Tíminn - 12.03.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.03.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 12. mars 1993 FUNDIR 06 FELAGSSTORF SigríOur Anna Hafstelnn Ingvi Valgerður Hvernig menntastefnu vilt þú? Fundur um þetta málefni veröur haldinn f Veitingastaönum Mömmu Rósu, Hamraborg Kópavogi, þriöjudaginn 16. mars kl. 19.30. Frummælendur verða: Sigrfður Anna Þörðardóttir alþingismaöur, formaður nefndar menntamálaráðherra um mótun menntastefnu; Hafsteinn Karisson skólastjóri, formaður Sarntaka fámennra skóla; Valgerður Sverrisdóttir alþingis- maður, formaður málefnahóps Framsóknarflokksins um menntamál; Ingvi Þorkelsson kennari, fulltrúi Framsóknarflokksins I skólanefnd Kópavogs. Fundurinn er öllum opinn. Súpa og brauð á vægu veröi. Landssamband framsóknarkvenna og Freyja, félag framsóknarkvenna í Kópavogí ¦k ; ^ i ^** bPI ! 0 mÉ- ' ¦py ¦ ; *mtJ™. JrA Halldór Guðmundur Valgerður Jóhannes Geir Þingeyingar Almennur stjómmálafundur verður haldinn að Ýdölum þriðjudaginn 16. mars klukk- an21. Þingmennimir Halldór Asgrfmsson, Guðmundur Bjamason, Valgerður Svem'sdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson mæta á fundinn. Fjölmennuml Framsóknarflokkurínn Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opiö hús að Hvertisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30. Komið og faið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélögin Kópavogur Opið hús Opið hús er alla laugardaga kl. 10.00-12.00 aö Digranesvegi 12. Kaffi og létt spjall. Siguröur Geirdal bæjarstjóri verður til viðtals. Framsóknarfélögln Sigurður Selfoss — Framsóknarvist Þriggja kvðlda keppni. Spilum þriðjudagana 16., 23. og 30. mars kl. 20.30 aö Eyr- arvegi 15. Framsóknarfélag Selfoss VELKOMIN TIL U.S.A. Sértilboð frá bandarísk- um stjórnvöldum Bandarísk stjórnvöld gefa þér kost á ao sækja um og öðlast varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi samkvæmt áætlun AA-1. Dregið verður úr umsóknum og þú getur þannig hreppt tæki- færi til að setjast að I Bandarlkjunum og stunda þar vinnu. (orðiö handhafi „græna kortsins"). Umsóknarfrestur um dval- arleyfi rennur út 31. mars nk. og þvl nauðsynlegt að bregð- ast við strax, svo umsókn þfn nái fram I tima. Allir þeir, sem eru fæddir á Islandi, Bretlandi eða Irlandi og/eða eiga foreldri eða foreldra af sömu þjóðemum, hafa rétt til að sækja um þetta leyfi. Sendið 45 Bandarfkjadala greiðslu fyrir hvem umsækjanda til okkar ásamt nafni umsækjanda, fæðingardegi, fæðingar- stað, nafni hugsanlegs maka og nöfnum og dvalarstað ógiftra bama undir 21 árs aldri. Heimilisfangiö er: VISA USA, P.O. Box no. 822211 Dallas, Texas, 75382, USA. Fjörbrot frjáls- hyggjunnar Það er í frásögur færandi — og reynd- ar merkilegt rannsóknarefni—að þrír fyrrum kommúnistar hafa mótað stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahags- málum um fjögurra áratuga skeið, 1950-1990. Þeir eru Benjamín H J. Ei- ríksson, Jónas Haralz og Ólafur Björnsson. Hinn fyrstnefndi hafði doktors-próf í hagfræði, annar fékk doktors-titil og hinn þriðji varð próf- essor. Allir höfðu kúvent stuttu eftir seinni heimsstyrjöld og gengið tíl liðs við þann arm Sjálfstæðisflokksins, sem lengst er til hægri og kenndur er við frjálshyggju. Nú hefir frjálshyggjan runnið sitt skeið og mennimir þrír raunar líka. Þeir eru aldnir orðnir og að mestu horíhir af pólitíska sviðinu, einn þeirra (Jónas) farinn af landi brott. Uppeldis- barn þeirra þremenninganna, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, situr einn uppi með frjálshyggjuna. Fyrir jólin setti hann á markað mörg hundruð blaðsíðna doðrant um kaupsýslumann á fyrstu áratugum aldarinnar, er sá sér hag í stjómmálaþátttöku, varð borgar- stjóri og ráðherra. FVrirtæki hans blómgaðist, en sjávarútvegur á íslandi riðaði til falls af völdum gengisbreyt- ingar, sem hann stóð fyrir. Hannes Hólmsteinn fór hamförum í út- breiðslu ritsins, enda átti söguhetjan að vera tákn einkaframtaks og afreka við skilyrði samkeppni og viðskipta- frelsis. Eigi að síður liggur bókin enn í haugum á búðarhillum. Þegar í janúar lagði Hannes land und- ir fót og stefndi vestur um haf. Ætla má að söluandvirði Jóns Þorlákssonar hafi dugað fyrir farmiðanum. Erindið var að ná fundi manna úr svonefndum Chicago-skóla. Milton gamli FYied- man er að vísu nánast með öllu gleymdur, en nemendur hans hafa lát- ið nokkuð á sér bera. Þannig hefir einn þeirra, Gary S. Becker, getið sér orð ¦-------------------------------------------------------------------------------------------\ Lesendui skrifa __________________J fyrir það að færa hagfræðina inn á svið mannlegs atferlis, sem verið hafa um- fjöllunarefni annarra greina, þeirra á meðal félagsfræði, lýðfræði og afbrota- fræði. Hlaut hann Nóbelsverðlaun í hagfræði 1992 fyrir frumkvæðið, en þau verðlaun eru fjármögnuð af Sví- þjóðarbanka. Skv. Becker er einstak- lingurinn sjálfum sér samkvæmur og velur jafnan skynsamlegasta kostinn. Markaðsöflin stýra jafnvel gerðum af- brotamannsins og ofdiykkjumanns- ins. Hinn fyrrnefndi fremur ekki afbrot vegna afbrotahneigðar, heldur af því að afbrotin borga sig fyrir hann og nýta hæfileika hans betur en heiðarleg störf. Á sama hátt verður ekki sagt að áfengi eða eiturlyf séu óskynsamleg, ef hinn kosturinn væri sjálfsmorð. Hannes Hólmsteinn er feiknarlega Benjamín H.J. Eiríksson. Ólafur Björnsson. hrifinn af Becker, fékk viðtal við hann og birtir það í Lesbók Morgunblaðsins 27/2. Aðrir nemendur Friedmans hafa sett fram kenningu um „skynsamlegar væntingar". Skv. henni er tilgangs- laust fyrir ríkisstjóm að ætla sér að örva eftirspurn, td. með auknu pen- ingaframboði. Allir munu þá vænta verðhækkana og verja sig með kröfu Jónas Haralz. um hærra kaup og/eða álagningu. Verðbólgan myndi vaxa í réttu hlut- falli, en áhrif á framleiðslu og atvinnu reynast engin. Niðurstaðan er sem sagt ævinlega hin sama hjá þessum herrum: Engin opinber afskipti, engar hömlur, markaðurinn einn á að ráða, jafnvel þótt þar gildi lögmál frumskóg- arins, frelsið til að ræna, frelsið til að stela. Félagsbyggjumaður Bj argvættur Ég hef aldrei skrifað grein í blað fyrr. Það var maður hjá okkur um síð- ustu helgi sem var kominn til að fara á þorrablót. Hann gengur við tvo hækjustafi og er mjög bagaður í BÍLALEIGA AKUREYRAR MED ÚTIBÚ ALLT í KRDNGUM LANDID. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKAN A 0KKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUMBÍLAERLENDIS interRent Europcar annarri hendinni en sterkur í þeirri hægri. Þetta var þriðja þorrablótið í röð sem hann kom á hér. Hann komst út á dansgólfið fyrir tveimur árum og fannst það svo gaman. Stúlkan sem dansaði við hann fyrst var systurdóttir eins bóndans hér í sveitinni. Það er margt gott fólk hér eins og víða annars staðar; svo er Lesendur skrifa Guði fyrir að þakka. Þessi maður sagði mér daginn eftir þetta síðasta þorrablót að það hefðu fjórar konur komið og boðið sér upp í dans. En ég verð að segja ykkur sögu sem hann sagði mér. (Hann á heima í Reykja- vfk). Það var fyrir nokkuð löngu að hann fer niður í bæ ásamt vinum sínum að nóttu til. Svo dettur þeim í hug að ganga um miðbæinn sér til gamans. Þegar þeir eru búnir að ganga svolítinn spotta þá heyra þeir að það er einhver að hrópa. Þeir ganga á hljóðið og sjá að í húsasundi er karlmaður að fljúgast á við stúlku og ætlar greinilega að nauðga henni. Svo þeir slá hring um þau og hóta að hringja á lógregluna. (Þeir voru með bílasíma). Lamaði maður- inn fyrrnefndi sagðist mundu lemja ofbeldismanninn á ákveðinn stað með hækju sinni ef hann hypjaði sig ekki burtu eins og skot. Sá varð hræddur og hljóp í burtu. Við mig sagði sá lamaði. „Þessi nauðgari hefði getað eyðilagt líf stúlkunnar, að minnsta kosti kynlíf hennar." Ef við hugsum nú út í þetta þá hljóta einhverjar góðar vættir að hafa leitt þá félagana þarna á staðinn. Ég gæti sagt fleiri svipaðar sögur en ætla ekki að gera það að sinni. En ég bið góðan Guð að forða fólki frá svona hörmungum og vona að þessi litla grein verði birt og geti orðið ein- hverjum til hjálpar. Stúlkur og kon- url Verið ekki einar á ferð að nætur- lagi að nauðsynjalausu. Með fyrirfram þökk, Bóel Ágústsdóttir Tíminn hf. óskar eftir umboðsmanni í Vestmannaeyjum frá 1. maí 1993. Upplýsingar gefur Marta Jónsdóttir í síma 98-12192

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.