Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. febrúar 1993 Tíminn 5 ■ Magnús H. Gíslason: Reglugerðaráðherrann Dugnaður er, út af fyrir sig, ágætur og lofsverður eiginleiki. Þó er það nú svo, að jafnvel um dugnaðinn getur það átt við, að hóf sé best á hveijum hlut. Þannig mun sá líka hafa litið á, sem eitt sinn mælti svo við athafnasaman alþingismann, muni eg vísuna rétt: Jdimu áAlþingi irmi óska þér fleiri og fleiri, dugnaðar dálítiö mirmi, dómgreindar eilítið meiri. “ Já, kapp er best með forsjá. Það get- ur verið bagalegt ef dugnaðurinn ber dómgreindina ofurliði. Þá getur mönnum orðið hnotgjamt og kann þá svo að fora, að góð meining geri enga stoð. Þegar núverandi ríkisstjóm var mynduð undmðust ýmsir þá gjaf- mildi Davíðs að gefa krötum eftir fimm ráðherrastóla, eða jafn marga og komu í hlut stóra bróður. En Dav- íð þekkd krata og vissi hvað hann var að gera. Hann vissi að ráðherrastólar og þau hlunnindi, völd og áhrif, sem slíkum setgögnum fylgja, em þeim meira virði en „einhveijar hugsjón- atætlur fiá tímum fomkrata" eins og einn nútíma ,jafhaðarmaðurinn“ komst að orði. Það væri því engin hætta á að þeir myndu hlaupa frá borði á stjómarskektunni á meðan sæmilega væri gert við þá „í mat og drykk“. Þá krataþingmenn, sem af gengju, mætti svo notast við sem þingnefndaformenn og skipti þá naumast meginmáli þótt ekki verði alltaf með auðveldu móti séð hvort sumt af því fólki er þessa heims eða annars. Já, „dugnaðar dálítið minni, dóm- greindar eilftið meiri“. Það fer ekki hjá því að þessi gamla þingvísa rifjist upp þegar hugað er að hamagangi heilbrigðisráðherrans. Hann var ekki fyrr sestur í ráðherrastólinn en hann tók að ausa úr sér reglugerð- um í allar áttir. Síðan má heita að ekki hafi linnt þeim aðförum nótt né nýtan dag. Flumbrugangur ráðherr- ans er jafnvel slíkur að stundum er einhver reglugerðin ekki fyrr komin út en henni verður að breyta eða jafnvel fella úr gildi. Ef ráðherrann vildi nú leggja það á sig, þótt ekki væri nema öðru hverju, að hugsa áð- ur en hann framkvæmir, myndi gönuhlaupum hans væntanlega foekkaverulega. Ráðherrann segir heilbrigðiskerfi okkar alltof dýrt og allar hans að- gerðir miði að því að minnka þann kostnað, sem af því leiði. Auðvitað er kerfið dýrt, en gott heilbrigðiskerfi og réttlátt verður ævinlega dýrL Enginn andmælir því að dregið sé úr kostnaði ef það telst unnt, en það er ekki sama hvemig að því er farið. Spamaður, sem leggur auknar byrð- ar á þá, sem síst mega við því, er slæmur spamaður. Heilbrigðisráð- herra hafði um tvær leiðir að velja: Vinna að spamaðaráformum sínum í samvinnu við þá, sem hlut eiga að máli, eða að þjösnast áfram með of- ríki og yfirlæti. Fyrri leiðin er tví- mælalaust líklegri til árangurs, því að friðsamleg lausn er ávallt betri og réttlátari en sú, sem knúin er fram með einhverskonar styrjaldarátök- um. En ráðherrann hefur kosið að fara síðari leiðina, þá sem öllum gegnir versL Sjálfsagt stendur hún nær eðli hans og upplagi. Hjá ráð- herranum hefur dómgreindin, sem gera verður ráð fyrir að sé þó finnan- leg, orðið algjör homreka. Því hafo flest upphlaup hans verið vanhugs- uð og ferillinn allur ein samfelld slysaslóð. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Siglaugur Brynleifsson: F emand Braudel Þegar flökkuþjóðir Norður- og Austur- Evrópu fréttu af sólbökuðum löndun- um umhverfis Miðjarðarhafið, þar sem allur auður veraldarinnar var staðsettur, þar sem hinn rómverski friður og hið rómverska réttlæti ríkti og þar sem jörðin gaf ríkulegan ávöxt í korni og víni og lagðsíðar hjarðir glöddu augu bændanna, þá hófust ferðir flökkuþjóðanna til landanna sem umluku Miðjarðarhafið. Femand Braudel á sér ævafomar ræt- ur meðal þessara flökkuþjóða, lang- feðgar hans staðfestust í héraði sem síðar nefndist Lothringen, þar sem hann foeddist 1902. Hann skrifor í for- mála fyrstu útgáfu „Miðjarðarhafið og heimur Miðjarðarhafsins á dögum Fil- ippusar H.“ (La Méditerranée et le Monde Méditerranée Ö L’Epoque de Philippe H, Paris 1949): „Ég hefi elskað Miðjarðarhafið og löndin, sem að því liggja, af ástríðu þess sem býr norðan Alpa... ég hefi lagt ástundun á sögu þessa landsvæðis allt frá æsku og ég vona að sú gleði, sem ég hef notið við þessar rannsóknir, og eitthvað af sól- skini Miðjarðarhafssvæðanna megi ljóma af síðum þessarar bókar". í ann- arri útgáfu 1966 er fullt tillit tekið til nýjustu rannsókna og sagnfræðirita, sem út höfðu komið um eftiið síðustu 15-20 árin. Kveikja þessa rits vom kenningar Annalistanna, einkum Marcs Blochs og Luciens Febvres, en Braudel varð arftaki þeirra í hópi Annalistanna., Að skrifo söguna samkvæmt forsendum og vitund þess tíma sem um er fjallað" var markmið Annalistanna, svo langt sem það nær. Braudel var ættaður úr héraði sem varð franskt ekki fyrr en 1766; eins og Sartre vom langfeðgar hans af þýsk- frönskum stofhum, og Lévi- Strauss var frá Elsass. Þessir einstaklingar vom því afkomendur jaðarfólks og e.Lv. þessvegna sjá þeir allir skýrar franskan samtíma sinn og einnig allan samtíma betur en hefðu þeir verið uppmnnir í hreinfrönsku umhverfi. Lévi-Strauss og Braudel dvöldu auk þess langtímum saman fjarri Frakk- landi, Lévi- Strauss í Brasilíu, þar sem hann gerðist mannfræðingur í stað þess að kenna heimspeki heima í Frakklandi. Braudel dvaldi lengi í Alsír, sem kennari, og einnig í Brasilíu. Fjar- lægðin veitti honum betri innsýn í franska sögu og þar með heimssög- una, en hefði hann hafið störf sem kennari í París. Auk þess fannst hon- um andleg viðfangsefni franskra menntamanna bera keim af aflokun og einangrun, jafnvel forpokun ein- hverskonar sjálfsununar. Braudel var handtekinnafÞjóðveijum 1940 ogvar herfangi allt til 1945. Á þeim tíma vann hann að hinu mikla ritverki sínu um Miðjarðarhafið. Það kom út eins og áður segir 1949, en vakti takmark- aða athygli á Frakklandi; aftur á móti varð höfundurinn strax frægur meðal ensk- bandarískra sagnfræðinga. Ritið var þýtt á ensku og kom út í Bandaríkj- unum og þar með varð hann talinn meðal merkustu sagnfræðinga sam- tímans, erlendis. Frakkar tóku þá fyrst við sér. Þeim hafði löngum þótt Brau- del ósamvinnuþýður og fara um of sín- ar eigin götur. Hann var beinlínis illa séður meðal margra franskra sagn- fræðinga, sem um þetta leyti mótuðu söguskoðunina framar öðrum. Afstað- an til Braudels breyttist þó, reyndar með nokkurri tregðu; hann var ekki tekinn í frönsku Akademíuna fyrr en 82ja ára gamall. ,Miðjarðarhafið...“ varð hann sjálfur að gefa út í fyrstu útgáfu, og það var ekki fyrr en þáttur um Braudel og verk hans var unninn og sýndur í sjónvarpi, að hann var fullkomlega viðurkennd- ur í Frakklandi sem merkastur franskra sagnfræðinga. Hvað olli þessari tregðu? Braudel var írumlegur, hann kenndi nýja sögu. Pólitísk saga og atburðasaga hafði ver- ið inntak sagnfræðinnar; hann bætti við „langtíma sögu“, sögu hinna stöð- ugu endurtekninga — „longue duré“. Þetta varð samfélagssaga innan sög- unnar öðrum þræði og mun víðari saga en atburðasagan, .historie événe- mentielle". .Miðjarðarhafið og heimur Miðjarð- arhafsins ..." var réttlæting og ,sönn- un“ kenninga Braudels um gang sög- unnar, atburðarás bundna ótal atrið- um, sem oft eru torskildir. Saga sem er oft röð endurtekninga, saga hinnar þöglu baráttu við náttúruöflin, um umhverfið, sáningu og uppskeru vor og hausL mismunandi grósku jarðar- innar, veðráttuna og fólksfjöldann. Ifol- ið er að á 16. og 17. öld hafi um 80- 90% íbúa Evrópu verið bændur. Lff þeirra var í nánum tengslum við nátt- úruna, kuldaskeið gátu komið íbúum heilla byggðarlaga á vonarvöl, fólks- fjöldinn gat orðið framleiðslunni of- viða. Baráttan við að halda lífi, aukast og margfaldasL baráttan við allar þær hömlur sem mönnum voru búnar af náttúruöflunum. Verslun og viðskipti (vöruskipti) koma síðan til, verðlag nauðsynja og verðlag gjaldmiðlanna, vöru, silfurs og gulls, eftirspum nauð- synja og afskipti stjómvalda með laga- setningum eða valdbeitingu, styijöld- um til þess að hafa áhrif um völd og áhrif. Braudel líkir þessum afskiptum við gámr á yfirborðinu, sem gátu óneitanlega snert illa þá sem urðu að þola styijaldir og allt sem fylgdi þeim. En frumgerðin tók engum breyting- um, það varð að sá og uppskera, beita búsmalanum og flytja vömr milli svæða. TYegðulögmálið gilti, nauðung lffs- baráttunnar var stríð, en því fór þó fjarri að menn létu hjá líða að gera sér glaðan dag þegar góð uppskera var komin í hlöðu. Braudel dregur upp sterka mynd af daglegu lífi og baráttu hins sögulausa fiölda, sem Iifði þá stöðugu endurtekningu með tilbreyt- ingum hvers byggðarlags hvers tíma innan takmarkana hins gjörlega. Næsta verk Braudels var „Civilisation matérielle et Capitalisme XVe-XVIIIe siécle", París 1967. Síðan vann hann það rit upp og bætti við tveimur bind- um, „Civilisation matérielle, Econ- omie et Capitalisme XVe-XVHIe siécle I- m“, París 1979. Undirtitill fyrsta bindis, sem ber sértitilinn ,hes Strnct- ures du Quotídien", er ,he possible et I’impossible". Gerð eða formgerð hversdagslífeins, sem ber f sér takmarkanir hins gjör- lega á þessu tímabili sem Braudel fiall- ar um. Braudel varði tuttugu ámm í að rita þetta verk, svipaðan tíma og það tók harm að skrifa fyrsta stórverk sitt, ,Miðjarðarhafið...“. Hér er sagan ekki bundin einu svæði jarðkringlunnar, heldur spannar ritið allan heiminn frá 15. öld til 18. aldar. Þetta er veraldar- saga verkmenningar fram til iðnbylt- ingarinnar, sem faerði út takmörk hins gjörlega í mannheimi. „Verkmenning og markaðsbúskapur" eða kapítalismi var það efni, sem Braudel hafði lengi haft í huga og skrifaði að nokkm í fyrri ritum og ritgerðum (Ld. í Annales, Cambridge Economic History of Eur- ope og Encyclopedia Americana). Hann hefur kallað þá aðferð, sem hann beitir hér, „deplastíl" (pointillisme). Óhemju fiöldi einstakra atriða er dreg- Bókmenntir inn upp, ótal frásagnir og lýsingar, samtíma lýsingar, sem sýna inn í ald- imar með orðum þeirrar tíðar manna, varðandi alla verkmenningu. Braudel fiallar fyrst um fólksfiöldann. Þar hljóta getgátur að koma til, þar sem skýrslur um mannfiölda og al- menn manntöl em ekki fyrir hendi; þó má hafa leiðbeiningar af óbeinum skýrslum, fiölda hermanna og byggða- gerð og borga. Daglegt brauð er næsti kafli; komrækL uppskera af hektara og komverð. Síðan er fiallað um hrís- grjón og maís og aukna afurðagetu á 18. öld. Komið var aðalfæðan, en kjöt og fisk- ur vom ekki sfður þýðingarmiklar fæðutegundir. Drykkir — vatn, vín, bjór, eflasafi og brennd vín; kaffi, súkkulaði og te koma seint á markað- inn, en verða útbreiddir drykkir á skömmum tíma. Mataræði fór eftir stéttum og einnig eftir legu ríkjanna. Húsakynni um víða veröld og bygg- ingarefni em rædd í fiórða kafla og síð- an fylgja tveir kaflar um tækni, námu- gröft og jámsmíðar, orkugjafa, her- tækni, prentun o.fl. o.fl. Samgöngur og ferðalög, peningar og góðmálmar, borgir og borgarskipulag em lokakafl- amir. ,Jxs Jeux de LEchange" er annað bindið — Hjól efhahagslffsins eða verslunarinnar. Viðfangsefnið er versl- unin innan landa og utan, heimsversl- unin og auknar samgöngur á sjó og landi. Þýðing verslunarinnar — nauð- syn siglinganna — og afskipti stjóm- ralda af verslun, lönd og álfur tengjast verslunar- og efnahagsböndum og einnig öfugL togstreita um verslunar- hagsmuni veldur styrjöldum. Aðstöðu er komið upp í fiarlægum álfum og fílabein og þrælar vom keyptir ýmist af múslimskum þrælakaupmönnum, sem höfðu um aldir stundað þræla- veiðar í Afríku, eða af þeldökkum land- stjómarmönnum, einkum á vestur- ströndAfríku. , Jæ Temps du Monde“ er síðasta bindi verksins. Þetta er einhverskonar heild- arsýn eða yfirsýn sögunnar. Hér kemur til ,4tburðasagan“, saga átaka milli borga og ríkja, baráttan um völdin á hafinu, hin pólitíska saga, þar sem at- burðarásin er hröð og vemlega reynir á þan og spennu milli tregðulögmálsins, takmarkananna og þess sem stefnt er að, sem gjörlegt er. Braudel hefur alltaf falið pólitíska sögu líkasta gárum á vatni, sem vindsveipir valda, en hjaðna fljótlega. Þetta er í rauninni það sama og að Iíta á sögu mannkynsins frá sjón- arhól eilífðarinnar. Og hversvegna ekki? „Verkmenning og markaðsbúskapur" er þrískipt riL sem stefnir að heildar- mynd af baráttu og striti mannanna á vissu tímabili. Braudel tekst að lífga lff kynslóðanna á þessum 1600 blaðsíð- um. „Deplatæknin" á hér mikinn hlut að hversu vel hefur tekisL Theodor Zeldin skrifaði fiögurra binda verk um Frakkland frá 1848- 1945. Hann þekkti Braudel og skömmu fyrir andlát hans átti hann tal við hann um ástæðumar fyrir ritum síðustu bóka hans um Jdentity of France", en nú hafa komið út tvö bindi. Zeldin var ekki hrifinn af þessum skrifum eftirlætis sagnfræðings síns. Táldi þau bera jalh- vel vott um hálfgerða nesjamennsku, hjá manni sem hafði í skrifum sínum reynt að spanna sögu alls heimsins. Hversvegna þá þetta rit? Braudel svar- aði: ,Jíg er Frakki, alveg eins og hinir.“ En hann var ekki eins og hinir. Fjar- lægð hans fra Frakklandi varð til þess að hann sá Frakka í nýju ljósi. „Ég öðl- aðist víðari skilning við dvöl mína í Brasilfu, ég skildi tilveruna á annan hátt, bestu ár ævi minnar voru í Brasil- íu.“ Braudel var utangarðsmaður í Frakklandi. Sjálfemynd eða þjóðarein- kenni Frakka eða sérkenni Frakklands er riL sem er nokkurs konar sætt Braudels við eigið föðurland. Ritið er fullt af þversögnum og mótsögnum. Frakkland býður upp á þversagnir, fiöl- breytileiki Iandsins og sérleiki byggðar- laga og íbúa er einsdæmi, einstaklings- hyggjan er sundrandi, en menningar- lega ftjóvgandi. Braudel leitast við að Iýsa Frakklandi sem útlendingur, en það tekst ekki, því að hann er Frakki. Hann dregur upp svið fra þeim tímum, sem hann unni fremur öðrum frá 16. til 18. aldar. Hann lýsir þorpum og borgum og einkennum þeirra. Helm- ingur frönsku þjóðarinnar býr í smá- bæjum. En þessir smábæir eiga fátt sameiginlegt með þeim þorpum og bæjum sem hann lýsir á þessum síð- um. Braudel lýsir listilega einangrun- inni í smábæjum fyrri alda, en hann fiallar ekki um einangrunina nú á dög- um yfirþyrmandi fiölmiðlunar. Fortíð- in hangir ekki við eða er ekki lengur tengd nútíðinni, tengslin hafa rofhað. Þessvegna er sú mynd, sem hann telur að sé sjálfsímynd Frakka, mynd fyrri alda. Túngan tekur breytingum eins og víðar, þar koma til áhrif erlendra tungumála, en fyrst og fremst breytt meðvitund og sljórri skynjun orða og hugtaka. Matargerðarlistin var aðall Frakka, nú er hamborgarinn og snarlið að koma í stað hinnar fomu listar. Bók Braudels er lýsing á sérleika og sjálfe- mynd Frakka um sig og Frakkland fra 16. öld og fram undir miðja 20. öld. En það hafa orðið meiri breytingar frá miðri 20. öld og fram til þessa en nokkm sinni áður hér í heimi. Sérleik- inn hverfur fyrir alþjóðlegri stöðlua í stað franskra húsgagna er komin IKEA. Skólakerfið drabbast niður í starfefræðslunám, menntun er orðið öfugheiti. Braudel ætlaði sér að skrifa 5-6 bindi um efnið, tvö eru komin úL yfir tvö þúsund blaðsíður, og salan var um 400.000 eintök á Frakklandi. Undanfar- ið hafa verið settar saman bækur um einkenni ýmissa þjóða, sjálfemynd þeirra og sérleika. Áður vom skrifaðar bækur um væntanlegt menningar- hrun, afmenningu og uppkomu múgs- ins og æði hinnar hryllilegu ófreskju í mennskri mynd. E.Lv. kemur upp samfélag múgsins, en það verður ekki hryllilegt heldur sljótt eftir öllum sól- armerkjum að dæma. Fjölmiðlamöt- unin kæfir þjóðimar í algjörlega óþörfu upplýsingastreymi og framtíð- armynd Huxleys í ,J3rave New World" er lfldegri en „1984“ Orwells. Þó gæti hvortveggja spásögnin ræst og svo em alltaf fyrir þeir úrkostir. Braudel gefur ekki upp vonina: ,J>jóðin verður að beijast við sjálfa sig „ad infinitum". Að vera þjóð kostar stöðuga Ieit að sjálfri sér, myndbreytingu eigin sjálfe í átt til þeirrar gerðar sem býr í henni sjálfri. Hún verður að vera stöðugt á verði og samsama sig því besta í sjálfri sér.“ Þótt þessi rit búi ekki yfir sama krafti og snilli sem fyrri rit Braudels, þá er ætlunarverk hans stórkostlegt og ritin betur skrifuð en óskrifuð. Braudel lést skömmu áður en fyrra bindi Jdentity of France" kom ÚL þá 84 ára. Höfundur er rithöfundur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.