Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 m m J ^rSabriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum Gi ► varahlutir Haaarsbofða 1 - s. 67-6744 Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR1993 Stálsmiðjan hf. ætlar að höfða skaðabótamál gegn Dagsbrún fyrir að hindra sjósetningu báts úr slippn- um. Deilt um réttmæti uppsagnar á fimm yfirvinnutímum. Verkamenn: „Við munum leita réttar okkar fyrir Félagsdómi“ Júlíus ÁR frá Þorlákshöfn var sjósettur í gærmorgun eftir aö Dagsbrúnarverkamenn hindruðu sjó- setninguna sl. laugardag. Þessi sjálfsprottna aögerð verkamannanna var gerð til aö mótmæla upp- sögn Stálsmiðjunnar á sérkjarasamningi viö verkamennina á greiðslu fimm tíma yfirvinnu á viku sem tók gildi um nýliöin áramót. Tfmamynd.'Ámi Bjama Stálsmiðjan hf. ætlar að höfða skaðabótamál gegn Verka- mannafélaginu Dagsbrún fyrír Félagsdómi vegna meints skaða sem fyrírtækið varð fyrir sl. laugardag þegar verkamenn hindruðu sjósetningu skips úr slippnum. Að sama skapi undir- býr Dagsbrún málshöfðun gegn fyrírtækinu fyrir Félagsdómi vegna uppsagnar á sérkjara- samningi við félagið á samn- ingsbundinni fimm tíma unnrí yfirvinnu starfsmanna á viku. Ámi Kristjánsson, trúnaðarmaður Dagsbrúnarverkamanna hjá Stálsmiðj- unni hf., segir að sérkjarasamningur- inn sé hluti af aðalkjarasamningi og því geti fyrirtækið ekki sagt honum upp nema í tengslum við uppsögn á aðal- kjarasamningi. Hann segir jafnframt að verkamennimir hafi tilkynnt for- stjóra Stálsmiðjunnar sl. föstudag að þeir mundu ekki vinna við sjósetningu Júlíusar ÁR frá Þorlákshöfn, enda hafi verkamennimir ekki unnið yfirvinnu hjá fyrirtaekinu frá áramótum í mót- mælaskyni við meint samningsbrot fyrirtæksins. Engu að síður hefði for- stjóri fyrirtæksins mætt með flokk manna til að ganga í störf verkamann- anna við að sjósetja skipið og því getur hann varla kennt öðmm en sjálfum sér um það fjárhagstjón sem hann telur fyrirtækið hafa orðið fyrir. Skúli Jónsson forstjóri Stálsmiðjunn- ar segir að fyrirtækið sé í fullum rétti til að segja upp þessum yfirvinnutímum starfsmanna með samningsbundum fyrirvara. Það hefði verið gert þann 1. október sl. og tekið gildi frá og með ný- liðnum áramótum og hið sama hefði verið gert varðandi yfirvinnu málmiðn- aðarmanna hjá fyrirtækinu. Hann segir að Stálsmiðjan hafi engan samning gert við Dagsbrún og því furðar hann sig á þessari uppákomu formanns félagsins sem hann telur vera sprottna af einhverjum öðrum hvötum en að stuðla að atvinnuöryggi starfsmanna fyrirtæksins. Sl. laugardag komu Dagsbrúnar- verkamenn hjá Stálsmiðjunni hf. í veg fyrir sjósetningu Júlíusar ÁR frá Þor- lákshöfh úr slippi fyrirtæksins með formann Dagsbrúnar í broddi fylking- ar. Þessi sjálfsprottna aðgerð verka- mannanna var gerð til að mótmæla því að fyrirtækið sagði einhliða upp ákvæði sérkjarasamnings sem kveður á um að verkamennimir eigi að fá greidda fimm unna yfirvinnutíma í viku hverri. Þessi samningur hefúr verið í gildi frá því árið 1988 og var gerður við Slippfélagið á sínum tíma en seinna yfirtók Stálsmiðjan rekstur og eignir þess og að mati verkamanna einnig allar skyldur og þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessu mótmælir forstjóri Stálsmiðj- unnar og telur sig vera í fullum rétti til að grípa til viðeigandi ráðstafana í rekstri fyrirtæksins hverju sinni. -grb vinníngstoiur 30. janúar 1993 laugardaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSFIAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 1 2.355.890 2. 4^58! B 1 409.484 3. 4af5 89 7.936 4. 3al5 3.067 537 Heildarvinningsupphæð þessaviku: kr. 5.118.657 upplVsingarsímsvari91 -681511 lukkulIna991002 ERLENDAR FRETTIR. DENNI DÆMALAUSI LONDON Ótti við gjaldeyrisóróa Ótti viö gjaldeyrisóróa skók fjármála- markaöi i gær þegar enska pundiö sem ráöist hefur veriö aö úr öllum áttum lækkaöi meir en nokkru sinni fyn- gagn- vart markinu. Spákaupmenn virtust þó hikandi viö aö hrinda af staö stórfelldri árás á gjaldeyriskerfi Evrópubandalags- ins. ZAGREB Serbar og Króatar herða bardaga Bardagar milli Króata og Serba hörön- uöu I gær I Krajina-héraöi sem er undir yfin-áöum Serba eftir smáhlé um helg- ina i kjölfar framsóknar króatiska hers- ins. Vflrvöld uppreisnarserba í aöalborg Krajina, Knin, sökuöu Króata um aö gena árásir meöffam suövesturmörkum héraösins. KINSHASA Bannaðir fundir og samkomur Yfirborgarstjórinn i höfuöborg Zaire, þar sem taugamar eru þandar til hins ýtrasta, bannaöi i gær alla pólitíska fúndi og almennar samkomur eftir óeirðir þar sem a.m.k. 65 manns létu lif- iö. Allt virtíst meö kyrrum kjönjm I Kins- hasa I gær en allt sunnudagskvöldiö mátti heyra skotiö af rifflum og drunur úr þyngri vopnum um alla þessa dreiföu borg. PHNOM PENH Stjórnarherinn ræðst gegn Rauðum kmerum Her stjómarinnar í Phnom Penh hefur hmndiö af stokkunum aö þvi er virðist samstilltri árás á stöövar skæruliöa Rauöu kmeranna i fjölmörgum héruöum Kambódiu aö sögn embættismanns friðargæslusveita Sameinuöu þjóöanna Igær. BAGDAD írakar skynja viðræðu- vilja frá Washington Nizar Hamdoon, sendiherra Iraks hjá Sameinuöu þjóöunum, sagöi i gær aö hann heföi merkt skilaboö frá yfirvöldum i Washington sem kynnu aö gefa I skyn aö Bill Clinton forseti væri tilbúinn aö hefja viöræöur viö Iraka. MARJ AZ-ZOHOUR, Libanon Palestínumennirnir vilja enga málamiðlun Palestlnumennimir sem Israelar ráku úr landi tilkynntu gyöingarikinu og Bandarikjunum í gær aö þeir værn ekki til tals um aö vikja frá kröfu sinni um aö snúa aftur heim. BRUSSEL EB hefur formlega við- ræður við umsækjendur Evrópubandalagiö hóf I gær formlega undirbúning aö þvi aö taka I sinn hóp Austurriki, Finnland og Sviþjóð, fyrstu nýju aöildam'kin eftir aö þau uröu 12 á árinu 1986. „Snati er bara að gelta, Jói. Hann er að reyna að segja okkur að hann sé brjálaður, eða hrædd■ ur, eða svangur, eða lukkulegur, eða þyrstur eða þreyttur.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.