Tíminn - 12.03.1993, Blaðsíða 12
¦ FÖSTUDÁGUR12. MARS 1993
Bílar og bílavörur hafa hækkað um 99% á sl. 5 árum en búvörur háðar verðlagsgrundvelli bara 43%:
Búvörur hækkuðu minnst
Búvörur háöar verðlagsgrundvelli hafa undanfarin ár hækkað langminnst
allra helstu kostnaðarliða í grundvelli framfærsluvísitölunnar. Verð þessara
íslensku landbúnaðarvara hefur aðeins hækkað um 43,5% að meðaltali á
nærrí fimm árum (frá maí 1988). Á sama tíma hafa aðrar matvörur hækk-
að 15-20% meira en verðlagsgrundvallarvörurnar, verð flestra annarra
vörutegunda í kringum 50% meira og verð á ýmis konar þjónustu jafnaðar-
lega hækkað nærri 70% meira. Metið á kostnaðarliðurinn: Innfluttur bíll,
bensín og varahlutir sem hefur nánast tvðfaldast í verði á sama tímabili og
þar með sem sagt hækkað nærri 130% meira en verðlagsgrundvallarvör-
urnar.
Síðan nýr grundvöllur framfærslu-
vísitölu var tekinn í gagnið í maí
1988 hefur Hagstofan m.a. fylgst
með verðlagsþróun, eftir eðli og
uppruna ákveðinna liöa vöru og
þjónustu. Búvörur háðar verðlags-
grundvelli voru þá 7,4% af heildar-
útgjöldum vísitölugrundvallarins.
En þar sem þessar vörur hafa allan
tímann hækkað minna en aðrar hef-
ur þetta hlutfall stöðugt farið lækk-
andi ár frá ári. Það hafði t.d. lækkað
niður í 7% í maí 1990, áfram niður í
6,8% í maí 1992 og enn niður í 6,4%
miðað við sama mælikvarða núna í
marsmánuði.
Færeyingar í
atvinnuleit
„Það eru margir Pæreyingar
sem eru að leita sér að vinnu
bæði á landi og sjó," segir Sím-
on Hansen, umsjónarmaður
færeyska sjómannaheimilisins í
Heykjavík. Hann veit um allt að
40 færeyskar „au-pair" stúlkur
í Reykjavik. Þess má geta að at-
vinnuleysi f Pæreyjum er nú um
20% og fer vaxandi.
Hann segir að Færeyingar hafi
sótt f vaxandi mæli til íslands f
atvinnuleit undanfarið ár.
„Fjöldi þeirra hefur vaxið und-
anfarna tvo mánuði," bætir Sím-
on við.
Hann giskar á að í Reykjavík
einni séu um 40 stúlkur í vist
eða við sjávarútveg sem Færey-
ingar sækja í og til marks um
það vinna hátt í 20 stúlkur í
frystihúsum, flestar á Austur-
landi. Þá séu allt að 30 sjómenn í
skipsrúmi á línubátum og við
beitingar.
Þá segir Símon að talsvert sé
um Færeyinga í störfum í heil-
brigðiskerfinu.
-HÞ
Hœkkun vöru oq
þjónustul 988—1993
Hækun:
Búv. háðar ver&lagsgrundv. 43,5%
Aðr. innl. matvörur 50,1%
Innfluttar matvðrur 52,1%
Aðrar innlendar vörur 65,9%
Aftrar innflu tlar vðrur 66,4%
Áfengl og tóbak 75,0%
Innfl.:Bíll/bcnsín/varahI. 99,0%
I'jón. háð opinb.verðákv. 74,7%
önnur þjónusta 72,9%
Alls vörur og þjónusta: 68,6%
Búvörur sem háðar eru verðlagsgrundvelli hafa hækkað langminnst allra helstu kostnaöarliða á
grundvelli framfærsluvísitölunnar. Á myndinni eru þeir Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsam-
bands bænda og Jóhannes Kristjánsson, form. Landssambands sauðfjárbænda, við kjötafgreiðslu í
Hagkaupum í Kringlunni skömmu fyrír síðustu jól.
Hækkun á vísitölu vöru og þjón-
ustu, (þ.e. hækkun framfærsluvísi-
tölunnar að frátöldum húsnæðis-
kostnaði) skipt eftir eðli og uppruna
í tíu liði, er sem segir hér til hliðar.
Auk þess að búvörur háðar verð-
lagsgrundvelli hafa hækkað allra
minnst vekur það sérstaka athygli,
hvað aðrar matvörur, bæði innlend-
ar og þær innfluttu, hafa hækkað
miklu minna en aðrar vörur.
í annan stað sýnist athyglisvert
hvað verðhækkanir virðast hafa ver-
ið áþekkar í hverjum flokki, hvort
sem um innlendar eða erlendar vör-
ur er að ræða. Þannig hafa verð-
hækkanir haldist í hendur á bæði
erlendum og innlendum matvörum,
öðrum en búvörum. Og það sama á
við um aðrar vörur, hvort sem þær
eru innlendar eða innfluttar.
(Spurningin er hins vegar af hverju
þær hafi þurft að hækka langt um-
fram matvörurnar?)
Verð á þjónustu hefur síðan hækk-
að töluvert meira en almennt vöru-
verð. Og það á einnig jafnt við um
almenna (frjálst verðlagða) þjón-
ustu sem og þá þjónustu, og vörur
sem það opinbera sér um verðlagn-
inguna á.
í algerum sérflokki kemur svo
einkabíllinn, bensínið og varahlut-
irnir. Þar er eingöngu um innflutn-
ing að ræða og verðhækkanirnar
verið langt umfram alla aðra kostn-
aðarliði í heimilisútgjöldunum.
Þessi liður hefur nærri því tvöfaldast
í verði á tæpum fimm árum, á sama
tíma og íslensku búvörurnar hafa
aðeins hækkað um rúmlega 43%.
-HEI
ERLENDAR FRETT R...
DENNI DÆMALAUSI
MOSKVA
Jeltsín aö tapa fyrir
binginu
I gær virtist Bórís Jeltsln stefna I auö-
mýkjandi ósigur fyrir harölinumönnum
eftir að óvirðingarorðum var æpt aö
honum frá ræðustóli i rússnoska þing-
inu. Harðlinuandstæðingurínn Mikhail
Tsélnakov krafðist þess að Jeltsin yrði
rekinn eftir að hann hafði sagt þingfull-
trúum að forsetinn hefði eyðilagt efna-
haginn og brotið stjómarskrana. Áhyggj-
ur vegna pólitiskrar framtlðar Jeltslns
hækkuðu dollarann I þaö hæsta sem
hann hefur verið 111 mánuði gagnvart
þýska markinu.
SARAJEVO
Krafist breytinga á
friöarlandabréfi
Alþjóðleg friðaráætlun fyrir Bosnlu var I
hættu I gær þegar forystumenn tveggja
af stríðandi fyikingunum þrem I júgó-
slavneska lýðveldinu fyrrverandi, kröfö-
ust breytinga á markallnum I lillögunum.
PARÍS - Alþjóðlegu sáttasemjaramir
Cyrus Vance og Owen lávaröur reyndu
að auka þrýsting á Bosnlu-Serba um að
fallast á friðaráætlun þeirra með þvl að
hitta Slobodan Milosevic Serbiuforseta
að máli.
RÓM
Amato varð fyrir áfalli
Giuliano Amato, forsætisráðherra (tallu,
á I vök að verjast og I gær varð áætlun
hans um að bjarga efnahag landsins frá
áhrifum risastórs spillingartineykslis fyrír
áfalli I þinginu. Stjómarandstöðuflokkar
kröfðust þess að hann segði af sér,
gagnspillingariögregla tók þrjá iðnjöfra
til viðbótar fasta og Amato komst að þvf
að mikilvæg þlngnefnd hefði sameinast
gegn honum.
PHNOM PENH
34 Víetnamar drepnir
Byssumenn drápu a.m.k. 34 óbreytta
borgara af vietnömskum ættum, þ.á m.
konur og böm sem voru að horfa á
myndband, i áras á fljótandi þorp I norð-
vesturhluta Kambódíu, að þvi er Sam-
einuðu þjóöimar skýrðu frá I gær.
KAlRÓ
Nýjar hugmyndir um að
höggva á hnútinn
Sýriendingar og Egyptar útfærðu nýjar
hugmyndir til að reyna að leysa krepp-
una við Israel vegna brottrekstrar 415
Palestfnumanna frá Israel, og að hleypa
nýju lífi I friðarviðræður um Mið-Austur-
lönd sem áætlað er að hefjist 20. aprll,
að sögn sýrienska utanríkisráðherrans I
gær.
HONG KONG
Kínverjar stööva
ræöu Pattens
Á slðustu stundu beittu Kfnverjar sér
varðandi pólitiska framtfð Hong Kong
og komu f veg fyrir fyrirhugaöa yfirtýs-
ingu frá Chris Patten rikisstjóra um að
hann myndi halda áfram að koma I
gegn lagafrumvarpi sfnu um lýðræðis-
legar umbætur.
MANAMA
írakar neita aó gefa
upplýsingar
Háttsettur eftiriitsmaður S.þ. sagði I gær
að Irakar neituöu enn aö leggja fram
mikilvægar upplýsingar um þá sem hafa
séð þeim fyrir hlutum I kjamorkuáætJun
sina. En eftiriitsmaöurinn, grfski visinda-
maðurinn Dimitri Perritos, sagði frétta-
mönnum að Irakar hefðu fallist á að
skrá niður á næstu 15 dögum þá að-
stöðu sem nýtt er við áætlunina.
GAZA
Hnífsstungur og
berserksgangur
Arabar særðu tvo Gyðinga með hnffs-
stungum og Palestfnumenn sögöu Gyð-
ingalandnema hafa gengið berserks-
gang I bæ á hemumda Gaza- svæðinu
Igær.
PEKING
Sprenging drap 17
Sprenging f orkuveri I héraöinu Ziieji-
ang I austurhiuta Kina varö a.m.k. 17
manns aö bana og særði 25 segir i frétt
frá opinberu fréttastofúnni Xinhua.
„Mamma bakar ekki brauðin okkar, en I gamla daga sneiddi hún
það."