Tíminn - 16.02.1993, Qupperneq 2
2 Tfminn
Þriðjudagur 16. febrúar 1993
\
Vextir hærri en efnahagslegar forsendur geta skýrt með góðu móti:
Raunvextir langtum hærri á
íslandi en í öðrum löndum
„Flest bendir til að vextir séu hærrí um þessar mundir en skynsam-
legt getur talist í ljósi ríkjandi aðstæðna í þjóðarbúskapnum og
þeirra horfa sem við blasa,“ segir í grein Þorsteins Ólafssonar í
fréttabréfi Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans. Þar leiðir hann í
ljós að vandfundnir eru raunvextir hærrí en hér á landi. í saman-
burði á raunvöxtum ríkisskuldabréfa til langs tíma í fjórtán löndum
kemur í ljós að á íslandi eru þessir vextir 7,4% boríð saman við
4,6% að meðaltali í umræddum löndum.
')
Raunvextir ríkisskuldabréfa í nokkrum löndum
Skýringar: 1) Upplýsingar um vextl eru fengnar úr tímaritinu Economlat, 30. Janúar - 5. fobrúar 1993, og er hér um aö rœða
raunávöxtun ríkisakuldabrófa til langs tíma. Vlö útrelknlng raunvaxta er miöaö viö spó OECD (OECD Economlc Outlook) um
veröbólgu i hlutaöelgandi landi ó þossu ári. Raunávöxtun hór á landi er samkvœmt upplýsingum frá Veröbréfaþingl íslands i
byrjun febrúarmánaöar.
Þar við bætist að vextir hafa þar víðast
hvar farið lækkandi að undanfömu.
Þorsteinn telur flest rök mæla með
vaxtalækkun og ekki óeðlilegt að
stefna að lækkun raunvaxta ríkis-
skuldabréfa í áföngum niður í 5%.
Þorsteinn bendir á að háir vextir hafi
einkum það hlutverk að koma í veg
fyrir þenslu. Ljóst sé að hættumerkin
séu önnur, fyrst og fremst mikiil sam-
dráttur og atvinnuleysi. Við slíkar að-
stæður geti háir vextir reynst skaðleg-
ir því þeir haldi aftur af nýfjárfestingu
og fjölgi gjaldþrotum fyrirækja og
heimila. Fleiri gjaldþrotum fylgi aukið
fjárhagslegt tap lánastofnana sem leit-
ist við að bæta sér upp tapið með
meiri vaxtamun. „Þetta samspil hárra
vaxta, gjaldþrota og útiánstapa getur
því komið af stað keðjuverkun sem
smám saman magnar efnahagserfið-
leikana."
Nýlega vaxtalækkun í Þýskalandi, þar
áður í Bretlandi og víða annars staðar
í Evrópu og mikla vaxtalækkun í
Bandaríkjunum fyrir um tveim árum
má í aðalatriðum rekja til aðgerða
stjómvalda til að glæða hagvöxt að
sögn Þorsteins.
Þorsteinn segir vexti hér á landi
hærri um þessar mundir en efnahags-
legar forsendur geti skýrt með góðu
móti. Þeir verði ekki eingöngu skýrð-
ir með halla á ríkissjóði því hann sé
meiri í öllum hinum samanburðar-
löndunum að Japan undanskildu.
Lánsfjárþörf opinberra aðila sé að
sönnu mikil en hún hafi samt farið
minnkandi. Hrein lánsfjárþörf hafi
þannig svarað til 10,5% af landsfram-
íeiðslu í hitteðfyrra en stefni í 6,5-7%
á þessu ári.
Þar við bætist að lánsfjáreftirspum
atvinnuveganna sé í lægð. Útlán til
þeirra hafi ekkert aukist í fyrra og
aukin eftirspum fyrirtækja eftir iánsfé
sé ekki í augsýn. Og þar á ofan hafi nú
hægt verulega á skuldaaukningu
heimilanna. „Frá þessum sjónarhóli
virðist því ekki tilefni til að viðhalda
háum vöxtum".
En af hverju iækka vextimir ekki
sjálfkrafa þegar aðstæður á fjármagns-
markaði breytast?
Þessu segir Þorsteinn vandsvarað.
Tvennt geti þó augljósiega Ieitt til
tregðu af þessu tagi. Annars vegar hafi
raunvextir verið háir alllengi og hins
vegar sé fjármagnsmarkaðurinn hér á
landi lítiii og tiltölulega einangraður.
Við slíkar aðstæður sé alls ekki víst að
vextir breytist viðstöðulaust í sam-
ræmi við efnahagslegar forsendur.
,Af þessu má sjá að stjómvöld hafa
hlutverki að gegna við ákvörðun
vaxta, bæði vegna aðstæðna á fjár-
magnsmarkaði og í hagstjómarskyni.
Það getur einfaldlega verið skynsam-
legt fyrir stjórnvöld að beita sér af
þunga fyrir lækkun vaxta," sagði Þor-
steinn. Þar sagðist hann ekki eiga við
svonefnt „handafl" heldur að íslensk
stjómvöld notuðu sömu aðferðir og
aðrar þjóðir til að hafa áhrif á vexti.
Við fyrrnefndar vaxtalækkanir, sem
allar voru gerðar í því skyni að glæða
hagvöxt, hafi stjómvöld alls staðar
verið í aðalhlutverki. Þeirra þáttur sé
oftast sá að lækka vexti í viðskiptum
seðlabanka og lánastofnana, jafnframt
því sem viðkomandi seðlabankar
stuðli að vaxtalækkun með kaupum á
verðbréfum. „Lykillinn að lækkun
vaxta er auðvitað sá að stjómvöld
lækki vexti í viðskiptum sínum á lána-
markaði með því að auka peninga-
magn í umferð. Þannig er staðið að
vaxtalækkunum annars staðar og
þannig má standa að vaxtalækkun hér
á landi ef ekki er talin hætta á þenslu.“
Ráð Þorsteins em m.a. þau, að ríkið
taki fyrirhuguð erlend lán fyrr á árinu
og að Seðlabankinn kaupi meira af
ríkisskuldabréfum en stefnt hefur ver-
ið að. - HEI
Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs eftir stjórnarkjör í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur:
Kratar hreinsa út
fyrir kosningamar
Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi náði ekki kjöri í aðalstjóm Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur í síðustu viku. Hún skýrir úrslitin þannig að for-
ysta flokksins hafí hert tökin og losi sig við fólk með óæskilegar skoðanir í
tengslum við óvinsældir ríkisstjómarinnar. .Afturhaldsarmurinn og ein-
angmnarsinnamir em búnir að ná undirtökunum og fólk er að gefast upp
fyrir þeirri staðreynd," segir Óh'na.
Hvernig skýrir Ólína úrslitin? „Ég
túlka þessa niðurstöðu í beinu sam-
hengi við afstöðu Alþýðuflokksins til
Nýs vettvangs. Það er ekkert vafamál
að það em væringar innan flokksins
útaf Nýjum vettvangi," segir Ólína.
Þá bendir hún á að það séu einnig
skiptar skoðanir innan flokksins á
Sjálfstæðisflokknum og ríkisstjórn-
inni. „Ég hef lent þeim megin að
vera í andstöðu viö Sjálfstæðisflokk-
inn í borgarstjórn og einnig verið í
hópi þeirra sem hafa gagnrýnt for-
ystu flokksins og ráðherralið útaf
ákveðnum aðgeröum sem flokkur-
inn hefur beitt sér fyrir," segir Ólína.
Hún bætir við að þessi gagnrýni hafí
aðallega komið fram innan flokks-
ins. Henni komi ekkert á óvart að
reynt sé að ýta sér út úr stjórnum og
ráðum flokksins.
„Ég er þó ekki ein í þessari stöðu og
það hefur fleirum verið kastað út.
Það em hreinsanir í flokknum. Þær
byrjuðu á síðasta flokksþingi og hafa
staðið síðan,“ segir Ólína. Hún skýr-
ir þetta þannig að nú sé passað vel
upp á það hvernig kosið sé í stjórnir
í félögum flokksins.
„Ég lít á þetta allt í samhengi við þá
hörku vörn sem forysta flokksins er
í annars vegar vegna aðgerða ríkis-
stjórnarinnar og hins vegar vegna
þessara blendnu tilfinninga Alþýðu-
flokksfélaga í Reykjavík til Nýs vett-
vangs," segir Ólína. Hún telur því að
forysta flokksins sé að herða tökin á
flokknum vegna óvinsælla aðgerða.
„Niðurstaða stjórnarkjörsins er af-
stöðuyfirlýsing þeirra sem vilja A-
listaframboð. Þeir em hræddir um
að rödd Nýs vettvangs geti truflað
það dæmi,“ segir Ólína.
Hún segir að það hafi vakið athygli
sína að bæði formannsefni félagsins
hafi keypt sér atkvæði inn í stjórnina
Ólína Þorvarðardóttir segir aö
hreinsanirnar í Aiþýðuflokki
geti blásið lífi í Nýjan vettvang.
með því að gangast ekki við Nýjum
vettvangi. „Það segir einnig sína
sögu því að báðir þessir aðilar vom í
framboði og tóku þátt í prófkjöri
Nýs vettvangs," heldur Ólína áfram.
Ætlar Ólína að segja sig úr flokkn-
um? „Ég ætla að fylgja flokknum
eins og samviska hans. Ég ætla að
standa á minni meiningu innan
hans meðan ég hef þrek og taugar til
í trausti þess að þessum fimbulvetri
muni ljúka um síðir og þá taki við
vor fyrir íslenska jafnaðarmenn. Ég
viðurkenni þó að mér líður ekki vel
að vera Alþýðuflokksmaður um
þessar mundir," segir Ólína.
Hún lítur samt ekki á þetta sem
náðarhöggið fyrir Nýjan vettvang.
„Það er ekki undir Alþýðuflokknum
komið hvort Nýr vettvangur lifir eða
deyr. Nú em hafnar óformlegar við-
ræður við fólk í Alþýðubandalagi og
Kvennalista," segir Ólína. Hún telur
að ef Alþýðuflokkurinn segi skilið
við Nýjan vettvang geti það jafnvel
orðið til að bæta andrúmsloftið í
þeim viðræðum. „Tilvera Alþýðu-
flokksins í ríkisstjórn hefur verið
mönnum mikill þyrnir í augum í
þessum viðræðum. Náðarhögg Al-
þýðuflokksins gæti því orðið til þess
að blása lífi í Nýjan vettvang," segir
Ólína.
Hún telur að með þessari atkvæða-
greiðslu hafi meirihluti fundar-
manna ákveðið að vera ekki borgar-
fulltrúa sínum til halds og trausts í
borgarstjórn Reykjavíkur. -HÞ
manni
bjargað
Ekki mátti tæpara standa er
leitarhundur fann ungan
mann sem týndist á Völlum á
Fljótsdalshéraði aðfaranótt
laugardags.
Maðurinn fannst um hádegið
á laugardag og var þá oröinn
mjög kaldur. Hann mun hafa
tekið þátt í þorrablóti að Iða-
völlum og höfðu björgunar-
sveitir með sérþjálfaðan leit-
arhund leitað frá því fjögur
um nóttina. Maðurinn féldc að
fara heim á sunnudaginn og
mun ekki hafa orðið meint af.
-HÞ
Einstaklingskeppni í norrænni
skólaskák:
íslend-
ingar
sigruðu
íslendingar urðu efstir að stigum á
móti í norrænni skólaskák sem
lauk um helgina í Asker í Noregi.
íslendingar fengu 36 stig í keppn-
inni en Svíar urðu í öðru sæti með
34 stig. Danir vermdu þriðja sætið
með 30 stig.
Arnar Gunnarsson og Matthías
Kjeld urðu í fyrsta og öðru sæti í
sínum aldursflokki, 13-14 ára. Það
sama var upp á teningnum í hópi
11-12 ára en þar sigraði Jón Viktor
Gunnarsson en Bragi Þorfinnsson
var í öðru sæti.