Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 8
12 Tíminn Þriðjudagur 2. febrúar 1993 Halldór Jón Jónas Karen Erla Almennir stjórnmálafundir á Austurlandi Þingmenn og varaþingmenn Framsóknarflokksins á Austuriandi boða til almennra stjómmálafunda I kjördæminu sem hérsegirá timabilinu frá 31. janúartil H.febrú- ar. Stöðvarfirði: Félagsheimilið þriöjud. 2. febrúar kl. 20.30. Breiðdalsvik: Hótel Bláfell miðvikud. 3. febrúar kl. 20.30. Höfn: Framsóknarhúsið fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.30. Bakkafirði: Miövikudag 10. febnjar kl. 20.30. Vopnarirði: Fimmtudag 11. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Atvinnumál — stjómmálaviðhorfið — staða EES- samningsins. Allir enj velkomnir á fundina. Nánar auglýst á viðkomandi stöðum. Athugið breytt- an fundartima á Eskifiröi og Fáskrúðsfirði. Fundarboðendur Félagsvist á Hvolsvelli Spilum sunnudaginn 14. febniar kl. 21.00. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Halldór Ingibjörg Sigurður Akranes Opinn stjómmálafundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 11, mánudaginn 8. febnlar kl. 20.30. Frummælendur Halldór Ásgrlmsson, Ingibjörg Pálmadóttir og Sigurður Þórólfs- son. Akranes — Bæjarmál Fundur um fjárhagsáætlun Akranesskaupstaðar verður haldinn miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu. Glsli Gislason bæjarstjóri gerir grein fyrir áætluninni. Auk hans mun Steinunn Sig- urðardóttir sitja fyrir svörum. Bæjarfulltrúamir Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Opinn fundur um EES og stjómmálaviðhorfið I dag, veröur haldinn miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20.30 að Hafnargötu 62. Framsögumenn: Guðni Ágústsson og Siv Friöleifsdóttir. Fjölmennið. Allir velkomnir. Stjóm Fulltrúaráðs Norðurland vestra Vestur-Húnvetningar Almennur stjómmálafundur verður haldinn I Vertshúsinu, Hvammstanga, miðviku- daginn 3. febrúar kl. 21.00. Frummælendun Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson, Elln Lindal. Hofsós Verðum til viðtals I Félagsheimilinu á Hofsósi fimmtudaginn 4. febrúar kl. 16.00- 18.00. Páll Pétursson, Stefán Guömundsson. Slglfírðlngar Almennur stjómmálafundur verður haldinn i Suðurgötu 4 fimmtudaginn 4. febrúar. Frummælendun Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson, Elln Llndal. Norðurlandskjördæmi vestra í Almennur stjómmálafundur verður haldinn I Miðgarði 2. febrúar kl. 21.00. Frummælendun Steingrimur Hermannsson, Páll Pétursson, Stefán Guðmunds- son. Allir velkomnir. Auglýslngasímiir Tfmans Vesturland Inglbjörg Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður og Siguröur Þórólfsson varaþingmað- ur verða með fundi um stjómmálaviö- horfið og málefni héraðsins á eftirtöld- um stöðum: Miövikudagur 3. febr. n.k.: I Félags- heimilinu Suðurdölum kl. 14.00 og I Breiðabliki kl. 21.00. Fimmtudagur 4. febr. n.k.: I Röst, Hellissandi. kl. 21.00. Sigurður Steingrimur Páll Stefán Hverjir eru í vandræðum? Ottar Guðmundsson: Tfminn og tárið. fslendingar og áfengi f 1100 ár. Foriagið. Hér er þá sem sé drykkjuskapar- saga íslendinga frá því land byggð- ist. Þar með er þó ekki sagan öll. Eft- ir að hafa lýst áhrifum áfengis á manninn er farið út fyrir landstein- ana og rifjað upp að alla tíð frá því sögur hófust hafa menn strítt við það að læra að drekka. Þær tilraunir hafa ekki heppnast betur en það að jafnan er það nokkur minnihluti sem missir vald á drykkjufysninni og drekkur til sorgar og vansa sér og öðrum, svo að heita má að þeir kalli áfengisböl yfir þjóð sína. Óttar Guðmundsson er þjálfaður rithöfundur og hefur ærna reynslu af að fást við heilsuleysi og ólán sem rekja má til áfengisneyslu. Það má því ganga að því sem vísu að hér er komin læsileg og fróðleg bók. Þegar sagan hefur verið rakin og þar með sagt frá áfengisneyslu sam- tíðarinnar er rætt um áfengisvamir og meðferðarstofnanir. Þegar rætt er um fornar venjur er það vangá sem segir á bls. 61 að átt- undi dagur jóla heiti nú gamlárs- kvöld. Áttundi dagur jóla er nýjárs- dagur, enda stóð lengi „áttidagur" við hann í Almanaki. Svo sem vænta má er töluvert rætt um áfengissýki eða „alkóhólisma", hvað það sé og hvers vegna. Á bls. 147 standa þessi orð: „Þegar Alþjóða heilbrigðisstofnun- in ákvað að alkóhólismi væri sjúk- dómur var notast við þessa skýr- ingu: „Alkóhólismi er langvinn hegðunartruflun sem einkennist af endurtekinni drykkju alkóhóls sem ekki er í neinu samræmi við venju- lega neyslu í samfélaginu og skaðar heilsufar og félagslega stöðu ein- staklingsins. Alkóhólisti drekkur svo mikið að hann er háður áfengi og sýnir merki um geðtruflun og versnandi líkamlega heilsu." Hitt leiðir höfundur hjá sér að geta þess að Alþjóða heilbrigðisstofnunin hætti að telja alkóhólisma sjúkdóm. En eftir ýmiskonar vangaveltur seg- ir hann: „En í raun skiptir litlu máli hvaða hugmyndir menn hafa um orsök alkóhólisma. Aðalatriðið er að alkó- hólistinn hætti að drekka." Hitt er svo greinilegt að höfundur telur auðvelda meðferð að ölkærir menn líti á veikleika sinn sem sjúkdóm. Þegar rætt hefur verið um vín- bannið 1915-1922 segir höfundur: „Síðan hefur bindindishreyfmgin verið í miklum vandræðum. Fáir taka þann kost að bragða aldrei áfengi og vera í stúku allt sitt líf. Flestir þeirra sem ekki drekka nú á tímum eru óvirkir alkóhólistar sem farið hafa í áfengismeðferð." Mér er ekki ljóst á hverju þessi full- yrðing er byggð. Hitt veit ég að þeir sem nú eru um áttrætt hafa þekkt marga sem verið hafa bindindis- menn allt sitt líf. í annan stað þekkj- um við ungt fólk sem er bindindis- fólk og hefur verið frá upphafi. Mér er ekki kunnugt að fyrir liggi ein- hver könnun meðal þeirra sem nú neyta ekki áfengis, svo að sjá megi fortíð þeirra í þessu efrii. Ég held það væri fljótfærni að álykta að allir Bókmenntir þeir, sem nú vilja hafna áfengi, séu fyrrverandi ofdrykkjumenn. Að öðru leyti sé ég ekki að bindind- ishreyfingin sé í meiri vandræðum en aðrir sem eru að sporna gegn áfengisböli. Við vitum a.m.k. að það er örugg vörn gegn áfengissýki að venjast ekki áfengi, svo að það er rugl að hver sem er geti orðið alkó- hólisti. Það verður enginn nema hann venjist áfenginu. Hitt vitum við líka að öll reynsla styður þá skoðun að bindindishreyfingin ein sé þess umkomin að bægja áfengis- böli frá, svo að fullur sigur verði. Hitt kemur glöggt fram í bók Óttars að engir kunna að segja fyrir um það hverjir verða drykkjusjúkir og í ann- an stað að ærið skortir á að björgun nái til allra. Óttar segir í bók sinni margar dæmisögur um áfengismenningu samtíðarinnar. Leiðir hann þar fram ýmiskonar fólk og er að vísu býsna nærfærinn í þeim skáldskap. Gera þær sögur bókina læsilegri og fróð- Iegri. Tekst Óttari að gera þessar sögur skemmtilegri en ætla mætti um slíkar raunasögur. En flest hefur tvær hliðar og sumar sögurnar fara vel. Bindindishreyfingin væntir þess að fólk almennt fáist til að hugsa um áfengismál og geri sér þá grein fyrir því að þeim fylgir böl. Hitt verður hver og einn að meta hvort honum þykir um of að nefna það þjóðarböl. Hvað sem um það er, verður að vænta hins að góðviljað fólk fari að athuga hvort það beri nokkra ábyrgð á þessu böli í mannfélaginu. Þá munu margir sjá að oft ræður úr- slitum hversu oft áfengi er haft um hönd. Þá fari menn að hugsa í al- vöru um fordæmi sitt og áhrif þess og gera sér ljóst að þeir eru hver og einn með fordæmi sínu og háttum áhrifavaldur þó í smáu sé. Þegar menn gera sér það ljóst munu þeir meta hvort réttara sé að taka afstöðu með eða móti áfengistískunni. Um síðustu aldamót var verið að kenna þessari þjóð sitt af hverju sem heyrði til sóttvarna. Þar á meðal var það að ekki skyldu menn hrækja á gólfið á samkomustöðum. Sótt- kveikjur kynnu að leynast í hrákan- um. Þetta skildu menn og það urðu almennir mannasiðir að hrækja ekki á gólfið. Um það þarf ekki framar að ræða. Hvernig sem menn vilja greina alkóhólismann vita menn hvemig hann byrjar og breiðist út. Því er það draumur okkar að þeim fjölgi sem ekki vilja eiga þátt í því að útbreiða þann ófögnuð. Því vinnur bindindis- hreyfmgin á fslandi svikalaust að því að fylkja fólki gegn áfengistískunni, svo að þeim mannamótum fækki sem fyrst og mest þar sem áfengi er haldið að mönnum. Þar munu úr- slitin ráðast. Það er rétt sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði á vímuefnaráð- stefnu í páfagarði. Þetta stríð verður að vinna á heimilunum, skólunum og frjálsum félagsskap. Þegar menn skilja það munu þeir taka afstöðu. H.Kr. Skáldið Egill, kvæðin og sagan „Harðsnúið lið“ sérfræðinga og áróðursfræðinga vinnur nú að áætl- un um að koma á þeirri trú, að saga Egils Skallagrímssonar sé tilbún- ingur einn, að Egill hafi ekki ort kvæði þau sem honum eru kennd, heldur söguhöfundurinn, og á það að fylgja í kaupbæti, að „Egill hafi aldrei verið til“. í „Þjóðarþeli" út- varpsins, sem oft er þó vel hlustandi á, var ymprað á því 21. jan. að Egill muni geðveikur verið hafa, haldinn ofsóknarbrjálæði o.s.frv. En hvernig maður, sem aldrei var til, gat þó ver- ið brjálaður, virðist næsta torráðin gáta. í formála sínum að Egilssögu (1933) gerir Sigurður Nordal grein fyrir sambandi vísna og kvæða við söguna. Telur hann í fáeinum atrið- um ósamræmi milli atburða í vísum og sögu, en það ósamræmi hefði falsari, sem laug upp vísum til að styrkja sögu sína, aldrei látið koma fyrir. Eiginlegir fræðimenn munu aldrei geta trúað því, að Snorri hefði farið að vitna í dæmi úr þannig tilbúnum skáldskap í bókmenntasögu- ritgerð eins og Skáldskaparmálum. Snorri vildi „ekki á bækur setja vitnislausar sögur", þ.e. heimildarlausar, og því síður hefði honum komið til hugar að Ijúga upp vísum. í sambandi við það, sem þó er að nokkru leyti annað mál: „hvemig Lesendur skrila maður Egill var“, hinn raunvemlegi Egill, mætti athuga þetta: Fá dæmi eru þess í mannkynssögu, að góð- menni hafi komist í þá aðstöðu að verða mikilmenni í samtíð sinni. EgiII var hermaður, og hermennsk- an er ekki beinlínis til þess fallin að rækta með mönnum mildi og mis- kunn. Þess má þó sjá glögg merki í kvæðunum, að þýðir og mildir drættir em til í eðli hans. Hann dáir jafnvel Arinbjörn vin sinn fyrir að vera „veklinga tös“: hlífiskjöldur lít- ilmagna. Vísan „Skalat maðr rúnar rista“ er merkileg fmmheimild um „fyrsta huglækninrí' í sögu vorri. 23. jan. 1993 Þorsteinn Guðjónsson cftix boltc Lcmut bctnl IUMFEROAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.