Tíminn - 04.03.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur4. mars 1993
Tíminn 7
Stjórn Læknafélags Islands óttast afleiðingar flæðistýringar í heil-
brigðiskerfinu:
Eiga sjúklingarnir
að þjóna kerfinu?
„Það er skoðun Læknafélags íslands að hver einstaklingur skuli
hafa heimilislækni, sem hefur heildaryfirlit yfir heilsuhagi hans.
Sérhver einstaklingur leiti að öllu jöfnu fyrst til heimilislæknis
síns, þarfnist hann hjónustu í heilbrigðiskerfínu. Jafnframt telur
stjóm Læknafélags Islands að hver og einn skuli hafa óskoraðan
rétt til þess að leita sér lækninga hjá hveijum þeim lækni sem
hann kýs, án milligöngu annars læknis.“
Þetta segir í ályktun stjómarfundar
Læknafélags íslands frá 16. febrúar
sl., en félagið hefur sent þing-
mönnum ályktunina. í henni segir
ennfremur að flæðistýring í heil-
brigðiskerfinu, sem ekki taki mið
af áðumefndum grundvallarsjón-
armiðum, samrýmist ekki stefhu
Alþjóða heilbrigðismálastofnunar-
innar um frjálst val einstaklinga til
að leita sér læknisþjónustu. Slík
stýring, sem feli í sér að hagsmun-
ir einhvers kerfis eða einstakra
lækna eða starfshópa skuli settir
ofar hagsmunum sjúklinga, sé
jafnframt í andstöðu við siðfræði
alþjóðasamtaka lækna sem íslensk-
ir læknar eigi aðild að.
í siðareglum lækna séu ítarleg
ákvæði um samskipti og upplýs-
ingaskyldu milli lækna og um sam-
skipti lækna við sjúklinga. Ákvæði
þessi séu sett til þess að vemda og
tryggja hag sjúklinga og rétt.
Flæðistýring í heilbrigðiskerfinu,
sem byggi einkum á fjárhagslegum
sjónarmiðum, geti aldrei tryggt
hagsmuni sjúklinga jafh vel og
gildandi siðareglur lækna.
Riðuveiki greinist í Hrunamannahreppi. Sig-
urður Sigurðarson:
Sparið hrúta
og notið
sæðingamenn
Eitt helsta ráðið til að stemma
stigu við riöuveiki er að stilla fjár-
kaupum í hóf og nota frekar sæð-
ingamenn en hrúta, því að hrútam-
ir geta verið hættulegir smitberar.
Þetta meðal annars kom fram í máli
Sigurðar Sigurðarsonar, dýralækn-
is á Keldum, á fundi á Flúðum í
fyrrakvöld. Þar var til umræðu
riöuveikin sem komið hefur upp á
einum bæ í Hrunamannahreppi.
Dagsbrún og Verkamannasambandið sendu baráttukveðjur á fund BSRB, en ekki ASÍ. For-
maður BSRB:
LAUNAFÓLK ÞARF AD
NEGLA SIG SAMAN
Á baráttufundi opinberra starfsmanna í Bíóborginni í vikunni hvatti
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, allt launafólk til að negla
sig saman, í stað þess að láta sundra sér, í baráttunni um aukinn
jöfnuð og til vemdar velferðarkerfínu. Gn ekki síst til að leggja sitt
af mörkum til að koma í veg fyrir að íslenskt þjóðfélag verði „gert
að tilraunabúi úreltra efnahagsúrræða; úrræða sem alls staðar hafa
leitt til aukinnar misskiptingar og viðvarandi atvinnuleysis".
ildarfélaga BSRB.
Á fundinum vakti það athygli að
bæði Verkamannafélagið Dagsbrún
og Verkamannasamband Islands
sendu baráttukveðjur á fundinn, en
ekki ASÍ.
„Ég held bara að menn hafi ekki lát-
ið sér detta það hérna í hug og það sé
ástæðan. Þegar menn skipuleggja
fundi, þá hringja þeir út um allt og
biðja um stuðningsyfirlýsingar. Það
getur vel veriö að það hafi verið
hringt hingað og beðið um Benedikt,
en hann er erlendis. Það kann að vera
skýringin," segir Lára V. Júlíusdóttir,
framkvæmdastjóri ASÍ. -grii
Greinst hefur riðuveiki í einni
tveggja vetra gamalli á á bænum
Langholtskoti. Bóndinn þar, Unn-
steinn Hermannsson, veitti athygli
kláða hjá einni ánni í síðasta mán-
uði og fýrir fáeinum dögum fékk
hann svo úrskurðinn. Hann þarf því
að farga öllum sínum fjárstofni, sem
er um 270 fjár, en hann og faðir
hans hafa Iagt mikla vinnu í rækt-
unarstarf á fénu á síðustu áratugum.
Jafnframt þarf Grímur Guðmunds-
son, bóndi í Ásatúni, næsta bæ við
Langholtskot, að sjá eftir fé sínu,
sem þó er ekki nema nokkrir tugir.
Ástæðan er sú að ær Gríms hafa ver-
ið látnar ganga undir hrútinn í
Langholtskoti.
Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar
dýralæknis kom fyrir fjórum árum
upp riðuveiki á bænum Efra-Lang-
holti, næsta bæ við Langholtskot.
Öllu fé í Efra-Langholti var fargað
og var þar fjárlaust í tvö ár, eins og
reglur gera ráð fyrir. Stóðu menn
jafnvel í þeirri von að búið væri að
útrýma riðuveiki á þessum slóðum.
Svo hefur hins vegar ekki reynst
vera. Sigurður segir að tilfellið nú
gefi mönnum ástæðu til að fylgjast
með fé um alla Árnessýslu og
myndu forðagæslumenn sérstaklega
aðgæta um vanhöld og veikindi
sauðfjár, þegar þeir fara á stúfana í
sína árlegu eftirlitsferð um miðjan
þennan mánuð. —SBS, Selfossi
„Við þurfum að bægja frá árás á það
samfélag, sem tók alla þessa öld að
byggja upp og sumir vilja nú brjóta
niður. Það eru hrifnæmir menn, sem
hafa heillast af tískubylgju einkavæð-
ingar og frjálshyggju, menn sem vilja
setja á markað allt, hvort sem það er
lifandi eða dautt, líka velferðarkerf-
ið.“
Hátt í 400 manns mættu á baráttu-
fund BSRB í Bíóborginni, þar sem
formaður BSRB og aðrir ræðumenn
hvöttu félagsmenn sína til að greiða
verkfallsboðun atkvæði sitt. Verði
það samþykkt í félögunum, skellur á
verkfall opinberra starfsmanna
mánudaginn 22. mars n.k.
í ræðu sinni sagði Ögmundur að op-
inberir starfsmenn ættu um tvo kosti
að velja: Annaðhvort að halda áfram
að láta valta yfir sig og kyngja mögl-
unarlaust öllum kröfum viðsemj-
enda sinna, eða að spyma við fótum
og styrkja samningsstöðuna með því
að efna til vinnustöðvunar, ef ekki
verður komið til móts við kröfur að-
Boð bárust frá
biluðum sendi
Fokker-flugvél Landhelgisgæslunn-
ar fór á loft í gær eftir að gervi-
hnöttur nam boð frá neyðarsendi
hér á landi. Ekki reyndist þó vera
um slys að ræða. Boðin komu frá
biluðum neyðarsendi, sem var í lít-
illi flugvél í flugskýli á Hellu á
Rangárvöllum.
Bandarísk herflugvél heyrði í neyð-
arsendinum skömmu eftir að gervi-
hnötturinn heyrði í honum. Flugvél
Landhelgisgæslunnar gekk vel að
miða sendingarnar út og fóm menn
frá björgunarsveitinni á Hellu í flug-
skýlið og slökktu á sendinum.
-EÓ
Mesti gamanleikari
allra tíma
Nýjasta stórmynd Sir
Richards Attenborough
I Regnboganum:
Snillingur-
inn Charlie
Chaplin
Nú standa yflr sýningar á stór-
mynd Sir Richards Attenborough
um Charies Chaplin, kvikmynda-
snillinginn ástsæia.
Myndin flallar um ævi Chaplins,
allt frá æskuárum hans í fátækt í
London, listamannsfcrii hans ut-
an og innan kvikmyndahehnsins
og þar til hann deyr í hárri elli.
Robert Downey Jr. leikur titil-
hlutverk myndarinnar og hefur
hann verið tilnefndur til óskars-
verðlauna fyrir. Mcðal annarra
leikara má nefna Dan Aykroyd,
Geraldine Chaplin, dóttur Chap-
lins, Anthony Ilopkins, Kevin
Kline, Diane Lane, James Woods,
auk annarra úrvals leikara.
Virðisaukaskattur á gistingu og fóksflutninga:
Alvarlegar afleiðingar
„Slík aðgerð er vanhugsuð og
myndi hafa alvarlegar afleiðingar
fyrir afkomu ferðaþjónustu í land-
inu,“ segir í nýlegri ályktun aðal-
fundar Ferðamálafélags Austur-
Húnvetninga.
Jafnframt er eindregið skorað á
stjómvöld að falla frá hugmyndum
um virðisaukaskatt á gistingu og
fólksflutninga, þar sem það myndi
veikja samkeppnisstöðu íslands
sem ferðamannalands.
Á aðalfundinum var formaður fé-
lagsins endurkjörinn, en hann er
Erlendur Eysteinsson á Stóru-Giljá.
Þá var Ásrún Ölafsdóttir, hótelstjóri
Hótels Blönduóss, kosin í stjórn í
stað Elízu Guðmundsdóttur. -HÞ