Tíminn - 16.02.1993, Qupperneq 3

Tíminn - 16.02.1993, Qupperneq 3
Þriðjudagur 16. febrúar 1993 Tíminn 3 Ollum kröfum kennara hafnað Formaður Kennarasambands íslands álítur kennara tilbúna í verkfall enda: Félagar í Kennarasambandi íslands munu greiða atkvæði um verkfallsboð- un 23. og 25. febrúar um verkfall frá og með 22. mars. Fulltrúaráð sam- bandsins samþykkti með næstum 95% atkvæða meirihluta að láta fara fram atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Svanhildur Kaaber, formaður sambandsins, segir að samninganefnd ríkisins hafí hafnað öllum kröfum kennara og bjóði ekki upp á viðræður nema í samfloti við aðra. „Það er sýnu skelfilegra þegar stétt- arfélög eins og Kennarasambandið og aðrir eru að leggja fram hógvær- ar og raunsæjar kröfur eftir kaup- máttarhrap í mörg herrans ár þegar fólk fær svo þau viðbrögð að við það verði ekki einu sinni talað. Við höf- um ekki heldur óskað eftir fundi því svörin sem við fengum eftir síðasta fund voru þau að það yrði ekkert rætt við okkur og öllum kröfum og aliri umfjöllun um þær var hafnað," segir Svanhildur. Hún segir að það eina sem frá samninganefndinni hafi komið hafi verið að bjóða sambandi kennara upp á viðræður með öðrum stéttar- félögum sem eru með lausa samn- inga. „Þar átti bara að ræða um leið- ir til að framfylgja stefnu stjómvalda í efnahagsmálum en engar kröfu- gerðir. Þetta erum við ekki tilbúin að sætta okkur við,“ bætir hún við. Svanhildur segir að kröfur Kenn- arasambandsins séu á svipuðum nótum og hjá öðrum stéttarfélög- um. „Við þurfum einnig að taka á ýmsum málum sem snúa sérstak- lega að kennarastéttinni," 'segir Svanhildur og bendir t.d. á tillögur um að grunnskólinn heyri undir sveitarfélög en ekki ríkið. Svanhildur bendir á að komi til verkfalls sé það alvarleg ákvörðun sem skiptar skoðanir hljóti að vera um. „Þegar viðbrögðin eru þau sem við fengum á fimmtudaginn var þá er þetta ekki spurning í huga fólks," álítur Svanhildur. Hún bendir á full- trúaráðsfund þessu til stuðnings. „Samhljómurinn var svo mikill að 34 af 38 samþykktu tillögu um at- kvæðagreiðslu um verkfallsboðun," segir Svanhildur. Hún bendir á að þá sé búið að ræða málið fram og til baka og benda á allar hugsanlegar leiðir. Svanhildur segist hafa fullan skiln- ing á áhyggjum foreldra vegna væntanlegs verkfalls. Hún bendir þó á að félagsmenn sambandsins hafi ekki farið í verkfall frá því árið 1984 þegar þeir tóku þátt í verkfalli BSRB. „í tíu ár hafa félagsmenn sambandsins ekki viljað beita þessu Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambandsins vopni nema einu sinni, hafi verið til- efni til þess,“ bætir hún við. Jafn- framt bendir hún á að kennarar séu ekki einungis fagstétt heldur þurfi þeir eins og aðrir að vinna fyrir salti í grautinn. „Kennarar hafa sýnt al- veg ótrúlega þolinmæði og faglega ábyrgð á skólastarfinu en þeir verða einnig að sjá sér og sínum farborða," segir Svanhildur. -HÞ Skólabörn í Foldaskóla í Reykjavík. Mun kennaraverkfall raska skólastarfi þeirra? Hildigunnur Gunnarsdóttir, Foreldrasamtökunum: Kennaraverkföll eru alltaf áhyggjuefni „Það er alltaf áhyggjuefni þegar kennarar fara í verkfall," segir Hildigunn- ur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrasamtakanna. Á næstunni munu kennarar í Kennarasambandi íslands greiða atkvæði um verkfalls- boðun 22. mars n.k. 1 Foreldrasamtökunum eru for- eldrafélög í leikskólum og grunn- skólum um allt land. Hildigunnur segist hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þeim nemendum sem taka eiga samræmd próf og hyggja á nám í framhaldskólum. Hún bendir þó á að vissulega verði allir nemend- ur fyrir barðinu á verkfalli kennara. „Það kemur gap í kennsluna sem er oft erfitt að vinna upp á stuttu skóla- ári,“ segir Hildigunnur. Þá álítur hún að foreldrar hafi áhyggjur af því að þurfa að skilja börn sín eftir ein heima. „Reyndar er skólatími hjá yngri börnunum oft svo stuttur að það er varla hægt að líta á skólann sem gæslustofnun. Þetta kemur engu að síður illa við marga foreldra sem þurfa að gera einhverjar ráðstafanir til að koma börnum sínum fyrir. Sjálfsagt þurfa margir að leita á náðir ættingja því oft eru þetta börn sem eru ekki á skóladagheimilum en þar eru börn í forgangshópum. Þetta yrði því púsluspil hjá mjög mörgum," segir Hildigunnur. Ný Úrvalsbók: Þrumu- hjarta Biskup til Færeyja Ólafur Skúlason, biskup íslands, mun heimsækja Færeyjar dagana 17.- 24. febrúar í boði biskups Fær- eyja, Hans Jacobs Joensen. Heimsóknin er í tengslum við ís- landsdaga sem verða haldnir í Nor- ræna húsinu í Þórshöfn. Ólafur Skúlason mun prédika við hátíðar- guðþjónustu í Dómkirkjunni í Þórs- höfn næstkomandi sunnudag. Þá mun hann eiga fund með prestum og öðrum kirkjuleiðtogum í Færeyj- um. Ný spennusaga í flokki Úrvalsbóka frá Frjálsri fjölmiðlun er komin út. Nefnist hún Þrumuhjarta og er gerð eftir samnefndri kvikmynd, en Lowell Charters skráði söguna eftir kvikmyndahandriti John Fusco. Sögusviðið er Suður-Dakóta um 1990. Maður finnst myrtur á vemd- arsvæði indíána. FBI sendir Ray Le- voi, lögreglumann með indíánablóð í æðum, til að aðstoða hörkutólið Coutelle við rannsóknina. Þeir góma fljótlega meintan morðingja en hann sleppur úr höndum þeirra og eftir það fara miklir atburðir að gerast. Sagan er ekki einungis hörku- spennandi aflestrar heldur sýnir hún einnig inn í hugarheim indíána á vemdarsvæðum í Bandaríkjunum, fólks sem má muna sinn fífil fegri en hefur ekki að fullu sagt skilið við siði feðranna og náin tengsl við náttúr- una. ALTERNATORAR & STARTARAR í BÍLA - BÁTA - VINNUVÉLAR - VÚRUBÍLA FÓLKSBÍLA Chevrolet, Ford, Dodge, Wagoneer, Oldsm. dis. Chevrol. dis. 6,2, Ford dis., 6,9 og 7,3, Datsun, Mazda 323, 626, 929, Daihatsu Charade, Mitsub. Colt, Pajero, Toyota Corolla, Tercel, Honda, Benz, Opel, VW Golf, Peugeot, Volvo, Ford Esc- ort, Lada, Fiat, o.fl. o.fl. SENDIBÍLA M. Benz 207 D. 209 D. 309 D, 407 D, 409 D, Peugeot, Ford Econoline, Ford 6.9 L, Renault, Volvo, Volkswagen, o.fl. o.fl. VÖRUBÍLA M. Benz, Scania, Man, GMC. Volvo, Bedford o.fl. VINNUVÉLAR JCB, M. Ferguson, Ursus, Zetor, Case, Deutz, Cat, Brayt o.fl. BÁTAVÉLAR BMW, Bukh, Caterpillar, Ford, Cummings, Iveco, Mann, Mercury Mercruiser, Perkins, Lister, Sabb, Volvo-Penta, Renault o.fl. . JB L £jfc Í'V ^p3®H GERIÐ VERÐSAMANBURÐ BILARAF H/F BORGARTÚNI 19, SÍMI 24700, FAX 624090 Spennum beltin ALLTAF - ekki stundum v _ Verður Eiður Guðna son sendiherra? MjÖg sterkur orðrómur hefur verið um að Eiður Guðnason umhverfísráðherra sé á leið út úr stjómmálum og muni taka við sendiherrastöðu á þessu ári. Eiður segist furða sig á umræð- um í þessa veru en vill að öðru leyti ekkert um málið segja. Formenn ríkisstjómarflokk- anna hafa iýst því yfír að hugs- anlega verði gerðar breytingar á ráöherraskipan rfídsstjórnarinn- ar á þessu ári. í umræðum um þessar fyrirhuguðu breytingar hefúr verið fullyrt að Eiður Guðnason hafí lýst yfír áhuga á að færa sig úr erli stjómmál- anna yfír í utanrfídsþjónustuna, en einar þijár sendiherrastöður losna á þessu ári. Eiður vill ekkert um þetta mál segja en furðar sig á umræðum um þetta mál f fjölmtðlum. „Það er talað um einhvetjar breytíngar í ríkisstjórninni á vordögum. Það mál er bara ná- kvæmlega á því stigi að það er verið að ræða breytingar. Það er ekkert frekar um það að segja. Umræðan um þetta virðist vera komin miklu lengra í fjölmiðl- um en f ríldsstjóminni og er þess vegna marklaus,“ sagði Eiður. -EÓ Eiður Guðnason umhverfisráðherra

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.