Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 2. febrúar 1993 Hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður drógu uppsagnir sínar til baka: Samið var á elleftu stundu Samkomulag tókst seint á sunnudagskvöld í deilu hjúkrunarfræöinga og ljósmæðra á Landspítala við stjórn spítalans. Svonefnd Borgarspítalaleið verður farin sem þýðir að hjúkrunarfræðingar í fullu starfi munu hækka í launum en aðrir ekki. Þá mun nefnd beggja aðila vinna að kjarasamanburði við önnur sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þorgerðar Ragnarsdóttur, eins af talsmönnum hjúkrunarfræðinga. Ver- ið var að kalla inn sjúklinga í gær sem höfðu verið útskrifaðir síðdegis á sunnudag. Svonefnd Borgarspítalaleið felur það í sér að hjúkrunarfræðingar sem gegna fullu starfi hækka í launum en aðrir ekki. Þar getur verið um launa- hækkun sem nemur þremur til fimm iaunaflokkum að ræða. „Við sættum okkur við þetta með hliðsjón af ástandinu í þjóðfélaginu," bætir Þorgerður við. Áður hafði hópn- um verið boðinn sambærilegur ráðn- ingasamningur og gildir á Borgarspít- alanum og þá hafði einnig verið viðruð hugmynd um kjaramálanefnd. Þor- gerður telur að tilboð þessa efnis hafi ekki komið fram samhliða fyrr en á sunnudagskvöld og álítur að það hafi ráðið úrslitum. Þá vekur athygli að þegar hópurinn ákvað að segja upp stöðum sínum var miðað við að allir, hvort sem þeir gegndu fullu starfi eða ekki, fengju leiðréttingu á kjörum sín- um. „Þetta gekk ekki í bili en kannski gengur það einhvem tíma. Það er alla- vega búið að vekja máls á því,“ segir Þorgerður. Þess má geta að Landspítalinn hélt sig innan fjárlagaramma á síðasta ári en á þessu ári hafa framlög til hans verið skorin nokkuð niður. Fjármála- ráðherra hefur gert það Ijóst að spítal- inn fái ekki aukafjárveitingu til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga og því verður að gera breytingar innan spít- alans ef takast á að útvega aukið fjár- magn. Haft var eftir forstjóra ríkisspítala í gær að hann vonaðist til að ekki þyrfti að koma til skerðingar á þjónustu þeg- ar komið yrði til móts við hjúkrunar- fræðinga. -HÞ Bílgreinasambandið er óánægt með nýja reglugerð dómsmálaráðherra um skoðun ökutækja: Afram skoðun i 911 Bílgreinasambandið er óánægt með reglugerð um skoðun öku- tækja sem dómsmálaráðherra gaf út á síðasta ári. Með reglugerð- inni verður einkaréttur Bifreiða- skoðunar íslands hf. ti! að skoða bða afnuminn. Bðgreinasam- bandiö telur hins vegar að reglu- gerðin setji starfsemi verkstæða sem eiga að fá leyfi til að skoða bfla of þröngar skorður. Ólíklegt sé að reglugerðin leiöl til þess að samkeppní verði um almenna skoðun Ökutækja. Reglugerðin mun taka gildi um næstu áramót. í henni er kveðið á um að faggildingardeild Lög- glidingarstofu setji nánari reglur um útfærslur á stöðlunum í sam- ráði við dómsmálaráðuneytið. Bflgreinasambandið telur að nú þegar verði að liggja fyrir út- færsia á þessum reglum og stöðl- um svo að verkstæði geti faríð að undirbúa sig til að taka að sér skoðun ökutækja. dómsmálaráðherra segir nta.: „Regiugerðin á að taka gildi um næstu áramót og því ljóst að regl- ur um framkvæmd og aöiögun að þessum stöðlum veröa að liggja fyrir hlð aflra fyrsta. Reyndar virðist eiga að setja hér mjög strangar reglur sem fáir eða eng- ir geta uppfyHL Staðlar þeir sem vitnað er til eiga varla við um þessa starfsemi og eru ekki í samræmi við aðstæður hér á landL Svo virðist sem gera eigi strangari kröfur en almennt er gert í Evrópulöndum.“ Bfl- greinasambandið telur því að taki reglugerðin gildi óbreytt sé ólík- legt að samkeppni verði um al* menna skoðun ökutækja. -EÓ Norðfirðingar leita að öðrum togara í stað Gyllis ÍS til hráefnisöflunar fyrir Dvergastein hf. á Seyðisfirði: SKILYRÐI AÐ TOGARINN HAFI VERULEGAN KVÓTA „Það hefur ekkert gengið að finna annan togara í stað Gyllis ÍS. Af okk- Húsdgendur! Nú er orðið dýrt að kynda En hver hefur efni á því að láta hitann streyma út í loftið? Enginn. Slík sóun á fiármunum er vanhugsuð og ástæðulaus. Aður en þú formælir orkukostnaði, sem á vafalítið eftir að hækka á ókomnum árum, skalt þú líta í eigin barm. Er húsið þitt nægilega einagrað? Ef einangrun er ófull- nægjandi verður aidrei heitt og notalegt inni, hversu mikið sem kynt er. Reikning- arnir hækka og hækka, en hrollurinn fer ekki. Veist þú: ✓Að allt að 40% húshitans getur tap- ast vegna lélegrar einaarunar í þaki eða á loftplötu. Hver hefur efni á því? s/Að við erum eina fyrirtækið hér á landi sem blæs steinull í hús og skip. í holrúm og veggi nýrra oa gamalla timburhúsa. í þök. Ofan á loftplötur. í milligólf og grunna. s/Að steinullin sem við blásum er vatnsvarin. Hún er fyrirtaks eldvörn. Hún hijóðeinangrar betur en nokkur einangrun. Hún rykast ekki vegna viðloðunarefna sem í henni eru. s/Að verðið frá okkur er sambærilegt við aðra gæðaeinangrun. HÚSAEINANGRUN SÍMAR 91 - 622326/22866 EÐA 93-13152 ar hálfu verður viðkomandi togari að hafa verulegan kvóta og það get- ur tekið mánuð og jafnvel ár áður en eitthvað gerist í þessum efnum en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með markaðnum," segir Finnbogi Jóns- son, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað. Eins og kunnugt er keypti íshúsfé- lag ísfirðinga hf. og Flateyrarhrepp- ur togarann Gylli IS af Hjálmi hf. á Flateyri eftir að samningar höfðu tekist milli fyrirtæksins og Síldar- vinnslunnar um kaup á togaranum og hluta af kvóta hans. Af hálfu Norðfirðinga var ætlunin að nota togarann til hráefnisöflunar fyrir Dvergastein hf. á Seyðisfirði í stað togams Birtings NK sem seldur var til Suður-Afríku. Framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar segir að engin eftirmál verði af þeirra hálfu vegna kaupa fsfirð- inga og Flateyrarhrepps, en hrepp- urinn nýtti sér forkaupsréttinn að togaranum og fjármagnaði kaupin í samvinnu við íshúsfélagið með stofnun hlutafélagsins Þorfmns hf. Að undanfömu hefur Gullver séð Dvergasteini hf. fyrir hráeíni til vinnslunnar. Það dugar þó skammt því ætlunin er að Gullver sigli á næstunni með aflann. Finnbogi seg- ir að reynt verði eftir föngum að sjá fyrirtækinu fyrir hráefni og m.a. sé ekki loku fyrir það skotið að einhver fáist til að afla hráefnis með því að Dvergasteinn leggi viðkomandi til kvóta til veiðanna. -grh A myndinni er Helgi Seljan að flytja hugleiðingu um ár aldraðra. Tímamynd Áml Bjama Menningarvika í Seljahlíð í gær hófst menningarvika í dval- arheimili aldraðra í Seljahlíð og stendur hún yfir dagana 1.-5. febrúar. Þetta er þriðja árið sem slík vika er haldin í dvalarheimil- inu. Flutt verða nokkur erindi og má þar nefna erindi Bjöms Einars- sonar, sérfræðings í öldrunarlækn- ingum, um svefn og svefnvenjur og erindi Helga Valdimarssonar læknis og prófessors um ofnæmi og ónæmiskerfi. Síðustu daga menningarvikunnar munu svo Bára Sigurjónsdóttir og Ingólfur Margeirsson lesa úr bókinni Hjá Báru. Á eftir hverju erindi verða svo leyfðar fyrirspurnir og umræð- ur. Einnig verður í tengslum við menningarvikuna sýning á lista- verkum eftir starfsfólk heimilisins. -ÞIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.