Tíminn - 12.03.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 12. mars 1993
70 manns á Akureyri missa vinnuna:
K. Jónsson
gjaldþrota
Sljórn K, Jónssonar & Co. hf.
hefur samþykkt að óska eftir því
að félagiö verði tekið til gjald-
þrotaskipta. Fyrirtækið hefur átt í
erfiðleikum um nokkurt skeið.
Það var rekið með um 100 miilj-
óna kr. tapi á síðasta ári. í árslok
var eigið fé neikvætt um 25 tniiij-
ónir. Um 70 manns starfa hjá K.
Jónssyni og blaslr ekkert annað
en atvinnuleysi við þessu fóiki.
Bæjarstjórinn á Akureyri lýsti
því yfir í gær að bærinn myndi
ekki leggja fjármuni í fyrirtækið,
en hann vonaðist eftir að aðilar á
Akureyri myndu bindast samtök-
um um að haida áfram þeim
rekstri sem K. Jónsson hefur haft
með höndum.
K. Jónsson var stofnað á Akur-
eyri 1947. Fyrirtækið hefur aila
b'ð framleitt niðursuðuvörur,
bæði fyrir innaniandsmarkað og
til útflutnings. Á síðustu árum
hefur fyrirtækið einnig framleitt
frosna rækju og kavíar úr grá-
sleppuhrognum. í mörg ár voni
Sovétríkin langmikilvægasti
markaðurinn fyrir afurðir fyrir-
tækisins. Sá markaður lokaðist
fyrir þremur árum. Að undan-
förau hcfur England verið stærsti
markaðurinn ásamt Frakklandi,
Þýskalandi og Skandinavfu.
K. Jónsson hcfur um skeið átt í
verulcgum rekstrarerfiðleikum,
sem stafað hafa af hækkandi til-
kostnaði á sama tíma og afurða-
verð hefur staðið í stað eða lækk-
að. Háir vextir hafa einnig valdiö
fyrirtældnu miklum erfiðleikum.
Að mafi stjórnenda fyrirtælrisins
eru möguleikar til að fjármagna
reksturinn ekki lengur fyrir hendi
og félagið er því komið í greiðslu-
þrot. Sú niðurstaða sé rökrétt að
óska eftir gjaldþrotaskiptum til að
firra lánadrottna frekara tjónL
Aðalmarkmið nýrra samkeppnislaga er m.a. að efla virka sam-
keppnl f viðskiptum og vinna gegn takmörkunum á frelsi til at-
vinnurekstrar og stuðla þannig að efnahagslegum framförum. Á
myndinni eru f.v. Sigfús Jónsson aðstoðarmaður viöskiptaráð-
herra, Georg Ólafsson forstjóri Samkeppnisstofnunar, Jón Sig-
urðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Atli Freyr Guðmunds-
son varaformaður samkeppnisráðs. Tlmamynd Áml BJama
Viðskiptalífið fær nýjar leikreglur til að fara eftir með
nýjum samkeppnislögum sem marka þáttaskil. Unnið
að úttekt á íslenska markaðnum í Ijósi nýrra laga:
Ný og haldbetri
nevtendavernd
Um síðustu mánaðamót gengu í
gildi ný samkeppnislög sem leysa
af hólmi lög um verölag, sam-
keppnishömlur og óréttmæta við-
skiptahætti. Þá hefur Verölags-
stofnun verið aflögð en í hennar
stað hefur verið sett á fót Sam-
keppnisstofnun og samkeppnis-
ráð sem eiga að sjá um fram-
kvæmd hinna nýju laga.
Þótt lögin hafi ekki verið í gildi
nema í nokkra daga er þeirra þegar
farið að gæta og hafa þegar verið
gerðar athugasemdir við gjald-
skrár lögfræðinga, arkitekta og
tannlækna svo dæmi séu nefnd. Þá
er viðbúið að kaup Hagkaupa á
Bónus hefðu sérstaklega verið
skoðuð ef sá gjömingur ætti sér
stað um þessar mundir.
Að mati Jóns Sigurðssonar við-
skiptaráðherra marka þessi nýju
samkeppnislög viss þáttaskil í ís-
lensku viðskiptalífi með nýjum
leikreglum, en ekki síst tryggja
lögin neytendum mikilvæga
vernd. Þá eru í lögunum nýjar
reglur um auglýsingar til vemdar
bömum og íslenskri tungu. Sam-
keppnisyfirvöld fá heimild til að
fylgja ákvörðunum sínum eftir
með sektum, ef önnur úrræði duga
ekki til og til að tryggja réttarör-
yggi aðila er ákvæði í lögunum um
áfrýjunamefnd sem Hæstiréttur
tilnefnir til að fjalla um mál sem
kunna að rísa vegna aðgerða sam-
keppnisyfirvalda.
Helstu nýmæli samkeppnislag-
anna eru m.a. að bannað er að hafa
samráð um verð, afslætti og álagn-
ingu og fyrirtækjum er bannað að
skipta mörkuðum á milli sín. Þá er
í lögunum kveðið á um eftirlit með
starfsemi greiðslukortafyrirtækja.
Upplýsingamiðlun til neytenda
verður efld, hert verður á fyrir-
mælum til fyrirtækja að birta upp-
lýsingar um verð, kjör og gæði ofl.,
eftirlit verður aukið með því að fyr-
irtæki beiti ekki hvort annað og
neytendur ósanngimi í viðskipt-
um. Skipuð verður sérstök auglýs-
inganefnd til að fylgjast með að
ekki verði veittar rangar, ófull-
nægjandi eða villandi upplýsingar í
auglýsingum.
Til að koma í veg fyrir að fyrirtæki
misnoti aðstöðu sína á markaðn-
um fá samkeppnisyfirvöld heimild
til að ógilda sameiningu fyrirtækja
eða kaup þeirra á öðrum. Þá ber
sömu yfirvöldum að gera sérstaka
athugun á hvort hérlendis sé að
finna alvarleg einkenni hringa-
myndunar, óæskileg tengsl eða
samþjöppun valds sem felur í sér
skaðlegar samkeppnishindranir.
Þeim er jafnframt gert að gera at-
hugasemdir ef lög og stjómvalds-
fyrirmæli torvelda frjálsa sam-
keppni, koma í veg fyrir að fyrir-
tæki geti notað fé sem þau afla sér
í skjóli einkaleyfis eða opinberar
verndar, til að niðurgreiða annan
rekstur sem er óvemdaður og í
frjálsri samkeppni, svo nokkur
dæmi séu nefnd.
-grh
SIGUR GEGN UNGVERJUM
Eiginkonur, unnustur, böm og
vinir kappanna í fslenska hand-
knattleikslandsliðinu söfnuö-
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins,
sagðist ekki gera athugasemd við
þá málsmeðferð að bókunln komi
til umræðu á Alþingi síðar f þess-
um mánuði. Fyrir sig skipti ekki
öllu máli hvort EES- samningur-
inn taki gildi 1. júlí eða um næstu
áramót. Meirihluti Alþingis hafi
þegar tekið þá ákvörðun að ísland
gerist aðili að þessum samningi
þrátt fyrir þá annmarka sem á
honum séu og það valdaframsal
sem í honum felst.
„Það er mikilvægast nú að marka
stefnu f samskiptum okkar við
ust saman heima hjá Þorbergi
Aðalsteinssyni í gær til að fylgj-
ast með leiknum gegn Ungverj-
Evrópubandalagið til framtíðar.
Þess vegna höfum við Halldór Ás-
grímsson lagt fram tillögu um að
Alþingi marki þá stefnu að leita
skuli tvíhliða samninga við EB.
Mikilvægast er að eyða þeirri
óvissu sem virðist ríkja um fram-
tíðartengsl okkar við EB og að
þeirri stefnu verði hafnað að ganga
í EB, eins og td. Verslunarráð er
að dekra við,“
sagði Steingrímur.
Steingrímur sagði að þessi
stefnumörkun sé meira aðkallandi
en áframhaldandi þrætur um EES.
-EÓ
um og eins og sjá má er fylgst
með atburðum af tilfinningu.
Tlmamynd Áml Bjama
Sýknaðuraf
ákæru um
íkveikju
Hallgrímur Marinósson, fyrr-
um eigandi Sportklúbbsins, var
í gær sýknaður í undirrétti af að
hafa verið valdur að íkveikju.
Eins og kunnugt er var Hall-
grímur ákærður þar sem grun-
samlegt þótti að hann hafði
keypt rekstrarstöðvunartrygg-
ingu sem var miklu hærri en
rekstrartekjur Sportklúbbsins
gáfu tilefni til, skömmu áður en
húsnæði klúbbsins brann. í því
var áður vinsæll skemmtistaður
sem gekk undir heitinu Klúbb-
urinn.
í niðurstöðum dómsins segir
m.a.: „Þrátt fyrir töluverðar líkur
fyrir sekt ákærða er varhugavert
að slá því föstu að gegn eindreg-
inni neitun hans og einnig vegna
ýmissa vafaatriða að nægilega
margt sé komið fram til að dæma
hann sekan.“
Steingrímur Hermannsson formaður
Framsóknarflokksins:
Mikilvægast
nú að ákveða
framtíðar-
tengslin við EB
Dómsmálaráðherra segir að lög um mannanöfn verði endurskoðuð:
Mannanafnanefnd
hefur sagt af sér
Mannanafnanefnd hefur í bréfi til
Þorsteins Pálssonar dómsmála-
ráðherra sagt af sér. Ástæðan er
óánægja með starfsaðstöðu.
Ágreiningur hefur verið um fram-
kvæmd mannanafnalaga, m.a.
hefur Mannanafnanefnd neitað
foreldrum að skrá nöfn baraa
sinna í þjóðskrá. Þorsteinn lýsti
því yfir á Alþingi í gær að hann
hygðist beita sér fyrir endurskoð-
un mannanafnalaga.
Mál þetta var rætt á Alþingi í fyr-
irspumartíma að frumkvæði
Hjálmars Jónssonar, varaþing-
manns (Sjfl.). Hjálmar spurði
hvort ráðherra fyrirhugi að endur-
skoða lög um mannanöfn.
Þorsteinn svaraði fyrirspuminni
játandi. Hann upplýsti jaftiframt
að Mannanafnanefnd hafi sagt af
sér og taki afsögnin gildi 15. mars.
Þorsteinn sagðist hafa óskað eftir
tilnefningum frá Háskólanum í
nýja nefnd.
Nefndin segir í bréfi til ráðherra
að slæm starfsaðstaða sé orsök af-
sagnarinnar, en Þorsteinn sagðist
telja að ágreiningur um fram-
kvæmd mannanafnalaganna hafi
einnig átt þátt í að nefndin sagði af
sér.
Ingibjörg Pálmadóttir (Frfl.)
nefndi dæmi um árekstra varðandi
framkvæmd mannanafnalaga. í
nóvember var barn skírt nafninu
Sveinberg og var það skráð í
kirkjubækur. Hagstofan neitaði
hins vegar að skrá það í þjóðskrá
og þannig stendur málið í dag.
Geir H. Haarde (Sjfl.) sagði að
fleiri dæmi væm um erfiðleika við
framkvæmd laganna. Hann sagði
að það hafi sýnt sig að efasemdir
um ágæti ýmissa ákvæða laganna,
sem settar vom fram fyrir tveimur
ámm þegar þau vom samþykkt,
hefðu átt rétt á sér.
-EÓ