Tíminn - 25.02.1993, Page 9
Fimmtudagur 25. febrúar 1993
Tíminn 9
baráttu fyrir réttindum annarra.
Maður sem stóð í fylkingarbrjósti
launþegahreyfingarinnar í land-
inu, maður sem stóð vörð um rétt
verkalýðsins. Jón Agnar Eggerts-
son var um árabil formaður Verka-
lýðsfélags Borgamess. Hann sýndi
það og sannaði með trúmennsku
sinni og dugnaði að hann var verð-
ugur fulltrúi í réttindabaráttu
launþega. Auk þess að vera aðal-
drifijöðrin í Verkalýðsfélagi Borg-
amess til margra ára sinnti hann
mörgum trúnaðarstörfum fyrir Al-
þýðusamband íslands.
Störf hans voru ekki alltaf þökk-
uð. Ýmsir þóttust tilkallaðir að
gagnrýna það sem þeim þótti mið-
ur hafa farið, en þeir hinir sömu
vom sjaldan tilbúnir að fórna sér
til trúnaðarstarfa. Það vill því mið-
ur of oft brenna við að auðveldara
er að rífa niður en byggja upp. Það
má segja með sanni um Jón að
hann fór erfiðu leiðina. Hann
byggði upp.
Jón var einn ötulasti baráttumað-
ur þess að hleypa héraðsfréttablað-
inu Borgfirðingi af stokkunum og
hefur frá upphafi borið hag þess
fyrir brjósti. Það er ekki síst hon-
um að þakka að Borgfirðingur hef-
ur komið samfellt út frá upphafi.
Fjölskyldur okkar Jóns tengjast
nokkuð sterkum böndum. Eggert
faðir Jóns var vetrarmaður hjá afa
mínum og ömmu á Oddsstöðum
veturinn 1928 til 1929, sem ku
hafa verið sérlega mildur vetur.
Einnig var vinskapur með afa mín-
um og ömmu í Borgarnesi og for-
eldrum Jóns.
Þrátt fyrir þetta urðu kynni okkar
Jóns því miður hvorki langvinn né
mikil, en samstarf okkar var gott
og mun ég minnast hans með
hlýju. Ég varð þeirrar laerdóms-
ríku lífsreynslu aðnjótandi að
starfa með Jóni Agnari á lands-
þingi ASÍ á Akureyri síðast liðið
haust. Þangað fór hann og sýnir
það kannski best trúmennsku
hans og dugnað að hann lét ekki
veikindi sín aftra sér frá að skila
því sem honum var trúað fyrir.
Fráfall Jóns Agnars er mikill
missir. Missir fyrir samfélagið
Borgames og nágrenni þess. Miss-
ir fyrir launþegahreyfinguna í
landinu. En missirinn er þung-
bærastur fyrir fjölskyldu hans.
Þeim votta ég innilegustu samúð
mína. Konu hans og sonum,
Ragnheiði, Eggert og Magnúsi.
Móður hans Aðalheiði og systkin-
um hans.
Guð blessi minningu gæfu-
manns.
Olgeir Helgi Ragnarsson
Látinn er Jón Agnar Eggertsson,
langt fyrir aldur fram.
Það eru víst komin um og yfir 20
ár síðan við Jón kynntumst. Það
var á vettvangi Framsóknarflokks-
ins þegar við vorum bæði ung og
upprennandi.
Síðar fékk ég þá flugu í höfuðið
að reyna að verða þingmaður og í
Borgamesi myndaðist merkilega
stór og harður hópur sem studdi
þá ætlun mína. Þar var Jón,
óþreytandi að stappa stálinu í
frambjóðandann sem óneitanlega
var talsvert óreynd í hlutverkinu.
Jón var ákaflega góður félagi og
reyndur í félagsmálum þá þegar.
Starfaði ötullega með framsóknar-
mönnum í Borgarnesi og á Vestur-
landi.
Mér er það ákaflega minnisstætt
að í prófkjörsslagnum einu sinni
var ég stödd í Borgarnesi, en var á
leið á fúnd að mig minnir í Loga-
landi. Þetta var að haustlagi og
gekk á með dimmum éljum og var
talsverð hálka. Þarna keyrðu fram-
bjóðendur á milli funda, hver á
sínum bíl í halarófu. Jóni Agnari
fannst þetta vera alveg út í hött og
satt að segja aftók að ég færi ein.
Svo að hann ók mér sjálfur og
sagði mér sögur alla leiðina til að
ég yrði ekki svo mjög skelkuð. Og
kom mér aftur heilli á húfi í Borg-
arnes að kvöldi.
Ónefnd eru svo störf hans fyrir
verkalýðshreyfinguna, en þar
reyndist hann góður liðsmaður
eins og vænta mátti. Kunna aðrir
þá sögu betur.
Okkar samband var ekki mikið
seinni ár, en við höfðum það fyrir
sið að tala saman í síma svona
tvisvar á ári. Það var alltaf eins og
við hefðum talað saman í gær.
Ég vil með þessum fáu orðum
kveðja góðan félaga, sem átti svo
mikið eftir að starfa. Átti eftir að
sjá drengina sína vaxa og dafna. Ég
votta þeim og eftirlifandi konu
Jóns ásamt móður hans og að-
standendum öllum samúð mína
og hryggð.
Dagbjört Höskuldsdóttir,
Grundarfirði
í dag er kvaddur hinstu kveðju
Jón Agnar Eggertsson, formaður
Verkalýðsfélags Borgamess. Með
honum er genginn traustur og far-
sæll leiðtogi og góður félagi.
Á kveðjustund viljum við verslun-
armenn þakka samfylgdina og
samstarfið á liðnum árum. Fyrir
20 árum síðan hófst náið samstarf
stéttarfélaganna í Borgarnesi, þeg-
ar ráðist var í kaup á húsnæði fyrir
starfsemi þeirra að Gunnlaugs-
götu 1, en húsið var nefnt Snorra-
búð. Þetta gjörbreytti allri aðstöðu
félaganna og gerði þeim kleift að
ráða starfsmann til að annast dag-
legan rekstur. Árið 1974 var Jón
kjörinn formaður verkalýðsfélags-
ins og gegndi hann því starfi til
dauðadags. Sama ár var hann kjör-
inn í sveitarstjórn og sat þar í þrjú
kjörtímabil, eða 12 ár. Störf sín
rækti hann af mikilli samvisku-
semi og áhuga og í störfum hans
að verkalýðsmálum fór saman
bæði vinna og áhugamál, sem
óneitanlega er mikill kostur. Mál-
efni neytenda voru honum ofar-
lega í huga og átti hann stóran
þátt í að Neytendafélagi Borgar-
fjarðar var komið á legg.
Ég átti þess kost nokkrum sinn-
um að sitja samningafundi með
Jóni fyrir hönd okkar stéttarfélaga.
Hann var ákveðinn og fylginn sín-
um málstað, en um leið sáttfús
þegar ásættanlegar niðurstöður
voru í sjónmáli. Það var greinilegt
að hér fór maður með gífurlega
reynslu af samningamálum og það
var lærdómsríkt að starfa við hlið
hans á þeim vettvangi. Jón ræddi
oft nauðsyn þess, að sameina stétt-
arfélögin í Borgarnesi í eitt öflugt
félag. I nóvember sl. samþykkti fé-
lagsfundur í Verslunarmannafé-
lagi Borgarness að óska eftir við-
ræðum við verkalýðsfélagið og
ræða kosti og galla sameiningar.
Því miður gátu þær viðræður ekki
hafist eins og að var stefnt, en það
væri verðugt verkefni að heiðra
minningu hans með því að láta
draum hans verða að veruleika.
Lífsstarf hans helgaðist af því að
búa betur í haginn fyrir borgfirskt
verkafólk. Skapa því betri kjör,
bættan aðbúnað, betri menntun
og að það gæti eytt frítíma sínum í
skapandi verkefni. Hann var
ófeiminn að fara inn á nýjar braut-
ir, ef það mátti verða til að styrkja
grunninn undir árangursríkt fé-
lagsstarf. Atvinnumálin voru hon-
um ofarlega í huga og það tók á
hann að horfa upp á vaxandi at-
vinnuleysi, sem ekki síst bitnaði á
hans fólki. Hann ræddi atvinnu-
málin oft við okkur sveitarstjórn-
armenn og kom á framfæri hug-
myndum sínum, er mættu verða
til þess að skapa fleiri störf. Við
þökkum honum óeigingjarnt starf
í okkar þágu, því það var fyrst og
síðast velferð samferðafólks sem
hann bar fyrir brjósti, en ekki eig-
in metorð.
Borgarnes hefur misst mætan
son, sem með störfum sínum hef-
ur lagt drjúgan skerf til uppbygg-
ingar sveitarfélagsins.
Eg votta fjölskyldu Jóns dýpstu
samúð. Ég bið Guð að gefa eigin-
konu og sonum styrk á kveðju-
stund. Blessuð sé minning hans.
Eyjólfur T. Geirsson
FJÖLSKRÚÐUG
FJÖLSKYLDA
FORSETANS
Bærinn Hope í Arkansas ber von-
andi nafn með rentu. Vonandi
bera afkvæmi staðarins von í
brjósti, sem hjálpar þeim til að
komast út úr þeim klípum sem
þeim tekst að koma sér í.
Margoft hefur komið fram að
frægasti sonur staðarins, Bill
Clinton núverandi forseti Banda-
ríkjanna, átti ekki of auðvelda
æsku. Faðir hans, William J. Blyt-
he IV, dó í bílslysi þrem mánuð-
um áður en Bill fæddist. Móðir
Bills, Virginia, giftist Roger Clin-
ton þegar Bill var aðeins fjögurra
ára og saman eignuðust þau son-
inn Roger. Roger eldri var ofbeld-
ishneigður alkóhólisti, skaut einu
sinni á konu sína með skamm-
byssu en hitti ekki, og svo fór að
Virginia gafst upp á hjónabandinu
og þau skildu. Þau giftust þó aftur
og þá tók Bill, 15 ára, upp nafn
stjúpans í sáttaskyni.
Roger eldri dó skömmu síðar úr
krabbameini og Virginia var orðin
ekkja í annað sinn. Hún var þó
ekki lengi ein á báti, heldur giftist
fráskildum hárgreiðslumanni, Jeff
Dwire, 1968. Hann átti þá dóttur,
Dianne, sem var 22ja ára, rétt eins
og stjúpbróðirinn Bill Clinton. Þá
var forsetinn tilvonandi farinn að
heiman til náms og þau stjúp-
systkinin hittust sjaldan, síðast
við jarðarför Jeffs 1974 þar sem
Bill flutti kveðjuorðin.
Mörgum árum síðar giftist Di-
anne Buford Welch, eiganda olíu-
fyrirtækis, en hjónabandið var
óhamingjusamt og hún reyndi að
svipta sig lífi. Og nú tók hún upp
áhættusamt líferni, hún fór að
stunda rán með byssu að vopni.
Hún var tekin föst fyrir að ræna
banka og kleinuhringjasölu í Sug-
arland í Texas á einum og sama
deginum, en var látin laus til
reynslu.
Þá tók eiturlyfjaheimurinn við.
1986 fékk hún 45 ára fangelsis-
dóm fyrir sölu og neyslu eitur-
lyfja. Hún var látin laus úr fang-
elsi vegna góðrar hegðunar í ág-
úst sl., þegar kosningabarátta
stjúpbróðurins stóð hvað hæst.
Meðan stjúpsystirin lifði sínu
hættulega lífi, var hálfbróðirinn
Roger líka að feta sig áfram út í
veröldina. Árið 1984 sat hann í
fangelsi fyrir að gera tilraun til að
smygla kókaíni til Bandaríkjanna.
Hann hefur nú snúið við blaðinu,
hefur framfæri sitt af að syngja
rokk og ról og hefur nýlega undir-
ritað 200.000 dollara samning við
hljómplötufyrirtæki.
Virginia ber nú nafn fjórða eigin-
mannsins, Richard Kelley, fyrrver-
andi heildsala, og á vonandi róleg
efri ár í vændum. Hún verður
ekki í vandræðum með að finna
söguefni til að skemmta barna-
börnunum sínum meðl
í spegli
Tímans
Stjúpsystirin Dianne, fædd
Dwire, hefur setiö inni fyrir
vopnaö rán og eituriyfjabrask.
Bill Clinton ólst upp við ótryggt fjölskyldumynstur.
Roger Clinton, hálfbróöir forsetans, hefur lent í ýmsu, en er nú í
góðum málum og er meö 200.000 dollara samning upp á vasann
viö hljómplötufyrirtæki.