Tíminn - 25.02.1993, Síða 12
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NYTTOG
FERSKT
DAGLEGA
reiðholtsbakarí
VÖLVUFELL113 - SÍMI73655
'/U' HOGG-
DEYFAR
Versiið hjá fagmönnum
Ji
varahlutir
Hamarsböfða 1 - s. 674744
3
Iíminn
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
Norðurlandaráðsþing í Osló hefst á mánudaginn:
Atvinnuleysi og fylgi-
fiskar þess aðalmálið
42. Norðurlandaráðsþing verður haldið 1.-4. mars n.k. í norska þing-
húsinu í Osló. Forseti Norðurlandaráðs, Ilkka Suominen forseti fínnska
þingsins, setur þingið en að þingsetningu lokinni flytur Carl Bildt, for-
sætisráðherra Svíþjóðar, norræna stefnuræðu og greinir frá stöðu mála
hvað varðar nýskipan í norrænu samstarfí og helstu forgangsmál.
Ákveðið hefur verið að atvinnuleysi og helstu afleiðingar þess, þar á
meöal aukið kynþáttahatur á Norðurlöndum, verði aðalefni almennu
umræðnanna sem verða á öðrum degi þingsins. Að almennu umræðun-
um loknum hefjast umræður um málefni fastanefndanna sem standa
yfír til loka þingsins á hádegi fímmtudagsins 4. mars.
Fyrir þinginu liggja sex ráðherra-
nefndartillögur og 12 þingmanna-
tillögur. Þeirra á meðal er ráð-
herranefndartillaga um nýjar
áherslur á sviði menningarmála-
samstarfs þar sem sérstök áhersla
er lögð á norræn samskipti ungs
fólks, kennara og listamanna, að-
gerðir til að styrkja menningar-
lega samkennd og þekkingu á nor-
rænum tungumálum. Þá liggur
fyrir þinginu ráðherranefindartil-
laga um breytingar á Helsinkisam-
komulaginu, sem oft er nefndur
stjórnarskrá opinbers norræns
samstarfs.
Þessar breytingatillögur eru til
komnar vegna þeirra breytinga
sem nefnd trúnaðarmanna forsæt-
isráðherra Norðurlanda, lagði til á
síðasta ári að gerðar yrðu á nor-
rænu samstarfi. Nú er m.a. lagt til
að ráðherrar Norðurlanda verði
ekki Iengur fúlltrúar í Norður-
landaráði. Þó er gert ráð fyrir að
þeir sæki áfram þing ráðsins og
fjalli á sameiginlegum fundum
með nefndum ráðsins um þau
málefni sem til meðferðar eru.
Ekki er búist við því að þingfull-
trúar í Norðurlandaráði verði sátt-
ir við þessa nýskipan og laganefnd
ráðsins leggur til að Norðurlanda-
ráð leggist gegn breytingunni.
Þá er lagt til í tillögunni að áhrif
Norðurlandaráðs hvað varðar
skiptingu norrænu fjárlaganna
milli samstarfssviða aukist, en
fulltrúar í Norðurlandaraáði hafa
lengi barist fyrir auknum áhrifum
á norrænu fjárlögin og leggur
laganefnd ráðsins til að 42. þingið
samþykki tillögu um að vald Norð-
urlandaráðs til að skipta fjárlögun-
um milli samstarfssviðaverði ótví-
rætt.
Þingmannatillögur þær sem
liggja fyrir þinginu eru m.a. um
framtíð NORDEL, norræns raf-
orkusamstarfs, um bresti í örygg-
ismálum kjarnorkuveranna í
Sosnovy Bor og Ignalina, um sjóð
til að fjármagna hreinsun Eystra-
salts, um könnun á forsendum
þess að stofnuð verði norræn
menningarmiðstöð í Flensborg og
um skipulegar aðgerðir til að auka
þekkingu norrænna ungmenna á
sögu og þjóðfélagsaðstæðum í
norrænum grannlöndum.
Þá liggja fyrir þinginu tillögur
um umönnun aldraðra, aðgerðir
til að vinna gegn áfengisneyslu og
um aukið norrænt samstarf um fé-
lagsmál innan Efnahagsstofnunar
SÞ fyrir Evrópu (ECE).
Til þingsins er að venju boðið
fulltrúum alþjóðlegra stofnana.
Meðal gesta sem tilkynntir hafa
verið til þingsins eru forseti rúss-
neska þingsins, Rúslan Khasbúl-
atov, sem verður fulltrúi Samveld-
is sjálfstæðra ríkja, (CIS).
Forræðisdeila Sophie
Hansen og Halim Al í
Tyrklandi:
Dómi undir-
réttar hnekkt
Hæstiréttur Týrklands í Ankara
ógilti í gær dóm undirréttar í Ist-
anbul í forræðisdeilu Sophie
Hansen gegn Halim Al. í dóms-
orðinu segir að málsmeðferð
undirréttarins hafi verið skrípa-
leikur og ekki í nokkru minnsta
samræmi við réttarfarsreglur.
Málinu er þar með vísað aftur til und-
irréttar og verður væntanlega tekið
þar fyrir að nýju. Að sögn Sigurðar
Péturs Harðarsonar, talsmanns Sop-
hie Hansen, er það mat lögmanna.í
Týrklandi að þar með hljóti Sophie
samkvæmt tyrkneskum lögum að
teljast réttmætur forráðamaður
dætra sinna tveggja. —«á
Tólf rannsókna-
styrkir veittir
Nýlega var úthlutað tólf styrkjum
úr rannsóknasjóðum Krabbameins-
félags íslands að heildarupphæð
um 6 milljóna króna.
í frétt frá félaginu kemur fram að
tilgangur með styrkveitingum sé að
efla rannsóknir á krabbameini hér á
landi en oft hafi verið bent á að ís-
land sé að mörgu leyti kjörið til að
stunda slíkar rannsóknir.
Rannsóknasjóðimir sem veitt var
úr eru tveir.
Annar heitir Rannsóknarsjóður
Krabbameinsfélagsins og voru veitt-
ir 4 styrkir úr honum að upphæð
einnar milljónar króna. Hinn heitir
Rannsókna- og tækjasjóður leitar-
sviðs Krabbameinsfélagsins og var
úthlutað átta styrkjum að upphæð 5
milljóna kr.
Frá afhendingu rannsóknastyrkja Krabbameinsfélagsins: Frá vlnstri Erlendur Einarsson formaöur stjórnar Rann-
sókna- og tækjasjóðs Krabbameinsfélagsins, Arthur Löve formaöur vísindaráös Krabbameinsfélagsins, Jón Þ.
Hallgrímsson formaöur Krabbameinsfélags fslands, Laufey Tryggvadóttir, Tómas Guðbjartsson, Þórunn M. Lárus-
dóttir, Sigurður Ingvarsson, Kristrún Benediktsdóttir, Tord Walderhaug, Jórunn Eria Eyfjörö og Helgi Sigurösson.
...ERLENDAR FRETTIR...
WASHINGTON
Samkomulag um neyðar-
hjálp úr lofti
Bill Clinton forseti og aöalrítarí S.þ.,
Boutros Boutros-Ghali, komust aö sam-
komulagi um áætlun um aö varpa hjálp-
argögnum I fallhlifum í austurhluta Bo-
snlu I hemaöaraögerö sem báöir sögöu
aö heföi aöeins takmarkaöa áhættu i för
meö sér. I BRUSSEL veitti Manfred
Wömer, framkvæmdastjóri NATO, áætl-
un Bandaríkjanna stuöning sinn.
SARAJEVO — Uppreisnarhermenn
Serba náöu mikilvægu úthverfi i vestur-
hluta borgarínnar á sitt vald og hertu
þar meö kverkatak sitt á umsetinni höf-
uöborg Bosníu. Starfshópur frá sjón-
varpi Reuters fór inn i úthverfið Azici og
fann þaö i rústum.
MOGADISHU
Bandarískir hermenn
grýttir
Bandarfskir hemienn skutu Sómala til
bana þegar mörg þúsund stuönings-
menn aöalstriöshena landsins, Moham-
meds Farah Aideed, flykktust út á stræti
borgarinnar, syngjandi .Niöur meö Am-
eriku” og grýttu bandarísku hennenn-
ina.
NÝJA DELHI
Á suðumarki
Harkaleg átök vom I uppsiglingu I Nýju
Delhi milli öryggissveita og þjóðemis-
sinnaöra Hindúa sem voru ákveðnir í aö
viröa aö vettugi bann yfirvalda á fjölda-
fundi sem átti aö vera upphafiö aö her-
ferö fyrir þvi aö kosningar fari fram hiö
fyrsta.
JERÚSALEM
Ólíklegt að viðræður
hefjist í bráð
Ólíklegt viröist aö takist að koma friöar-
viöræöum Araba og (sraela i gang á ný
áöur en bandaríski utanrikisráöhenann
Warren Christopher lýkur sendiferö
sinni til Miö-Austurtanda i dag, aö þvl er
haft er eftir embættismönnum sem
standa viöræöunum nærri.
SEOUL
Táragas á námsmenn
Lögreglan skaut táragasi til aö dreifa
mörg hundruð námsmönnum sem
geröu árás á menningarmiöstöð Banda-
rikjanna i borginni Kwangju i suövestur-
hluta landsins, að sögn lögreglu.
SYDNEY
Stefnuskrá Verkamanna-
flokksins
Paul Keating, forsætisráöhen'a úr
Verkamannaflokknum sem dregist hefur
aftur úr i skoðanakönnunum, iagöi ffam
formlega stefnuyfirtýsingu sina til aö
reyna að ná aftur forystunni fyrir kosn-
ingamar i Ástariíu 13. mars.
HAVANA
Castro heldur kosninga-
ræðu
Fidel Castro forseti hvatti Kúbani í ræðu
sem hann hélt i siöustu ræöunni fyrir
eins flokks kosningar i landinu til aö
standa fast aö baki sósialisku þjóðfé-
lagskerfi I landinu f þvi sem hann kallaöi
.styrkleikaprófun á hvort væri sterkara,
kúbanska þjóöin eöa heimsveldis-
stefna”.
DENNI DÆMALAUSI
„Gaman værí að sjá pabba reyna að baða kisulóm.“