur 1. Glaöur íþróttamót Búðardal 1. Smári Firmakeppni Ames 1. Faxi íþróttamót Hvanneyri 2. Sörli Firmakeppni Sörlaveilir 2. Hörður Firmakeppni Varmárbakkar 8. Stóöhestastöð Sýning Gunnarsholt 8. Sleipnir Firmakeppni Selfoss 8. Skuggi íþróttamót Vindás 7.-9. Fákur Reykjavíkurmeistaramót Víðivellir 8. Sóti Firmakeppni Mýrarkot 8.-9. Gustur íþróttamót Glaðheimar 14.-15. Hörður Iþróttamót Varmárbakkar 14.-15. Sörli íþróttamót Sörlavellir 15. Ljúfur Firmakeppni Reykjakot 15.-16. Máni Iþróttamót Mánagrund 15.-16. Léttir íþd. Deildarmót Akureyri 16. Fákur Hlégarðsreið 20. Hörður Gustsreið 20. Léttir Firmakeppni Breiðholtsvöllur 21.-22, Sörli Gæðingakeppni Sörlavellir 22. Skuggi Gæðingakeppni Vindás 22. Sleipnir íþróttamót Selfoss 22. Dreyri Gæðingakeppni Æðaroddi 22.-23. Andvari íþróttamót Kjóavellir 22.-23. Gustur Gæðingakeppni Glaðheimar 27.-31. Fákur Hvítasunnumót Víðivellir 29. Léttir Gæðingakeppni Hlíðarholtsvöllur 29. Gnýfari Innanfélagsmót/úrt.v.FM Ólafsfjörður 31. HornfirOingur Firmakeppni Fomustekkir Júní. 5. Þytur Gæðingakeppni Króksstaðamelar 5. Funi Gæðingakeppni Melgerðismelar 5. Hending Hestamót Búðartún 5.-6. Andvari Gæðingakeppni Kjóavellir 5.-6. Hörður Gæðingakeppni Varmárbakkar 5.-6. Máni Gæðingakeppni Mánagrand 5.-6. Sóti Gæðingakeppni Mýrarkot 5. Smári íþróttamót Ámes 12. Svaði Félagsmót Hofsgerði 12. Þjálfi Firma- og bæjakeppni Einarsstaðavellir 12.-13. Suðurlandsmót í hestaíþróttum Selfossi 12.-13. Geysir Félagsmót og kynbótas. Rangárbakkar 13. Léttfeti Gæðingamót Sauðárkrókur 17. Þytur Firmakeppni Hvammstangi 18.-19. Hornfirðingur Hestaþing Fomustekkir 18.-19. Sindri Hestaþing Pétursey 19. Ljúfur/Háfeti Félagsmót Reykjakot 19. Faxi Gæðingakeppni Faxaborg 19.-20. Sörli Opið íþróttamót Sörlavellir 19.-20. Feykir/Snæfaxi Félagsmót Ásbyrgi 19.-20. Neisti/Óðinn/Snarfari Hestamót Húnvetninga Neistavellir 25.-26. Glaður Hestaþing Nesodda 26.-27. Freyfaxi Hestadagar Stekkhólmi JÚIÍ. 1.-4. FJÓRÐUNGSMÓT A NORÐURLANDI Vindheimamelar 9.-11. Úrtökumót v. HM f Spaarnvoude Hollandi Reykjavik eöa nágr. 10. Dreyri Kappreiðar Ölver 10. Kópur Hestaþing Sólvellir 10.-11. Logi Hestaþing Hrísholt 15.-18. íslandsmót f hestaíþróttum Akureyri 16.-17. Stormur Félagsmót Sandar, Dýraf. 17. Stfgandi Félagsmót Vindheimamelar 17. Blakkur/Kinnskær Hestaþing Heiðabæjamelar 17.-18. Smári/SIeipnir Hestaþing Mumeyri 24. Snæfellingur Hestaþing Kaldármelar 24.-25. Léttir /Funi/Þráinn Háu'ðisdagar Melgerðismelar 24.-25. Þolreiðarkeppni íslands Laxnes/Skógarhólar Ágúst. 31 .júl-l.ág Stórmót Vestiendinga Kaldármelar 31.júl-l.ág Léttfeti/Stígandi/Svaði Hestamót Skagfirðinga Vindheimamelar 7. Svaöi Firma-tölt og bæjakeppni Hofsgerði 7.-8. Stórmót sunnlenskra hestamanna og kynbótasýn. Rangárbakkar 7.-8. Þjálfi/Grani Félagsmót Einarsstaðavellir 7.-8. Hringur Félagsmót Flötutungur 14. Þráinn Bæja- og firmakeppni Áshóll 14. Faxi Faxagleði Faxaborg 14. Dreyri íþróttamót, opið Æðaroddi 14. Funi Bæjakeppni Melgerðismelar 14.-15. Þytur Iþróttamót Króksstaðamelar 17.-22. HEIMSMEISTARAMOTIÐ í HOLLANDI Spaamvoude 28.-29. Bikarmót Norðurlands Flötutungur Þorkell Bjarnason hrossaræktunarráðunautur: Gífurlegur áhugi á ræktun fslenska hestsins og kröfurnar alltaf að þyngjast. Aðrir við háborðiö frá hægri: Guömundur Jónsson formaö- ur L.H., Guðbrandur Kjartansson varaformaður L.H., Sigurður Þórhallsson framkvæmda- stjóri L.H. og Sigfús Guðmundsson meöstjórnandi. Ljósm.: G.T.K. Kristinn Guðnason, formaður hestamannafélagsins Geysis : Landsmótið aur lýst um allan heim Landssamband hestamannafélaga boðaði fund með sunnlensku hestamannafélögunum í Pé- lagsheimilinu Hliðskjálf á Selfossi á laugar- daginn var. Guðmundur Jónsson, formaður L.H., stýrði fundi en einnig var mættur fram- kvæmdastjóri L.H., Sigurður Þórhallsson, varaformaðurinn Guðbrandur Kjartansson og Sigfús Guðmundsson meðstjómandi, ásamt hrossaræktunarráðunautnum Þorkatli Bjama- syni. Mikill hugur var í mönnum að gera landsmót- ið hið veglegasta og að sögn Kristins Guðna- sonar, formanns hestamannafélagsins Geysis í Rangárþingi, verður það auglýst með vegg- spjöldum, miðum og bréfum um allan heim. Á síðasta landsmót, sem haldið var á Vindheima- melum í Skagafirði árið 1990, komu um fjögur þúsund útlendingar og nú er að sjá hvort Sunn- lendingunum tekst betur að laða að erlenda hestamenn. Þessir gestir margir hverjir eru tryggustu viðskiptavinir íslenskra hestamanna í útflutningi. Ýmis gamanmál voru höfð uppi á fundinum og m.a. sagði Þorkell Bjamason hrossaræktun- arráðunautur að hætta væri á því að hann dytti úr stuði með lýsingar kynbótahrossa ef hann þyrfti sífellt að gera hlé á máli sínu fyrir túlk. Gall þá einhver við að túlkurinn gæti verið kvenkyns til þess að ráðunauturinn héldi dampi. Þorkell taldi það geta orðið stórhættu- legt og væri það þá skömminni skárra að trufl- ast í málæðinu heldur en á öðrum viðkvæmari sviðum. Þá upplýsti varaformaður L.H., Guðbrandur Kjartansson læknir, að svokallaðar bandamerk- ingar á gestum um handlegg gætu verið stór- varhugaverðar því þessar merkingar væru líka notaðar á fæðingardeildum sjúkrahúsanna. Þannig hefði öllum merkjum fæðingardeildar Sjúkrahúss Sauðárkróks verið stolið á síðasta landsmóti, en heildarfjöldi gesta á landsmótinu var um tólf þúsund þótt aðeins rúmlega sjö þúsund borguðu sig inn. Gæti það orðið hinn myndarlegasti sængurkvennagangur ef lækn- amir tækju sig til og innheimtu á landsmótinu alla þá gesti sem merktir vom fæðingardeild- inni. Sigurður Þórhallsson, framkvæmdastjóri L.H., taldi að huga þyrfti að fjölda gesta á mót- um og hvort eitthvað væri hægt að gera til þess að hafa mótin jafnvel ennþá meira spennandi fyriralmenning en nú er. Hann benti t.d. á hinn gífurlega áhuga á ræktun núna en kynbótasýn- ing Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti fær jafn marga áhorfendur hluta úr degi eins og fimm daga stórmót. Þá má éinnig benda á að hin háu verðlaun sem notuð voru í kappreiðum hér áður fyrr trekktu að margan áhorfandann og gerðu kappreiðarnar spennandi fyrir al- menning þótt áhugi á gæðingum og kynbóta- sýningum væri ekki svo mikill að öðm leyti. Þorkell Bjarnason sagði að nú væm stórsýn- ingar í öllum héruðum — alltaf — og móta- hald væri orðið miklu viðameira en áður var. Áhuginn núna væri svo mikill að í rauninni bæri hann allt þetta mótahald uppi með sóma og væri það vel. Ræktunarbúasýningar á stór- mótum hefðu lukkast vel en fullnóg væri að hvert bú kæmi með sex hesta hámark, stærri hópar væru of þungir í vöfum og tefðu of mik- ið. í rauninni heföu inntökuskilyrði fyrir kyn- bótahross verið þyngd stöðugt og ráðunautun- um væri mikill vandi á höndum í upphafi skoð- unartíma í hverju héraði að lúra á þeim upplýs- ingum við eigenda kynbótahrossa hvort þau kæmust inn í sýninguna. Því hefði sú stefna verið tekin upp að láta einkunn ráða og eigand- inn fengi að vita strax hvort gæðingurinn kæm- ist inn. Það yrði svo bara að ráðast á seinni dög- um og gæðingavali í héraði hversu mörg hross mættu til sýninga. Gott væri að sýningardagar kynbótahrossa á stórmótum yrðu svo auglýstir sérstaklega; þá gætu gestir einbeitt sér að þeim sýningaratriðum sem þeir hefðu áhuga á. Á fundinn mættu flestir formenn félaganna á Suðurlandi og gaf formaður L.H. þeim frest til IO. febrúar nk. að skipa í framkvæmdanefnd lansmótsins sem haldið verður á Gaddstaðaflöt á Rangárbökkum eftir rúmt ár, eða dagana 27. júni til 3. júlí I994. G.T.K. Ur hnakktöskunni ...heimsmeistaramót í ár. Pétur Jökull Hákonarson, formaður hestaíþrótta- sambands íslands, segir sextán ríki senda keppnis- sveitir á heimsmeistaramótið í reiðmennsku á ís- lenskum hestum í sumar og hafa sveitimar aldrei verið fleiri. Mótið verður í Spaamwoude í Hollandi dagana 17. til 22. ágúst og er búist við 10 til 20 þúsund gestum hvaðaæva að úr veröldinni en sveitir verða núna frá Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi auk allra Evrópuþjóðanna að venju. Sjö keppendur eru flestir frá hverri þjóð auk fjögurra í kynbótakeppninni, tveir í eldri flokki kynbóta- hesta og tveir í yngri flokki. Ráðunautamir Vík- ingur Gunnarsson og Kristinn Hugason munu væntanlega dæma kynbóthross á mótinu. Pétur Jökull er nú í Hollandi að ganga frá smáatriðum fyrir mótið. ...allt við það sama í reiðhallarmálum. Reiðhöllin í Víðidal stendur ennþá tóm og ónot- uð og liggur undir skemmdum. Enginn reið- kennsla fer þar fram og engar sýningar áætlaðar. Menntmálaráðuneytið hefur nú gert upp styrk- veitinguna fyrir árið í fyrra, kr. 1,5 milljónir, en vegna aukinna ávaöxtunarkrafna mun stofnlána- deildin ekki treysta sér til að leigja húsið svo lágt núna. Verðmæti hússins er um 100 milljónir króna en fengist víst eitthvað ódýrara ef einhver vildi kaupa. Lagt er hart að Reykjavíkurborg að kaupa höllina fyrir æsku Reykjavíkur sem mjög stundar hestamennsku. Þá er gjarnan vísað í höfðingsskap borgarinnar varðandi íþróttafélagið Vfking sem nú nýtur glæsilegrar fþróttaaðstöðu í Fossvogsdal. Borgarstjóri og borgarfulltrúar leita nú logandi Ijósi að peningum og munu víst kunna orðið fé- lagatal fþróttadeildar Fáks utanað en kaupin munu falla undir reglur íþróttaráðs. Hestamönn- um til ómælds kvíða hefur það spurst, að sex bif- reiðaumboð vilji jafnvel falast eftir höllinni og er bílasala um það bil versta starfsemi sem þar getur orðið í huga hestamanna. Umferðin í Víðidal dags daglega er orðin þvílík að stórhætta er af, svo ekki sé talað um vélsleða og skellinöðrur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.