Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. febrúar 1993 Tlminn 3 Nær tvö þúsund íbúðir í fjölbýlishúsum seldar í Reykjavík á síðasta ári: Þaö virðist hafa sáralítil áhrif á söluverö íbúða í Reykjavík hvort húsnæðiö var byggt fyrir einum áratug ellegar fímm ef marka má þá kaupsamninga sem gerðir voru um sölu ibúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík á síðasta ári. Þannig reyndist meðalverð það sama, um 6,4 milljónir, á þeim 120 ibúðum sem voru aðeins 10-15 ára gamlar og nær hundrað íbúðum sem voru 30 ár- um eldri, þ.e. 40-45 ára gamlar. Raunar virðist hvað hæst meðalverð á íbúð- um á aldursbilinu 25 til 35 ára (þ.e. sem voru byggðar áratuginn fyrir Breiðholt, Arbæ og alkalí). Um áramótin höfðu Fasteignamati ríkisins borist um 2.150 samningar um kaup eða sölu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík á árinu 1992. Þar af voru um 260 einbýlishús sem seldust fyrir nær 2,7 milljarða kr. eða um 10,3 milljónir kr. að meðaltali. En íbúðir í fjölbýlishúsum, tæplega 1.900 talsins, voru seldar fyrir rúma 11,6 milljarða sem er tæplega 6,2 milljóna kr. meðal- talsverð á íbúð. Fasteignamatið skipti íbúðunum niður í aldursflokka sem leiðir í Ijós þá athyglisverðu niðurstöðu að ótrúlega lítill verðmunur virðist á milli nýlegra íbúða og margra áratuga gamalla. Stærsti flokkurinn (um 270 íbúðir) voru 0-5 ára íbúðir. Vafalaust hafa margar þeirra verið ófullgerðar á ýms- um stigum því meðalverð í þessum flokki var aðeins 5,5 milljónir. Hæsta meðalverð, 7 milljónir, var á íbúðum frá 6 til 10 ára gömlum, þ.e. íbúðum sem eru fullgerðar og enn teljast nýlegar íbúðir. Sé íbúð komin yfir tíu árin virðist hins vegar skipta sáralitlu máli hvort hún er 20,30 eða 40 ára gömul. Sé lit- ið á íbúðir yngri en fimmtíu ára var meðalverðið m.a. lægst, um 6,1 millj- ón, á þeim flokki sem telst 16-20 ára, þ.e. íbúðum byggðum á tímabilinu 1972-1977. Hæst var meðalverðið hins vegar 6,8 milljónir á þeim rösk- lega 350 íbúðum sem voru 26-35 ára (byggðum 1957-1967). Meðalverð var að vísu heldur lægra (milli 5 og 6 milljónir) á íbúðum sem byggðar voru á tímabilinu frá því fyrir aldamót og til stríðsloka en um fjórð- ungur allra seldra íbúða var í þeim aldursflokkum. Þegar er hins vegar til þess litið að mjög margar þeirra íbúða sem byggðar voru á fyrri hluta aldar- innar voru mjög litlar að flatarmáli mætti ætla að söluverð þeirra væri nokkru lægra á hvem fermetra en á íbúðum sem byggðar vom t.d. á 8. áratugnum. Vekur það athygli að þær 91-95 ára gömlu íbúðir sem skiptu um eigendur í fyrra voru seldar fýrir 23 milljónir samtals, eða nær 5,8 milljónir kr. að meðaltali — þ.e. aðeins á 390 þús. kr. lægra meðalverði en íbúðir sem voru 75 árum yngri. Allt annað kemur hins vegar í ljós þegar borinn er saman aldur og verð á einbýlishúsum. Þar reyndust 11-15 ára hús seld fyrir hæst verð, um 15,9 milljónir að meðaltali. Vekur athygli að fimm árum yngri hús seldust að jafnaði fyrir hálfri annarri milljón lægra verð. Hús á aldursbilinu 16-20 ára seldust á 13,8 milljónir kr. að meðaltali. Síðan má segja að verðið hafi farið stiglækk- andi með hækkandi aldri, með að vísu nokkrum undantekningum, enda um fá hús að ræða í hverjum elstu aldurs- flokkanna. Meðalverð húsa sem orðin eru eldri en 40 ára var um 7,6 milljón- ir króna. f þessum hópi skera sig þó úr þrettán hús byggð á þriðja áratug aldarinnar sem seldust á 121 milljón kr. en það þýðir 9,3 milljóna meðalverð. Á hinn bóginn virðast bæði íbúðir og hús frá öðrum áratug aldarinnar í áberandi minnstum metum hjá kaup- endum fasteigna í Reykjavík. - HEI Efraim Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar i ísrael, afhendir íslenskum stjórnvöldum ný gögn í máli Edvalds Hinrikssonar: „Teljum mál Edvalds vera eitt af fimm forgangsmálum“ Efraim Zuroff, forstöðumaður Simon YViesenthal-stofnunarinnar i ísrael, segir að mál Edvalds Hinrikssonar sé eitt af fímm stærstu málum sem stofnunin fáist við þessa stundina. Zuroff átti í gær fund með embættis- mönnum í dómsmála- og forsætisráðuneytinu. A fundunum kynnti hann gögn sem hann telur sanna að ásakanir á hendur Edvald um morð og mannréttindabrot í Eistlandi í síðari heimsstyrjöldinni séu réttar. Zuroff segir að Edvald hafí sjálfur myrt 10 óbreytta borgara og gefíð fyrirskipanir um að taka um 150 manns af lífí. Zuroíf lagði til við íslensk stjóm- völd að skipaður yrði sérstakur sak- sóknari til að fara ofan í mál Edvalds Hinrikssonar. Hann sagði við blaða- menn í gær að íslensk stjómvöld hefðu fram til þessa ekki látið fara fram neina sjálfstæða rannsókn á þeim ásökunum sem bomar hafa verið á Eldvald Hinriksson. Hann sagði það fyrirslátt að ekki hefðu legið fyrir gögn sem sönnuðu nægi- Iega vel sekt Edvalds. Zuroff sagði að hefði einhvem tíma legið fyrir vafi um sekt hans þá hefði þeim vafa ver- ið eytt með þeim nýju gögnum sem nú hefðu verið lögð fram. Zuroff fór til Eistlands í nóvember á síðasta ári til að afla sér nýrra gagna um mál Edvalds. Zuroff sagði að eistnesk stjórnvöld hefðu á marg- víslegan hátt aðstoðað sig við öflun gagna. Hann sagðist hafa tekið ljós- rit af fjölda skjala sem geymd væru í skjalageymslum í Eistlandi. Zuroff sagði að gögnin sem nú hefðu verið afhent íslenskum stjórnvöldum hefðu að geyma yfir Látum bíla ekki ganga að óþörfu! 40 vitnisburði manna sem hefðu orðið vitni að voðaverkum Edvalds í Eistlandi. Mörg vitni væru enn á lífi og tilbúin til að vitna gegn Edvaldi hér á landi. Zuroff sagði gögnin hafa að geyma ásakanir um að Edvald hefði myrt 10 menn og að hann hefði gefið fyrirskipanir um aftökur 150 annarra manna, allt óbreyttra borgara. í gögnunum væri einnig að finna ásakanir um að Edvald hefði nauðgað konum. Zuroff sagði að þess væru engin dæmi að gögn frá Sovétríkjunum sem notuð hefðu verið í réttarhöld- um gegn meintum stríðsglæpa- mönnum nasista hefðu verið fölsuð. Hann hafnaði því algerlega að þau gögn sem hann lagði fram í gær væru að einhverju leyti fölsuð af kommúnistum. Einn þeirra embættismanna sem Zuroff ræddi við í gær var Albert Jónsson, deildarstjóri í forsætis- ráðuneytinu. Hann sagði í gær að farið yrði yfir þau gögn sem Zuroff lagði fram hjá dómsmálaráðuneyti, forsætisráðuneyti og embætti ríkis- saksóknara. Albert sagðist ekki geta svarað því hvenær væri að vænta viðbragða við ásökunum Zuroffs af hálfu íslenskra stjómvalda eða á hvern hátt þau viðbrögð gætu orðið. Á blaðamannafundinn sem Zuroff efndi til í gær mætti Elías Davíðsson en hann hefur í mörg ár barist fyrir réttindum araba í Mið- Austurlönd- um. Elías kynnti sig á fundinum og spurði Zuroff hvers vegna hann, sem segðist vera baráttumaður fyrir réttlæti, rannsakaði ekki mannrétt- indabrot og morð sem hann sagði ísraelsmenn fremja daglega í Palest- ínu. Zuroff sagðist ekki kannast við að land með því nafni væri til en sagði við Elías að ef hann teldi að ísraelsmenn fremdu morð og brytu mannréttindi þá skyldi hann leggja fram gögn um það til réttra aðila. Elías snaraði þá þegar fram blaða- bunka sem hann sagði sanna sitt mál og afhenti Zuroff þau. -EÓ Efraim Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunar- innar (fsrael, kynnti ný gögn í máli Edvalds Hinrikssonar fyrir blaðamönnum í gær. Tímamynd Ámi Bjama Seljum af lager flestar gerðir af þessum þekktu þýsku gírmótorum og rafmótorum. Hagstætt verð! Sérpantanir afgreiddar með stuttum fyrirvara. Sala, þjónusta og viðgerðir á sama stað. mtdsDiitý HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-634000 / 91 -634040

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.