Tíminn - 12.03.1993, Blaðsíða 1
Föstudagur
12. mars 1993
49. tbl. 77. árg
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Helmingur þeirra fyrirtækja sem stofnuð hafa verið á síðustu sjö árum hafa verið stofnuð af konum og
hafa enst betur en karlafyrirtækin:
Konur betri forstjórar?
Það sem af er hafa um 50 konur sótt námskeið fræðsludeildar Iðntækni-
stofnunar, þar sem kennd eru hagnýt vinnubrögð við að stofna fyrirtæki og
gera hugmynd arðbæra. Þegar hafa verið haldin námskeið í Reykjavík,
Grindavík og á Vestfjörðum með þeim árangri að von bráðar verða þar sett
á fót fyrirtæki á vegum kvenna sem munu skapa töluverðum fjölda kvenna
ný störf, eða 20-40 á hveijum stað.
Meðal þeirra hugmynda sem unnið
er við að hrinda í framkvæmd eru
tillögur á sviði ferðaþjónustu,
minjagripagerðar, heimilisiðnaðar
o.fl. í Reykjavík er td. í burðarliðn-
um stofnun þriggja fyrirtækja sem
munu sérhæfa sig í „nýrri þjónustu"
sem markaður mun vera fyrir.
Hansína B. Einarsdóttir, verkefha-
stjóri námskeiðsins sem nefnist At-
hafnakonur, segir að helmingur
þeirra fyrirtækja sem stofnuð hafa
verið á síðustu sjö árum, hafi verið
stofnuð af konum. Auk þess bendir
margt til þess að 70% fyrirtækja
sem karlmenn veita forstöðu séu
fallvölt á meðan það eru aðeins 30%
fyrirtækja kvenna. Skýringin á þess-
um mun er m.a. sú að þau fyrirtæki
sem konur starfrækja eru einatt
minni en karlanna, þær fara sér
hægar í uppbyggingu og allri fjár-
festingu en síðast en ekki síst virðast
konumar greina sitt umhverfi betur
en karlamir.
Ástæða þess að farið er út í nám-
skeiðahald sem þetta er m.a. vegna
þess að konum bjóðast færri at-
vinnutækifæri en körlum, atvinnu-
leysi er víða meira meðal kvenna en
karla og þá hefur konum fækkað til
muna á landsbyggðinni og á nokkr-
um svæðum er svo komið að það
liggur við vandræðaástandi af þeim
sökum.
Þá er viðbúið að hlutfell kvenna á
vinnumarkaði muni minnka tölu-
vert en á móti er talið að konur verði
eftirsóttar í ýmis stjórnunarstörf
innan fyrirtækja.
í lok apnl er gert ráð fyrir að búið
verði að halda námskeið sem þessi í
öllum kjördæmum landsins að und-
anskildu Norðurlandi eystra. Félags-
málaráðuneytið hefur styrkt nám-
skeiðahaldið með þriggja milljón
króna framlagi sem dugar engan
veginn í ljósi þess að hver einstak-
lingur verður að greiða 14.700
krónur fyrir tveggja daga námskeið.
Auk kennslunnar er innifalið í gjald-
inu, náms- og vinnugögn, kaffiveit-
ingar og léttur málsverður.
-grh
Spilaðume
VIKINGALOTTO
var formlega opnað í gær í húsakynnum Iþróttasambands Is-
lands. Það var Þorsteinn Pálsson sem fékk fyrsta miðann f lottóinu sem er sameiginlegt Lottó
23ja milljóna Norðurlandabúa frá Islandi, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Tfmamynd Pjetur
Þuríður Bernódusdóttir varaþingmaður gagnrýnir ríkisstjómina harðlega fyrir að stuðla að aukinni skuldasöfnun
heimilanna. Hrafnkell A. Jónsson, varaþingmaður og verkalýðsforingi segir:
„Skuldasöfnun heimilanna er
að verða þjóðarharmleikur“
„Sfvaxandi skuldasöfnun heimilanna í landinu hjá venjulegu alþýðufólki
er, að því er ég hygg, að verða þjóðarharmleikur. Við sem vinnum við þessi
mál verðum í sífellt auknum mæli vör við að skuldasöfnunin er að leiða tU
eignamissis og upplausnar í fjölskyldum. Það er kannski ekki talað eins
mikið um það eins og erfiðleika í atvinnulífi en ég hygg að afleiðingarnar
séu á margan hátt alvarlegri en tilfallandi gjaldþrot bjá fyrirtækjum,“ sagði
Hrafnkeil A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Arvakurs á Eskifirði og
varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austuriandi.
Hrafnkell sagði þetta í umræðum
um skuldir heimilanna f landinu
sem fram fóru á Alþingi að frum-
kvæði Þuríðar Bemódusdóttur,
varaþingmanns Framsóknarflokks-
ins.
Þuríður sagði að skuldir heimil-
anna hafi aukist úr 101 milljörðum
króna í ársbyrjun 1989 í 236 millj-
arða í upphafi þessa árs. Aukningin
sé 2,4 milljónir króna á hverja fjög-
urra manna fjölskyldu í landinu.
Skuldir heimilanna hafi aukist ár-
lega um 15 milljarða á ári umfram
spamað í tíð þessarar ríkisstjómar.
Þuríður sagði að á ámnum 1986-
1990 hafi lántökur og spamaður
heimilanna staðið nokkum veginn í
stað, en síðan hafa heimilin stór-
aukið lántökur. Þuríður sagði að
núverandi ríkisstjóm hafi aukið á
erfiðleika heimilanna með aðgerð-
um sínum í skattamálum. Ríkis-
stjómin hafi auk þess horft að-
gerðalaus á atvinnuleysi aukast hér
á landi.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagði að vanskil
Byggingarsjóðs verkamanna og
Byggingarsjóðs ríkisins hafe aukist
um 2% á einu ári, farið úr 35% í
37% miðað við stöðuna á gjalddaga
1. febrúar í ár saman borið við sama
dag í fyrra. Jóhanna sagði Ijóst að
aukið atvinnuleysi og minni yfir-
vinna hafi leitt til aukinna vanskila
hjá fólki, ekki síst í bankakerfinu.
„Ég tel að nauðsynlegt sé að gera
Þuríður
úttekt á umfangi og eðli greiðslu-
vanda heimilanna. Nú er í undir-
búningi á vegum félagsmála-, fjár-
mála- og viðskiptaráðuneytisins at-
hugun á stöðu þessara mála. Ef
gripið verður til aðgerða er mikil-
Hrafnkell
vægt að þær verði samræmdar með
bönkum og lífeyrissjóðum," sagði
Jóhanna.
Jóhanna sagði að kanna þurfi
hvemig vanskil hafa þróast í banka-
kerfinu og hjá lífeyrissjóðum og
hvort meira sé um nauðungarupp-
boð á íbúðum en áður. Þegar þessar
upplýsingar liggi fyrir verði málið
rætt í ríkisstjóm.
Hún sagði að helmingur skulda
heimilanna væru frá opinberum
húsnæðislánasjóðum. Hlutur
þeirra hafi aukist á síðustu árum
með tilkomu húsbréfakerfisins.
Þetta sagði Jóhanna eðlilegt því að
með húsbréfakerfmu hafi dregið úr
skammtímalánum vegna húsnæð-
iskaupa, en þessi skammtímalán
hafi átt mikinn þátt í greiðsluerfið-
leikum fólks.
Þuríður gagnrýndi sérstaklega
mikil afföll á húsbréfúm, einkum á
árinu 1991. Á því ári vom gefin út
húsbréf fyrir 16 milljarða og afföll
voru mjög mikil. Þuríður sagði að
fólk sem tók 4 milljónir að láni á því
ári, hafi í reynd ekki fengið nema 3
milljónir vegna affallanna. Fólkið
þurfi hins vegar að greiða afborgan-
ir og vexti af 4 milljónum. Að erfið-
leikum þessa fólks þurfi að huga
sérstaklega.